Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA FRJALSAR Skofar, írar Wales-búar og íslendingar mæfast í jjúlí í Mosfellsbæ SAMIÐ hefur verið um landskeppni í frjáls- íþróttum milli Skota, íra, Wales-búa og ís- lendinga næsta sumar. Mótið fer fram á hinum nýja velli í Mosfellsbæ dagana 1. og 2. júlí. Agúst Ásgeirsson, formaður Fijálsíþróttasam- bands íslands, sat um helgina ársing Evrópu- sambands fijálsíþróttamanna í Amsterdam og skrifaði þá undir samninga um tvö mót á næsta ári — og munnlegt samkomulag var gert um það þriðja. Á mótinu í Mosfellsbæ verður keppt í öllum greinum karla og kvenna, og verða tveir keppend- ur frá hverri þjóð í grein. Reikna má með að gestir á mótinu verðu um 150. Formaður fijálsíþrótta- sambands Wales hafði að vísu þann fyrirvara að stjórn sambandsins samþykkti samninginn um mótið, en talið er fullvíst að svo verði. Kast- og stökkkeppni Þá var samið við Breta, Spánveija og Belga um landskeppni í köstum og stökkum karla og kvenna. Á því móti, sem fram fer í Grimsby í Englandi 19. ágúst, verða einnig tveir keppendur í grein frá hverri þjóð. Að sögn Ágústs var síðan gert munnlegt sam- komulag um tugþrautakeppni 7. og 8. júlí í Svíþjóð. Þar verða Svíar, Finnar og Eystlendingar auk ís- lendinga. „Færi svo að af því móti yrði ekki ámál- guðum við það við Hollendinga og Belga að kom inn í þeirra tugþrautarkeppni sem fram fer í lok júlí,“ sagði Ágúst. KNATTSPYRNA Hallsteinn til FH 9 Hallsteinn Amarson, miðvörður Víkingsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga til liðs við FH fyrir næsta keppnistímabil. Hallsteinn, sem ér tvítug- ur að aldri, á ættir að rekja til Hafnarfjarðarliðsins — faðir hans er Örn Hallsteinsson, hinn kunni handknatt- leiksmaður í félaginu hér á árum áður. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Logi Ólafsson tekur að öllum líkindum við Víkingsíið- inu í knattspyrnu. Logimeð Vfldnga? LOGI Ólafsson, íþróttakennari, verður mjög líklega næsti þjálf- ari 1. deildarliðs Víkings íknatt- spyrnu. Uppkast hefur verið gert af samningi • og' það ræðst á næstu dögum hvort Logi verður ráðinn. „Það er sterkur líkur á því hann þjálfi liðið,“ sagði Gunnar Órn Kristjánsson, formaður knatt- spymudeildar Víkings, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þetta yrði frumraun Loga með 1. deildarlið karla, en síðastliðin þijú ár hefur hann þjáifað kvenna- lið Vals, sem hefur verið mjög sigur- sælt. Logi starfaði fyrir nokkrum áram sem aðstoðarmaður Inga Björns Albertssonar, er sá síðar- nefndi þjálfaði og lék með FH — en Logi lék með FH á sínum tíma. HANDKNATTLEIKUR Stefnt að Evrópukeppní landsliða veturinn ’91-'92 Samstarfssamningur um Evrópukeppni landsliða í handknattleik, og fleira, var undirritaður á fundi fulltrúa Evrópuþjóða, sem hald- inn var á Kýpur um fyrri helgi. Hugmyndir um Evrópukeppni byggjast á því að leikið verði heima og að heiman í riðlum, og síðan fari fram úrslitakeppni — sem er sama fyrirkomulag og í knattspyrnunni. Stefnt er að keppnin fari fyrst fram veturinn 1991-1992. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Níu leikir á hálfum mánuði gegn háskólaliðum vestra LASLO Nemeth, landsliðsþjálf- ari íkörfuknattleik, hefur valið landsliðshópinn, sem fer til Bandaríkjanna á mánudag og leikur þar níu leiki gegn há- skólaliðum á 14 dögum. Tveir nýliðar eru í hópnum; Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, og Lárus Árnason, KR. Undirbúningur fyrir ferðina hófst í byijun ágúst og hafa æfingar verið nær vikulega síðan. 18 leikmenn vora valdir til æfinga, en sex þeirra hafa helst úr lestinni vegna meiðsla og anna. Eftirtaldir leikmenn fara í ferðina: Guðjón Skúlason............ÍBK Magnús Guðfinnsson.........ÍBK Sigurður Ingimundarson......ÍBK Teitur Örlygsson...........UMFN Friðrik R. Ragnarsson......UMFN Guðmundur Bragason.........UMFG Pálmar Sigurðsson........Haukum ívar Ásgrímsson..........Haukum Jón Arnar Ingvarsson.....Haukum Matthías Matthíasson........Val Páll Kolbeinsson.............KR Láras Árnason.................KR Liðið leikur æfingaleik gegn er- lendu leikmönnunum, sem leika með úrvalsdeildarliðunum, í Keflavík á föstudag. Dennis Mat- ika, þjálfari UMFG, mun stjóma útlendingunum, en bandarískir dómarar, sem starfa á Keflavíkur- flugvelli, sjá um dómgæsluna. UNGMENNAFELAG ISLANDS Hestaíþróttir, golf og fimleikar kvenna á Landsmótinu næsta ár rítugasta og sjötta sam- bandsþing Ungmennafélags íslands fór fram í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þar var ákveðið að taka þrjár nýjar íþróttagreinar inn í Landsmót UMFÍ sem fram fer í Mosfellsbæ næsta sumar. Þar verður í fyrsta sinn, keppt í hesta- íþróttum á vegum íþróttahreyf- ingarinnar. Einnig verður keppt í sveitakeppni í golfi og fimleikum kvenna í fyrsta sinn. Þá verður tekið upp á ný keppni í pönnu- kökubakstri. Gert er ráð fyrir að keppendum á Landsmótinu fjölgi um 300 við þessar nýju íþróttagreinar og má búast við að þátttakendur verði um 3.000. Landmót UFMÍ, sem verður haldið í 20. sinn næsta sumar, er lang stærsti einstaki íþróttaviðburður sem fram fer hér á landi. Jón Arnar Ingvarsson úr Haukum kemur inn í landsliðshópinn ásamt Lárusi Ámasyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.