Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 4
Veflist á Kjarvalsstöáum Langar að vinna verk inn í ákveðió umhverfi Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir veflistakona opnar sína aðra einkasýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Ingibjörg hefur unnið sem veflistakona firá því hún lauk framhaldsnámi frá Hochschiile fiir angervante kunst í Vín í Austurríki árið 1979. Hún hefúr tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis, en fyrstu einka- sýningu sína hélt hún á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Ingibjörg Styrgerður hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1967 þá tæplega tvítug og tilheyrir því hinni margfrægu ’68 kynslóð. Hún segir þessi fyrstu námsár sín hafa verið heldur misheppnuð. „Það var sífellt verið að setja manni pólitískar skorður," segir Ingibjörg. „Og varla tekið mark á manni nema verkin væru pólitísk. Ég hafði aftur á móti meiri áhuga á formfræði en pólitík. Kvennahreyfingin er það sem helst hefur haft áhrif á mig á þann hátt, að hún hefur gert mig ákveðnari í því sem ég hef ætlað mér og gefið mér visst hugrekki. Ég kom sundurtætt út úr skólan- um og það var fyrir algjöra tilviljun að ég hélt áfram námi í Austurríki. Þar mætti mér allt annað viðhorf. Það var tekið vel á móti mér og ekkert verið að djöflast í að breyta mér eða skella mér inn í einhvern ákveðinn kór. Heldur var mér leyft, undir miklum aga, að fara sóló. Það var mitt lán að lenda þar. Fyrstu tvö árin í Vín var ég í námi hjá prófessor Herbert Tasquil og hjá honum tók ég akademíska námið upp á nýtt og snerti ekki vefinn fyrsta árið. Ég notaði tímann til að jafna mig og byrjaði síðan smám saman í formfræðinni á með- an ég var hjá Tasquil og hélt því áfram þegar ég fór í Meisterklasse til prófessors Margarete Rader- Soulek." Ingibjörg hrósar skólanum þar sem hún segist hafa notið leiðsagnar o g aðstoðar góðramanna.„Eitt af því sem ég gerði í skólanum var að láta smíða fyrir mig módel af kirkju einni hér á íslandi, sem ég síðan hannaði inni í allar skreytingar. Ég fékk mikið út úr því þó ég hefði kannski getað valið mér skynsamlegri bygg- ingu. En ég hef mjög gaman af að vinna verk inn í ákveðið umhverfi og dreymir um að geta unnið meira þannig. Ég fékk reyndar tækifæri til þess á síðasta ári þegar ég var beðin um að gera tillögur að verki fyrir Bændaskólann á Hvanneyri í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Það voru tveir listamenn fengnir til að gera tiliögur og vinna það sem valið var. Ég var mjög ánægð með að fá þetta tækifæri og hafði afskaplega gaman af að vinna þetta verkefni. Eg lét gera fyrir mig sérstakt band úr ull frá Hvanneýri, sem var unnið að minni ósk og ég fékk að fylgjast með vinnslunni frá því ullin var tek- in og þvegin og þar til bandið var litað. Verkið var síðan sett upp á Hvanneyri í júní í sumar. Mér finnst miklu eðlilegra að lista- menn séu fengnir tii að gera verk Ingibjörg Styrgerður. fyrir það umhverfi sem það á að vera í, heldur en verið sé að leita eftir verki sem passar. Ég myndi gjama vilja halda áfram að vinna á þennan hátt og jafnvel með arkitekt við að fullmóta eitthvert ákveðið umhverfi.“ Verkið sem Ingibjörg gerði fyrir Bændaskólann á Hvanneyri er heilir tíu metrar á lengd, en þau sem hún sýnir á Kjarvalsstöðum eru öllu minni. „Fram að þessu hef ég ekki lagt í það að vefa mjög stór verk,“ segir Ingibjörg. „En draumurinn er samt að gera stór verk því ég naut mín virkilegá í þessu verki á Hvann- eyri.“ Hún virðist ekki ætla að láta sitja við orðin tóm því hún er þegar búin að gera módel af seríu af stór- um verkum. „Þegar ég hélt síðustu sýningu var ég þegar komin með frumdrögin að þessari og það er svipað ástatt hjá mér núna. Ég er komin með fullmótuð drög að ann- Veflistakonan Ingibjörg Styrgeröur arri sýningu, þar sem ég stefni á að vefa lengri og stærri stykki.“ Ingibjörg byijar alltaf á því að gera módel af verkunum sem hún ætlar að vefa, en fyrstu árin eftir að hún lauk námi gerði hún lítið annað. „Þá átti ég ekki fyrir efni í teppin og óf því varla neitt nema eitthvað stæði til.“ En hvaða efni notar hún í vefnað- inn? „Ullin er það eina sem við höf- um. Því hér er enginn sem ræktar hör. Ég veit þó um mann sem hefur gert það, en af einhveijum ástæðum hefur því ekki verið haldið áfram. Það væri skemmtilegt að geta bland- að þessu tvennu saman. Svo hefur líka hvarflað að mér að það væri gaman að vefa úr vír, en ég hef ekki ennþá látið verða af því. Annars finnst mér ekkert að því að vefa úr ullinni. Það er alltof ein- kennandi fyrir ókkar tíma þessi stöð- uga leit að nýjungum. Menn eru allt- af að skipta um ham til að teljast gjaldgengir." Sýning Ingibjargar Styrgerðar verður í austur forsal Kjarvalsstaða og stendur til sunnudagsins 3. des- ember. Þegar henni lýkur tekur við hjá Ingibjörgu undirbúningur fyrir sýningu í Vínarborg. „Ég fékk boð um að koma til Vínar á næsta ári og sýna í galleríi sem einn stærsti banki landsins rekur þar. Og einnig að velja yfírlit verka úr íslenskri samtímamyndlist á sýninguna. Ég hef ekki haft neinn tíma til að Hugsa um þetta ennþá vegna undirbúnings fyrir þessa sýningu, en verð að hella mér út í það um leið og henni Iýkur.“ MEO Morgunblaðið/Þorkell MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989 Verkið sem Ingibjörg óf fyrir Bændoskólann ó Hvanneyri. Líklega fylgir þetta land manni Hvert sem maður fer Myndlistarkonan Sossa með sýningu í Gallerí Borg samdauna umræðunni og kh'kunum sem eru í Reykjavík. Það gefur manni meira svigrúm til að vinna mark- visst, því maður er ekki í daglegum samanburði vegna alls þess sem hér er að gerast og umræðunni um það.“ Svo er það tíminn. Það verður svo miklu meira úr honum úti á landi. Það er eins og takturinn sem stjórn- ar mannshraðanum sé miklu hæg- ari, þannig að tíminn vinnur með manni. Þarna hef ég aldrei áhyggjur af krökkunum. Þetta eru engar vega- lengdir og svosem engin umferð. Allt sem maður þarf að gera í kring- um heimilið tekur styttri tíma. Fyrst eftir að ég kom á Krókinn voru það þessir hlutir sem pin-uðu mig mest. Hugsaðu þér, við heims- borgararnir frá Kaupmannahöfn að koma í fásinnið og allir vinirnir með miklar áhyggjur af því að við værum þarna. í dag er hljóðið í þeim dálítið annað og þeir virkilega öfunda okk- ur, þegar þeir eru að koma í heim- sókn, kúguppgefnir af hraða og streitu. Ég og flölskyldan vorum tiltölu- lega fljót að aðlagast lífinu á Krókn- um, okkur líður vel þar og okkur leið vel í Kaupmannahöfn. Ég held að þetta sé alltaf spuming um val. Maður getur kosið að horfa annað- hvort á kostina — eða gallana, hvar sem maður er. Og hvað heldurðu að við séum einangruð. í Gránu eru fleiri listamenn; tveir myndlistar- menn, einn tónlistarmaður með hljóð- ver og einn gullsmiður. Auðvitað ræðum við mikið um listina og lífið. Svo kemur fólk mikið til að spjalla við okkur — bara aðrir bæjarþúar. Og kannski er það nákvæmlega það sem skiptir máli — að einangrast ekki frá því samfélagi sem maður lifir í.“ ssv í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi verður í dag opnuð sýning á verkum eftir myndlistarmanninn Ragnar Lár. Á sýningunni verða vatnslitamyndir bæði guash og akrýllita, klippimyndir (collage) og oliumálverk. Elstu myndirnar eru unnar árið 1987, en flestar er frá þessu ári. Á sýningunni eru bæði mannamyndir (portrett) og abstrakt málverk. Eg sagði nú í gamla daga að þetta væru Iýrískar abstraksjónir með lands- lagsívafí, þegar listfræð- ingamir voru að spyija hvað ég væri að mála,“ segir Ragn- ar. „En ég hafði það bara svona fyr- ir listfræðingana, því þeir viljá'alltaf vita hvaða ismi er á ferðinni." Er hægt að búa til samtímaisma, eða framtíðarisma? „Ætli það geti ekki verið þægi- legt, ef menn þurfa á því að halda. Ég held hinsvegar að ismar verði til af sjálfu sér. Til dæmis í sambandi við allt þetta tal um nýja málverkið, þá er málverk alltaf nýtt. En þetta hefur sjálfsagt verið gert til að skil- greina ungu málarana, samanber „nýr expressjónismi“, sem eitthvað ungt og kraftmikið." Vantar okkur skilgreiningarhug- tök þegar við setjum „nýtt“ fyrir framan hefðbundna stefnur, eða er- um við bara að flýta okkur; reyna að sjjórna listasögunni? „Ég get ekki séð að það sé nein þörf á að skilgreina samtímamynd- list. Það er hægt að gera það eftir á og mér finnst heldur galli þegar verið er að reyna að greina list jafn- vel áður en hún verður til. Það er langtum mikilvægara að kenna fólki að skynja myndlist, rétt eins og tónlist. Fólk þarf fremur að skynja hana en skilja. Ég held að öll þessi skilgreining og flokkun geri þetta alltof flókið fyrir fólk. Menn eru alltaf að leita að fyrirmynd, reyna að skilja myndir vitsmunalega, frem- ur en tilfinningalega. En það er með mynd eins og tónverk; hún verður að vera góð, annars stendur hún ekki. Á sama hátt og tónverk verður myndin líka annaðhvort klassísk, eða ekki.“ Það eru aðeins átta ár síðan Ragn- ar sneri sér alfarið að myndlistinni. Fram að þeim tíma hafði hann ýmis- legt annað að aðalstarfi, til dæmis blaða- og auglýsingamennsku. „Já,“ segir Ragnar, „fram að þeim tíma var ég í öllum skrattanum, skyldum og óskyldum myndlist. Verst var að vera í auglýsingabransanum, því hann er alltof skyldur myndlistinni og maður lét fallerast af tækninni. Ég varð mjög glaður þegar ég gat lagt allt annað á hilluna og finnst ég búa við mikil forréttindi að geta stundað myndlistina eingöngu.“ Þú talar um landslagsívaf — er ekki mynd annaðhvort landslags- mynd eða ekki? „Það var sumarið 1982. Ég var í MYND af augnabliki Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni eru málverk og teikningar og er hún haldin í til- eiiii af því að Jóhanna var valiii borgarlistamaður haustið 1988, til eins árs, og er því tímabili nýlokið. Jóhanna segist líta á þessa sýningu sem þakklætisvott fyrir starfslaunin og þessvegna sé ókeypis inn á sýninguna og allir velkomnir. Ég spurði hana hvort hún hefði notað árið til að dvelja erlendis við vinnu, eða hvort verkin væru unnin hér heima. Þau eru öll unnin hér heima,“ segir Jóhanna. „Það hefur verið mér mjög mikilvægt að vera á íslandi þennan tíma og nýta þá orku sem ég fæ úr íslensku landslagi. Árið þar á undan var ég mikið á flakki. Eg fór meðal annars til Indlands, og sú ferð hafði mikil áhrif á mig. En þótt maður verði fyrir sterkum áhrifum einhvers staðar og finni að maður verði að vinna úr þeim áhrif- um, þurfa þau að fá að veltast og meltast og maður gerir ótal tilraunir áður en það fer að taka á sig rétta mynd.“ — Hvað á Indlandi hafði áhrif á þig?. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið mannlífið þar. Að koma í þriðja heims land þar sem lífsskilyrði eru svo gjörólík því sem við á Vesturlönd- um búum við. Þetta er eins og að stíga inn í annan heim, en finna samt að þetta er líka minn heimur. Það eru ýmsar spurningar sem ekki hafa látið mig í friði síðan. Svo eru það litirnir. Maður verður fyrir áhrifum af nýjum litum og öllu mögulegu í umhverfinu. Ég held að í mér togist á löngun- in til að kynnast betur og tjá það sem ég skynja úr mannlífinu úti í hinum stóra heimi og áhrifin úr okk- Rætt við Jóhönnu Bogadóftur myndlistarmann ar eigin náttúru með átökum höfuð- skepnanna. Ég held líka að þessar andstæður geti falist í sömu myndinni, að minnsta kosti eins og mér er eigin- legt að vinna. Mynd er aldrei hægt að skýra með orðum og ég get ekki verið meðvituð um það — í orðum — hvað í rauninni býr að baki. Mynd- málið er sérstakt mál, sem verður ekki þýtt yfir á annað mál. En ég held að í myndmálinu geti birst hinar stóru spurningar tilver- unnar, sem við fmnum aldrei svör við.“ — Er vinna myndlistarmanns þá leit sem getur ekki tekið enda? „Já, mér finnst það og þannig hljóti það að halda áfram að vera — alltaf. í hvert skipti tekur leitin á sig nýtt form, eins og tilraun til að festa, í litum og formi, mynd af augna- bliki.“ — Ertu að tala um tilgang, þegar þú segir myndlistarmenn stöðugt vera að leita svara við stóni spurn- ingunum? „Við hljótum að fmna einhvern tilgang, fyrst við gerum eitthvað. Maður gæti ekki gert neinar myndir nema með því að finna einhvern til- gang, þótt við finnum hann aldrei endanlega. Við skynjum hann og hver mynd er barátta við að halda í þann tilgang. Einn tilgangurinn er að veita vissri þörf útrás; þörf fyrir að tjá sig með litum og formum og það er mikil gæfa að fást við aðalá- hugamálið í fullu starfi.“ ssv Á leiö út af myndfletinum Myndlistarkonan Sossa sýnir þessa dagana grafíkverk í Gallerí Borg við Austurstræti. Sossa er alin upp í Keflavík, þar sem hún stundaði grunnskólanám og vann ýmis störf uns hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum haustið 1977 og útskrifaðist 1979. Það sumar sigldi hún til Kaupmannahafnar, þar sem hún innritaðist í Skolen for Brugskunst og útskrifaðist þaðan, frá teikni- og grafík- deild, árið 1984. Eftir það lá leiðin heim til íslands, alla leið norður á Sauðárkrók, þar sem hún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni síðan. Á Sauðárkróki er Sossa með verkstæði ásamt öðrum Iistamönnum og kalla þau verkstæðið Gránu, en hér áður fyrr voru þetta kaup- félagsskrifstofur héraðsins. Auk þess hefúr Sossa bæði kennt í grunn- skólanum og fjölbrautaskólanum. verkstæðinu hef ég verið í I að þróa þá grafíktækni f M sem ég er að sýna í II Gallerí Borg,“ segir ® Sossa. „Það er svokölluð þurrnálartækni. Tæknin felst í því að maður rispar kopar- og álplötur með stálnál og það kenuir aldrei neinn vökvi inn í vinnuna. Ég þrykki myndirnar tvisvar og í seinna skiptið kemur liturinn inn í þær. Ég vinn aldrei fleiri en tólf eintök af hverri mynd,1 vegna þess, að í hvert skipti sem maður þrykkir eyðist platan og svo finnst mér markaðurinn hér ekki nógu stór. Það er svo leiðinlegt ef allir eiga sömu myndirnar.“ Myndirnar þínar eru flestar af konum. Ertu á hinni svokölluðu „kvennalínu?“ „Það má alveg segja það. Ég er mjög hrifin af konunni — og ábyggi- lega sjálfri mér líka — sem formi. Mér finnst konur segja mjög mikið, bæði með hreyfingum og fasi. Það er ég að reyna að túlka. Karlar tjá sig vissulega með líkamanum líka, en það er miklu meira áberandi hvað ■ konur nota likamann sem tjáningar- tæki. Það sem vakir þó fyrir mér í mynd, er að fá hreyfingu í flötinn. Ég er ánægðust ef mér finnst fígúr- urnar vera á leiðinni út af mynd- fletinum. Annars er ég ofboðslega upptekin af fólki. Mér líður mjög vel innan um margt fólk. Það er kannski þverstæða í því að búa á Króknum. Ég þarf því allt- af að koma suður öðru hveiju til að anda að mér mengun og fólki. Svo er ég óttalega forvitin og geri mig stundum að fífli. Einu sinni, sem oftar, var ég í Reykjavík, fór með fannst ég var á Strikinu í Kaup- mannahöfn og var viss um að þarna væri látbragðsleikari eða einhver listamaður með uppákomu og ruddist inn í þvöguna. Fólk var fyrst fast fyrir, en ég var svo áköf að ég ýtti því til hliðar og komst inn að miðju. Þá var þetta leiðsögumaður með hóp af útlendingum og var að skipta gjaldeyri." Hvernig geturðu búið á svona fá- mennum stað, ef þú hefur svona gaman að fólksmet-gð? „Það er forvitnin," svarar Sossa og hlær. „Þar get ég fylgst með öllu. Það fer ekkert framhjá mér.“ En einangrastu ekki dálítið sem listamaður? „Nei, nei. Það eru auðvitað vissir hlutir sem maður missir af, eneflaust gera Reykvíkingar það líka. Ég kem oft suður, sérstaklega ef það er eitt- hvað sem mig langar að sjá eða strætó upp á Hlemm og ákvað að labba þaðan, niður Laugaveg, og skoða fólk. Þegar ég er rétt lögð af stað, sé ég margt fólk í þvögu. Mér heyra. Þetta er ekki svo langt að fara. En þótt maður missi af ein- hveiju, þá hefur það vissa kosti að búa á Króknum. Maður verður aldrei Ragnar Lár, myndlistarmaóur Danmörku, þar sem ég hafði góða vinnustofu og gat unnið algerlega ótruflaður og óbundið. Það komu engin gluggaumslög inn um lúguna. Þá kom upp sá stíll, sem í mér bjó; ófíguratívur, en ég gat séð að hann var tengdur landi. Þegar ég hélt stóra sýningu í kjölfarið á dvöl minni í Danmörku, var ég að velta fyrir mér, hveiju ég ætti að svara þegar menn kæmu og spyrðu mig, hvað þetta væri. Þá kom þessi klásúla. Vinkona mín, Miriam Bat Josef, sagði, „nei, nei, þetta er ekki ab- strakt, þetta er landslag". Líklega er það svo, að þetta land fylgir manni hvert sem maður fer og hvað sem maður gerir og þótt maður sé að mála abstrakt, hversu abstrakt sem það er.“ Hvernig tengjast portrettin þessu landslagi? „Ég hafði þau bara með, svona að gamni. Þau eru fremur minningar um menn. Þetta eru fjórar myndir og hafa verið mislengi í vinnslu. Ég málaði myndina af Hirti Pálssyni, þegar ég var í Danmörku. Svo er mynd af honum Bensa á Vallá. Við vorum saman í vegavinnunni í gamla daga og á myndinni er hann m_eð skófluna niðri í fjöru við Vallá. Ég málaði þessa mynd fyrir fimm árum. Síðan er það hann Ási í Bæ. Við vorum miklir mátar, rérum saman í fimm ár og gáfum saman út Spegil- inn. Síðasta portrettið er af Þorvaldi í Síld og fisk og Kjarval saman. Það varð til eftir að ég sá sýningu á verk- um Kjarvais, I eigu Þorvaldar, í Há- holti í Hafnarfirði. Ég hugsaði mikið um vináttu þeirra og myndin varð I til á meðan.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.