Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 --H-l—j- ,-i:f H—. I ‘i ]''■/'D i D ’/■—L L \ i • i' i' i <) . er vitundarlífið ekki síður raun- verulegt. Og kannski er allt vitund- arlífið einn skáldskapur. Vitund mannsins er takmarkalaus. Segjum til dæmis að þú sjáir gegnum holt og hæðir og þú hittir mann sem spyr þig hvort það sé rétt að þú sjáir í gegnum holt og hæðir og hvað þú sjáir ... , en þú þykist vita að hann sjái ekki gegnum holt og hæðir og því afneitar þú sýn þinni. Óttinn við það að vera ekki trúverð- ugur er svo mikill — og jafnvel þótt hann sæi líka í gegnum holt og hæðir, mundi hann trúlega líka neita. Það er einmitt þetta vitund- arlíf sem skáldin reyna að draga fram í dagsljósið. í íslendingasögúnum, þá er þar lýst athöfnum og samtölum manna, ekki hugsunum, en atvik og samtöl eru þannig valin að þau lýsa vitund- arlífi persónanna. í höndum mikilla snillinga getur ein setning varpað skýru ljósi á innra líf persónanna. Með tímanum breytist frásagnar- aðferðin og skáldin fara að reyna að þenja út möguleikana á því að lýsa skynjun sinni; reyna bæði á þanþol tungunnar og eigin skynjun og athuganir.“ í bókinni „Konur skrifa — til heiðurs Önnu Sigurðardóttur", og Sögufélagið gaf út árið 1980, skrif- ar Svava grein sem ber heitið „Reynsla og raunveruleiki — Nokkrir þankar kvenrithöfundar". í þessari grein segir hún, meðal annars, að kvenrithöfundur verði að treysta reynslu sinni: „Ef kona er ekki sátt við mynd sína í bók- menntum heimsins gegnum aldim- ar, ber henni fremur að vefengja þær en sjálfa sig.“ Svava hefur yfirleitt skrifað um konur, og hvemig þær bregðast við lífi sínu. Og þegar hún skrifar um nútíma- konuna, tengir hún hana konunni í fomsögunum, í þjóðsögunum, í goðsögunum og í Biblíunni á ein- hvern hátt. Ég spurði hana hvort innri reynsla kvenna væri alltaf hin sama, frá upphafi vega. „Nei, það held ég alls ekki,“ svar- ar hún. „Ég veit raunar ekki hvort nokkur getur svarað þessu. En ég geri ráð fýrir að menn fari misjafn- lega að því að reyna að setja sig í spor kvenna fyrri tíma, eftir því hvert samhengið er. í fyrri sögum mínum er ég kannski frekar að fjalla um þá „hefð“ sem nútiminn hefur haldið til haga fyrir konuna. Það sem er kannski hvað mest spennandi í bókum eftir konur í dag — hverrar þjóðar sem þær eru — er að þær em að bijótast í gegnum þessar gmnnmúruðu, stöðluðu, hefðbundnu kvenmyndir, til þess að geta sagt sannleikann. Og þetta gerist náttúmlega ekki nema við viðurkennum skáldsögur kvenna og konur sem aðalpersónur í sögum, í öllum sínum fjölbreytileik — bæði innra og ytra líf. Að mínu áliti er ég ekki að lýsa' félagslegri stöðu kvenna til að lýsa félagslegum veruleika, heldur til að lýsa sálarlífi þeirra og viðbrögðum við þrúgandi aðstæður og hvað þessar aðstæður heftu frelsi þeirra til að velja annað, ef svo bar undir. En það þýðir ekki að ég hafi verið að deila á hjónabandið sem slíkt, heldur á hjónaband sem ákvarðar stöðu konunnar sem „húsmóður" og ekkert annað. Það var samfélag- ið sem leit hjónabandið þessum augum — mér sjálfri fannst alltaf að hjónabandið gæti verið allt öðmvísi. Hjónabandið í þessum fyrri sögum var sama og innilokun. Það var þjóðfélagið sem ákvað það — og á það deildi ég. Það þurfti að bregðast við þessu á sterkan hátt því hin hefðbundna sýn var svo rótgróin. Og það er meðal annars þetta sem ég á við þegar ég segi að konum beri fremur að vefengja mynd sína í bókmenntum heimsins en sjálfar sig.“ Önnur breyting sem hefur orðið á smásögum þínum með „Undir eldfjalli" er að í þeim koma miklu fleiri persónur við sögu, en í fyrri sögum þínum. Konan og það sam- félag sem hún býr í er ekki megin- viðfangsefnið lengur. „Á sínum tíma beindist athyglin meira að þeim sögum sem höfðu hefðbundið hlutverk konunnar að viðfangsefni, kannski vegna þess að nokkrum árum eftir að þær komu út, byijaði kvennabaráttan. Og sagan sem náði mestri athygli og hefur birst í öllum heimsálfum, nema kannski í Afríku — ég hef allavega ekki frétt af því — er „Saga handa börnum“. Ég held því að það sé lesandinn sem ræður hvaða sögur ná athygl- inni hverju sinni, og lestur er líklega háður hinum félagslega veruleika hveiju sinni. Ef á að reyna að finna nýju bók- inni, „Undir eldfjalli", stað, þá er kannski ekki rétt að bera bara sam- an smásögumar. Sjálf held ég að megi greina vissa þróun ef allt er tekið með ... , en líka ný tök og ný viðfangsefni. í þessari bók hef ég til dæmis lagt mig meira eftir Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Borgarar næstu aldar I FLOÐINU ALMENNA bókafélagið tók í sumar við útgáfu tímaritsins Tenings, en hann er sam- kvæmt skilgreiningu ritstjórn- ar vettvangur fyrir bókmennt- ir og listir. í Teningi eru bók- menntir fyrirferðarmestar, en einnig er Qallað um aðrar Iist- greinar, einkuni myndlist og tónlist. * Iávarpi til lesenda í sumar- heftinu (7. tölublað) er komist svo að orði að haldið sé áfram „þeirri stefnu sem mörkuð var í 5. hefti, og örlaði reyndar á í fyrri heftum, að kynna rækiiega einhvem erlendan höfund eða höfunda sem ritstjórn þykir eiga erindi við íslenska lesendur“. Sumarheftið er að hluta helgað Argentínumanninum Jorge Luis Borges. I því em þýðingar á verk- um Borgesar, m.a. eftir Sigrúnu Á. Eiríksdóttur, og bráðskemmti- leg grein eftir Guðberg Bergsson sem er að mestu í endurminning- astíl: Fyrstu kynni mín af verkum Borges. Hausthefti Tenings er nýkom- ið út (8. tölublað) og er það efn- ismikið og Ijölbreytt í sönnum Teningsanda. Það rækir að þessu sinni skyldur sínar við bókmennt- ir, myndlist og tónlist og bætir við heimspeki. Þorsteinn Gylfa- son skrifar um Martin Heidegger og þýðir texta eftir hann: Hug- raunir. Breskar bókmenntir em um- ræðuefni í haustheftinu og sér Einar Már Guðmundsson um kynningu og þýðir. Mesta at- hygli vekur viðtal við rithöfund- inn og fræðimanninn Malcolm Bradbury (f. 1932), en heiti þess segir töluvert um innihaldið: Nú er eitthvað algjörlega nýtt á seyði. Bradbury telur að módernism- inn og póstmódernisminn séu liðnir undir lok, tímamir séu und- arlegir og heimurinn með allt öðm sniði en hans kynslóð ímyndaði sér að hann yrði. Brad- bury var. meðal þeirra sem taldi að velferðarríkið tæki við af kapítalismanum, en horfir nú upp á vöxt kapítalismans: „Ríkidæ- mið og velferðin em meiri en við höfðum reiknað með. Þá má ekki gleyma því að friðarhorfur eru betri. í dag snúast hin féiagslegu vandamál um samband kynjanna ... Hvorki kommúnisminn né vinstrihreyfingin hafa verið fær um að benda á valkost fyrir framtíðina." Hvað tekur þá við í bókmennt- unum? Hvað heldur Macolm Bradbury? „ Allt þetta veídur því að rithöf- undar dagsins í dag snúa baki við þeim vandamálum sem mod- ernisminn og skáldsögur eftirst- ríðsáranna nærðust á. Þá var málið að endurskapa stríðshijáð- an heim, fínna fótfestu. Nú búa menn sig undir að verða borgar- ar næstu aldar og leita að nýjum pólitískum og tilvistarlegum tján- ingarformum, formum sem hæfa þessum nýja tíma.“ Þetta er kannski of stór biti að kyngja fyrir lítið íslenskt tíma- rit, en mikilsvert að leggja sitt af mörkum. Þótt heimspeki sé ekki alltaf sterkasta hlið íslenskra rithöfunda, oft virðist skorta grundvöll til að byggja verkin á, má taka undir með skáldinu Jóni Stefánssyni sem segir í viðtali Sigfúsar Bjartm- arssonar í Teningi að það sé „hséttulegt að trúa of stíft á eitt- hvað eða vera of heitur út í eitt- hvað“. Martin Heidegger talar líka um hættur í Hugraunum sínum. Meðal þeirra er heimspekin sem þar kallast „vond og villugjörn". J.H. ÖRLÖG HAFNAR- STÚDENTS sé sama efnis hafa þau sérkenni, sem hvert land og hver þjóðarsál býr þeim fyrir sig. Hér birtast þau sem tékknesk ævintýri í íslenskri þýðingu. Bókin hefur að geyma tuttugu og eitt ævintýri auk aðfaraorða. Hér getur að líta þekkta sögutitla eins og: Trójuhesturinn, Epli Newtons, Eyru Midasar, Gordions-hnúturinn og fleiri mætti upp telja. Við lestur ævintýranna kemur í ljós að hér eru þau sögð öðruvísi — með öðrum áhersluatriðum en við þekkjum þau frá öðrum þýðingum — sem eru engar eins. Ævintýrin eru öll stutt og frásögnin hnitmiðuð. Faðir er látinn segja sögurnar lesþyrstu barni sínu. „Pabbi segðu mér sögu. En hún verður að vera ný! Alveg glæný!“ — „Taktu nú eft- ir og þá færðu að heyra um ýmsi- legt sem gerðist einhvem tíma í fyrndinni!“ Og þannig koma sög- umar hver af annarri, vel sagðar og auðveldar ungum Iesendum.I lok sumra sagnanna er ábending, sem vísar til söguefnis og á að vekja ungan lesanda til frekari umhugs- unar. Frásögnin er létt og skemmti- leg í þýðingu og vænleg til að draga að sér athygli. Mikil myndskreyting er sögnunum til stuðnings — stund- um heilar síður. ■ Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Þorsteinn Antonsson: Örlaga- saga. Tákn. Bókaútgáfa. Reykjavík 1989. 296 bls. Þetta er efnismikil bók og lengri en ætla mætti af blaðsíðutali, því að leturflötur er stór og letur smátt. Hún er því dijúgmikil lesn- ing. í inngangi segir að hún fjalli „um líf tveggja manna af íslensku þjóðerni, sem uppi voru á síðari hluta 19. aldar, skólafélaganna Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafn- ara (1862-1901), og Gísla Guð- mundsson frá Bollastöðum, Hafn- arstúdents (1859-1884)“. Ekki er þetta þó ævisaga þess- ara tveggja manna í venjulegum skilningi. Þeir eru að mestu látnir lýsa sér og viðhorfum sínum og segja sögu sína um nokkurra ára bil (1876-1884) eða frá því að þeir hefja nám í Lærða skólanum í Reykjavík og uns ævi Gísla lýkur með sviplegum hætti. Höfundur hefur náð í allt sem fundist hefur af óprentuðu (sumu einnig prent- uðu) ritmál þeirra félaga; sendi- bréf, dagbækur, ritgerðarkorn o.fl. Þessu raðar hann í tímaröð, gefur þeim orðið til skiptis, en grípur það svo sjálfur annað veifið til skýring- ar og titlar sig þá sögumann. Mér þykir þetta einkar smekklegur og viðfelldinn háttur enda gerir höf- undur þetta vel. Framan af er frásögnin breið. Sögumaður er þá atkvæðamikill og fjallar rækilega um Lærða skólann, kennaralið, námshætti, andrúmsloft í skólanum og bæ- jarlífið í Reykjavik. Satt að segja var ég í fyrstunni hálf hræddur um að höfundur væri að missa tökin á efninu, kynni ekki að tak- marka sig, en þegar til kom sá ég þó að þetta var býsna góður bak- grunnur að skrifum þeirra félaga. Eftir því sem á líður fer meira að fara fyrir.Ólafi og Gísla — og að lokum er það Gísli sem hefur oft- ast orðið. Bókin endar sem örlaga- saga þesa unga námsmanns. Margir áratugir eru liðnir síðan Þorsteinn Antonsson ég fyrst heyrði sagt frá sorglegum örlögum þessa fjarskylda frænda míns. Hann var einkasonur Guð- mundar stórbónda og héraðshöfð- ingja á Bollastöðum í Blöndudal. Þótti snemma gáfaður og efnilegur og var sendur í Lærða skólann. Þar stóð hann sig með mestu prýði. Síðan sigldi hann til Kaup- mannahafnar og hóf að lesa mál- fræði, en skipti síðan yfír í þýsku og þýskar bókmenntir. Eftir tveggja vetra vist í Kaupmanna- höfn var svo ævi hans öll. Suma- rið 1884 hvarf hann af Árósafeij- unni á leiðinni til Sjálands. Aug- ljóst var að hann hafði fargað sér. Hvað olli? Sá leyndardómur fylgdi honum í vota gröf og skýringin fæst ekki í þessari bók nema mjög óbeint. Hins vegar gefst hér tæki- færi til að kynnast Gísla allvel. Hann virðist hafa verið einkar gáfaður, alvörugefinn og fróðleiks- elskandi piltur. Hann las ósköpin öll af samtímabókmenntum og rit- aði um skeið mat sitt á því sem hann las. Honum virðist hafa verið sýnt um að skrifa og var prýðilega ritfær. Skrif hans munu öll vera prentuð í þessari bók og tel ég mikinn feng í því. Ollu kaldranalegri er mynd sú sem Ólafur Davíðsson dregur hér upp af sjálfum sér. Einkum fínnst mér ónotalegt orðalag hans, þegar hann segir frá láti Gísla vinar síns. Raunar var þá vináttan eitthvað farin að kólna. Fyrir þá sem á annað borð hafa áhuga á efni af þessu tagi er bók þessi gimileg til fróðleiks. Höfund- ur hefur bersýnilega vandað verk sitt svo sem mest hann mátti og lagt í það mikla vinnu. Vel er að útgáfu staðið og bókin er prýdd allmiklu myndefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.