Morgunblaðið - 22.07.1989, Blaðsíða 7
B 7
- MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22, JÚLÍ 1989
Morgunblaðið/BAR
Edda Scheving ballettkennori.
Það er ekki fyrr en þau eru orð-
in átta til tíu ára sem þau fara að
skilja undirstöðuna í klassískum
ballet og taka því rétt. Eg reyni
aldrei að móta þau mjög ung, það
getur bara eyðilagt fyrir þeim. Enda
tekur Þjóðleikhúsið ekki böm fyrr
en þau eru níu ára, þá eru þau orð-
in það þroskuð að þau skilja alvör-
una í þessu, því að þetta er auðvit-
að mjög erfitt."
— Hvað er þá unnið við að fá
börnin svona ung?
„Þau hafa svo gott af því. Þetta
er svo gott tjáningarform, að hlusta
á tónlist og tjá sig í litlum dönsum,
dýradönsum, blómum og fiðrildum.
Þetta er lika myndrænt, þau búa
kannski t-il smá sögu og þau eiga
að dansa hana. Svo sýna þau sög-
una hvert fyrir sig.“
— Hefur það mikla þýðingu fyrir
Rætt við
Sigríði
Armann
og Astu
Björns-
dóttur um
ballettnám
það líka erfitt að halda börnunum
ánægðum, þvi þau halda að þau
geti gert mikið meira en þau í raun-
inni geta. Þeim þykir það enginn
vandi að gera það sem þau sjá aðra
gera sem eru komnir lengra, þau
skiija ekki að þetta þarf að koma
rólega.
En það er líka gaman að fylgjast
með byrjendum sem koma inn í sal
og hafa ekki verið í ballett áður.
Það er byijað á því að kenna þeim
undirstöðuna og þau verða óskap-
lega hissa, vegna þess að það er
ekki bara byijað að dansa, heldur
byijað á æfingum, fyrst fótaæfing-
um, síðan handahreyfingum og höf-
uðhreyfingum. En eftir þvi sem
liður á sér maður hvernig þau fara
að skilja æfingarnar og leggja
metnað sinn í að gera þær sem
best.“
— En hvað með strákana?
„Því miður vantar okkur alltaf
herra og það er ekkert einsdæmi
þann sem ætlar út í ballettnám að
hafa byijað ungur?
„Ég myndi segja að það væri
alveg nóg að byija sjö til átta ára
og allt í lagi að byija UPP ' n'u til
tíu ára gömul. En það skaðar auð-
vitað ekki að þau hafi lært að
hreyfa sig, hlusta á tónlist og tjá
sig. Þau skilja alvöruna í þessu
ekki fyrr en átta til tíu ára, eins
og ég sagði. En þau hafa mjög
gott af því að hlust á tónlist og tjá
sig. Þetta er myndrænt, tónlist,
tjáning, dans og leiklist. Allt þetta
fer saman.“
— Hefur þetta mælst það vel
fyrir að þú ætlir að halda þessu
áfram?
„Já, það geri ég alveg örugglega.
Þetta tókst svo afskaplega vel
síðasta vetur.“
SN
hér á íslandi. Vonandi kemst það
í tisku fyrir karlmenn að fara í
ballett. Þetta er einhver hræðsla
við ballettinn. Helsta ástæðan fyrir
því að það eru svo fáir strákar í
ballett gæti verið sú að það hafa
aldrei byijað nógu margir í einu.
Til dæmis ef í einum bekk væru
nokkrir strákar í ballett gætu þeir
haft þau áhrif á bekkjarbræður sína
að þá langaði til að prófa. En ef
það er bara einn þá á hann í vök
að veijast og er jafnvel álitinn eitt-
hvað skrítinn."
— Væri ekki möguiegt að bjóða
upp á sérstakan stákahóp?
„Það mætti reyna það, tii dæmis
að auglýsa sérstaklega eftir þeim.
Við höfðum þijá stráka hér fyrir
skömmu en nú er bara einn eftir
sem reyndar er mjög efnilegur.
Það væri kannski sniðugt að
bjóða heilu fótboltaliði í tíma. Þeir
hefðu nefnilega gott af að æfa
þetta, því þessi þjálfun skilar sér
líka annars staðar en bara í ballett-
inum. Það er kannski það sem
strákarnir hafa ekki uppgötvað
enn.“ '
— Hvar stendur baliettinn gagn-
vart annárri tómstundaiðkun
barna?
„Baliettinn er alltaf að vinna á.
En það er mjög mikið um það að
þau börn sem eru hér í ballett séu
líka að læra á eitthvað hljóðfæri, í
myndlist eða jafnvel að æfa sund.
Málið er svolitið erfitt að því leyti
að meðan að skólar eru ekki ein-
setnir fáum við börnin ekki fyrr en
seint á daginn, sem er mjög slæmt.
Þau eru búin með allan sinn skóla-
dag og koma tii okkar uppgefin.
Þau sýna mikinn áhuga með því
að leggja þetta á sig eftir erfiðan
skóladag. Þetta eru börn sem vakna
Morgunblaðið/Einar Falur
Sigríður Ármanni ballettkennari og
dóttir hennar, Ásta Björnsdóttir.
klukkan sjö á morgnana og koma
til okkar ekki fyrr en fjögur til sjö
siðdegis. Það væri óskaplegur mun-
ur ef við gætum byijað að kenna
klukkan tvö á daginn.“
— Getið þið að lokum skýrt í
fáum orðum hvað ballett gefur
börnum?
„Ballettinn veitir börnum sjálfs-
aga og sjálfstraust með sinn eigin
líkama. Börnin kynnast og læra að
hlusta á klassíska tónlist, sem við
notum alltaf með æfingunum og
skiptir miklu máli. Þá er ballettinn
mjög góður fyrir þau börn sem eru
lokuð og feimin, hann opnar þau
og þeim líður oft mikið betur.
Ballettnám er í raun sjálfsagt í
uppeldi hvers barns sem kost hefur
á því, vegna þess að það býr að
því alla ævi að hafa þjálfað líkama
sinn. Þó það ætli kannski ekki að
halda áfram á þessari braut, mun
það njóta þess svo mikið betur að
horfa á listgreinina. Það þarf nefni-
lega líka að þjálfa upp áhorfendur."
SN