Morgunblaðið - 29.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT SIGURÐUR Einarsson var aðeins 10 sentimetra f rá því að vinna bronsverðlaun í spjótkasti á heims- leikum stúdenta í Duisburg í Vest- ur-Þýskalandi í gær. Sigurður kastaði spjótinu 81,42 metra en stúdentameistari varð Bretinn sigursæli, Steve Backley, sem kastaði 85,60 metra en hann á 85,86 í ár. I öðru sæti varð fransarinn Pascal Levfevre með 82,56 metra sem er hans besti árangur en hann átti í fyrra 81,48. Bronsverðlaunin vann Finninn Marko Hyytiainen sem kastaði 81,52 eða tíu sentimetrum lengra en Sigurður. Hyytiá- inen kastaði nú í fyrsta sinn yfir 80 metra en hann átti 79,90 frá í fyrra. Sigurður átti sæmilega kastseriu. Byijaði með 75,62 metrum en síðan kastaði hann 80,62 og 81,42 kom í þriðju umferð. í fjórðu og fimmtu umferð kast- aði Hann enn yfir 80 eða 80,64 og 80,68 en í sjöttu og síðustu umferð lenti spjó- tið 78,40 metrum frá útkastsplankanum. Næstir Sigurði komu Bretinn Nigel Bevan með 79,56 og Vestur-Þjóðveijinn Peter Blank með 79,08 m. nmmu Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Einarsson stóð sig vel á heimsleikum stúdenta og var nálægt því að komast á verðlaunapall. eins ars leikbann ÓSKAR Helgason, sem leikið hefur með FH, hefur verið settur í eins árs leikbann. Óskar, sem mun stunda nám næsta vetur í bygginga- verkfræði á Spáni, hafði hugsað sér að leika spænska liðinu Puerto Gagnito en félgaskipti hans voru ekki sam- þykkt. FH, tið Öskars, neitaði að skrifa undir félaga- Óskar Helgason skiptin áður en fresturinn rann út og því teljast félagaskiptin ekki gild. HSÍ hefur sent spænska félaginu skeyti þar sem greinir frá. niðurstöðunni og samkvæmt henni mun Óskar ekki leika hand- knattleik næsta árið. Fram bikarmeistari í sjöunda sinn Framarar höfðu mikla yfirburði gegn KR í bikarúrslitaleik KSÍ á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Vesturbæinga og tryggði sér bikarinn í sjöunda sinn. Morgunblaðið/RAX Fram skoraði þrjú mörk gegn einu marki KNATTSPYRNA Sigurður kominn með atvinnuleyfi SIGURÐUR Jónsson hefur loks fengið at- vinnuleyfi til að ieika með Arsenal. Hann hef- ur þurft að bíða býsna lengi eftir því og það var ekki fyrr en um helgina að hann fékk leyfið í hendurnar. Breska blaðið Sunday Mirror sagði frá þessu um helgina og sagði einnig að leyfið kæmi á besta tíma fyrir Arsenal. Litill meistarabragur hefði verið á leik liðsins Sigurður Jónsson og Sigurður myndi því vart þurfa að bíða lengi eft- ir tækifæri. Það gæti jafnvel farið svo að fyrsti leik- ur Sigurðar með Arsenal yrði gegn gömlu félögun- um, Sheffield Wednesday en liðið mætast fljótlega í deildinni. Þorvaldur Örlygsson, sem hefur gert munnlegan tveggja ára samning, mun líklega fá atvinnuleyfi sitt í september eða um það leyti sem hann fer út. Það er ekki hlaupið að þvt að fá atvinnuleyfi fyrir erlenda leikmenn í Englandi og íslendingar ekki >eir einu sem lent hafa í vandræðum af þeim sökum. FATLAÐIR Deckarmí heimsókn til íslands ,Reynsla Framara vó þungt“ / B4 og B5 FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST Sigurður var tíu senti metrum frá bronsinu 1989 ÞRIÐJUDAGUR 29. AGUST BLAD JOACHIM Deckarm, fyn-um landsliðsmaður Vestur-Þýskalands i handknattleik, er væntanlegur hingað til lands á vegum Sjálfsbjargar. Deckarm var einn fremsti handknattleiksmaður heims og var m.a. heimsmeistari með Vestur-Þjóðverjum 1978 og þá talinn besti leikmaður liðsins. Ferli hans lauk árið 1979 er hann slasaðist illa í Evrópu- leik. Hann lenti í samstuði við markvörð, skall í steingólf og fékk við það mikið höfuðhögg. Hann lá meðvitundarlaus í sex mánuði og hefur síðan farið í gegnum mikla endurhæfmgu. Deckarm er spastískur og kemur hingað í boði Sjálfsbjargar sem á 30 ára afmæli á þessu ári. HANDKNATTLEIKUR Óskar fær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.