Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989 B 5 MYND af augnabliki Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag. A sýningunni eru málverH og teikningar og er hún haldin í til- efhi af því að Jóhanna var valin borgarlistamaður haustið 1988, til eins árs, og er því tímabili nýlokið. Jóhanna segist líta á þessa sýningu sem þakklætisvott fyrir starfslaunin og þessvegna sé ókeypis inn á sýninguna og allir velkomnir. Ég spurði hana hvort hún hefði notað árið til að dvelja erlendis við vinnu, eða hvort verkin væru unnin hér heima. Þau eru öll unnin hér heima," segir Jóhanna. „Það hefur verið mér mjög mikilvægt að vera á íslandi þennan tíma og nýta þá orku sem ég fæ úr íslensku landslagi. Árið þar á undan var ég mikið á flakki. Eg fór meðal annars til Indlands, og sú ferð hafði mikil áhrif á mjg. En þótt maður verði fyrir sterkum áhrifum einhvers staðar og finni að maður verði að vinna úr þeim áhrif- um, þurfa þau að fá að veltast og meltast og maður gerir ótal tilraunir áður en það fer að taka á sig rétta mynd." — Hvað á Indlandi hafði áhrif á Þig?, „Ég held það hafi fyrst og fremst verið mannlífið þar. Að koma í þriðja heims land þar sem lífsskilyrði eru syo gjörólík því sem við á Vesturlönd- um búum við. Þetta er eins og að stíga inn í annan heim, en finna samt að þetta er líka minn heimur. Það eru ýmsar spurningar sem ekki hafa látið mig í friði síðan. Svo eru það litirnir. Maður verður fyrir áhrifum af nýjum litum og öllu mögulegu í umhverfinu. Ég held að í mér togist á löngun- in til að kynnast betur og tjá það sem ég skynja úr mannlífinu úti í hinum stóra heimi og áhrifin úr okk- Rætt við Jóhönnu Bogadóf tur myndlistarmann ar eigin náttúru með átökum höfuð- skepnanna. Eg held líka að þessar andstæður geti falist í sömu myndinni, að minnsta kosti eins og mér er eigin- legt að vinna. Mynd er aldrei hægt að skýra með orðum og ég get ekki verið meðvituð um það — í orðum — hvað í rauninni býr að baki. Mynd- málið er sérstakt mál, sem verður ekki þýtt yfir á annað mál. En ég held að í myndmálinu geti birst hinar stóru spurningar tilver- unnar, sem við finnum aldrei svör við." — Er vinna myndlistarmanns þá leit sem getur ekki tekið enda? „Já, mér finnst það og þannig hljóti það að halda áfram að vera — alltaf. I hvert skipti tekur leitin á sig nýtt form, eins og tilraun til að festa, litum og formi, mynd af augna- bliki." — Ertu að tala um tilgang, þegar þú segir myndlistarmenn stöðugt vera að leita svara við stóru spurn- ingunum? „Við hljótum að fmna einhvern tilgang, fyrst við gerum eitthvað. Maður gæti ekki gert neinar myndir nema með því að finna einhvern til- gang, þótt við finnum hann aldrei endanlega. Við skynjum hann og hver mynd er barátta við að halda í þann tilgang. Einn tilgangurinn er að veita vissri þörf útrás; þörf fyrir að tjá sig með litum og formum og það er mikil gæfa að fást við aðalá- hugamálið í fullu starfi." ssv A leió út af myndfletinum Myndlistarkonan Sossa sýnir þessa dagana grafíkverk í Gallerí Borg við Austurstræti. Sossa er alin upp í Keflavík, þar sem hún stundaði grunnskólanám og vann ýmis störf uns hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum haustið 1977 og útskrifaðist 1979. Það sumar sigldi hún til Kaupmannahafhar, þar sem hún innritaðist í Skolen for Brugskunst og útskrifaðist þaðan, frá teikni- og grafik- deild, árið 1984. Eftir það lá leiðin heim til íslands, alla Ieið norður á Sauðárkrók, þar sem hún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni síðan. Á Sauðárkróki er Sossa með verkstæði ásamt öðrum listamönnum og kalla þau verkstæðið Gránu, en hér áður fyrr voru þetta kaup- félagsskrifstofur héraðsins. Auk þess hefur Sossa bæði kennt í grunn- skólanum og fjölbrautaskólanum. ^"^B verkstæðinuhefégverið g I að þróa þá grafíktækni f H sem ég er að sýna í f 1 Gallerí Borg," segir •^ ^^Sossa. „Það er svokölluð þurrnálartækni. Tæknin felst í því að maður rispar kopar- og álplötur með stálnál og það kemur aldrei neinn vökvi inn í vinnuna. Ég þrykki myndirnar tvisvar og í seinna skiptið kemur liturinn inn í þær. Ég vinn aldrei .fleiri en tólf eintök af hverri mynd, vegna þess, að í hvert skipti sem maður þrykkir eyðist platan og svo finnst mér markaðurinn hér ekki nógu stór. Það er svo leiðinlegt ef allir eiga sömu myndirnar." Myndirnar þínar eru flestar af konum. Ertu á hinni svokölluðu „kvennalínu?" „Það má alveg segja það. Ég er mjög hrifin af konunni — og ábyggi- lega sjálfri mér líka — sem formi. Mér finnst konur segja mjög mikið, bæði með hreyfingum og fasi. Það er ég að reyna að túlka. Karlar tjá sig vissulega með líkamanum líka, en það er miklu meira áberandi hvað ¦ konur nota líkamann sem tjáningar- tæki. Það sem vakir þó fyrir mér í mynd, er að fá hreyfingu í flötinn. Ég er ánægðust ef mér finnst fígúr- urnar vera á leiðinni út af mynd- fletinum. Annars er ég ofboðslega upptekin af fólki. Mér líður mjög vel innan um margt fólk. Það er kannski Jwerstæða í því að búa á Króknum. Eg þarf því allt- af að koma suður öðru hverju til að anda að mér mengun og fólki. Svo er ég óttalega forvitin og geri mig stundum að fífli. Einu sinni, sem oftar, var ég í Reykjavík, fór með fannst ég var á Strikinu í Kaup- mannahöfn og var viss um að þarna væri látbragðsleikari eða einhver listamaður með uppákomu og ruddist inn í þvöguna. Fólk var fyrst fast fyrir, en ég var svo áköf að ég ýtti því til hliðar og komst inn að miðju. Þá var þetta leiðsögumaður með hóp af útlendingum og var að skipta gjaldeyri." Hvernig geturðu búið á svona fá- mennum stað, ef þú hefur svona gaman að fólksmergð? „Það er forvitnin," svarar Sossa og hlær. „Þar get ég fyigst með öllu. Það fer ekkert framhjá rhér." En einangrastu ekki dálítið sem listamaður? „Nei, nei. Það eru auðvitað vissir hlutir semmaðurmissiraf, eneflaust gera Reykvíkingar það líka. Ég kem oft suður, sérstaklega ef það er eitt- hvað sem mig langar að sjá eða strætó upp á Hlemm og ákvað að labba þaðan, niður Laugaveg, og skoða fólk. Þegar ég er rétt lögð af stað, sé ég margt fólk í þvögu. Mér heyra. Þetta er ekki svo langt að fara. En þótt maður missi af ein- hverju, þá hefur það vissa kosti að búa á Króknum. Maður verður aldrei Myndlistarkonan Sossa með sýningu í Gallerí Borg samdauna umræðunni og klíkunum sem eru í Reykjavík. Það gefur manni meira svigrúm til að vinna mark- visst, því maður er ekki í daglegum samanburði vegna alls þess sem hér er að gerast og umræðunni um það." Svo er það tíminn. Það verður svo miklu meira úr hohum úti á landi. Það er eins og takturinn sem stjórn- ar mannshraðanum sé miklu hæg- ari, þannig að tíminn vinnur með manni. Þarna hef ég aldrei áhyggjur af krökkunum. Þetta eru engar vega- lengdir og svosem engin umferð. Allt sem maður þarf að gera í kring- um heimilið tekur styttri tíma. Fyrst eftir að ég kom á Krókinn voru það þessir hlutir sem pirruðu mig mest. Hugsaðu þér, við heims- borgararnir frá Kaupmannahöfn að koma í fásinnið og allir vinirnir með miklar áhyggjur af því að við værum þarna. í dag er hljóðið í þeim dálítið annað og þeir virkilega öfunda okk- ur, þegar þeir eru að koma í heim- sókn, kúguppgefnir af hraða og streitu. Ég og fjölskyldan vorum tiltölu- lega fljót að aðlagast lífinu á Krókn- um, okkur líður vel þar og okkur leið vel í Kaupmannahöfn. Ég held að þetta sé alltaf spurning um val. Maður getur kosið að horfa annað- hvort á kostina — eða gallana, hvar sem maður er. Og hvað heldurðu að við séum einangruð. í Gránu eru fleiri listamenn; tveir myndlistar- menn, einn tónlistarmaður með hljóð- ver og einn gullsmiður. Auðvitað ræðum við mikið um listina og lífið. Svo kemur fólk mikið til að spjalla við okkur — bara aðrir bæjarþúar. Og kannski er það nákvæmlega það sem skiptir máli — að einangrast ekki frá því samfélagi sem maður lifír í." ssv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.