Morgunblaðið - 22.07.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 22.07.1989, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUU 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JULI 1989 síðastliðin ár ein skærasta stjarnan í þýska nýmálverkinu ásamt Kiefer, Penck, Baselitz og Immendorff. Ástæðan fyrir valinu á Sigmar Polke er vafalítið sú, að hann er einn þýsku ■ nýmálaranna sem getur flokkast undir póst-módernísk viðhorf til list- arinnar. Myndmál hans er ættað frá poppinu og nærist m.a. á þeim sann- -indum að listamaðurinn sé ekki í raun eina forsendan fyrir því sem gerist á léreftinu. Þ egar litið er yfir verkin á sýning- unni er ekki fjarri, að yfirskrift henn- ar gæti verið póst-módernismi. Þó svo að þessir listamenn séu um margt ólíkir, er annað sem sameinar þá: margvísleg kenningabrot póst-mód- ernismans, þar á meðal afstaðan til beinnar og óbeinnar listsköpunar. I flestum verkum sýningarinnar erþað ekki „innri nauðsyn" eða „tilfinn- ingaleg útgeislun" sem viðkomandi listamenn tjá, heldur eiga þeir flestir það sameiginlegt að taka einkar vits- munalega afstöðu til listhugtaksins og hugmyndarinnar að skapa. Lista- maðurinn hér er sjaldnast upphaf né endir að hverju verki, auk þess sem listaverkin vitna lítt um persónulega nálægð hans. Andy Warhol „fram- leiðir“ ópersónulega útfærðar súpu- dósir endurteknar í sífellu. Donald Judd lætur framleiða járnkassana í verksmiðju til að afmá ummerki lista- mannsins. Richard Long velur og safnar steinum úti í náttúrunni sem hann raðar upp í ákveðin form. Vo- stel rífur niður auglýsingaplaköt á tilviljunarkenndan hátt. Sigmar Polke varpar þekktri mynd af kon- ungsfjölskyldunni á léreft með aðstoð myndvörpu. Og svona mætti lengi þræða sig í gegnum „hina óbeinu sköpun póst-módernismans“ sem við kynnusmt í verkum flestra þessara listamanna. V íst er að þessi sýning að Kjarvals- stöðum á alþjóðlegri nútímalist sýnir vel þá þróun sem átt hefur sér stað í listinni úti í hinum stóra listheimi á síðastliðnum' áratugum. Er þetta einstakt tækifæri fyrir íslenska list- unnendur til að sjá og njóta meistara- verka samtímans, því aldrei fyrr hafa svo margir merkir listamenn verið saman komnir innan veggja listasafns á íslandi. Þ átttakendur í sýningunni Alþjóð- leg Nútímalist að Kjarvalsstöðum: Giovanni Anselmo, Richard Artsch- wager, Carl Andre, Michael Buthe, Tony Cragg, Gilbert and George, Joseph Kosuth, Richard Long, Mario Merz, Helmut Newton, Jean-Pierre Raynaud, Frank Stella, Richard Tuttle, Bernard Venet, Jacques Mahé de la Villeglé, Gilberto Zorio, Pino Pascali, Wolf Vostell, Sigmar'Polke, Niele Toroni, Robgrt Morris, Andy Warhol, Donald Judd, Jenny Holzer, Philippe Cazal, Dan Flavin. Gunnar B. Kvaran Kjarvalsstaðir ALÞJOÐLEG NUTINIALIST Laugardaginn 22. júlí verður opnuð að Kjarvals- stöðum sýning á alþjóðlegri nútímalist frá lista- safni Epinal í Frakklandi. Þar gefur að líta úr- val verka eftir listamenn sem hefur borið hvað hæst í listasögunni síðustu áratugi; m.a. Frank Stella, Andy Warhol, Gilbert og George, Tony Cragg, Donald Judd og Sigmar Polke, svo aðeins fáeinir séu nefndir. “ ó að safnstjórinn, Bemard Huin hafi, með dyggum stuðningi borgarstjóra Epinal, Philippe Séguin, lagt sig fram við að safna nútímalist og þannig vitnað um sinn eigin tíma, hefur safn hans einnig að geyma óvenjulega stórfengleg listaverk frá fyrri tíð. Meistaraverk frá fyrri tíð Héraðslistasafnið í Vosges, eins og það nefndist upphaflega, var stofnsett árið 1822, og því kom- ið fyrir í húsi, sem hýst hafði munaðarleysingja fram að þeim tíma. Húsið stendur í sunnan- verðri borginni á bökkum Moselle-fljótsins. Stofn safnsins er upphaflega tvö einkasöfn; hertogans af Choiseul og prinsins af Sam, auk þess sem sýslan átti gott safn listaverka. Fram að stofnun safnsins voru listaverkin í umsjá sýslu- mannsins, sem skreytti híbýli sín með þessum dýrgripum. Þótti hann fara heldur frjálslega með eigur sýslunnar. Árið 1805 gaf hann til að mynda Jósefínu keisarynju mósaíkverk úr safninu. Nótt eina í febrúar 1808 kom upp eldur í heimkynnum sýslumannsins og eyðilögðust þá um 40 málverk, þ. á m. eitt málverk eftir Rembrandt, annað eftir Ruysdauel og tvö eftir Van der Meulen. En þrátt fyrir þennan mikla skaða eru enn í dag málverk í listasafni Epinal sem teljast með helstu perlum listasögunnar. Á annarri hæð safnsins er her- bergi sem ber yfirskriftina: Safn Dr. Paul- Oulmont og er þar að fínna einstaklega fagrar teikningar og vatnslitamyndir eftir nokkra af snillingum 17. aldar: Boucher, Fragpnard, Gu- ardi, Tiepolo, Canaletto og Watteau. Á efri hæð- inni er vafalítið frægast málverk eftir franska málarann Georges de la Tour (1593-1652), „Job og kona hans“, sem hangir í öndvegi í aðalsal safnsins. Er þetta eitt af þeim 40 málverkum sem fullsannað þykir að séu eftir þennan mikla snilling 17. aldar. Að öðru leyti er Georges de la Tour einn af huldumönnum listasögunnar, sem nánast gleymist í tæpar þijár aldir og var ekki enduruppgötvaður fyrr en á fyrri hluta 20. aldar. í afar ófullkominni æviskráningu listamannsins er þó talið að hann haft unnið í borginni Luneville í Lorraine-héraði og notið m.a. vemdar hertog- ans af Lorraine. Aðeins tvö verk Georges de la Tour eru ársett. Annað helsta meistaraverk í eigu safnsins er eftir Rembrandt (1606-1669), „Mater Dolorosa", óvenju dramatískt verk frá seinni tíð listamannsins. Áf öðrum frægum mynd- um safnsins má nefna verkið „Vetur“ eftir Jan I. Brueghet (1568-1625), yngri son Brueghet, eldri, sem var sérstaklega frægur fyrir blóma- myndir sínar og, myndir þar sem ýmiss konar efni þóttu njóta sín einstaklega vel. Vegna mýkt- arinnar í áferð þessara mynda, öðlaðist hann auknefnið „flauels“(„flos“)-Brueghet. „Mynd af orrustu" er frægt verk eftir Sebastian Vranx (1573-1647), en hann var landslagsmálari og þó frægastur fyrir myndir sínar af orrustum. í lista- sögunni er hann talinn vera einn þeirra málara sem tengja mannerisma og natúralisma, en bæði sjónarhom í verkum hans og útfærsla á smáatrið- um eftir lifandi fyrirmyndum þykja afar fram- sækin fyrir hans tíma. Samtímalist Þegar Bemard Huin tók við stjóm listasafns- ins í Epinal var lítið sem ekkert um nútímalist í hirslum safnsins. Meginuppistaðan var fomleifa- munir, listaverk frá gallísk-rómverskum tíma, málverk frá 16. og 17. öld, eins og fram hefur komið og alþýðuteikningar, sem kenndar eru við borgina Epinal — l’image d’Epinal; Epinal- myndimar. Það kom því í hlut Bemards Huin að móta stefnu í kaupum á nútímalist og velja verk í safnið. Hann gerði sér snemma grein fyr- ir því, að safn af þessari stærð gæti aldrei orðið „alfræðisafn" myndlistar, heldur yrði að velja og þannig gefa safninu sín séreinkenni á annars víðáttumikilli safnaflóru Evrópu. En þess ber að geta að mörg merk söfn eru í námunda við Epinal: Strassburg, Nantes, Lyon o.s.frv. En vilji Jucques Mohé de la Villeglé. „Aux Buttes-Chaumont" 1972. . Michael Buthe. „Fall I "(Marrakech) 1982. safnstjórnas er skýr og afgerandi. í viðtali við Huin í skrá yfir verk safns- ins, segir hann frá því, að hann vilji leggja áherslu á þær breytingar sem koma fram með pop-listinni, þegar hið hefðbundna málverk/listaverk var komið í nokkurs konar blindgötu. Pop-listin hafi innleitt nýjar hug- myndir og forsendur til listsköpunar. Að öðru leyti kemur það skýrt fram í þeim listaverkum sem eru í eigu safnsins, að safnstjórinn álítur vaxt- arbrodd heimslistarinnar síðastliðna áratugi hafa legið umfram allt í höggmyndalistinni, hvort sem hún birtist innan arte povera, minimal- isma eða concept-listarinnarr. í raun sýnir Huin, að ekki er lengur um að ræða höggmyndalist, heldur rýmis- list, hvort sem heldur á vegg eða gólfi. Og víst er, að val safnstjórans einkennist af óvenju mikilli þekkingu og innsæi í alþjóðlega nútímalist. Safn þetta er án vafa eitt stórfeng- legasta úrval nútímalistar í heimin- um í dag. Sýningin sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum hefur að geyma úr- val verka úr safninu í Epinal. Og ef við lítum aðeins yfír nokkur nöfn til að gera okkur grein fyrir mikilvægi sýningarinnar, þá er fyrst að nefna . verk eftir Andy Warhol „10 Camp- bell-súpudósir“, en Warhol gerði margar útgáfur af þessum frægu dósum, svo nú er jafnvel spuming hvort kemur fyrr upp í hugann, Warhol eða súpan, þegar menn beija þessar dósir augum. Frank Stella með verkið Konskie 11 frá 1971, er að vissu leyti vendipunktur í safni Epinal. Hann framlengir hið hefð- bundna ameríska abstraktmálverk, samtímis því að hann vísar leiðina inn á minimalismann. Einn helsti fulltrúi minimalismans á þessari sýn- ingu er hinn heimsþekkti myndlistar- og fræðimaður, Donald Judd, sem í verkum sínum vill gera áhorfendum kleift „að vera“ í líkamlegum og til- vistarlegum skilningi inni í rúmtaki listaverksins. Annar minimalisti, Carl Andre, á ennfremur frægt verk á sýningunni. Listastefnan arte po- vera, sem vildi losa listaverkið undan þeim örlögum að kallast „neyslu- varningur”, á hér merka fulltrúa. Mario Merz er einn þekktasti mynd- listarmaður Itala í dag, en eftir hann er verkið „Trucciolo ’67-’69“; heys- áta á stól með neonljósi. Hann hefur annars aðallega fengist við að íhuga og útfæra hvolflaga form eskimóa- húsanna í ýmsum efnum og er það nánast orðið einskonar stílbragð inn- an arte povera. Concept-listin á einn- ig sinn mann í þessari sýningu, Jos- eph Kosuth, sem mikið hefur fengist við tungumál/myndmál og fræðileg- ar skilgreiningar á listhugtakinu. Þó svo verk hans séu margslungin og stórbrotin, eru þau ávallt sjónrænt hrífandi. Auk þessara listpáfa, sem hér hafa verið nefndir og verið hafa leiðandi fyrir ákveðnar listastefnur, eru einstakir listamenn, sem eru ekki síður stórveldi í listasögu sam- tímans. Tony Cragg, er frægasti myndhöggvari Breta í dag og vinn- ingshafi gullljónsins í Feneyjum 1988. Þó svo hann eigi margt að þakka listamönnum eins og Arman og Richard Long hefur hann kunnað að endurmeta þá þekkingu og reynslu. Verk hans, sem eru sett saman úr ýmsum hlutum og ólíkum efnum, fjalla ekki einvörðungu um hlutstætt gildi þeirra, heldur eiga þeir að fá nýtt hlutverk í vitsmuna- legri og tilfinningalegri upplifun áhorfandans. Samkvæmt Cragg sjálfum „öðlast plastgreiður eða dós- ir metafýsíska tilvist í verkum lista- mannsins". Þó málverkið eigi fáa málsvara í safninu í Epinal og þá sérstaklega nýja þýska málverkið er nýkomin mynd eftir stórmeistarann Sigmar Polke, en hann hefur verið Tony Cragg. „S "1984. í dag verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á alþjóð- legri nútímalist frá listasafni Epinal í Frakk' landi. Þargefur að líta úrval verka eftir lista- menn sem hefur borið hvað hœst í listasögunni síðustu áratugi. Georges de La Tour. „ Job et sa femme". Gilbert og George. „Naked Faith" 1982. Rembrandt. „Mater dolorosa". Frank Stella. „Konskie II " (Poland series) 1971.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.