Morgunblaðið - 22.07.1989, Page 8

Morgunblaðið - 22.07.1989, Page 8
8 B tÍÖRGUNBLAÐÍÐ LÁU'G'XRDAtiírR 22. JÚLÍ 1989 Skerpir athyglisgáfuna Rætt við Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur um tónlistarkennslu barna í tónlist þykir skipta miklu máli að börn hefji nám sitt ung svo hugsanlegir hæfileikar þeirra komi sem fyrst í ljós. Flestar skærustu tónlistarstjörnur heims hafa hafið tónlistarnám sitt upp úr fjögurra ára aldri og jafiivel fyrr. Fiðlusnillingurinn og undrabarnið Anne-Sophie Mutter lét einhvem tímann svo ummælt að þeir sem ætluðu að komast í fremstu röð í hljóðfæraleik þyrftu að hafa fullkomna tækni á valdi sínu fyrir tólf ára aldur, svo tækniæfingar tefðu ekki of lengi fyrir tónlistarþroska. En þó ekki sé verið að stefiia að heimsfrægð er enginn vafi á því að tónlistarnám hefiir þroskandi áhrif á böm og temur þeim vissan aga og sjálfssljóm, um leið og það vonandi veitir þeim ánægju og gleði. Því í tónlistarnámi nægir, ekki bara að sælqa spilatíma tvisvar í viku heldur byggist námið fyrst og fremst á heimaæfingum sém krefjast þolinmæði og yfirsetu. Sveinbjörg Vilhjólmsdóttir, skólostjóri Tónlistarskólans á Álftanesi. Ekki hefur verið algengt hér á landi að böm hefji for- skólanám í tónlist mikið yngri en sex ára. Á Álfta- nesi starfar þó lítill tónlist- arskóli sem farið hefur svolítið nýjar leiðir í þessum efnum. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir er skólastjóri þessa skóla, en hún átti frumkvæði að því að stofna forskóladeild fyrir fjögurra ára böm við skólann og jafnframt að bjóða leikskólabörnum upp á ókeypis tónlistarkennslu hálfs- mánaðarlega. „Haustið 1986 kom hingað til lands franskur tónlistarmaður, Jacques Chapuis, og hélt nám- skeið. Hann hélt þvi fram að það væri mjög einfalt að kenna litlum bömum tónlist, jafnvel frá tíu mánaða aldri. Ég var á þessu námskeiði og fékk mikinn áhuga á því að prófa að kenna yngri börnum en hér hefur verið gert hingað til. Þar sem ég hafði tæki- færi til að reyna þetta, datt mér í hug að bjóða krökkum frá fjög- urra ára upp á tónlistamám við skólann minn. Síðan höfum við haft forskóla fyrir böm frá íjögurra ára aldri og það hefur gefist ágætlega og verið mjög vinsælt. Foreldrar vilja endilega setja böm sín sem yngst í tónlistarskóla, ef þau hafa áhuga á því á annað borð. Við emm svo heppin hérna í þessu litla samfélagi á Álftanes- inu, að tónlistarskólinn okkar er í húsnæði grunnskólans og leik- skólinn er þar við hliðana. Mér datt því í hug að bjóða krökkunum í leikskólanum upp á svolitla tón- listarfræðslu eða að fá að minnsta kosti einhverja hugmynd um slíkt. Það eru auðvitað ekki allir foreldr- ar sem senda böm sín sjálfkrafa í tónlistarskóla og börnin gætu haft tónlistarhæfileika sem ekki kæmu í ljós fyrr en seint og um síðir. Og þá hafa þau kannski ekki lengur tækifæri til að rækta þá hæfileika. Við ákváðum því að gefa krökk- unum í leikskólanum tónlistartíma hálfsmánaðarlega, þá koma allir marserandi yfir til okkar og fá ókeypis kennslustund. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og krakkam- ir hlakka mikið til að koma í tímana.“ — Hvernig fer kennslan fram? „Þetta er auðvitað mikið ómeð- vituð kennsla, byggð á leikjum, söng og hreyfingu. Það er leikið á alls konar hljóðfæri sem Chapu- is kynnti fyrir okkur, til dæmis bjöllur af ýmsum gerðum og slöngur sem gefa frá sér mismun- andi hljóð eftir því hvað þeim er .snúið hratt. Einnig er mikið hlust- að á tónlist. Þetta miðar aðalega að því að þjálfa heymar- og takt- skyn bamanna og að skerpa at- hygli þeirra svo þau læri að hlusta." — Hvað er unnið við að taka börn svo ung í tónlistarnám? „Þau sem hefja námið ung ættu að verða miklu næmari en þau sein byija seinna. Þama er strax fanð að skerpa athyglisgáfu þeirra. Ég held að þetta sé ekki aðeins gott vegna tónlistarlegs uppeldis, heldur ekki síður vegna uppeldis yfir höfuð. Það er reynt að ná athygli bamanna og þjálfa eyra þeirra. Þau hlusta á alls kon- ar hljóð í mismunandi tónhæðum og reyna að skynja þau, hreyfa sig í takt við tónlist og annað slíkt. Annars er það óskaplega af- stætt hve gömul æskilegt er að börn hefji tónlistarnám. Það er mismunandi, frá einum einstakl- ingi til annars. Krakkamir úr leik- skólanum hafa til dæmis miðast við fjögurra ára aldur, en við höf- um tekið yngri börn af því að þau hafa verið þroskaðri eftir aldri.“ — Hvenær geta bömin svo far- ið að læra á alvöru hljóðfæri? „Það er líka misjafnt. Þar sem við byijum með fjögurra ára krakka getur forskólinn orðið svolítið langur. Þau sem byija fjögurra ára í forskóla geta sum farið sex ára að læra á hljóðfæri, en það fer mikið eftir þroska. Við reynum að meta þetta, en föram ekki nákvæmlega eftir því hvað þau hafa verið lengi. Þegar þau bytja svona lítil reynum við að átta okkur á hver þroski þeirra er og hvað þau hafa numið á þess- um tíma.“ -Hefur forskólanám mikla þýð- ingu þegar böm fara að læra á hljóðfæri? . „Þau sem hafa verið í forskóla hafa meiri undirstöðu þegar þau fara að læra á hljóðfæri, bæði í ryþma og tónheym. Enda er allt annað að kenna þeim sem koma úr forskólum en þeim sem koma beint í hljóðfæranám, því þá þarf maður að byija alveg frá granni." — Að lokum, hvaða gefur tón- listarkennsla börnum í stuttu máli? „Því er auðvitað erfitt að svara, en það þarf töluverðan sjálfsaga til þess að æfa sig á hljóðfæri, því heimaundirbúningur er mikill í hljóðfæranámi. Slíkt hlýtur að hjálpa bömum við annan lærdóm, þó ekki væri nema bara það að aga sjálfan sig, enda hefur það sýnt sig að þeir sem eru í tónlist era oft duglegri í skóla. Jafnvel þó sá sem sé að læra sé ekki svo óskaplega músíkalskur, held ég að tónlistarnám hafi mjög jákvæð áhrif uppeldislega séð á öll börn. Hvað tónlistin gefur manni verður svo hver að svara fyrir sig.“ SN ■ Hlíf SigurjónsdóHir fióluleikari Siðustu þriðjudags- tonleikar sumarsins i Listasaf ni Sigurjóns LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR hefur í sumar staðið fyrir vikulegum tónleikum í safninu á þriðjudögum. Síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð verða þriðjudaginn 25. júlí en þá munu Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari flylja verk eftir Debussy, Béla Bartók, Kreisler og Sarasate. Hlíf og David hófu fyrst að leika saman árið 1980 og hafa síðan hald- ið tónleika á hveiju ári, bæði hér á David Tutt píanóleikari. landi og erlendis. ' Hlíf Siguijónsdóttir brautskráð- ist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974 þar sem hún var nemandi Björns Olafssonar. Hún var við framhaldsnám í Banda- ríkjunum og Kanada til ársins 1981 og réð sig síðan sem tónlistarkenn- ara á Ísafirði árin 1981 til 1983. Næstu tvo vetur starfaði Hlíf í Reykjavík og var meðal annars konsertmeistari íslensku hljóm- sveitarinnar og hljómsveitar ís- lensku óperannar. Veturinn 1985 til 1986 spilaði hún með Kammer- hljómsveitinni í Mainz í Þýskalandi og næsta vetur á eftir var hún fast- ráðin hjá Kammersveitinni í Zurich. Síðan hefur hún tekið þátt í tónlist- arflutningi af ýmsu tagi, bæði á íslandi og erlendis. David Tutt stundaði nám í hei- malandi sínu Kanada en lauk BA- prófi frá háskólanum í Indiana. Kennari hans þar var Gyorgy Se- bok. David hefur unnið til margra verðlauna, þar á meðal gullverð- launa Tónlistarháskólans í Toronto. Hann hefur haldið tónleika víða, meðal annars leikið einleik með sinfóníuhljómsveit ungverska ríkisútvarpsins í Búdapest. Fyrir ári hélt hann tónleika í Wigmore Hall í London og lék inn á upptökur fyrir BBC. Á íslandi hefur hann leikið einleik á ísafirði og á háskóla- tónleikum. David Tutt mun svo halda tónleika á vegum Hundadaga 1989 þann 1. ágúst. Eins og fyrr greinir eru þetta síðustu tóleikarnir í röð þriðjudags- tónleika í Listasafni Sigutjóns Óla,fssonar í sumar og hefur aðsókn á tónleikana verið mjög góð, að sögn aðstandenda. Tónleikarnir á þriðjudaginn hefjast klukkan 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.