Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 4

Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 B 5 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 9. JANÚAR 1990 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ KARLA Bjargvættimir ábekknum! JULIUS Jónasson og Guðmund- ur Hrafnkelsson, tveir af iítt reyndari landsliðsmönnunum, tryggðu íslendingum sigurá Tékkum, 21:18, íþriðja leik þjóðanna á sunnudaginn. Hvorugur þeirra hefur verið fastur maður f liðinu, og reynd- ar lengst af setið á varamanna- bekknum, en á sunnudaginn, og reyndar í öllum leikjunum, sýndu þeir að þeir eiga fullt erindi íliðið og nýttu tækifæri sín til fullnustu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan síðari hálfleik, er staðan var 7:6, náðu íslendingar góðum kafla, lokuðu markinu í 16 Logi B. Eiðsson skrifar 14:7 og hálfleik. mínútur og gerðu fimm mörk í röð. í leikhléi var staðan 12:6 en mestur varð munurinn sjö mörk, 17:10, snemma í síðari Hinn svokallaði „dauði kafli,“ þegar ekkert gengur upp, lét sig ekki vanta og á tíu mínútna kafla gerðu íslendingar aðeins eitt mark gegn sex mörkum Tékka. Munurinn var þá aðeins tvö mörk' en góður endasprettur tryggði íslendingum nokkuð öruggan sigur, 21:18. „Þetta var góður sigur, vömin var sterk og við náðum góðum hraðaupphlaupum," sagði Júlíus Jónasson, eftir leikinn. „Við sofnuð- um á verðinum í síðari hálfleik en náðum að rífa okkur upp. Það sem við þurfum að laga fyrir heims- meistarakeppnina er sóknarleikur- inn og leikkerfm sem gengu ekki ngou vel,“ sagði Júlíus. Vöm íslenska liðsins var ágæt og greinilegt að Geir Sveinsson hefur góð áhrif á liðið. Júlíus Jónas- son átti góðan leik, í vörn sem sókn, og Kristján Arason átti einnig góð- an leik. Sigurður Gunnarsson stjórnaði leik liðsins lengst af og átti ágætan leik, þrátt fyrir að iila hafi gengið að eiga við líflega vörn Tékka. Geir og Þorgils Óttar opn- uðu vel fyrir félögum sínum og Alfreð Gíslason reyndi fyrir sér á línunni með góðum árangri. Horna- mennimir Guðmundur og Bjarki fengu úr litlu að moða, enda vörn Tékka hreyfanleg og sterk. Einar varði ágætlega og Guðmundur varði fimm af sex vítum Tékka. Júlíus fór á kostum Kristján Arason skoraði 600. markið gegn Tékkum JULIUS Jónasson fór á kostum i leiknum gegn Tékkum á laug- ardaginn er hann skoraði tólf mörk úr þrettán skottilraunum. Skotnýting hans var 92,3%, sem er frábær. Júlfus átti eitt misheppnað skot, en það small á þverslánni á marki Tékka. Júlíus varð fimmtándi landsliðs- maður íslands sem hefur skorað yfir tíu mörk í landsleik, eða frá því að Hermann Gunnarsson skor- aði sautján mörk í landsleik gegn Bandaríkjamönnum á sjöundu hæð í há- hýsi í New York 1966, þar sem íslandingar unnu, 41:19. Kristján Arason er sá leikmaður SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Morgunblaðið/RAX Kristján Arason sem hefur oftast skorað tíu mörk eða fleiri í landsleik, eða níu sinn- um. Hann hefur náð þeim árangri á hverju ári síðan 1982. Skotnýting Júlíusar var hreint frábær í leikjunum þremur gegn Tékkum. Hann skoraði 22 mörk úr 25 skottilraunum, sem er 88% nýt- ing. Júlíus sýndi það í leikjunum að hann er mjög yfirveguð víta- skytta, en í leiknum á laugardaginn skoraði hann níu mörk í jafn mörk- um vítakaöstum. Hann tók fjögur vítaköst á sunnudaginn og skoraði úr þeim öllum. Júlíus hefur tekið miklum fram- förum síðan hann hóf að leika í Frakklandi. Hann hefur þroskaðst og sjálfstraust hans er orðið meira. Kristján Arason náði _ þeim áfanga að skora 600. mark íslands í landsleik gegn Tékkum þegar hann skoraði þriðja mark íslands í landsleiknum á sunnudaginn. Morgunblaðiö/RAX Júlíus Jónason stóð sig best íslensku strákanna í leikjnunum þremur gegn Tékkum. Skotnýting hans var hreint frábær í leikjunum þremur. Hann skoraði 22 mörk úr 25 skottilraunum, sem er 88% nýting. Bogdan Kowalc- zyk, þjálfari, er ekki ánægður með undirbúning islenska liðsins fyrir HM. „Árangur án æfinga er íslensk hugmynd" - segir Bogdan sem eróhress með undirbúning liðsins BOGDAN Kowalczyk, þjálfari íslenska landsliðsins íhand- knattleik, segir að mikið vanti upp á að undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakiu, sé viðunandi. Leikir séu of fáir, of fáar æf- ingar með öllum landsliðs- hópnum og ekkert hafi verið gert í allt sumar. Landsliðið kemur ekki allt saman fyrr en eftir tæpan mánuð og segir Bogdan að það sé of lítill tími til undirbúnings. Við eigum eftir að leika níu landsleiki fyrir heimsmeist- arakeppnina og ég geri ekki ráð fyrir nema átta til níu eðlilegum æfingum fyrir keppni. Það er of lítið og við erum langt að baki öðrum þjóðum hvað það snertir," sagði Bogdan. Gagnrýni um of mikið álag, einkum fyrir Ólympíu- leikana í Seoul svarar Bogdan með því að til þess að ná árangri þurfi æfingar. „Árangur án æfinga er íslensk hugmynd sem margir virðast trúa, en á sér enga stoð í raunveruleik- anum. Við þurfum ekki annað en að líta til Sovétríkjanna, Austur- Þýskalands og Spánar til að sjá það. Þetta eru þjóðir sem æfa miklu meira en við og eru alltaf í fremstu röð. Islendingar byijuðu að leika handknattleik fyrir 60 árum en það eru ekki nema sjö ár síðan þeir fóru að ná árangri á heimsmælikvarða, og það var eingöngu vegna æfinga. Tengslin milli áhugamennsku og atvinnumennsku eru að sumu leiti óskýr. En í handbolta eru þau greinileg. Áhugamennirnir eru í C-riðli og verða alltaf í C-riðli. Til þess að halda okkur í fremstu röð verðum við að æfa eins og atvinnumenn. Við æfðum vel fyrir Ieikina gegn Tékkum og það meiddist enginn í þremur leikjum. Ef við hefðum ekki æft fyrir þessa leiki hefðum við líklega þurft eink- aspítala," segir Bogdan. Frammistaða Guðmundur Hrafnkelssonar í síðasta leiknum vakti athygli. Hann varði fimm vítaköst en fékk þó ekkert að spila. „í heimsmeistarakeppni þurfum við tvo markverði og Ein- ar hefur verið markvörður númer eitt hjá okkur. Hann er að ná sér eftir erfið meiðsli og þarf að fá leikæfingu. Eg tel það afar mikil- vægt að hjálpa honum af stað til þess að við getum stillt upp tveim- ur sterkum markvörðum í Tékkó- slóvaíu," sagði Bogdan. Bogdan segir að úrslitin úr leikjunum þremur við Tékka hafi verið viðundandi. „Það var gott að fá þessa leiki og þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem landslið- ið kemur saman. En það er mikil vinna framudan og margt sem þarf að laga.“ Morgunblaðið/Einar Falur Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði skoraði samtals þrjú mörk í leikjunum gegn Tékkum. Þorgils Óttar: Þurfum að laga ýmislegt Það er ágætt að vinna Tékka tvisvar f þremur leikjum en okkur vantar samæf- ingu í sóknina og hún var of tilviljunarkennd í þessum leik. Það jákvæða við leikinn var frammistaða Júlíusar og Guðmundar," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Við þurfum að laga ýmislegt og verðum að nýta vel þann stutta tíma sem við höfum fram að heimsmeistarakeppninni," sagði Þorgils. Púðurskot dugðuekki gegn Tékkum Stórskyttur íslands brugðust þegarTékkarnáðuvinna, 20:22 EINHÆFUR sóknarleikur og slakur varnarleikur varð íslenska landsliðinu að falli þegar Tékkar lögðu íslendinga að velli, 22:20, í Laugardals- höllinni á laugardaginn. „Það er greinilegt að það þarf ýmis- legt að lagfæra. Það er mikil vinna framundan," sagði Júlíus Jónasson, sem skoraði tólf mörk fyrir íslenska liðið. „Þó svo að leikmenn hafi leikið saman í mörg ár, er liðið ekki í nægilegri leikæf ingu um þessar mundir. Menn eru ekki tilbúnir að Ijúka sóknum á rétt- um augnarblikum." Það var sóknarleikurinn sem var í molum í leiknum. Leikstjórn- andinn Sigurður Gunnarsson var lítið sem ekkert notaður og voru gerðar ýmsar til- SigmundurÓ. raunir í leikstjórn. Steinarsson Sóknarieikurinn var skrifar afar fálmkenndur og einkenndist hann af því að leikmenn reyndu að troð- ast inn á miðjunna er þeir áttu ekki svar við varnarleik Tékka, sem léku með „Indjána“ til að trufla sóknaraðgerðir íslendinga. Langskytturnar brugðust Langskytturnar brugðust. Bæði var skorað fá mörk með langskotum og þá áttu skytturnar aðeins tvær línusendingar í leiknum. Þá fyrstu eftir 45. mín., er Kristján Arason sendi knöttinn inn á Þorgils Óttar Mathiesen, sem fiskaði vítakast. Þorgils Óttar fiskaði einnig vítakast er Alfreð Gíslason átti sendingu á hann á 52. mín. Hornamenn fengu litla aðstoð frá skyttunum og voru ekki með á nótunum. Þrisvar var reynt skot úr horni og aðeins eitt þeirrá heppnaðist. Bjarki Sigurðs- son skoraði úr homi, en Guðmundur Guðmundsson lét veija frá sér og Valdimar Grímsson skaut fram hjá marki. Nýting langskyttnanna í leiknum var aðeins 41,6%. Fimm mörk voru skoruð úr tólf Iangskotum. ■Héðinn Gilson skoraði úr tveimur langskotum, en skaut einu sinni framhjá. ■Júlíus Jónasson skoraði úr einu langskoti, en eitt skot hans fór í þverslá. ■Sigurður Gunnarsson skoraði úr einu langskoti, en eitt var varið og annað fór framhjá. ■Kristján Arason skoraði úr einu langskoti í fyrri hálfleik, en tvö skot hans voru varin á lokamínútum leiksins. ■Alfreð Gsilason reyndi eitt lang- skot í byijun leiksins, en það var varið. Eins og sést á þessu þá náðu skytturnar okkar sér ekki á strik í leiknum. Ekki þýðir að bjóða upp á púðurskot þegar út á vígvöllinn er komið. ISLAND - TÉKKÓSLÓVAKÍA 21:18 Nafn Skot Mörk Knetti náð Knetti glatað Feng. vrti Línus. Skot- nýting Guðmundur Hrafnkelsson 5/5 EinarÞorvarðarson 13 Héðinn Gilsson 2 1 0°/o Alfreð Gíslason 3 3 1 100% JúlíusJónasson 9/4 7/4 1 1 1 1 77% Guðmundur Guðmundsson 2 1 1 0% Þorgils Óttar Mathiesen 2 0% Bjarki Sigurðsson 2 2 3 2 100% Sigurður Gunnarsson 2 2 2 100% GeirSveinsson 1 1 2 100% Kristján Arason 9/2 6/2 2 2 0 0 66% i ÍSLAND - TÉKKÓSLÓVAKÍA 20:22 I Nafn Skot Mörk Knetti náð Knetti glatað Feng. víti Línus. Skot- nýting Guðmundur Hrafnkelsson 5 Einar Þorvarðarson 5 Héðinn Gilsson 3 2 1 1 50% Alfreð Gíslason 2 1 3 2 1 50% Júlíus Jónasson 13/9 12/9 1 85,7% Guðmundur Gúðmundsson 1 1 0% Þorgils Óttar Mathiesen 1 3 100% Bjarki Sigurðsson 3 2 1 50% Sigurður Gunnarsson 3 1 1 25% ValdimarGrímsson 2 2 0% Kristján Arason 4 2 1 3 2 28,5% HANDKNATTLEIKUR / KONUR Morgunblaðið/Bjarni Inga Lára Þórisdóttir fær hér óblíðar viðtökur hjá finnsku stúlkunum en lét þær þó ekki stöðva sig og skömmu síðar lá boltinn í netinu hjá Finnum. Bambir sátt- ur við úrslitin SIGUR og jafntefli voru upp- skera íslenska A- og B-lands- liðsins eftir leiki við Finna um helgina. A-landsliðið sigraði Finna 17:14 á laugardag og á sunnudag lauk viðureign B- liðsins og þeirra finnsku með jafntefli 14:14. Þrátt fyrirað ýmislegt hafi farið miður hjá íslensku stúlkunum í leikjun- um voru margir Ijósir punktar og Slavko Bambir, landsliðs- þjálfari, var sáttur við úrslitin. Finnska liðið hefur æft stíft undanfarið eitt og hálft ár og stef nir hátt í næstu C-heims- meistarakeppni þarsem ís- land verður einnig meðal keppenda. Það var allt í járnum framan af í leik A-liðsins og Finna og leikmönnum gekk erfiðlega að finna leiðina í markið. íslensku stúlkurnar sigu fram úr rétt fyrir leikhlé og leiddu þá 8:5. 1 byijun síðari hálfleiks kom góður leikkafli hjá íslenska liðinu og allt virtist stefna í stóran sigur, en munurinn var orðinn 7 mörk þegar allt hrökk í baklás í sóknarleiknum. Finnska liðið gekk á lagið en það var of seint og öruggur sigur íslands var í höfn. Katrin Friðriksen skrifar Varnarieikur íslenska liðsins var mjög góður og Fjóla Þóris- dóttir varði vel á köflum. Sóknar- léikurinn var hins vegar slakur og þar virðist skortur á samæf- ingu há liðinu, en Slavko Bambir, landsliðsþjálfari, er með ungt og óreynt lið í höndunum og engin ástæða til annars en bjartsýni. Inga Lára Þórisdóttir og Ragn- heiður Stephensen voru atkvæða- mestar með 4 mörk hvor. Guðný Gunnsteinsdóttir og Ósk Víðis- dóttir skoruðu 2, og Arna Steins en, Svava Baldvinsdóttir og Kátrín Friðriksen gerðu hver eitt mark. í finnska liðinu þær Pasan- en og Ekebon bestar. Þær ungu náðu jaf ntefli Unglingalandslið íslands lék B landsleik við Finnana og stóðu stúlkurnar vel fyrir sínu. Leikur- inn fór rólega af stað en smám . saman náðu Finnar yfirhöndinni á vellinum. Þar munaði mest um lélega nýtingu íslensku stúlkn- anna, en þær voru iðnar við að láta finnska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Finnsku stúlk- urnar höfðu fjögurra marka for- skot í leikhléi, 5:9, en náðu ekki að fylgja því eftir og baráttuglað- ar heimastúlkur jöfnuðu metin rétt fyrir leikslok. Halla Helgadóttir var marka- hæst íslensku stúlknanna með 5 mörk, en hún var mjög örugg vítaskotunum. Heiða Erlingsdótt- ir skoraði 3, Elísabet Þorgeirs dóttir og Þórunn Garðardóttir gerðu tvö mörk hvor og Sigríður Snorradóttir og Herdís Sigur- bergsdóttir sitt markið hvor. Eke bon og Pasanen skoruðu 4 mörk hvor fyrir finnska liðið. L-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.