Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 2
2 B -MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9: ÐESEMBER 1989 + ■ Nýlega voru útnefnd þau tvö verk, sem afíslands hálfu keppa um Bökmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Eru það Ijóðabók Matthíasar Johannessen, Dagur af degi, sem kom út haust- ið 1988 og Gunnlaðarsaga, skáldsaga eftir Svövu Jakobsdóttur, sem útkom haustið 1987. ■ Báðir þessir höf- ^ ^ undar eru bók- menntaáhugafólki á Norðurlöndum vel kunnir, því mörg verka þeirra hafa þegar verið þýdd á norrænar tungur. EF RONA ER EKKISATT við mrn SINA IBOKMENNTUM HEIMSINS BERHENNI AÐ VEFENGJA HANA Svava hefur skrifað fjögnr smásagnasöfn, tvær skáldsögur og sex leikrit, sem hafa verið flutt í útvarpi, sýnd í sjónvarpi og á sviði. Auk þess sem mörg verka hennar hafa verið þýdd á öll Norðurlanda- málin, hafa smásögur eftir hana birst í bókum og tímaritum á enska tungu, þýska, rússneska, tékkneska, hollenska, franska, japanska og kínverska. Það er líka gaman að geta þess að í miklu riti sem ber nafhið „Longman Anthology of World Literature by Women 1875- 1975,“ og birtir skáidskap helstu kvenrithöfiinda veraldar áþessu hundrað ára tímabili, er Svava kynnt og smásaga hennar „Saga handa börnum“ birt. Rætt við Svövu Jakobs- dóttur, rit- h'ófund egar ég hitti Svövu einn eftirmiðdag í vikunni, til að ræða við hana um tiln- efninguna og sögurnar hennar, lýsti ég því yfir að þetta þætti mér harla merkilegt, en hún hló að mér og sagði: „Það er auðvitað afskaplega gaman þeg- ar verk höfunda eru þýdd á annað tungumál, en ég lít ekki á útgáfu í öðrum löndum sem meginmark- mið. Ég skrifa fyrir mína eigin landa. An þess ég vilji draga úr gildi þess að ná til erlendra les- enda, þá man ég enn þá tíð í upp- hafi ritferils míns, þegar ég var að velta því fyrir mér, hvort einhver íslendingur fengist til að lesa eftir mig. Megintakmarkið er að landar mínir kunni að meta eitthvað af því sem ég skrifa. Og auðvitað verður engin þýðing eins og íslenskan, hversu vel sem hún er gerð. Það er nú líka stað- reynd að Norðurlandaþjóðimar standa ekki allar jafnt að vígi, hvað varðar þessi bókmenntaverðlaun, því norsku, sænsku og dönsku bæk- umar eru lagðar fram á frummál- inu, en þær íslensku og finnsku í þýðingu. Og þá em lagðar fram svokallaðar vinnuþýðingar, en ekki endanlegar þýðingar. Til allrar hamingju eigum við góða þýðendur, en eftir sem áður er fyrir hendi þessi venjulega aðgreining; fmm- mál og þýðing.“ Reyndar er búið að þýða Gunn- laðarsögu á öll fjögur megintungu- mál Norðurlanda og var hafist handa um það, strax árið eftir að bókin kom út hér. Hún kemur út í Finnlandi í næsta mánuði, á dönsku í febrúar og á sænsku og norsku seinna á árinu 1990. „í morgun frétti ég af mjög skemmtilegu atviki sem kom fyrir hinn norska þýðanda bókarinnar, Jon Gunnar Jörgensen," segir Svava. „Hann var staddur í Kaup- mannahöfn og fór í pílagrímsferð á Þjóðminjasafnið þar til að skoða kerið sem allt snýst um í Gunnlaðar- sögu. Þegar hann kemur að gler- kassanum sem kerið átti að standa í, var það horfið og sem hann stóð þama fyrir framan tóman skápinn, glumdi allt í einu í viðvörunarkerfi safnsins og einn safnvörðurinn kom æðandi að. Þýðandinn varð auðvit- að felmtri og undrun sleginn, kom- inn svona inn í söguna, því ná- kvæmlega svona atvik er í Gunnlað- arsögu, eini munurinn er sá að safn- vörðurinn sem kom hlaupandi var ungur og röskur en í sögunni eru þeir allir gamlir og fótfúnir. Það kom í ljós að kerið var í láni í öðm safni en skýring á viðvörunarkerf- inu fannst engin.“ En ef við snúum okkur að verkum þínum, þá hefur orðið töluverð breyting á þeim með tveimur síðustu bókum þínum, Gunnlaðar- sögu og smásagnasafninu Undir eldfjalli, sem er nýkomið út. Þau em raunsæislegri á yfirborðinu en fyrri verk þín. „Já, annars hefur þessi raunsæis- þráður alla tíð verið fyrir hendi hjá mér, eða frá því ég skrifaði „Veisla undir gijótvegg“. Ég held að ég hafi leikið furður og raunsæi jöfn- um höndum. Þó held ég að ég beiti ekki aðferðum gömlu raunsæis- höfundanna þar sem mál og stíll þjónuðu endursköpun einhvers sem þeir kölluðu raunvemleika. En það er rétt, að þetta er í fyrsta sinn sem kemur út eftir mig smásagnasafn sem geymir enga sannkallaða furðusögu. í grófum dráttum má ef til vill segja að þetta sé hin hliðin á ævin- týrinu, eða þjóðsögunni. Annað- hvort er að útfæra fáránlega líkingu á raunsæjan hátt og úr því getur þá orðið furðusaga — eða þá að skrifa ævintýrið eða þjóðsöguna inn í „raunsæið“.“ Menn túlka Gunnlaðarsögu á mjög ólíkan hátt. Sumir halda því fram að hún sé raunsæisleg, aðrir vilja meina að hún sé einhvers kon- ar „fantasía". „Ég mundi sjálf segja að Gunn- iaðarsaga sé mjög raunsæ. En aðr- ir vilja lesa hana sem fantasíu og það er auðvitað vegna þess að goð- sagan er útfærð í sögunni. Það er sjálfsagt hægt að lesa hana sem raunsæja sögu eingöngu en þá verður maður að setja sig í í sömu spor og dómarinn sem úr- skurðar stúlkuna geðveika — og þarmeð hljótum við þá líka að úr- skurða móðurina geðveika og þá einnig höfundinn; og loks útgefand- ann. Svo er hin Ieiðin, að gangast inn á það að stúlkan upplifi í raun og vem það sem hún skýrir frá.“ Er það ekki spurningin um það að goðsagan lýsi innra líf i stúlkunn- ar, sem er auðvitað jafn raunvem- legt og ytra líf hennar? „Ef til vill. Eins og lögfræðingur- inn hennar segir, þá er ýmislegt sem hann getur ekki sagt í réttarsaln- um, afþví það stangast á við skyn- semina — eins og við skilgreinum skynsemi. Afstaðan, sem hver og einn lesandi tekur, er kannski háð því hvort lesandinn fær áhuga á persónunni, eða hvort honum er alveg sama um hana. Það er svo misjafnt hveiju fólk er tilbúið að trúa sem raunvemlegu. En auðvitað AÐ ENDAMÖRKUM ORÐANNA Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Hinsti heimur Höf: Christoph Ransmayr Þýð: Kristján Arnason Útg: Forlagið Á mörkum draums og veru- leika, á mörkum lífs og dauða, á mörkum frosts og fiina — þar sem þessar andstæður mætast og skilja er Hinsti heimur. Við fylgjum sögupersónunni, Kottu, í leit hans að skáldinu Óvíd. Ágústus keisari, eða öllu heldur embættismannakerfi hans, hef- ur hrakið skáldið í útlegð — að auðnum Svartahafs, þar sem ísöld hefiir ríkt svo lengi sem elstu menn muna. En nú er þíða, sem fer þvílíkum hamförum að það sem er löngu dautt, úldnar að morgni nýs tíma. Svo kemur gróandinn. í þessari bók eru margar sögur, sem fléttast saman og mynda heil- steypta sögu sem má segja að sé um leit mannsins að sannleikanum, í persónugervingu Óvíds. Hún ger- ist á tímum Ágústusar keisara og hún gerist í dag — jöfnum hönd- um. Ovíd er gerður útlægur, vegna þess að hann segir sannleikann — en maður spyr sig hvort það er Óvíd sjálfur, eða sannleikurinn, sem gerður er útlægur. Óvíd hefur lengi vel verið meðal þeirra skálda, sem allir vita af, en enginn amast við og hann getur óáreittur sótt sína bari meðal venjulegs fólks, þar til einn daginn, að sjálfskapað- ir menningarvitar ákveða að hampa honum — og þarmeð hefst hið eiginlega ófrelsi hans. En eftir að hann segir sannleikann — kasta þessir sömu vitar í hann steinum sínum og hann er máður út í orðs- ins fyllstu merkingu. Þessir tvennu tímar sem sagan gerist í eru í rauninni einn og hinn sami í ljósi þess að ekkert hefur breyst — hvorki bannið á sannleik- ann né meðferðin á rithöfundum — þeir detta úr og í tísku, og að því er virðist ráða duttlungar „vi- tanna“ öllu þar um. Kotta siglir að endamörkum jarðar, til Trakíla, í leit sinni að Óvíd og hugsanlega mesta verki Christoph Ransmayr. sem hann hefur skrifað, sem ber heitið Ummyndanir. Bókin sjálf er brunnin, en verkið lifir meðal þeirra sem höfðu hlýtt á Óvíd lesa úr því kafla. Og verkið lifír í járn- borginni Trakíla og hann mætir þar persónum sögunnar — og lífíð og tilverán byija að ummyndast samkvæmt forspám Óvíds. Kotta þræðir sig eftir persónunum og skilaboðum, sem Óvíd hefur skilið eftir sig á steinum og efnisbútum í formæli ljóðlína og spakmæla. En Óvíd var ekki vært í meðal fólks síns í jámborginni og hann leitar út fyrir endamörk mannlegs samfélags, til Tómí og út í auðnim- ar. Kotta rekur slóð hans og á endanum er spurning hvort hann er síðasta persónan í skáldverkinu — sú persóna ein sem fær að sjá þennan heim líða undir lok. Pólitísk skírskotun er líka aug- ljós í verkinu og það er feykilega gaman að skoða hana í ljósi þeirra atburða sem em að gerast austan járntjalds. Og vissulega em túlk- unarmöguleikar bókarinnar fleiri — þeir em ótæmandi. Hvað segir maður um svona bók, þegar búið er að nota öll lýs- ingarorð sem mannlegt hugvit hef- ur fundið upp? Christoph Ransma- yr reynir á þanþol lesandans langt upp fyrir nokkra flughæð. Og þeg- ar Kotta kemur að endamörkum mannlegs samfélags, er hann kom- inn með lesandann að hinsta heimi orðanna. Ég held ég hafi ekki í aðra tíð lesið bók sem ég bíð eftir að geta lesið aftur, þótt ég hafi nú þegar lesið hana tvisvar. Og þá komum við að takmörkum þess sem á að dæma um gott og illt í heimi orðanna — þýðingunni. Ég hef ekki lesið bókina á þýsku — og gæti það ekki. En orðsnilld- in; blæbrigðin og framsetningin, er af því tagi að ég fyrir mína parta segi: Ég geri ekki meiri kröf- ur. GAMAL- KUNN ÆVIN- TÝR Bókmenntir Jenna Jensdóttir Hana Dosko^ilová: Díógenes í tunnunni. Myndir: Gabriel Filcík. Þýðandi: Elínborg Björnsdóttir. Tákn 1989. Þessi gömlu ævintýri úr goða- sögnum og sum sprottin úr merkum atburðum heimssögunnar eru flest að góðu kunn hér á landi sem ann- ars staðar. Þótt grunntónn þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.