Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 1

Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 1
ftorgtmlffafrto MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 BLAÐ vJveinn Björnsson opn- ar sýningu á Kjarvals- stöðum í dag. Á sýning- unni eru olíumyndir, vatnslitamyndir, keramikhlutir, rekaviður og málaðir fjörusteinar af Herdísarvíkursvæðinu. Árni Johnsen ræðir við Svein í blaðinu í dag I-/ífsspekingur í postmoderniskri mynd, nefnist grein um norska málarann Arvid Peters- en. Sýning á verkum hans opnar einnig á Kjarvalsstöðum í dag og listfræðingurinn Bo Nils- son, sem starfar við Mod- erna Museet í Stokkhólmi skrifar um listamanninn 0 g frá Bandaríkjun- um skrifar Rúnar Helgi Vignisson um myndlist- arkonuna Ann Hamilton, sem hefur vakið athygli fyrri nýstárlegar innrétt- ingar (installations) Örlagafugl Kammersveit Reykja- víkur við vígslu Borgarleikhússins. (Ljósm. Guðmundur Ingólfsson hjá * ímynd) iJórvík Kammersveit Reykjavíkur hefur hafið sitt 16. starfsár og óhætt er að segja að sveitin fari af stað af enn meiri krafti en áður og með óvenju- legum hætti. Haustið hefiir verið strangur æfingatími fyrir sveitina, sem kom fram við vígslu Borgarleikhúss, þann 20. október, og flutti þar verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Mánudaginn, 23. október, Iagði svo sveitin upp í tónleikaferðalag um Bretland, þar sem hún leikur í York, Hull og Grimsby. Tónleikaferð þessi er í tengslum við sýningu á íslenskri myndlist, sem farið verður með vítt og breitt um Bretland næsta árið. Sýningin hefst í Hull, laug- ardaginn 28. október, og leikur Kammersveitin við það tækifæri. „Ólafur Eg- ilsson, sendiherra í London, fékk okkur til að koma til að kynna íslensk verk við þetta tækifæri,“ seg- ir Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og formaður stjórnar Kammersveitar- innar. „Við spilum tvisvar í Hull og eingöngu íslensk verk, eftir Þorkel Sigurbjömsson, Hjálmar H. Ragn- arsson og Atla Heimi Sveinsson. Þorkell samdi þetta verk sérstaklega fyrir okkur fyrir ferðina. Hann nefn- ir það „Örlagafugl," og tekur tilvitn- un úr Egilssögu, þar sem Egill er í Jórvík að reyna að semja Höfuð- lausn. Þar segir að svala hafi kvakað alla nóttina og Egill hafi ekki fengið neinn frið til að yrkja. Verkið er fyr- ir klarinett og strengjakvartett - og klarinettið er svalan, og kvakar allan tímann. Fyrstu tónleikarnir okkar verða í Jórvík, svo að þetta er mjög skemmtilegt upphaf ferðarinnar. Er ég sérstaklega þakklát Rut Magnús- son fyrir hennar þátt í að af Jórvík- ur-tónleikunum varð.“ í ferðinni voru Jóhanna Þórhalls- dóttir, söngkona, Einar Jóhannesson, klarinettuleikari, Selma Guðmunds- dóttir, píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Hlíf Siguijónsdóttir, fiðluleikari. Sarah Buckley, lágfiðlu- leikari og Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari. „I sumar, þegar þessi ferð var í undirbúningi, reyndum við að setja saman þannig efnisskrá að við þyrftum ekki að vera of mörg,“ segir Rut, „og vorum einnig að finna verk sem gætu verið fyrir nokkurn veginn sama hópinn. Verkin eftir Hjálmar og Atla eru söngverk og Jóhanna syngur þau bæði. Verkið eftir Hjálmar heitir Tengsl, skrifað við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, og var frumflutt í Gerðubergi síðast- liðinn vetur. Verkið eftir Atla era Pólsku lögin svokölluðu - sem Rut Magnússon hefur sungið mikið. Þar kemur klarinettið líka við sögu. En þar sem ætlunin var í upphafi að hafa þetta dálítið blandaða tónleika, erum við einnig með píanókonsert eftir Cesar Frank.“ Að lokinni þessari tónleikaför hefst annað stíft æfingatímabil hjá Kammersveit Reykjavíkur, því í vetur ætlar hún að flytja hin stóru kammerverk Schuberts. Fyrstu tónleik- arnir á vegum sveitarinnar verða 2. desember, í Áskirkju. Á þeim tónleikum verður leikinn Oktett eftir Schubert og þar mun Rut spila 1. fiðlu og enginn annar en Paul Zukovsky leikur 2. fiðlu, auk þess sem hann stjórnar sveitinni. „Við hlökkum mikið til að vinna þennan Oktett með honum,“ segir Rut, „hann hefur mjög sérstakar skoðanir á hlutunum, er geysilega flinkur og vel að sér, og það er alltaf mjög lærdómsríkt að vinna með honum. Hann er eins og heill skóli út af fyr- ir sig. “ í febrúar flytur Kammersveitin strengjakvintett eftir Schubert og sextett fyrir blásara eftir Beethoven og í apríl verður það Silungakvintett- inn, auk verka eftir íslensk nútíma- tónskáld. Þá verður verkAtla,„Gleði- stundu," sem flutt var þegar Borgar- leikhúsið var vígt, á dagskrá og „Tengsl,“ eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Hinir hefðbundnu jólatónleikar sveitarinnar verða í Áskirkju og að venju verður barroktónlist á efnis- skránni, en að þessu sinni verða það tvíleikskonsertar; tvær flautur, tvö horn, tvö óbó og tvö fagott. Þetta er sextánda starfsárið og við Rut rifjum upp hina ýmsu tón- leika Kammersveitarinnar, sem hafa verið af öllum stærðum og gerðum - allt frá sólótónleikum upp í heila sinfóníuhljómsveit - ávallt metnaðar- full verk, leikin í því húsnæði sem stendur til boða: Kjarvalsstöðum, Norræna húsinu og hinum ýmsu kirkjum en einkum Bústaðakirkju og Sjá næstu síðu. 16. starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst með tónleikaferó til Englands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.