Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 3
B 3 ítf&mR FOLX ■ GUÐNI Bergsson og félagar hjá Tottenham fara til Frakklands í dag, þar sem liðið leikur gegn Caen, en um er að ræða ágóðaleik fyrir Graham Rix, sem leikur með firanska liðinu. ■ SIGURLÁS Þorleifsson var endurráðinn þjálfari Vestman- neyjaliðsins í knattspyrnu um helgina. Tómas Pálsson verður áfram aðstoðarmaður hans. ■ HLYNUR Stefánsson var út- nefndur leikmaður ÍBV í hófi um helgina og Leifur Geir Hafsteins- son var valinn efnilegasti leikmað- urinn. ■ ÓLAFUR Jóhannesson og Viðar Halldórsson gengu frá samningi við FH um helgina og verða þeir áfram þjálfarar liðsins. ■ BJARNI Jóhannesson hefur verið endurráðinn þjálfari 2. deild- arliðs Tindastóls. ■ Óskar Ingimundarson verður áfram þjálfari 2. deildar liðs Víðis, en eftir á að ganga skriflega frá samningum. Daníel Einarsson verður aðstoðarmaður Oskars og Grétar Einarsson verður áfram leikmaður Víðis, ■ RAGNAR Margeirsson skor- aði sitt fyrsta mark fyrir Sturm Graz f leik gegn Austría Vín. Ekki dugði það til sigurs, því að Austría vann, 2:1. ■ SIGURJON Kristjánsson, Valsmaður, lék sinn fyrsta leik með belgíska 2. deildarliðinu, Bo- om, um helgina. Boom lék í bikar- keppninni gegn Beringen, sem leikur í 3. deild, og sigraði með einu marki gegn engu. Siguijón kom inná í hálfleik og lé$ til loka leiksins. ■ PORT Vale ogStfiddlesbrough gerðu 1:1 jafntefli í 2. deild ensku knattspymunnar í gærkvöldi. ■ TOM Kite hefur gert það gott á golfmótum í Bandaríkjunum á árinu og unnið sér inn 1,395.278 dollara. Payne Stewart hefur einn- ig farið yfir milljón dollara múrinn — fengið 1.201,301 dqllara. ■ EINS' árs bann sem júgóslav- neski,leikmaðurinn Mehmed Baz- darevic var settur í með landsliðinu fyrir að hrækja á og svívirða dóm- ara í landsleik fyrir skömmu, tekur einnig til leikja í Evrópukeppni fé- lagsliða. Talsmaður UEFA, Knatt- spyrnusambands Evrópu, tilkynnti 'þetta á laugardag. Bazdareyic leikur með franska liðinu Sochaux. GETRAUNIR Aukaseðill ígangi Sá fyrsti sinnar tegundar Idag kl. 18:25 verður lokað fyrir sölu á aukaseðli 3 hjá íslenskum getraunum. Aukaseðill sem þessi er nýung hjá fyrirtækinu og er þetta í fyrsta sinn, sem knattspymuleikir í miðri viku eru á sérstökum get- raunaseðli hérlendis. Á seðlinum em leikir í 2. umferð Evrópumót- anna, sem fara fram í kvöld og á morgun. Fyrsti vinningur verður greiddur út þó engin tólfa komi fram. Ef um framlengingu verður að ræða gilda úrslitin að henni lok- inni en ekki eftir vítaspymukeppni. Ikvöld TVEIR leikir verða í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Tindastóll og Reynir mætast á Sauðárkróki og ÍR og Njarðvík í Seljaskóla. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. ÍR og Njarðvík eigast við í 1. deild kvenna kl. 20.30 í Seljaskóla. MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 HANDKNATTLEIKUR / SPANN HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Stjarnan skein skært gegn Víkingi HEIL umferð fórfram í 1. deild kvenna um helgina. Stórleikur umferðarinnar var viðureign Stjörnunnar og Víkings, en þegar út í leikinn var komið fór lítið fyrir spennunni þar sem Stjarnan vann stórsigur, 19:8, á slöku liði Víkings. Önnur úrlit voru frekar eftir bókinni, Fram vann Gróttu 27:15, Valur sigr- aði Hauka 31:16 og KR tapaði fyrirFH 18:26. Stjaman hóf leikinn af miklum krafti og virtist baráttan koma Víkingsliðinu í opna skjöldu. Stjam- an lék vömina mjög framarlega og IBBHH áttu svifaseir.ar Katrín Víkingsstúlkur ekk- Friðriksen ert svar við því og skrifar glötuðu boltanum oft í hendur and- stæðinganna. Varnarleikur Víkinga var ekki skárri en sóknin og mikill leikleiði virtist einkenna liðið. Það var helst Heiða Erlingsdóttir sem stóð upp úr, en hún gerði þó sín mistök líkt og stöllur hennar. Fjóla Þórisdóttir varði á köflum vel í Stjörnumark- inu, þar á meðal 3 víti, og allir leik- menn liðsins eiga hrós skilið fyrir varnarleikinn. I sókninni bar mest á Kristínu Blöndal og Guðný Gunn- steinsdóttir á línunni, en Kristín var iðin við að mata hana á góðum sendingum. Fram trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en Stjarnan fylgir fast á eftir, hefur aðeins tap- að einum leik gegn Val. Næsti leik- ur deildarinnar er einmitt viðureign Fram og Stjörnunnar, á fimmtudag í Laugardalshöll. ■ Úrslit/B6 Kristján Arason stóð sig vel með Teka um helgina. Krístján og félagar I Teka á toppnum Teka, lið Kristjáns Arasonar, og Barcelona em efst í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik með 8 stig eftir leiki helgarinnar. Teka sigráði Pacautord- Frá era á útivelli, 28:19. Atla Kristján átti mjög Hilmarssyni góðan leik og skor- áSpáni a(3i fimm mörk. Teka lék án Cabanas sem nefbrotn- aði á æfíngu í síðustu viku eftir samstuð við Kristján. Alfreð Gíslason og félagar hjá Bidasoa töþuðu á útivelli fyrir Arr- ate, 28:24; Arrate fékk tvo leik- menn frá Bidasoa fyrir þetta tíma- bil Og fóru þeir á kostum í þessum leik og gerðu 13 af 28 mörkum liðs- ins. Markahæstur í liði Bidasoa var Bogdan Wenta með 8/1, Alfreð kom næstur með 7/3 mörk. Granollers burstaði- Malaga, 36:19, á heimavelli. Granollers komst í 8:1 og 13:2 og segir það allt'uþp gang leiksins. Mjög góð vörn og hraðaupphlaup gerðu út um leikinn. Franch og Femandez voru markahæstir í. liði Granollers með sjö mörk. Atli Hilmarsson gerði 4 og Geir Sveinsson 2. Önnur úrslit: Lagisa—Cuenca.............i....17:18 Valencia—Michelin..............30:19 San Antonio—Pontevedra.........26:22 Barcelona—Caja Madrid..........30:19 (Júgóslavinn Vujovic gerði 14 mörk fyrir- Barcelona) Staðan: Teka og Bareelona hafa 8 stig, Arrate 7, Bidasoa og Atletico Mardrid 6, Granollers 5, Valencia, Cuenca, Gaja Madrid, San Antonío og Malaga 4 stig. Vujovic er markahæstur í deild- inn rheó 32 mörk. Obucina, San Antonio, kemur næstur með 31' mark og Stingá hjá Valencia er í þriðja sæti með: 30 mörk. Hans með Qögur mörk ’ Hans Guðmundsson skoraði fjög- ur mörk fyrir Puerto gegn Ter- rassa. Terrássa sigraði 19:18 og var þetta fyrsta tap Puerto sem er nú í. öðru sæti með sex stig eftir fjórar umferðir. Óskar Helgason og félagar í Puerto Sagunto hafa að- eins unnið einn leik og um helgina töpuðu þeir fyrir Caja Sur 26:20 á útivelli. nar sigursælar Norðurlandamótið í nútímafim- leikum var haldið í Laugar- dalshöll um helgina. Svíþjóð sigraði í ejnstaklingskeppninni og Noregur í hópakeppninni. Auk Svíþjóðar og Noregs tóku Finnland og Danmörk þátt í mótinu. Þessi grein fimleika er ekki iðkuð hér á landi og því var enginn keppandi frá íslandi. Sofia Hedman, Svíþjóð, sigraði í einstaklingskeppninni, hlaut sam- tals 36,10 stig. Terhi Ukkonen frá Finnlandi varð önnur með 36,05 stig og Victoriá Ystborg, Finnlandi, þriðja með 35,65 stig. Alls voru 16 keppendur í þessum flokki. Norsku stúlkurnar sigruðu tvö- falt í hópakeppninni. í keppni með borða og gjarðir höfðu þær tölu- verða yfirburði og hlutu samtals 17,50 stig. Finnland varð í öðru sæti með 16,75 stig og Svíþjóð í þriðja með 16,65 stig. í keppni með bolta og keilur var sama röð. Noreg- ur hlaut samtals 17,90 stig, Finn- land 17,05 stig og Svíþjóð í þriðja með 16,80 stig. Að sögn Margrétar Björnsdóttur, formanns Fimleikasambands ís- lands, fór mótið mjög vel fram í alla staði. Keppendur voru. mjög ánægðir með aðstöðuna og áhorf- endur, sem voru á annað þúsund, skemmtu sér vel. Maria Guigova, þrefaldur heimsmeistari í nútímafimléikum frá Búlgaríu, var yfirdómari á Noi-ðuriandamótinu í nútímafimleik- um sém fram fór í Laugardalshöll um helgina. Guigova.hefur þríveg- is orðið heimsmeistari f nútímafimleikum og.hefur enginn önnyr fim- leikastúlka unnið það afrek eftir henni. Margrét Bjamadóttir, formaður FSÍ, sagði að starf Guigovu hafðl verið ömetanlegL „Hún, undirbjó okkur mjög vél fyrir mótið og hélt meðal annars námskeið fyrir islenska dómara. Guigova hefur ferðast rrýög víða undanfarin ár á vegum alþjóða Fimleikasambandsins og kynnt nútímafimleika," sagði Margrét. NUTIMAFIMLEIKAR / NM Norsku stúlkur HANDKNATTLEIKUR / DOMARAHORNIÐ Menntun, brot og hagnaðarreglan EKKI verður hjá því komist að fara nokkrum orðum um menntun og endurmenntun dómara áður en farið verður í einstök atriði varðandi sjálfa dómgæsluna. annig er að dómurum er skipt í tvo hópa, annars vegar hér- aðsdórrtara og hins vegar lands- dómara. Héraðsdómarar verða að vera orðnir 17 ára gamlir og hafa lok- ið dómaranámskeiði hjá dómara- nefnd, sem Iýkur með skriflegu og verklegu prófi. Landsdómarar verða að vera orðnir 21 árs gaml- ir og hafa lokið landsdómaranám- skeiði hjá dómaranefnd, en því námskeiði lýkur með skriflegu, verklegu og líkamlegu prófi. Hér- aðsdómarar mega dæma leiki til og með annars aldursflokks, þ.e. upp að 18 ára aldri, en lands- dómarar mega dæma alla leiki á milli innlendra liða, hvar sem er á landinu. Allir landsdómarar eru síðan settir í próf, skrifleg og líkamleg, á haustin og síðan aftur um ára- mót. Þeir, sem ekki standast próf- in, fá ekki að dæma í fyrstu deild núna í vetur, en ætlunin er að sama gildi um allar deildir næsta vetur. Ljóst er, að allir dómarar verða að kunna leikreglumar til hlítar. Þar með er ekki sagt að allir dóm- ar séu í fullu samræmi við það sem stendur í bókinni. Það er m.a. vegna þess að dómarar verða að meta þá stöðu, sem er í hverju tilviki, og sá tími sem þeir hafa til að ákveða hvað á að dæma er mjög skammur, og sama gildir þegar taka þarf ákvörðun um „að flauta ekki“, en það er oft á tíðum ekki minna mikilvægt. Það að flauta ekki, þó dómari sjái að brot sé framið á leikreglun- um, tengist m.a. því sem nefnt hefur verið hagnaðarreglan. Þar er átt við að dómarar eiga ekki að flauta þó brotið sé á leik- manni, ef þeir telja að lið hins brotlega hagnist á brotinu. Hins vegar ber dómurum að refsa hin- um brotlega leikmanni eftir að t.d. upplagt markfæri glatast, og getur þá verið um að ræða áminn- ingar, tveggja mín. brottvísanir eða jafnvel útilokun. Fyrst búið er að minnast á upplagt markfæri, er ekki úr vegi að skýra hvað er skilgreint sem slíkt, en það á eftir að koma oft fyrir í næstu greinum. Upplagt markfæri er þegar leikmaður hefur boltann undir sinni stjóm, og enginn er á.milli hans og marks andstæðingsins, nema markvörður þeirra. Ef leikmaður er rændur upp- lögðu markfæri, skal dæma víta- kast, og gildir þá einu hvar á vellinum brotið er framið. Eg minni enn á að lesendur geta sent inn fyrirspurnir i dóm- arahomið, og skulu þær merktar „Morgunblaðið, íþróttir — dóm- arahomið". Kveðja, Kjartan K. Steinbach formaður dómaranefndar HSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.