Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 8
 KNATTSPYRNA / ENGLAND Liverpool á breiðu brautina JOHN Barnes tryggði Liverpool 1:0 sigur gegn T ottenham á Anfield Road á sunnudag og þar með settust ensku bikar- meistararnir í fyrsta sæti deild- arinnar á ný og eiga auk þess leiktil góða. Barnes skoraði um miðjan fyrri hálfleik eftir stungusendingu fram miðjuna frá Ray Houghton, en þrátt fyrir færi á báða bóga urðu mörkin ekki fleiri. Heimamenn léku mjög vel, en Erik Thorsvedt, markvörður Spurs, bjargaði oft meistaralega. Neville Southall var hetja Ever- u Guðni Bergsson. „Reyni að halda sætinu - sagðiGuðni Bergsson sem lék á ný með Spurs „MENN eru að vonum óá- nægðir með tapið eftir gott gengi að undanförnu, en það er gaman að vera kom- inn inn í liðið á ný eftir tveggja mánaða fjarveru. Þetta er barátta og aftur barátta, en ég reyni að halda sætinu," sagði Guðni Bergsson, landsliðsmaður, við Morgunblaðið um helg- ina. Guðni lék allan leikinn sem hægri bakvörður með Tott- enham á sunnudag, er liðið tap- aði 1:0 gegn Liverpool á Anfíeld Road. „Guðni sinnti aðallega vamarhlutverki, gerði góða hluti, spílaði vel og gekk vel með John Bames," sagði Rúnar Kristinsson, sem æfir með Lá- verpool þessar vikumar. Guðni hefur leikið sem miðju- tengiliður með varaliði Spurs að undanfömu, en fór nú aftur í bakvarðarstöðuna. „Þetta var mjög opinn- og Qörugur leikur, en við áttum von á erfiðum leik,' því Liverpooi er erfiðasta liðið heim að sækja og ekki síst eftir tvo tapieiki í röð. Ég er bjart- sýnn á framhaidið og geri frekar ráð fyrir að vera með gegn Sout- hampton um helgina, en aðaiat- riðið er að vera grimmur og ákveðinn og venjast nýju stöð- unni,“ sagði Guðni. ton, er liðið gerði 1:1 jafntefli í Norwieh. „Southall kom í veg fyrir sigur okkar. Hann var frábær í máTkinu og er besti markvörður Englands," sagði Dave Stringer, stjóri Norwich. Andy Linighan skor- aði fyrir Norwich, sem hefur ekki enn tapað heima, en Tony Cottee gerði sitt fyrsta mark á tímabilinu og jafnaði fyrir Everton. Arsenal gerði sitt annað jafntefli heima, 1:1 gegn Derby. Alan Smith skoraði eftir þtjár mínútur, en Paul Goddard jafnaði fyrir Derby og var það fyrsta markið, sem Arsenal hefur fengið á sig á Highbury á tímabilinu. „Þeir voru með tvo framúrskarandi leikmenn, Peter Shilton og Mark Wright, og þeir héldu Derby á floti, einkum Shilton, sem bjargaði oft.vel," sagði George Graham, stjóri Arsenal. David OLeary lék sinn 622. leik með Arsenal og jafnaði þar með met Georges Armstrongs. Brian McClair, er hafði ekki skor- að í síðustu sjö leikjum, gerði bæði mörk Manchester United í 2:1 sigri gegn Southampton, sem hafði leikið 10 leiki í röð án taps. Þetta var fyrsti sigur United undir stjórn Alex Ferguson í sex leikjum liðanna. „Við vorum ekki eins aðgangs- harðir upp við markið eins og að undanfömu. Það hefur enginn efni á að láta færin renna út í sandinn á velli eins og Old Trafford," sagði Chris Nicholl, stjóri Southampton. Manchester City fékk loks stig á útivelli; gerði 1:1 jafntefli gegn Chelsea. Clive Allen jafnaði á síðustu mínútu og mótmæltu heimamenn harðlega — töldu að brotið hefði verið á Kerry Dixon. David Platt gerði bæði mörk Aston Villa, 'er liðið vann Crystal Palace 2:1. Úrslit/B6 Staðan/B6 KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Stuttgart gerði góða ferð til Ntimberg Leikmenn mínir eru í góðu formi og ef þeir halda áfram að leika svona þá eigum við möguleika á að berjast um meistaratitilinn'. Það er ekkert eitt lið sem skarar framúr," sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart, sem vann, 2:0, í Heimamenn töpuðu FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi Núrnberg. síðast í Núrnberg 5. nóvember ÍÞRÚmR FOLK ■ BELANOV, landsliðsmaður frá Sovétríkjunum, er ekki byijaður að leika með Mönchengladbach. Hann er meiddur og telja margir að hann hafi verið meiddur þegar hann kom frá Sovétríkj- unum. Leikið hafi verið á forráðamenn Mönchengladbach. Félagið tapaði sínum fimmta leik í röð um helgina. ■ MARIO Barzyk, 19 ára flótta- maður frá A-Þýskalandi, er byij- aður að æfa með Stuttgart. Talið er að hann sé framtíðar miðheiji hjá félaginu. ■ THOMAS Allofs, fyrrum leik- maður hjá Köln, sem gekk til liðs við Strasbourg í Frakklandi, er nú að ræða við forráðamenn Schalke um hugsanleg félaga- skipti. FráJóni Halldóri Garðarssyni. ÍV-Þýskalandi ■ GULLKNETTI, sem Diego Maradona, fyrirliði Argentínu, fékk er hann var kjörinn besti leik- maður HM-keppninnar í Mexíkó 1986, var stolið um helgina úr ör- yggishólfi í Napolí. Átta ræningjar héldu starfsmönnum og viðskipta- vinum banka eins í gíslingu í þijár klukkustundir, meðan þeir hirtu úr 86 hólfum. Ekki hefur verið áætlað hvert verðmaiti ránsfengsins er, en gullknötturinn og fleira sem Mara- dona átti, er metið á a.m.k. fjórar og hálfa miljón ísl. kr. 1988. Stuttgart fékk ekki mikla mót- spymu. Fritz Walter skoraði fyrra markið á 13. mín. og síðan bætti Karl Allgöver öðru marki við í seinni hálfleik. Hann skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Ungir Ieikmenn hjá Bayern, Strunz og Bender skoruðu mörk liðsins, 0:2, gegn St. Pauli í Ham- borg. V-þýski landsliðsmaðurinn Hássler átti stórleik með Köln sem vann, 2:3, í Mannheim. Werder Bremen fór létt með Kaiserslautem, 4:0. Bode skoraði fyrstu tvö mörk- in, en síðan kom Sauer, sem kom inná sem varamaður fyrir hann á tuttugu mín. fyrir leikslok, skoraði hin mörkin. BELGIA Anderlecht áfram í bikarkeppninni Arnór lék mjög vel gegn CS Brugge Frá Bjarna lýlárkússym ÍBelgiu Anderlecht, félag Arnórs Guðjohnsen, tryggði sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar er það sigraði CS Bmgge 1:0 á útivelli. Sig- ui-mark And- erlecht kom á 22. mínútu og var Mark Degrijse þar að verki eftir góðan undirbúning samheija sinna þar á meðal Amórs. Arnór, sem átti mjög góðan leik, fékk tvö góð marktækifæri í seinni hálfleik. í fyrra skiptið lék hann laglega upp vinstri kantinn, lék á tvo vamarleikmenn CS Brúgge, en fast skot hans hafnaði í þverslá. í seinna skiptið varði markvörður Brúgge glæsilega. CS Brúgge skapaði sér nokkur ágæt tækifæri í síðari hálfleik, en markvörður Anderlecht Dew- ilde var vel á verði. Leikur And- erlecht var sérlega góður í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hug- ur leikmann kominn til Barceiona þar sem liðið leikur við heima- menn í seinni leik liðanna í 16-Iiða -úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Anderlecht vann fyrri leikinn í Belgíu, 2:0. Þess má geta að Daninn Michael Laudrup leikur ekki með Barcelona þar sem hann tekur út leikbann. ■ EMILIO Butragueno lék á ný með Real Madrid á Spáni eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla á ökkla. Hann skoraði mark þegar Real Madrid FráAtla lagði Sevilla, 5:2. Hilmarssyni Þá skoraði Rafael á Spáni Martin Vazquez, en hann hafði leikið 20 leiki í röð án þess að skora. ■ BRIAN Laudrup og Ronald Koeman, sem virðast vera komnir í sátt hjá stuðningsmönnum Barc- elona, léku vel í sigurleik, 3:0, gegn Tenerife. ■ JOSIP Skoblar, þjálfari Valla- dolid, var rékinn frá félaginu eftir tap þess, 0:2, gegn Valencia. Sko- blar þessi, sem er frá Júgóslavíu, var rekinn frá Hamburger SV fyr- ir nokkmm ámm. ■ JOHN Aldridge lék ekki með Real Sociedad. Ástæðan fyrir því var að mágur hans, sem var í heim- sókn hjá honum, fékk hjartaáfall og liggur þungt haldinn á sjúkra- húsi. ■ KEVIN Moran kom inn á sem varamaður í sigurleik Gijon gegn Osasuna og virðist vera kominn í sátt við þjálfara liðsins. ■ CHRIS Waddle og Frances- coli skoruðu mörk Marseille, 2:1, gegn París St. Germain í Frakkl- andi. Bordeaux varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Lyon á heimavelli. ■ / Hollandi var leik Feyenoord og Den Haag, sem átti að fara fram án áhorfenda, frestað þar til á morgun. Lögregla óttaðist að stuðningsmenn félaganna myndu reyna að komast inn á völlinn. Ástæðan fyrir því að áhorfendur fá ekki að vera viðstaddir leikinn, erú lætj sem brutust út á heimaleik Feyenoord í ágúst. ■ SVÍINN Mats Magnusson skoraði þijú mörk fyrir Benfica í stórsigri, 5:0, gegn Portimonense í Portúgal. Hann hefur -skorað fjórtán mörk. ■ DIEGO Maradona tryggði Napolí jafntefli, 1:1, gegn Genóa á Ítalíu. Maradona skoraði úr víta- spyrnu á 61 v mín. ■ NAPOLI lék með tíu leikmenn allan seinni hálfleikinn. Brasilíu- maðurinn Alemao var rekinn af leikvelli rétt fyrir leikshié fyrir ljótt brot. ■ SKOSKI landsliðsmaðurinn Richard Gough verður frá keppni í sex vikur þar sem hann kinnbeins- brotnaði í leik með Glasgow Ran- gers gegn Hibs. Gough mun ekki leika heimsmeistaraleik Skota gegn Noregi. „Þetta er blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Andy Roxburgh, landsliðsþjálfari Skotlands. TYRKLAND Atli fékk þijár stjömur Atli Eðvaldsson fékk mjög góða dóma í tyrknesku blöðunum eftir 1:1 leik Genclerbirligi og Sariy- er um helgina. Fyrirliði íslenska landsliðsins fékk þijár stjörnur í öllum blöðum fyrir leik sinn, en hæsta eink'mn er fjórar stjörnur. Atli, sem var í fremstu víglínu og gerði eina mark heimamanna, lék aðeins fyrri hálfleikinn — þjálfarinn óttaðist að meiðslin tækju sig upp og tók enga áhættu. Galatasaray, sem SiegfriecTHeld, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, þjálfar, tapaði 2:1 gegn Altay í Iz- mir, en Held mætir með lið sitt í Ankara í næstu umferð, en þá leik- ur Galatasaray gegn Atla og félög- um. GETRAUNIR: X 1 X X 1 X X X 2 2Xi LOTTO: 6 7 21 33 38 + 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.