Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 18. JÚIÍ 1989 B 5 hlaupara arka bæinn þveran og endilangan báðar háófrískar. Þetta var mjög gott sumar! Darri fæddist 17. ágúst og þremur vikum síðar var ég komin á ról. Ég byij- aði að vísu ekki af fullum krafti fyrr en undir vorið 1988 og síðan þá hef ég æft alveg rosalega. Æfin- garnar hjá mér eru þannig að á veturna reyni ég að ná 50 til 60 kílómetrum á viku, en nú hleyp ég allt að 80 kílómetra vikulega. Ég æfi sex sinnum í viku og yfirleitt tvo tíma í senn.“ Bandaríkin heilla ekkert sérstaklega —N_ú er rúmt ár síðan þú skiptir yfir í ÍR. Hvernig stóð á því að þú brejittir til? „Það var eingöngu af faglegum ástæðum. Hjá IR starfar, að mínu mati, besti langhlaupaþjálfari landsins, Gunnar Páll Jóakimsson og ég tel mig ná bestum árangri undir hans jstjórn. —En hvað með framtíðina? Fjölskyldan flytur líklega til út- landa á næstu árum þar sem við Kristmundur ætlum í framhalds- nám. Ég hef aðailega áhuga á að taka að mér sundþjálfun í framtíð- inni ogjeinnig kemur til greina að fara út í íþróttasjúkraþjálfun. Það heillar mig ekkert sérstaklega að halda til Bandaríkjanna til þess að læra og æfa eins og svo margt af frjálsíþróttafólki okkar gerir. Hins- vegar er ég ekkert á þvi að hætta á næstunni. Það ræðst bara með tímanum hvort að sá staður sem við veljum gerir mér kleift að æfa á fullu með keppni í huga.“ Vantar stór- mótsstíl —Frjálsar íþróttir virðast vera í nokkurri lægð á íslandi. Hver er skoðun þín á því? „Það er rétt að við erum í lægð. Boltaíþróttirnar fá mikla athygli og draga þannig unglingana til sín. Þá hefur aðstöðuleysið auðvitað mikið að segja. Víðast hvar úti á landi eru engir þjálfarar yfir vetr- artímann og áhugi krakka, sem æfa vel yfir sumarið, minnkar. Ár- angurinn verður síðan eftir því. Þá finnst mér að stjórn FRÍ mætti standa sig betur við kynningar- starfsemi. Það er ekkert gert til þess að auglýsa mót eða draga að áhorfendur. Það vantar allan stór- mótsstíl sem hefur vissulega hvetj- andi áhrif á keppendur. Það væri strax skref í rétta átt ef starfsmenn I sandkassaleik Með syninum Darra í langstökksgryflunni á Valbjarnarvellinum. Hún er eini hluti Valbjarnarvallarins sem ekki er holóttur. Martha Ernstdóttir Nafn: Martha Ernstdóttir. Fæðingardagur: 22. desember 1964 Hæð: 1,59 m. Þyngd: 47 kg. Starf: Nemi í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands, Maki: Kristmundur Sigmundsson, líffræðingur. Barn: Darri Kristmundsson, fæddur 17. ágúst 1987. Ferill í íþróttum: Æfði sund hjá Ægi frá 1980 til 1984. Hefur æft frjálsar íþróttir, með Ármanni til 1988 og síðan með ÍR. Met: Islandsmet i 5.000 m, 16:23,78, sett á alþjóðlegu móti í Köln í september 1988. Ostaðfest met í hálfmaraþoni, 1:18,36, sett í Reykjavík í ágúst 1986. (Met í maraþonhlaupum eru alltaf óstaðfest.) á mótum væru einkennisklæddir þannig að áhorfendur og jafnvel keppendur sjálfir gætu áttað sig á því hveijir væru að störfum og hverjir að keppa. Mér líkar vel að æfa hér heima. Það eina sem pirrar mig reglulega er veðrið. Þetta landsfræga að- stöðuleysi, sem fijálsíþróttafólk á íslandi býr við, háir langhlaupurum líklega minnst. Á æfingum er ég til dæmis hlaupandi útum allan bæ og það er því aðallega á mótum sem ég finn fyrir þessu. Það er ótrúlega svekkjandi að vera í keppni og missa svo skyndilega taktinn við að stíga ofan í holu á brautinni, svo maður tali ekki um slysahættuna sem af þessu stafar. Félagsskapurinn í kringum þetta er hinsvegar mjög góður. Við erum nokkur í hóp sem æfum saman og hittumst auk þess reglulega utan æfinga.“ Fæ mikinn stuðning hjá fjölskyldunni —Það fer greinilega mikill tími hjá þér í æfingar og keppni. Hvern- ig tekur fjölskyldan þessu? „Hún styður mig mjög vel. Krist- mundur er fyrrverandi landsliðs- maður í fimleikum og veit að það þarf miklar og strangar æfingar til þess að ná árangri. Hann hefur mikinn áhuga og hvetur mig vel. Bæði móðir mín og tengdaforeldrar hafa veitt mér ómetanlega aðstoð við bamapössun og annað. Þá veita þau mér góðan stuðning sálfræði- lega, fylgjast vel með og styðja mig á allan hátt. —Hvað er helst á seyði í fijálsum íþróttum um þessar mundir? „Það er nóg að gerast. Ég er á leið til Belgiu á alþjóðlegt mót þar sem ég keppi í 5.000 metra hlaupi. Svo er íslandsmeistaramótið um mánaðarmótin og eftir það Evrópu- bikarkeppnin í Dublin. Þar keppi ég í 3.000 og 10.000 metra hlaup- um. í ágúst er Reykjavíkurmara- þonið en annars fer ágústmánuður í próflestur þar sem ég tek lokapróf- ið í sjúkraþjálfun í byijun septemb- er. í vetur ætla ég að vinna hálfan daginn við sjúkraþjálfun, hugsa um barnið mitt og manninn minn — og halda áfram að æfa.“ FOLK ■ SIGURÐUR Grétarsson skoraði mark fyrir Luzem í Baden Baden, þar.sem Luzern mátti þo]a tap, 2:4, fyrir Karlsmhe í TÓTÓ- getraunakeppninni. ■ JÚRGEN Wegmann, sóknar- leikmaður Bayern Miinchen, fer að öll- um líkindum til Dortmund. Talað er um að kaupverð verði 60 millj. ísl. króna. Frá Einari Stefánssyni í V-Þýskalandi B NORBERT Dicken, miðhetji Dortmund, meiddist á hné í æf- ingaleik og mun hann verða frá í nokkrar vikur. Dicken leikur því ekki fyrstu leiki félagsins í Bund- esligunni, sem hefst 29. júní. B DITMAR Jakobs hefur tekið við fyrirliðastöðunni hjá Hamburg- er - af Manny Kaltz, sem er far- inn til Bordeaux. B STUTTGART og Kaisers- lautern eru komin í mál vena þess að Stuttgart vill afturkalla kaupin á Harald Kohr, sem er meiddur. Forráðamenn Stuttgart segjast ekki ætla að kaupa meiddan leik- mann. Forráðamenn Kaiserslaut- ern segja að búið hafi verið að ganga frá kaupum og vilja þeir fá peningana frá Stuttgart - til að kaupa nýja leikmenn. B KLAUS Allofs hefur gert tveggja ára samning við Bordeaux í Frakklandi. Allofs hefur leikið með Marseille undanfarin tvö ár. Hann er tíundi leikmaðurinn sem keyptur er til Bordeaux á stuttum tíma. Allofs mun hitta þar fyrir landa sinnManny Kaltz, sem var keyptur fyrir stuttu frá Hamburg- er. Allofs fékk 27 millj. ísl. kr. í sinn vasa. B SCHALKE hefur fengið sovéskan landsliðsmann til liðs við sig. Það er Alexander Borodjuk, 27 ára, sem lék með Dynamo Moskva. Þá hefur félagið keypt Matthías Herget frá Bayer Uerd- ingen á 14.4 millj. ísl. kr. B A-ÞJÓÐ VERJARNIR þrír, sem lögðu á flótta þegar Wismut Aue var á keppnisferð í Svíþjóð, eru byijaðir að æfa með St. Pauli. Þetta eru þeir Jens Köhler, Andre Köler og Thomas Weiss. fl JUVENTUS hefur gert Andreas Möller, Dortmund - til- boð. Hann á að fá 30 millj. ísl. kr. nettó á ári, ef hann tekur boðinu. Möller hefur enn ekki svarað Ju- ventus. B FÉLÖGIN í Bundesligunni fá samtals 450 millj. ísl. frá fyrirtækj- um sem styrkja liðin með auglýsing- um á búningum. Bayern Miinchen fær mest, eða 144 millj. frá Opel, en Hamburger kemur næst á blaði með 82 millj. frá Sharp. Stuttgart fær 24 millj. fyrir mjólkurauglýs- ingu. B ARIE Ilaan, þjálfari Stuttgart, er í sama launaflokki og þjálfarar Bayern, Köln og Werder Bremen. Þeir fá 13,5 millj. í árslaun. Næstir á blaði koma þjálfarar Hamburger, Dortmund og Karlsruhe með 7,2 millj. ísl. kr. B CELTIC keypti í gær pólska landsliðsmanninn Dariusz Dziek- anowski frá Legia Warsjáv á 550 þús. pund. Dziekanowski, sem er 26 ára, hefur leikið 51 iandsleik fyrir Pólland. hann hefur þótt mik- ill glaumgosi og missti sæti sitt í landsliðinu í leik gegn Englandi á dögunum. B PABLO Bengoechea, lands- liðsmaður Urúguay, hefur verið dæmdur í tveggja áráleikbann með landsliðinu, eftir að hann féll á lyfja- prófi eftir leik í S-Ameríkukeppn- inni. Forráðamenn Sevilla á Spáni, en með því félagi leikur Bengoec- hea, segja að hann verði ekki I leik- banni á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.