Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1990 ■ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR BLAD B HANDKNATTLEIKUR Æf ir piltalands- lið íslands með því tékkneska? Svo gæti farið að piltalandslið íslands í hand- knattleik, liðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, yrði í æfíngabúðum í Tékkóslóvakíu meðan á heimsmeistarakeppninni stendur, frá 28. febrúar til 10. mars í æfingabúðum. Forráðamenn hand- knattleikssambanda íslands og Tékkóslóvakíu ræddu um helgina möguleika á gagnkvæmum heimsóknum. Rætt var um að íslendingarnir æfðu með U-21 árs landsliði Tékka ef af yrði, lékju einn- ig við þá svo. og félagslið. Tíminn yrðu síðan einn- ig notaður til að fylgjast með bestu handknattleiks- mönnum heims í HM-keppninni. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Landsleikur gegn Kanada í Bandaríkjaferðinni? Stjórnarmenn KSÍ spenntastir fyrir Bo Johansson sem landsliðsþjálfara ÞAÐ er nú nánast ákveðið að landsliðið í knattspyrnu fari til Bandaríkjanna íbyrjun aprfl og leiki þar landsleiki gegn Bandaríkjamönnum, sem eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir heimsmeistara- keppnina á Ítaiíu. Bandaríkjamenn hafa boðið íslenska landsliðinu að koma og þorga þeir alla ferð landsliðs- ins. Stjórn KSÍ, sem kom saman um helgina, er nú að kanna hvort að möguleiki sé á að leika lands- leik gegn Kanada í ferðinni. Á fundinum var rætt um lands- liðsþjálfaramál og voru flestir stjórnarmenn KSÍ og nýju lands- liðsnefndarmennirnir, Guðmund- ur Pétursson og Jón Gunnlaugs- son, á því að halda áfram viðræð- um við sænska þjálfarann Bo Jo- hansson. Eggert Magnússon, formaður KSI, mun ekki ræða við hann nú í vikunni eins og fyrir- hugað var, þegar Eggert fer á þing með formönnum Norður- landa. Málið er- í biðstöðu þar til eftir 2. febrúar, en þá verður dreg- ið í Evrópukeppni landsliða. Stjómarmenn KSI vilja sjá hvetjir mótheijar íslands verði í Evrópu- keppninni, áður en gengið verður frá ráðningu landsliðsþjálfara. Bo Johansson HANDKNATTLEIKUR: ÞORBERGUR BIKARMEISTARI í SVÍÞJÓÐ/B 3 Færeyjar meðíEMí fyrsta sinn ísland erífjórða styrkleikaflokki BÚIÐ er að raða niður í styrk- leikaflokka fyrir undankeppni Evrópukeppni landsliða íknatt- spyrnu. Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð 1992. Færeying- ar eru nú með í fyrsta sinn í EM. ísland er ífjórða styrk- leikaflokki. Evrópumeistararnir frá Hollandi, Englendingar, Spánveijar, ítalir, Júgóslavar, V-Þjóðveijar og Rúmenar em í fyrsta styrkleika- flokki. Styrkleikaflokkarnir eru fimm og er raðað í þá eftir árangri lands- liða. Aðrir styrkleikaflokkar eru þannig: FLOKKUR 2: Sovétríkin, írland, Tékkóslóvakía, Danmörk, Belgía, Skotland og Portúgal. FLOKKUR 3: Á-Þýskaland, Austurríki, Ungveijaland, Frakk- land, Pólland, Grikkland og Búlg- aría. FLOKKUR 4: ísland, Sviss, Wales, Tyrkland, Noregur, N-írland og Finnland. FLOKKUR 5: Malta, Kýpur, Lúxemborg, Albanía og Færeyjar. Svíar taka að sjálfsögðu ekki þátt í undankeppninni. Þeir komast beint í úrslit sem gestgjafar. Dreg- ið verður í sjö riðla í Stokkhólmi 2. febrúar. Fimm þjóðir verða í sex riðlum, en fjórar í einum. Sigurveg- aramir í riðlunum komast í 8-þjóða úrslitakeppnina í Svíþjóð. Guðmundur Tékkum erfiður Guðmundur Hrafnkelsson og Júlíus Jónasson voru hetjur íslenska landsliðsins í handknattleik er liðið vann tvo leiki af þremur gegn Tékkum um helgina. Guðmundur, sem er á myndinni, varði fimm vítaköst í síðasta leiknum og tvö í þeim fyrsta. Nánar/B4 og B5. Tveir fyrrum landsliðskappar í landsliðsnefndina GUÐMUNDUR Pétursson, fyrr- um markvörður úr KR og Jón Gunnlaugsson, fyrrum mið- vörður Skagaliðsins, voru skip- aðir í landsliðsnefnd KSÍ um helgina. Guðmundur, sem er varaformaður KSÍ, verður formaður nefndarinnar. Guðmundur og Jón eru báðir fyrrum landsliðsmenn. Það eru nú 23 ár síðan Guðmundur, sem hefur leikið þijá landsleiki, kom síðast nálægt landsliðinu. Hann var markvörður landsliðsins í hinum sögulega leik í Kaupmannahöfn 1967, sem Danir unnu 14:2. Jón, sem hefur leikið fimm landsleiki, lék síðast með landsliðinu gegn N- írlandi 1977, 0:2, í Belfast. Sveinn Sveinsson er formaður landsliðsnefndar 21 árs landsliðsins og Ólympíulandsliðsins. Með honum í nefndinni eru þeir Þór Símon Ragnarsson og Ragnar Marínósson. Helgi Þorvaldsson er formaður landsliðsnefndar U-18. Gylfi Orra- son er með honum í nefndinni, en éftir er að tilnefna þriðja mann nefndarinnar. Jón Gunnlaugsson er formaður drengjalandsliðsnefndanna U-16 og U-14. Með honum í U-16 ára nefnd- inni eru Snorri Finnlaugsson og Sigmundur Stefánsson, en ekki er búið að tilnefna tvo nefndarmenn í U-14. Snorri Finnlaugsson er formaður mótanefndar. Ásgeir Ármannsson er formaður aganefndar og Ingi Jónsson er formaður dómaranefnd- ar. Sigmundur Stefánsson er form- aður Mannvirkja- og vallarnefndar, sem er ný nefnd innan KSÍ og þá eru þeir Eggert Magnússon, for- maður KSÍ og Ellert B. Schram, heiðursformaður sambandsins, í utanríkismálanefnd. KORFUBOLTI / BIKARKEPPNIN Valur gegn Haukum Dregið var í 16-iiða úrslit í bik- arkeppni KKÍ í karlaflokki og í 8-liða úrslit í kvennaflokki í gær- kvöldi. Það er ijóst eftir dráttinn að þijú úrvalsdeildarlið falla úr keppni eftir 16-liða úrslitin. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 að Njarðvík og Keflavík mætast ekki í 16-liða úrslitum en síðustu þijú ár hafa Njarðvíkingar slegið nágranna sína út, strax í fyrstu umferð. ---- Eftirtalin lið drógust saman í karlaflokki: Þór-Tindastóll, Laugdælir-ÍA eða KR, Grindavík-ÍBK-b, ÍBK-Reynir Sangerði, Breiðablik-UMFN-b, Njarðvik-ÍS-b eða ÍS-a, Valur- Haukar, ÍR-Víkveiji eða UÍA. Eftirtalin lið drógust saman í 8-liða úrslitum kvenna: UMFN- UMFT eða ÍS-b, Keflavík-ÍS, Grindavík-ÍR, KR-Haukar. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.