Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 2
2 B i!í/,■ i j ,,,,,mrrrrmm (|1(t ]cr ,r. MORGUNBIAÐIÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDÁGUR 9. JANÚAR 1990 David Grissom átti stórleik að þessu sinni, hann skoraði 47 stig og þar af voru 8 þriggja stiga körfur. Örlygssonar og Bo Heidens, og saxa á forskot KR-inga. Með harðfylgi tókst' porðanmönnum að jafna leik- inÁ og ná forystu, 46-45, þegar hálf áttunda mínúta voru eftir af honum. „Strákar, við verðum að halda haus,“ sagði Axel Nikulásson við félaga sína úr KR þegar hér var komið sögu. Fóru KR-ingar að ráð- um hans og tóku sér tak. Reyndu þeir að leika yfirvegað og leita fyr- ir sér í stað þess að flýta sér. Gekk það eftir og munaði mikið um góð- an leik Guðna Guðnasonar sem lyfti sér upp úr meðalmennskunni á lok- amínútunum og skoraði þá sex mik- ilvæg stig. Fátt gladdi augað í leiknum og lítilí kraftur var í liðunum. Líklega eru það eftirköst jóla- og áramóta- steikarinnar því bæði geta mun betur. Stigin voru ótrúlega fá og segir það mikið um gæði leiksins. ■ Stigaskor, ein- kunnagjöf og staðan /B6 KORFUBOLTI / URVALSDEILD „Erum í sjö- unda himni“ - sagði David Grissom eftiríyrsta sigur Reynis í úrvalsdeildinnni „OKKUR hefur gengið vel á æfingum að undanförnu en ég átti samt ekki von á sigri gegn Valsmönnum og við erum því í sjöunda himni," sagði David Grissom þjálfari og leikmaður Reynis í Sandgerði, eftir að lið hans hafði öllum á óvart sigrað Valsmenn 95:83 á heimavelli á sunnudaginn. í hálfleik var staðan 48:43. Þetta var fyrsti sigur Reynis í úrvalsdeildinni og hann er merkilegur fyrir þær sakir að liðið mætti aðeins með 8 leikmenn til leiks og tóku all- ir þátt í leiknum nema einn. Valsmenn voru heillum horfnir í leiknum. Trúlega töldu þeir Sandgerðinga auðveida bráð, en annað kom á daginn því þeir voru mggBBH aðeins sýnd veiði, en Björn ekki gefin. Reynis- Blöndal menn með David skrifar Grissom í broddi fylkingar náðu f ljót- lega yfirhöndinni og með skynsam- legum leik tókst þeim að halda for- skotinu til leiksloka. Grissom átti stórleik að þessu sinni, hann skor- aði 47 stig og þar af voru 8 þriggja stiga körfur. Undir lokin var talsverð harka í leiknum. Á mikilvægum augnablik- um létu Valsmenn skapið hlaupa með sig í gönur, enda virtust þeir þola mótlætið ákaflega illa. Þeir fengu dæmd á sig ein 5 tæknivíti á síðustu mínútum fyrir óprúð- mannlega framkomu. Stórsigur ÍBK á ÍR Keflvíkingar unnu stórsigur á ÍR-ingum í Keflavík á sunnu- dagskvöldið og urðu lokatölur leiks- ins 121:87 heimamönnum í vil - eða Bjöm Blöndal skrifar 34 stiga munur! í hálfleik var staðan 53:39 og skoruðu þeir Guðjón Skúla- son og Sigurður Ingimundarson meira en helming stiga ÍBK. IR-ingar héldu í við heimamenn aðeins á fyrstu mínútunum, en þá fór að draga í sundur og gerðu heimamenn þá 15 stig gegn aðeins einu komust þar með í 24:13 og eftir það varð eftirleikurinn auð- veldur. Aðeins spuming um hversu stór sigurinn yrði og hve mörgum stigum umfram 100 liðið næði að skora. Keflvíkingar hafa leikið vel á heimavelli sínum að undanfömu og hafa rúllað andstæðingum sínum upp. ÍR-ingar hittu fyrir ofjarla sína að þessu sinni og verða að bæta leik sinn verulega ef þeim á að ta- kast að hitta Keflvíkinga í fjöru. KR-ingar héldu haus KR-ingar héldu haus á lokamín- útum viðureignar sinnar við lið Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, sem fram fór í íþróttahús- inu á Seltjamarnesi í fyrrakvöld. Unnu KR-ingar með 56 stigum gegn 51 eftir spennandi lokamín- útur en í hálfleik var staðan 35-23 fyrir vesturbæjarliðið. KR-ingar höfðu lengst af um 10 stiga forystu og ekki var mótspym- an frá norðanmönnum mikil í fyrri hálfleik, sem var fremur slakur af beggja hálfu og broddlítill. Um miðjan seinni hálfleik tókst Tinda- stólsmönnum hins vegar að rífa leik sinn upp, sérstaklega með góðri samvinnu Vals Ingimundar, Sturla Ágúst Ásgeirsson skrífar ÍÞRÚMR FOLK ■ / LEIK Reynis og Vals í úrvals- deildinni í körfuknattleik í Sand- gerði á sunnudaginn skráði ritarinn í fyrri hálfleik einu stigi meira á Valsmenn en þeir Bjöm áttu. Stigið fékk Blöndal Magnús Matthías- skrifar son fyrjr ag skora úr vítaskoti þegar hann hitti ekki. Þetta kom þó ekki að sök að þessu sinni sem betur, en eigi að síður alvarlegt mál því þetta er ekki í fyrsta sinn sem mis- tök af þessu tagi eiga sér stað í Sandgerði. Þá var David Grissom skrifaður fyrir 47 stigum í leiknum, en hann skoraði 43 stig og Sveinn H. Gíslason sem var með 14 stig skoraði 18 stig með réttu. ■ VÍKVERJI lék við UMFB í Bol- ungarvík í 1. deild karla á laugar- daginn. Leikmenn Víkverja voru enn fyrir vestan í gær þar sem ekki hafði verið flugfært til ísa- fjarðar síðan á laugardag. MLEIK Þórs og UMFN í úrvals- deildinni, sem fram átti að fara á Akureyri á sunnudagskvöld, var frestað þar sem Njarðvíkingar komust ekki norður vegna veðurs. H DINAMO Búkarest fær að halda áfram í Evrópukeppni félags- liða í knattspyrnu, þrátt fyrir að liðið hafi skipt um nafn og heiti nú Unirea. Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, hafði hafnað ósk Din- amo um nafnskipti en snerist hug- ur, „enda gert vegna einstakra og ófyrirsjánlegra atburða," var haft eftir_ forsvarsmönnum UEFA. ■ / GREIN um Heimi Guðjóns- son í Iaugardagsblaðinu var rang- lega sagt að hann hefði verið markahæsti leikmaður KR í fyrra. Það var Pétur Pétursson sem gerði flest mörk fyrir liðið í fyrra. H ALÞJÓÐA lyftingasambandið hefur staðfest ævilangt bann Dean Willey vegna lyfjtöku. Willey, sem sigraði í sínum þyngdarflokki á Samveldisleikunum 1982, hlaut bannið eftir að hafa fallið á lyfja- prófi á móti í október. Hann áfrýj- aði dómnum en án árangurs. Morgunblaðið/Bjarni KR-ingar áttu í mesta basli með að vinna Tindastól í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi á sunnudagskvöld. Hér reynir Hörður Gauti Gunnarsson að stela knettinum af einum leikmanni Tindastóls. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Meistaramir komnir á skrið Detroit Pistons í efsta sæti Austurdeildarinnar MEISTARARNIR í NBA-deild- inni eru komnir á skrið eftir frekar slæma byrjun. Liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unniðfimm síðustu leiki sína. í Vesturriðlinum er Los Angeles Lakers f efsta sæti og hefur góð frammistaða Júgó- slavans Vlade Divacs vakið at- hygli. Detroit sigraði Indiana í frábær- um leik, 122:109, og fylgdi sigrinum eftir með því að leggja New York Knicks að velli, 117:106. Isiah Thomas og Joe Gunnar Dumars fóru á kost- Valgeirsson um en þeir hafa ver- skrifarfrá ið sterkustu menn Bandaríkjunum liðsins f vetur. Þetta var annar tapleikur New York í röð en liðið hafði unnið 12 heimaleiki í röð, áður en það beið lægri hlut fyrir Seattle á miðvikudaginn. Boston Celtics á enn í erfiðleikum og liðið tapaði mjög óvænt fyrir Los Angeles Clippers í Boston, 105:114. LA Clippers, sem hefur verið kallað „brandarinn í NBA- deildinni," sökum þess hve lélegt liðið er, hafði ekki sigrað í Boston Garden í tíu ár. Það var ekki til að bæta úr skák að Larry Bird meiddist og þjálfari Boston, Jimmy Rodgers var vikið úr húsi fyrir að áreita dómara. Hann fékk svo eins leiks bann ogþúsund dollara sekt. LA Clippers tapaði svo fyrir New York, eða öllu heldur Patrick Ew- ing, á sunnudaginn, 109:110, eftir framlengdan leik. Ewing var allt í öllu hjá New York, gerði 44 stig, tók 14 fráköst og varði sjö skot. í vestur-deildinni er LÁ Lakers enn í efsta sæti og liðið vann yfir- burðasigur á Miami Heat, 132:92. Vlade Divac átti mjög góðan leik, gerði 21 stig og tók 14 fráköst, þrátt fyrir að leika aðeins í rúmar 20 mínútur. San Antonio kemur á hæla Lak- ers en liðið sigraði Minnesota um helgina. Það var 21. sigur liðsins í 28 leikjum en í fyrra vann liðið 21 leik af 82. Sacramento hefur gengið illa í síðustu leikjum og um helgina var þjálfari liðsins, Jerry Reynolds, rek- inn. Dick Motta, fyrrum þjálfari Dallas, tók við starfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.