Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
Romario skoraði sigurmark Brasilíumanna gegn Uruguay. Hann leikur með
Eindhoven í Holiandi.
Brasilía
sigurvegari
BRASILIA sigraði Uruguay 1:0
í úrslitaviðureign keppninnar
um Suður-Ameríku bikarinn á
sunnudaginn. Leikurinnfór
fram á Marcana leikvanginum
í Rio De Janero í Brasilíu og
skoraði framherjinn Romaríó
sigurmarkið á 49. mínútu með
skalla. Brasilíumenn hafa ekki
sigrað í keppninni síðan árið
1949, og má segja að sá sigur
hafi markað upphafið að vel-
gengi þeirra knattspyrnuveilin-
um, en liðið hefur þrisvar sinn-
um orðið heimsmeistari eftir
það.
Hvatt af 170 þúsund áhorfend-
um réð Brasilíska landsliðið
lögum og lofum á vellinum, en
Uruguay varðist samt af mikilli
hörku, og það var ekki fyrr en eft-
ir mark Romaríó, sem Ieikur með
hollenska liðinu PSV Eindhoven,
að Iiðið tók til við að sækja.
Leikurinn þótti frekar grófur og
hafði dómarinn, Hernan Silca frá
Chile, í nógu að snúast.
Fyrir keppnina hafði þjálfari
Brasiliu, Sebastíó Lazaróni, verið
harðlega gagnrýndur fyrir undir-
búning liðsins, og var ekki búist við
miklu af því í keppninni. Lazaróni
hefur hins vegar tekist að skapa
mjög góða Iiðsheild, en liðsupp-
byggingin er ekki ólík þeirri arg-
entínsku, sem spilar með þijá vam-
armenn, fimm miðjumenn og tvo
framheija. Gafst sú aðferð ólíkt
betur en leikaðferð liðsins í Dan-
mörku á dögunum, en liðið fékk
einungis á sig eitt mark í keppninni.
Ruben Sosa bestur
Ruben Sosa, framheiji Umguay,
þótti vera besti leikmaður keppn-
innar, en hann skoraði bæði mörk
liðsins, í 2:0 sigri gegn Argentínu
í undanúrslitunum. Maradona þótti
hins vegar ekki vera í nógu góðu
formi og mátti sjá á honum þreytu-
merki. Hann sýndi þó snilldartakta
í leiknum; sendi knöttinn með boga-
skoti ofan á þverslána af 50 metra
færi eftir að markvörðurinn hafði
farið í „skógarferð".
Urslit / B6
Staðan / B6
Bebeto hefur leikið mjög vel með
Brasilíumönnum í S-Amríkukeppn-
inni.
KNATTSPYRNA / S-AMERIKA
MARTHA ERNSTDÓT
Hlaupandi
um allan b
MARTHA Ernstdóttir hefur um
nokkurra ára skeið verið ein fremsta
frjáisíþróttakona okkar. íþróttaferill
Mörthu hófst f sundinu, en sumarið
1984 fékk Stefán Jóhannsson, þjálf-
ari Ármanns, hana „lánaða“ til þess
að keppa á bikarmóti FRÍ. Martha
stal senunni á mótinu og eftir það
varð ekki aftur snúið.
Hraðar, hraðar...
Morgunblaðið/Þorkell
Martha Ernstsdóttir er ein fremsta fijálsíþróttakona landsins um þessar
mundir og hefur bætt árangur sinn reglulega.
Eg byijaði 15 ára í sundi og æfði
í fjögur ár hjá Ægi. Mér gekk
alveg þokkalega en byijaði þó of
seint til þess að ná góðum árangri.
HMBmH Sumarið 1984 kom
Katrín Stefán Jóhannsson,
Freðríksen þjálfari Ármenn-
skrifar jnga> ag mjg
og bað mig að keppa
fyrir hönd félagsins í bikarkeppni
FRÍ. Ég þekkti Stefán ekkert, en
hann hafði veitt mér athygli þegar
ég var að skokka mér til heilsubót-
ar í Laugardalnum. Ég sló til og
keppti í 800 og 1.500 metra hlaup-
um. Árangurinn kom mér á óvart
'en ég sigraði í 1.500 og lenti í
þriðja sæti í 800 metrunum. Sama
sumar sigraði ég í skemmtiskokki
í Reykjavíkurmaraþoninu sem er
sjö kílómetra hlaup. Fijálsíþrótta-
iðkunin varð ekki meiri í bili því
um haustið fór ég til Danmerkur
og starfaði þar sem aðstoðarsund-
þjálfari yfir veturinn.“
Lengri vega-
lengdir eiga
beturvið mig
—Varstu ákveðin í að einbeita
þér að fijálsum íþróttum?
„Ég hafði alltaf í hyggju að snúa
mér að skokkinu þegar ég hætti
að synda. Ekki endilega með keppni
í huga, en þar sem svo vel tókst
til um sumarið ákvað ég að slá til.
Vorið 1985 kom ég heim frá Dan-
mörku og hóf æfingar. Það kom
snemma í ljós að lengri vegalengdir
áttu betur við mig og þá um sumar-
ið var ég valin í landsliðið og tók
þátt í Evrópubikarkeppni landsliða
á Laugardalsvellinum. Sú keppni
varð mér andlegt áfall. Ég gerði
mér enga grein fyrir því hvað þetta
var stór keppni og gekk illa í mínum
greinum. Ég hélt samt ótrauð áfram
æfingum og sumarið 1986 bætti
ég íslandsmetið í hálfmaraþoni um
tíu mínútur.“
Gekk tíu kíló'
metra á dag
síðustu vik-
urnar
—Þú varðst ófrísk að Darra haus-
tið 1986. Það stöðvaði þig þó ekki
lengi?
„Nei, alls ekki. Ég var við góða
heilsu á meðgöngutímanum og lét
ekkert aftra mér. Ég var komin tvo
mánuði á leið þegar ég tók þátt í
Evrópubikarkeppni félagsliða með
Ármanni og gekk bara vel. Ég hljóp
mikið alveg fram á fimmta mánuð.
Þá dró ég nokkuð úr hlaupunum
og fór að synda í staðinn. Eins
gekk ég mikið, allt að tíu kílómetra
daglega síðustu vikurnar. Það þótti
mörgum skondið að sjá okkur vin-
konurnar Huldu Pálsdóttur lang-