Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 8
1 R MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 „ÉG HELD að hlutverk íslenskra rithöfunda sé stærra en annarra rithöfunda vegna þess að við þurfum að varðveita þetta einstaka tungumál, íslenskuna. Við erum vöku- menn tungunnar og því er ábyrgð okkar mikil,“ sagði Ein- ar Heimisson rithöfundur í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta skáldsaga hans, Götuv- ísa gyðingsins, kom út fyrir skömmu og var valin ein af tíu athy glisverðustu bókum ársins. Einar er 23ja ára gamall og hefúr stundað nám í sagnfræði og þýskum nútímabókmenntum í Freiburg í Vestur-Þýskalandi undanfarin 3 ár. Einar Heimisson sagði að Götuvísa gyðingsins væri söguleg skáld- saga. Bókin f jallaði um þýska gyðinga, sem flúið hefðu undan ofsóknum nas- ista til íslands á fjórða áratugnum en verið reknir úr landi. „Nokkrir þeirra gyðinga, sem vísað var frá Islandi, voru sendir aftur til Þýskalands og við vitum ekki um afdrif þeirra. Ég er hins vegar ekki dómari í þessu máli, heldur lesendur bókarinnar," sagði Ein- ar. Hann hefur skrifað greinar um þetta flóttafólk, sem birtust í tímaritinu Þjóðlífi í fyrra, og gerði sjónvarpsþátt um sama efni, sem sýndur var í haust. „Sagnfræði er hlutlæg vísinda- grein, sem getur gert margt en ekki allt,“ sagði Einar. „Ég skrif- aði því bókina Götuvísa gyðings- ins tíl að reyna að færa menn nær þessu fólki, sem uppi var á fjórða áratugnum, og naut við það góðs af umfangsmiklum rannsóknum Þórs Whitehead sagnfræðings um tengsl íslands við þriðja ríkið. Við Þór vorum samtímis í Freiburg á árunum 1986 til ’88 og þar kvikn- aði hugmyndin að þessari bók.“ Einar tók viðtal fyrir íslenska sjónvarpið við Olgu Rottberger en hún var eini þýski gyðingurinn, sem vísað var frá íslandi á fjórða áratugnum og menn vissu að væri enn á Iífi. Bróður hennar og eiginmanni var einnig vísað úr landi. „Þetta fólk deildi um margt örlögum með því fólki, sem þama á hlut að máli, enda þótt persón- umar í bókinni séu mín hug- arsmíð." Einar sagði að Olga hefði látist skömmu eftir að þátturinn var gerður. Hann sagði að sjónvarpsþáttur- inn hefði vakið mikið umtal en honum hefði fundist að fólk vildi að hann fjallaði um þessa hluti. „Götuvísa gyðingsins er meðal annars um vandamál flóttafólks almennt, tíl dæmis tungumálaerf- iðleika þess og öryggisleysi. Þessi vandamál snerta okkur öll.“ Götuvísa gyðingsins er byggð upp á mörgum köflum, sem sum- ir hveqir geta staðið sjálfstætt sem smásögur. „Ég ber mikla virðingu fyrir smásagnaforminu, meðal annars vegna þess að ég kynntist Ólafi Jóhanni Sigurðs- syni. íslensk smásagnalist hefur aldrei risið hærra en með verkum hans. Smásögur Ólafs Jóhanns eru einstaklega veruleikabundnar og einstök fágun, neistí og virðing fyrir móðurmálinu eru einkenni þeirra. Það var fyrir hans áeggjan að ég fór að gefa mig að skriftum og ég kann honum miklar þakkir fyrir hvatningu hans.“ Einar sagði móðurafi hans, séra Einar Guðnason í Reykholti, hefði einnig hvatt sig til að kynn- ast bókmenntum. „Þegar ég var 5 ára gamall og afi var fluttur til Reykjavíkur fórum við oft sam- an niður í bæ og keyptum bók. Síðan ræddum við efni hennar. Afi var mikill húmanisti og það var skoðun hans að fólk ætti að fá að kynnast sem flestu og mynda sér sínar eigin skoðanir. Til dæmis útvegaði afi, sem var Framsóknar- og síðar Alþýðu- flokksmaður, Árna Bergmann rit- stjóra, Kommúnistaávarpið þegar Ámi var nemandi við Reykholts- skóla. Móðuramma mín, Anna Bjarnadóttír, hefur einnig haft mikil áhrif á mig. Amma er mikil manneskja og hefur farið ótroðnar slóðir. Hún fór til dæmis til há- skólanáms í Bretlandi árið 1919. Ég er kannski svolítið líkur ömmu að því leyti að ég hef efasemdir um ágæti þess að fara þræltroðn- ar slóðir í lífinu." Einar sagði að nokkur hundruð þúsund flóttamenn væm nú í Vestur-Evrópu, meðal annars frá Austur-Evrópu. Það hefði verið stórkostlegt fyrir hann sem sem rithöfund að vera í Mið-Evrópu í haust og fylgjast með umbótunum í Austur-Évrópu. „Ég skynjaði til dæmis stórkostlegar vonir hjá ungu fólki í Ungveijalandi, þegar ég fór þangað. um síðastliðna páska, og er nú að skrifa skáld- sögu, sem er að miklu leyti tileink- uð breytingunum í Austur-Evr- ópu. Sagan á að gerast á ámnum 1988 til ’89.“ Einar sagðist trúa á tengsl rit- höfunda við samtímann. „Ég held að 'það sé hollt fyrir þjóðfélagið að eiga vemleikabundna rithöf- unda og mér finnst stórkostlegt hversu margar íslenskar bækur, sem út hafa komið að undanf- ömu, snerta samfélag okkar og líta á það gagnrýnum augum.“ Einar Heimisson þýddi úr þýsku bókina Hvíta rósin, sem kom út árið 1987, en hún fjallar • um þýsk systkini, sem störfuðu í andspymuhreyfingunni í síðari heimsstyijöldinni og vom drepin af nasistum. Þá hefur Einar verið blaðamaður við tímaritið Þjóðlíf undanfarin ár og þýtt smásögur úr þýsku fyrir Ríkisútvarpið, Tímarit Máls og menningar og Lesbók Morgunblaðsins. Einnig hefur hann gert þætti fyrir Ríkisútvarpið, meðal annars um Ólaf Jóhann Sigurðsson og nokkra þýska rithöfunda. Jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju: Fjórar söngkonur taka þátt í tónleikunum, þær Elísabet F. Eiríksdóttir, Jóhanna V. Þórhallssdóttir, Sigrún V. Gestsdóttir og Sigríður Gröndal. KAMMERSVEIT Seltjarnarness heldur jólatónleika í Seltjarnar- neskirkju næstkomandi miðviku- dag, 13. desember. Þátttakendur í tónleikum sveitarínnar að þessu sinni eru Sönghópurinn Hljó- meyki og einsöngvararnir Elísa- bet F. Eiríksdóttir, Sigrlður Gröndal, Sigrún V. Gestsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Að auki taka 25 hljóðfæraleikarar þátt í tónleikunum og konsertmeistari er Hlíf Siguijónsdóttir. Stjómandi tónleikanna og einn helsti fmmkvöðull Kammer- sveitar Seltjamamess er Sigur- sveinn Magnússon. Um starfsemi sveitarinnar segir hanm „Hún var stofnuð á hvítasunnu síðastliðið vor og fyrstu tónleikamir vora í Selt- FIMM EINSONGV- URUM En flytjendur á þessum tónleikum em Hljómeyki, sem er sextán manna kór og ég held ég megi segja að Messías hefur aldrei verið fluttur af svo litlum kór hérlendis. Síðast á efnisskránni em tvö at- riði úr ópemnni „Töfraflautan" eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hið fyrra er aría Paminu, þegar hún heldur að Pamino sé búinn að svíkja hana og ætlar að fyrirfara sér, sam- tal hennar og drengjanna þriggja, þegar blessuð bömin era að reyna að koma fyrir hana vitinu og segja henni að þetta sé ekki svona slæmt — sem þeim tekst á endanum. Seinna atriðið er svo lokakórinn úr óþe- ranni, þar sem hið góða hefur unnið sigur á því illa eftir mikil átök.“ ssv Kammersveit Seltjamamess á æfingu. jamameskirkju 19. júní. Það er eng- ai inn fastur lqami hljóðfæraieikara sem stendur að sveitinni, heldur eij kalla ég saman hóp, tvisvar til þrisv- ár ar á ári og hversu stór hann er, er ræðst af verkefnunum hverju sinni." Bi Hvað er á efnisskránni hjá ykkur ef að þessu sinni? „Það em auðvitað allt verk sem eiga sérstaklega við á þessum árstíma og ber fyrst að nefna Brand- enborgarkonsert nr. 3 í G-dúr, eftir Bach. Síðan er það Jólakonsertinn eftir Corelli, saminn til flutnings á jólanótt árið 1712. Þá flytjum við kór úr óratoríunni „Messíasi" eftir Hándel, sem heitir „Sonur er oss gefrnn". Þess má geta, að Messías hefur venjulega verið fluttur með stómm kór, alveg frá Viktoríutíma- bilinu — virkilegum heimsveldiskór. KAMMERSVEIT SELTJARNARNESS, ASAMT HLIÖMEYKI 0(í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.