Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓ l I/H'ÞRŒMUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
B 3
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI
Hvað
Eg átti von á að við Kefivík-
ingar myndum lenda í basli
með Þrótt í þessum leik; það er
alltaf erfitt að spila gegn liðum
i neðri deildunum," sagði Ástr-
áður Gunnarsson, þjálfari ÍBK,
eftir sigurinn í gærkveldi sem
ekki var í höfn fyrr en flautað
var af.
„Við gáfum svolítið eftir í
leiknum, þegar við höfðum náð
tveggja marka forystu, og við
það komust þeir vel inn i leikinn
og náðu að jafna. Ég er hins
vegar ánægður með sigurinn og
það að við skulum komast svona
langt í bikarkeppninni, en það
er samt fyrsta deildin sem er
númer eitt og þrjú hjá okkur."
Enginn sýnilegur munur.
„Það eru alltaf vonbrigði að
tapa leik, sérstaklega þegar sig-
urinn hefði getað ient hvoru
megin sem var,“ sagði Magnús
Jónatansson, þjálfari Þróttar,
eftir ieikinn.
„Strákarnir spiluðu þennan
leik vet, sérstaklega fyrri hálf-
leikinn, en við reyndum að leika
„taktískt“ og gefa þeim eftir
viss svæði á vellinum, og gekk
það ágætlega. Það var enginn
sýnilegur munur á þessum lið
um, þrátt fyrir að ailt. Liðið
hefur hins vegar verið að ieika
þijá leiki á viku að undanförnu
og það sagði auðvitað til sín,“
sagði Magnús að lokum.
FRJALSAR
Cram tapaði
fyrir Sang
í Belfast
Kenýamaðurinn Lucas Sang
vann Steve Cram í 800 m
hlaupi á alþjóðlegu móti í Belfast í
Norður-írlandi í gærkvöldi - hann
kom í mark á 1.46,21 mín., en Cram
fékk tímann 1.46,74 mín.
Bretinn Colin Jackson náði ekki
að bæta Evrópumet sitt í 110 m
grindahlaupi - hann kom fyrstur í
mark á 13,16 sek., en hann jafnaði
met (13,11) sitt sl. föstudag, þegar
hann vann Roger Kingdom í Lon-
don. Tony Jarrett var annar í gær-
kvöldi - 13,31 sek.
Keflvíkingar voru
sterkari í lokin
Lögðu Þróttara, 3:2, í opnum og fjörugum leik á heimavelli Þróttar
KristinnJens
Sigurþórsson
skrifar
KEFLVIKINGAR máttu hafa sig
alla við til að komast með sigur
af hólmi gegn ágætlega
frískum Þrótturum í átta liða
úrslitum bikarkeppninnar á
hinum nýja grasvelli Reykjavík-
urliðsins. Eftirtæplega 25
mfnútur var staðan reyndar
orðin 2:0 fyrir ÍBK en þá tóku
Þrottarar vel við sér og fyrir
leikhlé höfðu þeir jafnað með
tveimur gullfallegum mörkum.
Það dugði hins vegar ekki til
og ÍBK bætti einu marki við í
síðari hálfleik.
Leikurinn var mjög opinn og
fjörugur til að byija með og
skiptust liðin á um að sækja. Á 11.
mínútu fékk Kjartan Einarsson
knöttinn einn og
óvaldaður úti í teig,
og sendi hann með
góðu skoti í hægra
hornið framhjá Guð-
jóni Daníelssyni, sem ekki var vel
staðsettur.
Þróttarar héldu samt áfram að
gefa „stungur“ á Sigurð Hallvarðs-
son, sem oftar en ekki var gripinn
rangstæður. Keflvíkingar bættu svo
sínu öðru marki við á 24. mínútu
þegar Óli Þór Magnússon vippaði
laglega yfir Guðjón, sem hafði hætt
sér of langt út úr markinu.
Þar með virtust úrslitin vera ráð-
•in og einungis um það að ræða að
bíða og sjá hvernig 1. deildarliðið
,jarðaði“ 3. deildarliðið. Þróttur
stóð hins vegar undir nafni, og á
27. mín fékk Óskar Óskarsson
dauðafæri, en missti marks. Það
virtist því ekkert vanta annað en
herslumuninn hjá Þrótti og hann
kom fimm mínútum síðar þegar
Sigurður Hallvarðsson afgreiddi
fyrirgjöf efst í bláhornið. Þar með
voru þeir rauðröndóttu komnir inn
í leikinn. Tvíefldust þeir við markið
og á 40. mínútu vann Sverrir Pét-
ursson knöttinn af mótheija og
spændi í gegnum .alla vörnina og
jafnaði metin. Staðan í hálfleik því
2:2.
Fyrirliðinn útaf.
Síðari hálfleikur var alls ekki eins
ijörugur og opinn og sá fyrri.
Keflvíkingar sóttu mun meira, en
það var ekki fyrr en á 75. mínútu
sem þeir sköpuðu sér umtalsvert
marktækifæri. Þá komst Óli Þór
einn í gegn, en lét Guðjón veija frá
sér. Mínútu síðar komst Gestur
Gylfason í ágætt færi en skaut
framhjá.
Á 78. mínútu var fyrirliði
Keflvíkinga, Freyr Sverrisson, rek
Morgunblaðið/Einar Falur
Freyr Sverrisson, sem sést hér vippa knettinum framhjá Guðjóni Daníelssyni, markverði Þróttar, kom mikið við sögu
í gærkvöldi; Freyr fékk að sjá reisupassan í leiknum.
inn útaf fyrir óíþróttamannslega
framkomu eftir að hafa fengið gula
spjaldið. Þeir létu það hins vegar
ekkert á sig fá og héldu áfram að
sækja. Sigurmarkið kom svo á 82.
mínútu eftir stórskemmtilegt sam-
spil Óla Þórs og Kjartans, sem
skaut úr góðu færi, en af mark-
FRJALSIÞROTTIR / LYFJAMAL
Evrópukeppnin ítugþraut:
Olögleg lyf fundust
MARGT bendirtil að einhverjir
íþróttamenn, sem tóku þátt í
Evrópukeppninni ítugþraut í
Tonsberg í Noregi um helgina,
hafi neytt ólöglegra lyfja. Eng-
ínn hefur verið sekur fundinn,
en ólögleg efni fundust á
íþróttavellinum.
Rolf Nordberg, íþróttafrétta-
maður hjá norska blaðinu
Verdens Gang, fann hylki, þar sem
langstökkið fór fram, og innihélt
það leifar af ólöglegu efni. Frekari
leit fór fram og í ruslafötum í bún-
ingsherbergi íþróttamanna fundust
fleiri hylki og sprautur.
„MlkiA áf all“
„Þetta er mikið áfall," sagði
Rune Andersen hjá lyfjanefnd
norska sambandsins. „Það virðist
njög sennilegt að einhver notaði
þessi efni, en við getum ekkert
sannað ennþá,“ bætti hann við.
Rannsóknin getur tekið nokkrar
vikur. Sjö karlar og þijár konur
gengust undir lyfjapróf að keppni
lokinni og er áætlað að niðurstöður
liggi fyrir eftir viku.
Austur-Þjóðveijar unnu til gull-
verðlauna í karla- og kvennaflokki,
en á meðal þátttakenda voru marg-
ir þekktir íþróttamenn frá 12 þjóð-
um; ólympíumeistarinn Christian
Schenk frá Austur-Þýskalandi,
Christian Plaziat frá Frakklandi og
Bretinn Daley Thompson svo
nokkrir séu nefndir.
manninum hrökk boltinn til Jóns
Sveinssonar sem rak endahnútinn
á sóknina.
Munurinn á liðunum kom ekki í
ljós fyrr en í síðari hálfleik, en þá
höfðu Keflvíkingar nokkra yfirburði
á meðan Þróttarar skópu sér engin
færi.
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI
Pétur ekki með
KRgegnVal
„NU er mánudagskvöld og ég
get ekki gengið eðlilega. Því
held ég að það sé útilokað
að ég verði með í bikarleikn-
um gegn Val á miðvikudag,"
sagði Pétur Pétursson, mið-
herji KR, við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Q étur meiddist í deildarleikn-
■ um gegn Val á föstudags-
kvöld og var jafnvel talið að þræð-
ir í lærvöðva hefðu slitnað. „Ég
var í meðferð og góðu fréttirnar
eru að sennilega er aðeins um
tognun að ræða. En hún er slæm
og ég get ekki annað gert en séð
til með framhaldið," sagði marka-
hæsti leikmaður 1. deildar. „Það
er synd að missa af leik eins og
bikarleiknum, en ég yrði mjög
ánægður, ef ég næði deildarleikn-
um á Skaganum á laugardag,"
bætti hann við.
Sömu sögu er að segja af Ein-
ari Páli Tórnassyni. varnarmanni
Vals, sem meiddist einnig á lær-
vöðva í umræddum leik. Hæpið
er að hann leiki bikarleikinn ann-
að kvöld og Atli Eðvaldsson er
enn á sjúkralista.