Morgunblaðið - 10.11.1989, Side 2

Morgunblaðið - 10.11.1989, Side 2
2 d: ' "MDgGUNKCAÐI^: FÖSTI'DA(n:R' IQ.'NÓVE.MBKK 1-989 ogöngum Kannastu við afbrýðisemi? Þessa tilfinningu sem heltekur huga þinn þegar konan þín dansar við annan mann eða maðurinn þinn ræðir um fyrrverandi kærustur. Stundum sprettur afbrýðisemi fram við ólíklegustu tækifæri og að því er virðist af engu tilefni. Það þarf kannski ekki annað en að konunni þinni verði á að segja hve vel henni líki við karlkyns vinnufélaga eða maðurinn heilsi gamalli bekkjarsystur sinni. Að öllum líkindum gerir þú þér fulla grein fyrir því að það er engin ástæða til að vera afbrýðisöm. Þú bara ræður ekki við þig. Tilfinningin nagar að innan þó að þú vitir í rauninni að makinn er ekkert á þeim buxunum að halda framhjá þér.. . eða hvað? Það er einmitt þetta „eða hvað“, ástæðulaus tortryggni sem fylgir stundum afbrýðiseminni. Nýlega var haldinn fyrirlestur í Laugarneskirkju þar sem Grétar Sigurbergsson geðlæknir fjallaði um afbrýðisemi. Undirrituð spurði Grétar um þessa tilfinningu sem svo margir eru að kljást við dags daglega. fbrýðisemi er sterkasta ástarjátn- ing sem hægt er að hugsa sér og undir venjulegum kringum- stæðum er afbrýðisemi fullkom- lega eðlileg og í rauninni nauð- synleg tilfinning,“ segir Grétar. „Afbrýðisemi verður til þegar manni finnst sá sem maður elsk- ar hafna sér og taka ánnan fram yfir. Á hinn bóginn,1' segir Grétar „eru geðlæknar ekki að fást við afbrýðisemi á meðan hún er inn- an éðlilegra marka. Það er þegar fólk er haldið sjúklegri afbrýði- semi að við höfum eitthvað af henni að segja. Þá er afbrýðisem- in orðin að vandamáli þannig að hún veldur þeim sem haldinn er henni ómældum þjáningum svo og makanum og fjölskyldunni. Oft eru þessir einstaklingar með- vitaðir um að þeir eru haldnir sjúklegri þráhyggju á þessu sviði en geta þó engu þar um breytt." Sjúkleg afbrýðisemi er algeng Eru svona tilfelli mjög algeng? „Já, það er óneitanlega mikið um slík dæmi og líklega eru karl- menn í meirihluta. í og með er það kannski vegna þess að sjúk- leg afbrýðisemi tengist oft of- neyslu áfengis, drykkjusýki og ofbeldi, en hvort tveggja er al- gengara hjá körlum en konum. Afbrýðisemi er hinsvegar ekki eina tilfinningin sem getur verið sjúkleg hjá fólki. Sambandið milli eðlilegrar afbrýðisemi og sjúk- legrar er sambærilegt við ýmsar aðrar eðlilegar tilfinningar sem bjagast af ýmsum ástæðum. Þetta á við sorg sem verður sjúk- leg, ást sem breytist í sjúklega ást, kvíða sem verður að fælni eða þunglyndi sem verður að geðlægð." Orsaka oft að leita í bernsku En hversvegna verður afbrýðl- semi sjúkleg? „Eiginlega má segja að undir- rótin að sjúklegri afbrýðisemi liggi í frumbernsku þ.e.a.s. þá hefur eitthvað farið úrskeiðis þegar persónuleiki viðkomandi var á mótunarskeiði. Oftast eru það þá a.tvik í sambandi móður og barns og í tengslum við föð- ur, þá atburðir sem hafa valdið því að barnið upplifir höfnun og þar með öryggisl.eysi. Það leiðir af sér lágt sjálfsmat, sem oftast’ tengist sjúklegri afbrýðisemi síðar á ævinni." Grétar nefnir dæmi þessu til stuðnings og bendir á að þessi að- staða kunni til dæmis að koma upp þegar fóstur- faðir komi á heimili og syninum finnist móðirin taka þann mann framyfir sig. Þá kann sama að henda þegar nýtt barn fæðist og það fær að mati eldra barnsins meiri athygli. Þá fær barnið það á tilfinninguna að foreldrunum finnist það barn betra. „Ef rangt er tekið á eðlilegri afbrýði- semi lítils barns, það skammað, sett í pössun ef það verður erfitt eða beitt barsmíðum, geta afleiðingarnar verkð þær að þarnið er allt lífið að súpa seyðið af viðbrögð- um foreldranna. Ég held að foreldrar geri sér oft ekki grein fyrir því hversu þýðingarmikil fyrstu árin eru í lífi barnsins og hve lítið þarf í raun til að skemma fyrstu fimm árin þegar persónuleiki þarnsins er í mótun. Foreldrar gera sér tíðum ekki grein fyrir ástandinu. Margt getur orðið til þess að lækka sjálfsmat þarns. Það kann að hafa verið óvelkomið, móðirin þunglynd eftirfæðingu eða barn- ið orsök þess að hjón halda sam- an í óþolandi hjónabandi. Ástæð- urnar eru óteljandi en allar tengj- ast þær höfnun. Barn sem alltaf er verið að setja ofan í við og hlýtur sjaldan hrós hefur lágt sjálfsmat." Grétar segir að það sé mikill vandi að ala upp börn og áríð- andi að leggja sig fram við upp- eldið. „Það má kannski líkja barninu við tölvu og segja að fyrstu fimm árin fari í að forrita þessa „tölvu". Síðar á ævinni stýrir þetta „for- rit“ hegðun einstaklingsins til dæmis í tengslum við hið gagn- stæða kyn. Allar misþyrmingar á börnum, andlégar og líkamlegar koma til með að fylgja barninu síðar í lífinu. Ég horfi iðulega upp á stórkostleg mistök í uppeldinu og mér finnst ég alltaf vera að sjá það betur og betur í starfi mínu hve illa er farið með böm á íslandi. Hinsvegar má alls ekki gleyma að alvarlegustu geðsjúkdómarnir eru fyrst og fremst arfgengir þótt uppeldi og atlæti í bernsku hafi sennilega einnig áhrif, a.m.k. hvað sum einkenni þessara sjúk- dóma varðar. Viðkvæmni í per- sónuleika til dæmis gagnvart höfnun má hinsvegar oftast tengja uppeldinu." Afbrýði er ástarjátning Hvenær er afbrýðisemi innan eðlilegra marka? „í flestum tilfellum er afbrýði- semi eðlileg tilfinning sem sprettur af ást. Þrátt fyrir það að stundum virðist afbrýði hat- ursfull tilfinning verður að vera til ást svo að til verði afbrýði. Þættir sem ýta undir afbrýðisemi Ef eitthvað hefurfarið úrskeið- is í bernsku er komin viss brot- alöm sem getur komið í Ijós þeg- ar einstaklingurinn stofnar til samskipta við hitt kynið. Þetta getur til dæmis komið fram í óeðlilegri afbrýðisemi eða því sem sjaldgæfara er, óeðlilegum skorti á afbrýðisemi. Sumir kunna að vera í ham- ingjusömu hjónabandi án tiltak- anlegra vandamála í sambandi við afbrýði, — jafnvel í tugi ára. Þá kunna kringumstæður að breytast og koma af stað af- brýðisemi. Þetta kann að vera ýmislegt, drykkjuskapur eða önn- ur veikindi líkamleg eða andleg. Áfengissjúklingurinn kallar á höfnun makans í kynlífi. Það á sér sínar ástæður því hann verð- urtil að mynda sjálfmiðaður, eig- ingjarn, ábyrgðarlaus, stundum illa lyktandi og ekki sjaldan of- beldishneigður og þar með lítt 'aðlaðandi rekkjunautur. Annað sem oft fylgir drykkjusýki er getu- leysi. Samfara því gerir vart við sig minnimáttarkennd og van- traust og gjarnan grunsemdir um framhjáhald makans. Allt sem grefur undan sjálfsmati, sjálfs- virðingu og sjálfstrausti, getur komið af stað óeðlilegri og stund- um sjúklegri afbrýðisemi. Þetta á sérstaklega við um menn sem hafa lélegt sjálfsmat fyrir. Það getur verið að karlmaður verði undir í samkeppni á vinnustað og hann finni til höfnunar. Það kann að brjótast út í afbrýði ef einstaklingur lendir í til dæmis gjaldþroti eða fær líkamlega eða andlega sjúkdóma sem kippa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.