Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 The Myntet Chamberorchestro Anders Lougin Indversk hrisgrjón eða smjör með smjöri? Það er lán ungra tónskálda á Norðurlönd- 'Unum að á hverju hausti skuli vera haldin sérstök hátíð þeim til heiðurs. Hún ber hei- tið „Ung Nordisk Musik“ enda er þar nær eingöngu flutt tónlist eftir norræn tónskáld yngri en þrítug. Þjóðirnar skiptast á um að halda hátíðina og að þessu sinni kom það í hlut Svía að bjóða nágrönnum sínum heim. Þótt þessi árlegi fundur norrænna tón- skálda fari ekki hátt í heimspressunni er hann samt afar þýðingarmikill þeim sem hann sækja. Tónlistarfólk hvaðanæva frá Norðurlöndum drífur þangað að og þann stutta tíma sem hátíðin stendur yfir er hún sem sjóðandi grautarpottur: ólíkar skoðanir eru látnar í ljósi, hugmyndir hrannast upp, ný verk fæðast, vinabönd treystast og ókunn- ar leiðir opnast. Merki hótíöarinnar. s vJ ex íslensk tónskáld voru valin til fararinnar: Hróðm- . ar Ingi Sigurbjömsson, I Eiríkur Örn Pálsson, Gunn- steinn Ólafsson, Haukur Tómasson, Eyþór Arnaids og Atli Ingólfsson. í föruneyti þeirra vom þrír hljóðfæraleikarar, þau Örn Magnússon, píanóleikari, Hildigunn- ur Halldórsdóttir, fiðluleikari, og Bryndís Gylfadóttir, sellóleikari, öll á aldur við tónskáldin. Auk þeirra dvaldi Ríkharður H. Friðriksson, for- maður íslensku undirbúningsnefnd- arinnar, einnig eystra og sá um að sínum mönnum yrði ekkert að van- búnaði. Hátíðin hefst í brugghúsi Þeir sem áður hafa sótt hátíðir ' af þessu tagi eiga því að venjast að fyrstu tónleikarnir séu haldnir með viðhöfn í einu af merkari tónlistar- húsum gestgjafanna. Því kom ákvörðun sænsku undirbúnings- nefndarinnar nokkuð á óvart þegar öllu liðinu var stefnt á tónleika i lítilli skonsu í Múnehenar-brugghúsinu svonefnda, kvöldið sem hátíðin hófst. Öm Magnússon flutti þar „Tilbrigði fyrir píanó“ eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson en hann tók nú í síðasta skipti þátt í UNM-hátíðinni fyrir „aldurs sakir“. Tilbrigðin vom skemmtilega leikin af Emi og Iétu menn vel af verkinu. Nokkurra von- brigða gætti hinsvegar með önnur verk á tónleikunum, t.d. tónsmíð fyr- ir einleiksfiðlu eftir Finnann Kimmo Hakola sem hann nefnir „A meme les échos“. Hann átti frábæran strengjakvartett á hátíðinnv Árósum fyrir þremur ámm en nú var sem hann væri öllum heillum horfinn. Lánið lék heldur ekki við þá sem undirbjuggu hátíðina. Sænski tón- fræðingurinn Bo Waller átti að stjórna umræðum um verkin á há- tíðinni en skömmu fyrir komu gest- anna var hann lagður inn á sjúkra- hús og sást aldrei meðan á dvöl þeirra stóð. Ýmislegt annað fór úr skorðum sökum veikinda og fengu nokkur tónskáld ekki verk sín flutt af þeim sökum. Argentínska tón- skáldið Mariano Aitkin hljóp í skarð- ið fyrir Bo og sagði undan og ofan af suður-amerískri tónlist. Þá kynntu ung tónskáld frá Eistlandi verk eftir sig sjálf og þótti það skemmtileg nýlunda að kynnast tónsköpun í Eystrasaltslöndunum. Eins og við eftir Gunnstein Ólnfsson mátti búast vom verk þeirra Eist- lendinga heldur hefðbundin en sum hver samt prýðilega skrifuð. Tón- skáldin kváðust ekki vilja fylgja „framúrstefnu" í tónsmíðum sínum heldur leitast við „að vera heiðarleg gagnvart sjálfum sér“. Þetta er vit- anlega gott og blessað svo langt sem það nær en stílbrögðin má þó trúlega frekar rekja til einangmnar og ókunnugleika á sviði nútímatónlistar en sérstakra heimspekilegra við- horfa. Sagtf ró UNM-hátíðinni í Stokkhólmi dagana 23.-28. október sl. Emmanuel Nunes Indjánar í Amazón Þrátt fyrir að íslendingar hafi verið iðnir við að semja fyrir kóra áttu þeir ekkert verk á tónleikum sem Kammerkór Tónlistarháskólans gekkst fyrir í skólanum. Kórinn flutti þar m.a. „La Ceremonie du Kuarup" eftir Norðmaftninn Peter Tornquist þar sem hann reynir að vekja tilfinn- ingu fyrir trúarathöfnum Kuarap- indjána í frumskógum Amazón. (Þess má geta að tónskáldið er fætt í Brasilíu.) Sumir létu í ljós ánægju með þetta verk en aðrir bentu á að Norðmenn — og Svíar jafnvel líka — þyrftu sífellt að leita uppi fjarskyld fyrirbæri hinum megirí á hnettinum til þess að koma einni nótu á blað. Væri serimónía Péturs skólabókar- dæmi um þessháttar vinnubrögð. Hljómsveit Tónlistarháskólans lét heldur ekki sitt eftir liggja á hátíð- inni og flutti nokkur hljómsveitar- verk á sérstökum tónleikum á sama stað í skólanum. Hún lék hljómsveit- arverkið „Terta“ eftir Eyþór Arnalds undir stjórn Gary Berkson og gerði það prýðilega. Þá lék hún athyglis- verðan „Ástarsöng" (Lovesong) fyrir selló, gítar og hljómsveit eftir Dan- ann Sven Hvidtfeld Nielsen, en hann kvaddi nú UNM-hátíðina eftir margra ára forystu fyrir hönd dönsku tónskáldanna. Annað ágætt verk á tónleikunum var hljómsveitarverk kennt við gríska guðinn Janus eftir Norðmanninn Edvin Ostergaard. Bryndís í beinni útsendingu Á miðri hátíðinni vom haldnir tvennir tónleikar í Menningarhöll Stokkhólms (Kulturhuset) og vom þrjú íslensk verk fluti á þessum tón- leikum, tvö á þeim fyrri en. eitt á þeim síðari. Fyrst í röðinni var „Triptych for trio“ eftir Eirík Öm Pálsson. („Triptych" táknar þrískipta altaristöflu.) Þrjár sænskar stúlkur sáu um flutninginn og var hann held- ur daufur. Hildigunnur Halldórsdótt- ir vann hins vegar hug og hjörtu áheyrenda með afbragðs frammi- stöðu þegar hún íék „Chaque pas“ eða „Sérhvert skref“ fyrir einleiks- fiðlu eftir Gunnstein Olafsson. Þá var Bryndís Gylfadóttur klappað lof í lófa þegar hún flutti „Eter“ fyrir einleiksselló eftir Hauk Tómasson í beinni útsendingu í sænska útvarp- inu á síðari tónleikunum. Létu marg- ir að því liggja að „Ether“ hefði ver- ið meðal albestu verka á hátíðinni. Tónlistardögum norrænna tón- skálda í Stokkhólmi lauk með kamm- ertónleikum í sænska útvarpinu. Þar var m.a. flutt Millispil eftir Atla Ing- ólfsson og sá Myntet-kammersveitin um flutninginn undir stjóm sænska slagverksleikarans og stjórnandans Anders Lougin. Verkinu var mjög vel fagnað og þótti fjöður í hatt íslensku þátttakendanna. Einnig ber að geta tónverksíns „Mortvez" eftir mjög ungt og efnilegt danskt tón- skáld, Martin Palsmar. Hann er að- eins 19 ára en hefur þegar til að bera óvenju þroskaða sköpunargáfu. Martin er líklegur til þess að verða kunnasta tónskáld Norðurlanda þeg- ar fram líða stundir. Kvöldverður með Emmanuel Nunes Sá háttur hefur jafnan verið hafð- ur á að bjóða kunnu tónskáldi á UNM til fyrirlestrahalds og kynningar á vérkum sínum. Svíar buðu portú- galska tónskáldinu Emmanuel Nunes að vera gestur hennar að þessu sinni. Tónskáldið flutti tvo fyrirlestra um nútímatónsmíðar sem hvor um sig þóttu mjög merkilegir. Á lokatónleik- unum var jafnframt flutt kammer- verk eftir hann sem ber heitið „Om- ens 11“ og vakti það verðskuldaða athygli. Emmanúel er 48 ára, búsett- ur í Þýskalandi en starfar jafnframt í París þar sem hann stundaði áður nám. Islensku þátttakendunum þótti mikið til meistarans koma og buðu honum út að borða síðasta kvöld hátíðarinnar. Þar var haldið áfram spjalli yfir indverskum hrísgijóna- réttum um form og flækjur í tónsmíð- um og ekki tekið annað í mál en að öll merkustu verk tónskáldsins yrðu flutt innan tíðar á íslandi. Þegar á heildina er litið tókst UNM-hátíðin í Stokkhólmi ágætlega, a.m.k. gátu íslensku tónskáldin vel við unað. Þau fengu öll verk sín flutt og yfirleitt vora þau mjög vel leikin. Hlutlausir aðilar sem fylgdust með hátíðinni sögðu reyndar að finnsku og íslensku verkin hefðu skarað framúr án þess að hér skuli nokkurt mat á það lagt. Finnarnir vom óvenju fáliðaðir á þessari hátíð og sum bestu tónskálda þeirra af yngri kynslóðinni eins og Jukka Koskinen og Ari Vakk- ileinen létu ekki sjá sig. Danir sýndu góða spretti inn á milli og virðast vera í sókn. Norðmenn vöktu hins vegar enga sérstaka athygli í Stokk- hólmi — svo ekki sé minnst á gest- gjafana, sem áttu langflest verkin á hátíðinni og þau langiélegustu. Það er með ólíkindum hvað Svíar em illa á vegi staddir í tónsköpun sinni — eins og einn þeirra lýsir reyndar best Gary Berkson sjálfur í efnisskrá: „í verki mínu fékkst ég við mismunandi stíl innan ákveðins stíls.“ (This composition is a study of the personal styles within a personal style.) Var nema von að sumir teldu sænska tónlist ekki nema smjör með smjöri? ' Að ári verður UNM haldið í Hels- inki og hafa Finnar þegar kynnt helstu drög að hátíðinni. Síðast þeg- ar hátíðin kom í þeirra hlut gleymdi þessi mesta tónlistarþjóð Norður- landa að halda hana en nú hafa þeir lofað bót og betmn og stefnir allt í að næsta UNM-hátíð verði ein hin veglegasta frá upphafi. íslensk tón- skáld eru hér með hvött til þess að láta hendur standa fram úr ermum og senda inn verk hið fyrsta.' Til mikils er að vinna. ELAAC 1989 Stórar samsýningar myndlist- argallería eru orðinn árlegur viðburður í fjöldamörgum lönd- um. Vafalítið eru „Kunstmesse" í Köln í Þýskalandi og Art Basel í Sviss þekktustu fyrirbærin af þessari gerð sýninga, og um leið fyrirmynd samskonar sýninga annarra landa. Kanadamenn eiga einnig sína „listamessu", sem hefur verið haldin hér í Montreal árlega undan- farin þijú ár, en þó í mikið smærri mælikvarða en fyrir- myndin í Köln. AGACM, sem er heiti á samtök- um galiería í Montreal sem sýna samtímalist, stendur fyrir þessari sýningu og voru eingöngu gallerí úr borginni sem þátt tóku í sýning- Verk eftir Jean-Pierre Morin, hjú galerie d'art Lavalin. Ljósmynd/S.Harðar Úr Coup de Coeur, „Body trou- bles", verk eftir Lyn Carter. unni ef undan er skilið eitt gallerí frá borgjnni Quebec. Samtökin voru stofnuð í janúar 1985, og er mark- mið þeirra að efla og hvetja sam- timalist. Meðal verkefna þeirra er ELAAC-sýningin og ETC Montreal, sem er tímarit um samtímalist, gef- ið út af AGACM. Samtökin eru einnig að koma á fót miðstöð til að meta listaverk sem bæði almenn- ingur og stofnanir hafa aðgang að. Sýning þessi er heilmikið fyrirtæki og hefði ekki orðið að veruleika ef ekki hefði komið til ríflegur ríkis- styrkur. Galleríeigandinn John Daniel sem er einn af framkvöðlum þess- ara samtaka kvað þessa sýningu mjög mikilyæga fyrir myndlistarlíf borgarinnar og að forráðamenn sýningarinnar bindu vonir við að sýningin ætti eftir að vaxa að um- svifum á komandi árum og ná til gallería frá öllu landinu og jafnvel til erlendra gallería. Annað markmið AGACM með þessari samsýningu var að styrkja stofnun geðveikra með tveimur sér- • stökum verkefnum. Hið fyrra er »»* liftltllil Ítt ilU £4iU lit I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.