Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐ.JUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 B 5 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Eyjamenn sýndu ÍR-ingum klæmar „ÞETTA var erfitt. Ég er ánægður með að ná jafntefli gegn ÍR-ingum á heimavelii þeirra," sagði Hilmar Sig- urgíslason, þjálfari Eyjamanna, eftir jafnteflisleik þeirra, 26:26, gegn ÍR. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins - Eyja- menn náðu að vinna upp fjög- urra marka forskot ÍR ojg kom- ast yfir, 25:26. Jóhann Asgeirs- son skoraði jöfnunarmark ÍR þegar sextán sek. voru til leiks- loka. Leikmenn ÍR höfðu frumkvæðið lengstum í ieiknum, Eyjamenn komust aðeins tvisvar yfir. 13:14 í byijun seinni hálfleiksins og svo, 25:26. Þegar þrettán SigmundurÓ. min. voru til leiks- Steinarsson loka var ÍR yfir, skrifar 23:19, og svo 24:21 þegar 7,30 mín. voru til leiksloka. ÍR-ingar höfðu tekið Sigurð Gunnarsson úr umferð. Eyja- menn gáfust ekki upp. Þeir fóru að taka tvo leikmenn IR_ úr umferð - Róbert Rafnsson og Ólaf Gylfason. Við það riðlaðist leikur ÍR-liðsins og Eyjamenn náðu að jafna, 24:24. Spennandi lokaþáttur Allt var á suðupunkti undir lok leiksins: ■25:24...Orrí Bollason skoraði mark ÍR úr vítakasti, sem Jóhann Ásgeirs- son fiskaði. 3,51 mín. til Ieiksloka. ■25:25...Hilmar Sigurgíslason jafn- aði með marki af línu, eftir sendingu frá Sigurði Gunnarssyni. 1,24 mín. til leiksloka. ■ Viðar Einarsson...varamarkvörð- ur ÍBV kom inná til að veija vítkakast frá Orra Bollasyni. 58 sek. til leiksloka. ■25:26...Björgvin Rúnarsson skorar fyrir Eyjamenn með gagnumbroti. 30 sek. til leiksloka. ■26:26...Jóhann Ásgeirsson jafnat fyrir ÍR með marki úr horni. 16 sek. til leiksloka. Þannig lauk leiknum. Bæði liðin geta sætt sig við jafntefli. ÍR-ingar geta sjálfum sér um kennt að hirða ekki bæði stigin. „Erum jarðbundnir" Við höfum undirbúið okkur vel og reynum að sýna í leikjum, það sem við erum að æfa. Annað- hvort gengur það upp eða ekki og nú gekk nær allt Steinþór upp,“ sagði Gunnar Guðbjartsson Einarsson, þjálfari skrifar bikarmeistara Stjörnunnar við Morgunblaðið eftir 10 marka sigur, 28:18, gegn Víkingi í Ásgarði á laug- ardag. Stjarnan komst í 4:0 á fyrstu sex mínútunum og þá var ljóst hvert stefndi. Sigur heimamanna var aldreií hættu — aðeins spurning hve munurinn yrði mikill. Stjörnumenn höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum nema í hornunum; Brynjar Kvaran var öiyggið uppmálað í markinu, varnarveggurinn var þéttur nema helst í hornunum, sóknarleikurinn var fjölbreyttur og markviss. Þeir, léku eins og þeir, sem valdið hafa. „Við erum með góða liðsheild, en það er ekki síst að þakka öflugu starfi utan vallar. Ég er ánægður með sigurinn og stöðuna, en við erum jarðbundnir, því það getur brugðið til beggja vona samanber leikina við Drott í Evrópukeppninni," sagði Gunnar, þjálfari Stjörnunnar. Brynjar var maður leiksins og Bogdan landsliðsþjálfari, sem var á meðal áhorfenda, hlýtur að íhuga að gefa honum tækifæri á ný með lands- Iiðinu. „Brynjar á geysilega mikinn þátt í góðum varnarleik okkar. Hann hefur atorku til að leiðrétta mistök og er í mun betri aðstöðu til þess innan vallar en ég á bekknum. En ég vil sérstaklega hrósa honum fyrir umframorkuna,“ sagði Gunnar. Víkingar hittu fyrir oíjarla sína. Hrafn fann sig ekki í markinu, vörn- in var ráðþrota og í sókninni áttu gestirnir í erfiðleikum með sterka vörn auk þess sem óheppnin var þeirra fylgifiskur. „Það er samt ekki 10 marka mun- ur á þessum liðum," sagði Gunnar. „Víkingur er með marga landsliðs- menn, hæfan þjálfara og liðið hefur verið þekkt fyrir skemmtilegan sókn- arleik. Ég þekki ekki undirbúning þess fyrir þennan leik, en það á eft- ir að sigra í mörgum leikjum í vetur.“ Leikurinn var prúðmannlega leik- inn, en engu að síður voru leikmenn samtals í 18 mínútur utan vallar og einn fékk rauða spjaldið fyrir þtjár brottvísanir, þar af tvær vegna mót- mæla. „Menn hafa komist upp með mót- mæli, en ég styð dómarana 100% í þessu. Menn eiga ekki að vera með þessi mótmæli, heldur einbeita sér að því að spila handbolta og vera jákvæðir," sagði Gunnar. „Vonandi á réttri braut" Þetta var besti Ieikur okkar varn- arlega séð á tímabilinu og von- andi er þetta á réttri braut," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, eftir að lið hans hafði rúll- ValurB. að yfir Gróttu á Jónatansson heimavelli þeirra skrifar síðarnefndu, 28:18, á laugardaginn. Valur sýndi það í þessum leik að liðið er á réttri leið og ef svo heldur áfram sem horfir verður það sterk- lega inní myndinni sem íslandsmeist- ari í vor. Liðið lék sem ein heild, en hingað til hefur það verið einstakl- ingsframtak Biynjars Harðarsonar sem hefur fengið að njóta sín. „Brynjar spilaði með iiði í Svíþjóð þar sem hann var vanur að vera aðalmaðurinn og gerði alla hluti sjálfur. Hann gerir sér nú grein fyr- ir þvi að hann er nú í liði með fimm til sex leikmönnum sem allir geta skorað og þarf því ekki að gera allt sjálfur," sagði Þorbjörn aðspurður um frammistöðu Biynjars. Brynjar lék mög vel í þessum leik mataði samheija sína á gullfallegum sendingum auk þess að skora mikil- væg mörk sjálfur. Hann lék einnig mjög vel í vörninni. Að mínu mati er hann einn skemmtilegasti hand- knattleiksmaðurinn í 1. deild í dag. Hann gerði 10 mörk í þessum leik og er markahæstur í deildinni með 43 mörk eftir aðeins fjóra leiki, eða 10,9 mörk að meðaltali í leik! Valsmenn gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 10 mínútunum er þeir komust í 6:1. Grótta skoraði sitt annað mark eftir 12 mínútur. Þessi munur hélst fram í leikhlé og staðan þá, 13:9. Halldór Ingólfsson klúðraði tveimur vítaköstum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik, Einar varði fyrra sko- tið en það síðara fór í stöng. í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn mundi lenda. Valsmenn höfðu algjöra yfirburði á öllum sviðum, bæði í vörn og sókn. Valdimar Grimsson átti mjög góð- an leik fyrir Val, skoraði mörk af línu, horninu og úr íjórum hraðaupp- hlaupum - hans besti leikur í vetur. Brynjar lék einnig vel og Einar lék eins og hann á að sér í markinu, Jakob komst einnig vel frá sínu og eins Finnur Jóhannsson. Miðað við frammistöðu Gróttu í Magnús Ólafsson skorar eitt af fimm mörkum sínum fyrir ÍR gegn Eyja- mönnum. Öruggt hjá FH FH vann góðan sigur á KA, 28:19, er liðin mættust á Akureyri um helgina. FH tók forystu strax í upp- hafi og hélt henni allt til leiksloka °S var sigur þeirra Reynir sanngjarn. KA-menn Eiriksson töpuðu þar með skrifar sínum fjórða leik í röð og hafa enn ekki hlotið stig í deildinni. FH hóf fyrri hálfleik af miklum krafti og náði starx þriggja marka forskoti og gáfu þannig tóninn af því sem koma skyldi. KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark, en FH-ingar náðu síðan að auka for- skot sitt á ný og leiddu 12:8 í hálfleik. Hafnfirðingar hófu síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri og náðu sex marka forystu. KA-menn voru ekki á því að gefast upp og skoruðu næstu íjögur mörk, en þá var sem allur vindur væri úr þeim og FH- ingar juku forskot sitt jafnt og þétt til leiksloka, 28:19. Leikur liðanna var ekki til að hrópa húrra fyrir, hann var fálmkenndur og mikið um vitleysur á báða bóga. Bestur heimamanna var Axel Stefánsson, markvörður, sem varði 20 skot, þar af íjögur víti. Hjá FH átti Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður, mjög góðan leik, varði alls 19 skot. Einnig átti Oskar Ármanns- son ágætan leik. FH lék að þessu sinni án Héðins Gilssonar sem var í leikbanni. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 Morgunblaðið/Júlíus Brynjar Harðarson hefur brotist inn úr horni og sendir knöttinn fram hjá Sigtryggi Albertssyni, markverði Gróttu. þessum leik á liðið eftir að verða í strögli í vetur. Það vantar tilfinnan- lega skyttur í liðið og gegn 6-0-vörn eins og Valsmenn spiluðu gekk sókn- arleikur þeirra einfaldlega ekki upp. Stefán Arnarson var bestur í liði Gróttu og sá eini sem stóð upp úr meðalmennskunni. Leifur markvörður lagði grunninn Leifur markvörður Dagfinnsson lagði grunninn að sigri KR-inga í Laugardalshöll á sunnudag, er þeir unnu HK 25:20. Leifur stöðvaði hvað eftir annað sóknir Steinþór gestanna, sem gerðu Guöbjartsson aðeins eitt mark fyrir skrifar utan. Mikill hraði var í leiknum og reyiidar svo mikili á stundum að leikmenn réðu hreinlega ekki við hann. KR-ingar höfðu undirtökin allan tímann. Fyrir hlé náðu þeir tvisvar fimm marka forystu, en staðan í hálfleik var 11:8. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var munurinn sjö mörk, 23:16, en hýliðunum tókst að klóra í bakkann undir lokin. Markvarslan var aðall KR og vörn- in stóð sig ágætlega, þegar hún var til staðar, en sóknarleikurinn var ekki góður — skytturnar gerðu of mörg mistök. Skyttur sáust ekki hjá HK og munar um minna. Vörnin var götótt, en hraðaupphlaupin tókust vel sem og vítaköstin — tvö af átta fóru í súginn. „Ég er engin skytta“ - segir markahæsti leikmaður 1. deildar Brynjar Harðarson, sem gekk til liðs við Valsmenn fyrir þetta keppnistíma- bil, hefur heldur betur slegið í gegn. Hann er lang markahæsti leikmað- ur 1_. deildar, hefur skorað 43 mörk í fjórum leikjum. „Eg er engin skytta," sagði Brynjar. „í Svíþjóð þar sem ég spilaði í fyrra lék ég sem miðjumaður og leikstjórnandi. Ég skora ekki mikið af mörkum fyrir utan, heldur mest með gegnumbrotum. Það hefur opnast fyrir mig vegna þess að mótheijarnir gæta Jakobs í vinstra horninu svo vel.“ Brynjar sagði að leikurinn gegn Gróttu væri besti leikur Vals á tímabil- inu. „Við höfum verið að beijast við það að laga vörnina og ég held að það hafi.tekist í þessum leik.“ En stefnir Brynjar að markakónstitlinum? „Ég stefni fyrst og fremst að því að verða íslandsmeistari með Val, en tek hitt gjarnan í leiðinni." mámw í SEÐIL, HLUSTAÐU, og mmw pát? LEIKURINN VINNING ARNIR Fullt hús er spurnitigaleikur á vegum Bylgjumiar og SJÓVÁ- ALMENNRA. Hann stendur yftrfrá mánudeginum 30. október til fóstudagsins 10. nóvember. Auk SJÓVÁ- ALMENNRA gefur Jjöldi fyrirtœkja vinninga í Fullt hús. Til einhversþeirra má sækja númeraðan svarseðil. Á meðan á leiktufín stendur sendum við út eina létta spurningu daglega, sem þú skráir svar við á svarseðilinn, en jafnframt drögutn við út nútner. Þeim heppna hlustanda sem á það tiúmer á svarseðli sínutn gefur SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingu í heilt ár. Eigandi seðilsins verður að hafa samband við Bylgjuna fyrir kl. 17:00 sama dag. Að keppni lokinni skila þátttakendur síðan inn svarseðlutn sínutn til einhvers af fyrirtækjunum sem gefa vittning eða SJÓVÁ-ALMENNRA og umboðsmanna þeirra.og Bylgjan safnar þeim saman. Þriðjudaginn 14. nóvember verður dregið úr réttum svörutn, t beinni útsendingu frá nýjum húsakynnum SJÓ VÁ-ALMENNRA að Kringlunni 5, nafn hitis Ijónheppha hlustanda. Hlustandans sem hlýtur, Fullt hús: Húsgögn, innréttingar, málnittgu, gólfefni ogfeira til híbýlaprýði að verðmœti á aðra milljón króna. i'. ■®> ... U---; If/. J. : ■■ m&jss ' V, . ;&:■ £ 1 ■' s ELDHÚSINNRÉTTING Fit hf., Bœjarhrauni 8, Hafnarftrði. VATNSRÚM Vatnsrúm hf, Skeifunni 11. GÓLFEFNI / DÚKAR Metró í Mjódd. MÁLNING Málarinn, Grensásvegi. BAÐHERBERGISINNRÉTTING J. Þorláksson & Norðmann, Suðurlandsbraut 20. BLÓMASKREYTING Borgarblómið, Skipholti 35. GÓLFFLÍSAR Parma Bæjarhrauni 16, Hafnarftrði. í BARNAHERBERGIÐ Axis, Smiðjuvegi 9, Kópavogi. LÝSING Rafkaup, Ármúla 24. STOFUHÚSGÖGN Línan, Suðurlandsbraut 22. TRYGGINGAR SJÓ VÁ-ALMENNAR tryggingarhf. SVARSEÐLANA FÆRÐU HJÁ ÖLLUM ÞEIM FYRIRTÆKJUM SEM GEFA VINNINGA í KEPPNINA OG SJÓVÁ-AJLMENNUM EÐA UMBOGSMÖNNUM PEIRRA SEMERUÁ HLUSTUNARSVÆÐI BYLGJUNNAR. m Vatnsrum hf Lu&Sm, METRÓ BORGARBLÖWlÐ /IbNORMANN SJOVAnDALMENNAR —Unon-ht- o AXIS Æfrma Rafkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.