Morgunblaðið - 10.09.1989, Side 16

Morgunblaðið - 10.09.1989, Side 16
B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGMIR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1989________________________________________________ Byggja íliúrt- ir á Hvamms- tanga Á HVAMMSTANGA hefiir verið stofiiað hlutafélagið Ásbrekka hf. Tilgangur þess er m.a.að kaupa, byggja og reka almennar kaup- Ieiguíbúðir, sem félagið feer út- hlutuna^rrétt á samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Markmið félagsins er ennfremur að byggja íbúðarhús á sem hag- kvæmustu verði, þar á meðal til leigu. Var frá þessu skýrt í Lög- birtingablaðinu í vikunni. Stofnendur eru Hvammstanga- hreppur, Verkalýðsfélágið Hvöt, Sjúkrahús Hvammstanga, Guðmundur Haukur Sigurðsson, sem er jafnframt formaður félags- ins, og Jón Haukdal Kristjánsson. Hlutafé félagsins er 810.000 kr. Þau sérréttindi fylgja hveijum 200 þús. kr. hlut í félaginu, að fá að ráðstafa 25% íbúða, sem byggðar verða á vegum félagsins. Næfurás - 2ja Mjög stór ca 80 fm nettó falleg íbúð á jarðhæð. Fal- legt parket. Svalir. Sér garður. Jörvabakki - 4ra Björt og falleg endaíbúð á 3. hæð með sérherbergi í kjallara. Verð 6,0 millj. Ofanleiti - 4ra Stórglæsileg endaíbúð á 1. hæð. Vandaðar innrétting- ar. Suðurendi. Bílskúr. Espigerði - 4ra Óvenju vönduð íb. ca 94 fm nettó. Lítið fjölbýlishús. Suðursvalir. Útsýni. Barmahlíð - sérhæð Mjög góð efri hæð í tvíbýli auk bílskúrs. Sérinngangur. íbúðin er mikið endurnýjuð. Ú FJÁRFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson hdl., 624250 Fyrirtæki Höfum ávallt margvísleg fyrirtæki á söluskrá. ★ Matvöruverslun með sterka markaðsaðstöðu, góð afkoma. ★ Þekkt fyrirtæki í framleiðslu og dreifingu á ferskri matvöru. ★ Lítið frysti- og fiskverkunarhús á Suðurnesjum. ★ Þekkt heildverslun með fatnað og sælgæti. ★ Þekktur bjórsölu- og skyndibitastaður, góð rekstrar- afkoma. ★ Lítil auglýsinga- og skiltagerð. ★ Alhliða offsetprentsmiðja. ★ Sérhæft rafmagns- og þjónustuverkstæði. ★ Fyrirtæki á sviði bílaviðgerða, góð rekstrarafkoma. ★ Ýmiskonar sérverslanir. Höfum trausta kaupendur að margvíslegum iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. smfSNómm «/r BrynjoKur Jonsson • Nóatún 17 105 Rvik • simi 621315 • Alhlida raöningaþjónusta • Fyrirtælýasala • Fjármálaraðgjof fyrir fyrirtæki V *»í HÍBÝLI/GARÐUR Lýsing i göróum Draumurinn um ljósið dreymdi okkur drauminn um ljósið ^eina nótt, þegar myrkrið var þyngra og svartara en nokkurt sinn áður. Það var eitthvað, sem streymdi og rann með sælutitrandi sársauka gep um sál okkar. Og augu okkar störðu sturluð og undrandi á fólleitan glampa, sem flökti um sviðið í óra fjarlægð. Og einn okkar spurði í feiminni ákefð: Hvað er það? Og annar svaraði fagnandi rómi: Ljósið, ljósið! (Steinn Steinarr) EF LÝSING framlengir töfra garðsins eftir að degi tekur að halla, er það bersýnilegt að tekist hefur að búatil stemmningu bg viðhalda dulúð næturinnar. Þessi framkvæmd vefst skiljanlega- fyrir mörgum en galdurinn er að geta ímyndað sér hvernig . garðurinn lítur út eftir nokkurra ára vöxt, ef um nýjan garð er að ræða og ekki síst hvernig hann lítur út að vetri, þegar þörf á lýsingu er hvað mest og aðeins barrtré standa eftir græn. Það þarf því að sjá fyrir í upphafi verks hvemig hann mun verða fullbúinn og miða lýsingu við það. Ákveðin svæði þurfa strax góða lýsingu, þ.e. tröppur, gangstígar og hurðir, til að vísa íbúum veginn og veita þeim öryggi. Önnur svæði »njóta þá óbeinnar lýsingar eða fá mildari ljós (blómabeð, runnar, tré, tjörn, gosbrunnur o.s.frv.) Við getum nefnt fyrri lýsingu hagkvæma og þá seinni skrautlýsingu en samræmi verður að vera á milli þessara tveggja gerða, til að ná þeim heildarsvip sem allir sækjast eftir. eftir Stonislas Bohíc Varist of sterk ljós Þó að lýsing þurfi að vera góð við tröppur og inngang húsa, má hún samt ekki vera of sterk því það er ekki meiningin að blinda fólk og þá er umtöluð stemmning líka fokin. Farið varlega ef þið veljið lituð ljós. Þó þau geti verið áhugaverð, þegar lýsa á vatn í görðum eru þau vandmeðfarin á tré og runna. Aðeins barrtré þola örlítinn bláma því þannig Ijós gefa þessu dökka þétta formi, sem er á barrtijám ákveðna töfra og aðgreinir þau lítillega frá öðru. Húsið er líka lýst Hvort sem húsið er í gömlum eða nýjum stíl fær það beina eða óbeina lýsingu frá lömpum í samræmi við útlit þess. Það er hægt að leika sér með ljósið og fá fram skugga af formi sem er áhugavert. Þarna kemur kastljósið í góðar þarfir. Margir einka- og almenningsgarðar myndu. „fríkka" um helming á kvöldin ef þeir fengju rétta lýsingu, en því miður hefur því ekki verið nægilega sinnt. Til að lýsa aðgang að húsum, kemur það oft betur út að hafa marga litla lampa heldur en 1 eða 2 stóra, ef hægt er að koma því við. Úrval af lömpum hefur margfaldast síðustu ár og sumir eru hreinir skrautmunir. Aldrei verður það ofsagt að vanda verður valið þó það kunni að taka einhvern tíma. Gler, ryðfrítt stál og kopar eru t.d. efni sem falla vel að gróðri. Gætið vel að því að eftirlíkingar af gömlu kopar eða gas-luktunum (stundum ofskreyttar) eru ekki alltaf í réttu umhverfi hér á landi, þótt þær hafi sitt aðdráttarafl svona einar sér. Lampar úr gleri og glansandi málmi hafa fengið marga aðdáendur síðustu ár. Þeir eru stílhreinir, með skemmtilega lýsingu og passa vel við nútímaleg hús en þá verður að nota í hófi, eða alls ekki við eldri hús. Ekki má heldur gleyma því í hugleiðingum um ljós í garði að húsið sjálft er oft upplýst og Ijósið laumast út um stóra glugga, sem oft snúa að verönd og lýsir hana upp að hluta. Áður var búið að nefna að garður er ekki lýstur eins og bílastæði eða stórmárkaður, svo það geru verið gott ráð að hafa 2-3 einingar í raflögn þ.e.a. hægt er að kveikja á mismunandi stöðum en ekki í öllu í einu allt eftir stemmningu hveiju sinni. Svona má pijóna þetta áfram eftir óskum, t.d. að aðeins eitt eða tvö ljóst lýsi upp einhvern ákveðinn hlut innan garðsins, sem hefur gildi fyrir eigendur. Svo er líka hugsanlegt að nota færanlega lampa (kastljós) fyrir þá sem vilja íjölbreytni. Þrjár leiðir til að lýsa tré Ein leið er að setja kastljós á jörð á milli trésins og áhorfandans. Þessi aðferð kemur best út þar sem gott rými er á milli þessara tveggja lífvera: áhorfandans og trésins. Þar sem óskað er eftir lýsingu frá fleiri hliðum, eru kastljósin sett á jörðu við tijábolinn og lýst upp í krónuna. „Tunglskinsáhrif fæst með því að setja ljósin upp í krónuna og láta þau lýsa niður. Þessi lýsing nýtur sín vel á stórum trjám eins og á gömlum og gróskumiklum hlyn og birki. „Skuggamyndaáhrif“ eða hliðarmynd eru frekar notuð í almenningsgörðum, eða þar sem tré standa við háan húsvegg (gafl). Þá er tréð sjálft ekki lýst beint heldur bakgrunnurinn, sem svo aftur skilar formi trésins. Þetta er líka notað þar sem runnar eru í hærra lagi. Fyrir blómabeð, steinbeð og annan lægri gróður, notast lampar sem lýsa niður. Þessi fáu ráð eru að sjálfsögðu ekki tæmandi en geta vonandi vakið áhuga ykkar á að velja vel þegar lýsa á garðinn og hafa í huga, að sé einu ljósi ofaukið eða það of sterkt, getur það valdið því að það slokknar á öllum töfrum. Höfundur er garöhönnuður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.