Morgunblaðið - 22.07.1989, Page 6

Morgunblaðið - 22.07.1989, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22.' JÚLÍ 1989 Alvaran Edda Scheving segir frá ballettkennslu þriggja og fjögurra ára barna* kennd í gegnum litla dansa Ahugi foreldra virðist einnig beinast að því að senda börn sín stöðugt yngri í bal- lettnám, en hingað til hafa yngstu flokkar verið fyrir fjög- urra til fimm ára. Edda Scheving hefur starfrækt ballettskóla sinn í áraraðir þar sem margar efnilegar ballerínur hafa tekið sín fyrstu spor. Edda tók inn í skóla sinn síðastlið- inn vetur yngri börn en hún hefur áður gert, þegar hún bauð upp á námskeið fyrir þriggja og fjögurra ára börn. „Þegar ég byrjaði að kenna fyrir rúmum 30 árum var miðað við að böm byrjuðu að læra ballett sjö ára gömul. Þá var fylgt þeim aldri sem þau byrjuðu í bamaskóia og fór því niður í sex ára þegar bamaskólaald- urinn lækkaði. Oft slæddust með fimm ára systkini, því það var varla hægt að neita þeim um inngöngu ef það munaði bara einu ári. Þegar farið var að taka inn fimm ára böm fóm foreldrar að biðja um pláss fyrir fjögurra ára systkini og yngri. Svo ég ákvað í haust að prófa að innrita í þriggja til fjögurra ára flokk, ef það yrði næg aðsókn. Það mynduðust tveir hópar og þeir gengu mjög vel. Auðvitað er þetta ekki alvöru Listdansinn, þessi aldagamla listgrein sem spinnur saman dans, tónlist, leiklist og myndlist í eina órjúfanlego heild, hefur síður en svo þurft að lúta í lægra holdi fyrir nýjum straumum. Ahugi for- eldra ú því að senda börn sín í ballettnúm fer sífellt vaxandi og ú höfuðborgarsvsð- inu eru starf ræktir þrír einkabollettskól- ar, þeirra Eddu Schev- ing, Sigríðar Ármann og Guðbjargar Björg- vins, auk Listdans- skóla Þjóðleikhúss- ins. klassískur ballett sem þessi litlu börn læra, heldur gera þau undir- stöðuæfingar. Þau læra að standa útsnúin, strekkja úr ristum, liðka bæði bak og annað og gera fínlegar handahreyfingar. Þetta kenni ég þeim í tjáningarformi. Til dæmis ef við tölum um blóm þá opna þau blómið með höndunum á móti sól- inni. Þau gera kanínuspor, dýra- dansa, látbragð og leiki. Þó þeim sé kennd alvaran er það í gegnum litla dansa.“ — Hefur kennsla litlu barnanna verið frábugðin kennslu þeirra byijendahópa sem þú sem þú hefur haft hingað til? „Þau fá ekki eins mikið klassískt undirstöðukerfi, til dæmis fá þau ekki stöng eða neitt svoleiðis. Þau fá bara undirstöðu í klassískum ballet, það er útsnúningur frá mjöðm, reyna að vera bein, rétta vel úr ristum og lítil hopp. Þau eru mötuð með því sem þeim þykir gaman, til dæmis með því að búa til leiki.“ - -Hafa þau þroska svona ung til þess að taka við leiðsögn? „Alveg merkilega mikinn. Þegar ég er búin að sýna þeim hreyfing- amar svona tvisvar til þrisvar sinn- um, þá gera þau þetta alveg sjálf. Þriggja til fyigurra ára gömul ná þau hreyfíngunum alveg ótrúlega fljótt og vel.“ — Finnurðu að þetta hafi haft áhrif á þau þessi eini vetur? „Já, ég hugsa að þetta festist nú í þeim. Eg meira að segja lét þessi litlu börn sýna í Háskólabíói á sýn- ingu skólans í vor.“ — Ertu kannski að reyna að ala upp stjörnur á þennan hátt? „Auðvitað er ég að reyna að ala upp stjörnur, en það er ekki hægt á þessum aldri, ekki fyrr en mikið síðar. Jafnvel níu til tíu ára börn sem maður heldur að séu stórglæsi- leg efni geta breyst á þroskaskeið- inu og ekkert orðið úr þeim. Þai þarf líka að þjálfa upp áhorfendur Aefstu hæð við Skúla- götuna starfrækir Sigríður Ármann ballettskóla sinn. Þar fer fram ballett- kennsla allt frá Qögurra ára barna til þeirra sem eru að ljúka kennarapróft. Tveir nemendur Sigríðar luku nýlega kennara- prófi erlendis, eftir að hafa hlotið alla þjálfim sína við skólann. Önnur þeirra er Asta Björns- dóttir, dóttir Sigríðar, og er hún nú einn af kennurum skólans. Þær Sigríður og Ásta féllust á að segja lítillega frá ballett- náminu. „Þau halda stundum, blessuð bömin, þegar þau koma hingað fyrst að þetta sé strax bara tjull, pallíettur og táskór. En þau komast fljótlega að raun um annað. Þetta er kröfuhörð listgrein, þar sem byija þarf alveg frá gmnni. Þau verða að byija upp við stöngina, standa rétt, hugsa og einbeita sér. Þetta er harður skóli, mjög harður. Hann krefst einbeitingar og mikillar virðingar fyrir líkamanum og um leið sjálfum sér. Þess vegna er þetta mjög gott fyrir börnin.“ — Hvernig byggist ballettnámið upp? „Það er kennt eftir kerfi sem sniðið er að aldri barnanna. Það verður að passa það að láta börn ekki gera þyngri hluti en þau ráða við. Þetta verður allt að koma stig af stigi. Við emm með forskóla fyrir börn fjögurra til sex ára. Þau koma einu sinni í viku og læra undirstöðu- atriði í klassískum ballett, eftir rússnesku og ensku kerfí. Þau eru mikið í leikrænni tjáningu, lát- bragði og látbragðsdönsum, þau hlusta á tónlist og dansa eftir henni. Þessi forskóli er meira til þess að þau uppgötvi sig sjálf, að þau séu með líkama sem þau geta hreyft og gert eitt og annað með. Þegar börnin em orðin sjö ára fara þau að mæta tvisvar í viku og um leið verður þjálfunin mun mark- vissari og erfiðari. Það er þó líka reynt að halda áfram með litla skemmtilega dansa og látbragð til þess að börnin missi ekki áhugann. Þetta má ekki vera bara hörð þjálf- un, það verður að gera hlutina áhugavekjandi. Svo þróast þetta áfram, því eldri sem bömin verða því þyngri verður þjálfunin og um leið markvissari. Þau halda samt áfram að læra látbragð og dansa, því ekki má gleyma því að ballett- inn er sviðsgrein, listgrein þar sem dans, tónlist og leikur fara saman. Að vori höfum við svo nemenda-. sýningu þar sem hver einasti nem- andi skólans sýnir dans. í raun væri kannski best að hafa hana annað hvert ár, en börnin vilja fá að komast á svið einu sinni á ári, því þjálfunin byggist svo mikið á því að sýna á sviði. Nú í vetur var sú nýjung, að bömunum var gefinn kostur á því að taka próf í því stigi sem þau voru að læra samkvæmt staðli sem Félag íslenskra listdansara hefur gefið út, svipað og stigspróf í tón- list. Þetta tóku þau mjög alvarlega, enda eiga þessi próf að gera börn- unum grein fyrir að þetta sé ekki bara hopp og hí, heldur geti þau náð árangri og gert betur. Þetta er það sem þau vilja, því við höfum margoft komist að því að börn vilja aga, þau vilja beinharða kennslu þó þau vilji leiki innan um. Þeim finnst agaleysi ekkert eftirsóknar- vert. Það má heldur ekki gleyma því í þessari hörðu þjálfun, að það þarf að koma eitthvað innanfrá, annars væri þetta ekki listgrein. Þar kemur tjáningin og látbragðið inn í. í ballett er hægt eins og í öllum öðr- um listgreinum að framleiða mjög teknískt fólk sem getur verið alveg dautt á sviði og vantað alla útgeisl- un. Fyrir utan listrænt gildi balletts- ins, þá er hann mjög hollur fyrir böm. Hann gefur góða hreyfingu og þjálfar upp mikla sjálfstjórn yfir líkamanum. Hann byggir mjög hægt upp, það tekur mörg ár að ná árangri og það gerist ekkert hratt. Þess vegna skaðast iíkaminn heldur ekki. Til dæmis geta ballerín- ur enn dansað fimmtugar, jafnvel sextugar, en maður sér aldrei íþróttakonur hlaupa eða stökkva á þeim aldri. En þessi hæga uppbygging gerir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.