Morgunblaðið - 22.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1989, Blaðsíða 1
 MENNING LISTIR . PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989 r BLAÐ Börn og listir I dag lítum við aðeins á áhrif listauppeldis á börn. Það er að segja, ræðum við nokkra aðila um hvaða áhrif upplifun af listviðburðum hefur á börnin, hvernig hægt er að virkja þau og gera þátttakendur í listsköpun og hvaða gildi það hefur að velja listgreinar til að fylla upp í tómstundir barnanna Við ræðum við Þórhall Sigurðsson, leikara og leikstjóra, um börn og leikhús, við þær Eddu Scheving og Sigríði Armann, ballettkennara, sem reka einka- skóla fyrir börn frá fjögurra ára aldri og við Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur, tón- listarkennara og skólastjóra Tónlistarskóla Bessastaðahrepps, sem hefur náið samstarf við dagheimili hreppsins hvað varðar tónlistarkennslu barna undir skólaaldri Nútímalist frá Epinal Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að sjá það sem hæst ber í alþjóðlegir myndlist dagsins í dag. Við höfum um langan tíma fengið greinar frá Einari Guðmundssyni sem skrifar um sýningar evrópsku og bandarísku „stóru nafn- anna," þegar sýningar þeirra standa yfir í Evrópu. En nó getum við semsagt fengiö að berja verk þessarra manna eigin augum á Kjarvalsstöðum, þar sem í dag opnar sýning á nútímaverkum frá Epinal safninu í Frakklandi. Á miðopnu er grein sem Gunnar Kvaran skrifar í tilefni af sýningunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.