Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞEŒUUDAGUR 9. JANÚAR 1990 B 3 HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ „ÞAÐ var sannarlega gaman að vinna sænskan titil og ekki skemmdi fyrir að mér gekk mjög vel í úrslitaleiknum," sagði Þorbergur Aðalsteinsson við Morgunblaðið, en hann varð bikarmeistari með Saab í handknattleik á laugardag, er liðið vann Lugi 19:18 í æsi- spennandi úrslitaleik, sem fram fór á heimavelli Lugi í Lundi. orbergur gerði sjö mörk og var óspart hrósað í sænskum íjöl- miðlum — sigurinn sagður vera fyrst og fremst honum að þakka. Saab er frá Linköping og í Corre- spondenten, útbreiddasta blaðinu þar, er heilsíðu grein um Þorberg og í forystugrein blaðsins er sagt að hann sé einn af vitringunum þremur, sem hafi komið Saab á efsta stall. „í guðatölu" „Það átti enginn von á okkar sigri og maður er nánast í guða- tölu,“ sagði Þorbergur og bætti við að í veðbönkunum hefði sigur Lugi gefið 1,10 skr. fyrir hverja krónu, en 2,50 skr. fyrir sigur Saab. Dreg- ið var um leikstað og voru allir áhorfendur í þéttskipaðri höll í Lundi á bandi heimamanna. Jafnræði var með liðunum til að byija með, en Saab var yfir í hálf- leik, 12:10. Lugi komst í 15:13, ,en Saab náði aftur undirtökunum, var yfir 17:16, 18:17 og 19:17. „Þeir skoruðu 18. markið, er tæpar þrjár mínútur voru til leiks- loka og allt var á suðupunkti. Okk- ur tókst að halda boltanum lengst af, en mörkin urðu ekki fleiri,“ sagði Þorbergur, sem nú leikur sitt fimmta tímabil með Saab og hefur átt stóran þátt í að breyta Saab úr miðlungsliði í 1. deild í topplið í úrvalsdeildinni. „Toppurinn" „Þetta er toppurinn hjá mér hér í Svíþjóð og minnir óneitanlega á byijun velgengnisáranna með Víkingi fyrir 10 árum,“ sagði Þor- bergur, en hann var í fyrsta Islands- meistaraliði Víkings 1975 og einn af burðarásum liðsins áður en hann hélt til Svíþjóðar, þar sem hann ráðgerir að ljúka háskólaprófi í við- skiptafræði og stjórnmálum um næstu áramót. Saab er í 3. sæti í úrvalsdeild- inni, en þar á eftir að leika 10 umferðir, þar af átta á næstu íjór- um vikum. „Við stefnum á að kom- ast í fjögurra liða úrslitakeppnina og ef það tekst, getur allt gerst,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrver- andi, sem varð síðast bikarmeistari 1984 — með Víkingi. BADMINTON / SKOTLAND Broddi í undanúrslit Broddi Kristjánsson komst í undanúrslit í einliðaleik á alþjóðlegu boðsmóti í Glasgow um helgina, en tapaði fyrir Chris Bruil frá Hollandi, þar sem oddatölu þurfti til að skera úr um úrslit. Bruil vann svo landa sinn, Dalm, auðveldlega í úrslitum. Guðmundur Adolfsson keppti einnig, en tapaði fyrir Kevin Scott frá Skotlandi í 16 manna úrslitum. í tvíliðaleik töpuðu Broddi og Guðmund- ur fyrir skosku pari í 16 liða úrslitum. Minnir á bytjun velgengn- isáranna með Víkingi - sagði ÞorbergurAðalsteinsson, sem tryggði Saab sænska bikar- meistaratitilinn í handknattleik Morgunblaðið/Peter Menzel Þorbergur Aðalsteinsson var maðurinn á bak við sigur Saab í bikarkeppninni, gerði sjö mörk í úrslitaleiknum og er hælt á hvert reipi í sænskum fjölmiðlum. BLAK / ÍSLANDSMÓTIÐ || HANDKNATTLEIKUR Sigurganga meistara Víkings stöðvuð Islandsmeistarar Víkings í kvennaflokki léku tvo leiki úti á landsbyggðinni um helgina, töpuðu fyrir KA á Akureyri og Þrótti í Neskaupstað, en eru Guðmundur enn í efsta sæti Þorsteinsson kvennadeildarinnar skritar með 12 stig eins og KA. Víkingur hefur unnið 22 hrinur og tapað 10, en KA hefur unnið 20 hrinur og tapað 10. Víkingsstúlkurnar, sem nýverið hafa misst landsliðskonuna Bimu Þórhallsdóttur, sem farin er utan til náms, mættu með þunnskipað lið í leiki helgarinnar. Lið KA, sem hefur verið í mikilli sókn í vetur, vann verðskuldað 3-2 (16-14, 9-15, 15-13, 10-15, 15-8) með Særúnu Jóhannsdóttur fremsta í flokki. Sömu úrslit urðu gegn Þrótti, þar sem heimastúlkur unnu í köflóttum leik (15-17, 6-15, 15-10, 11-15, 17-16). KA átti ekki í erfiðleikum með HK og vann 3-0 (15-6, 15*12, 15-3). Öruggt hjá KA í karlaflokki íslandsmeistarar KA í karla- flokki sýndu þó nokkra yfirburði gegn piltunum úr Kópavogi um helgina og sigmðu HK örugglega 3-0 (15-3, 15-5, 15-11). Geir Hlöð- versson, uppspilari, lék með HK á ný eftir nokkurt hlé og á örugglega eftir að styrkja liðið í komandi leikj- um. HK er með sex stig, en KA 14 að loknum átta leikjum. HSK gerði góða ferð til Neskaup- staðar og vann 3-2 (15-7, 13-15, 9-15, 15-7, 15-13) í miklum bar- áttuleik. í úrslitahrinunni komust Þróttarar, sem söknuðu tilfinnan- lega ívars Sæmundssonar, er á við meiðsli að stríða, í 13-11, en tókst ekki að ljúka dæminu og Laugvetn- ingar fóru með sigur af hólmi. Þeirra bestir voru Sigfinnur Vig- gósson og Bjarki Guðmundsson. Leik Fram og ÍS var frestað vegn þess að láðst hafði að boða dóm- araparið! Sovétmenn ósigrandi? Alexandr Tutsjkín var markahæst- ur í úrslitaleiknum. í kvöld Fjórir leikir verða. í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir kl. 20. Hlíðarendi.......Valur-ÍBK Njarðvík...........UMFN-KR Sauðárkrókur .UMFT-Haukar Seljaskóli.........ÍR-UMFG Sovétmenn sigruðu á fjögurra landa handknattleiksmóti sem fram fór á Spáni um helgina. Liðið vann alla sína leiki nokkuð auðveld- lega og skoraði yfir 30 mörk í hveijum leik. Sovéska liðið sigraði Spánveija í úrslitaleik mótsins, 34:31. Sviss varð í þriðja sæti og Pólland í fjórða. Það er samdóma álit allra hand- knattleiksmanna hér á Spáni að Sovétmenn eru með lang besta handknattleikslið heims um þessar mundir og nánast ósigrandi. Liðið leikur eins og vel smurð vél bæði í vörn og sókn. Hraðaupphlaup þeirra eru sérstaklega vel útfærð og það er ótrúlegt að sjá þessa tveggja metra leikmenn ráða yfir svo_ mikla hraða. Úrslit leikjanna í móti voru sem hér segir: Spánn — Sviss............18:17 Sovétríkin — Pólland.....33:22 Spánn — Pólland..........24:19 Sovétríkin — Sviss..........33:22 Pólland — Sviss.............22:22 Spánn — Sovétríkin..........31:34 Úrslitaleikurinn var vel spilaður og héldu heimamenn f við „sovéska björninn" fram í byijun síðari hálf- leiks. Staðan í leikhléi var 18:15 fyrir Sovétríkin sem komust síðan í 22:15 og þá voru úrslitin ráðin. Alexandr Tutsjkín var markahæst- ur í úrslitaleiknum með 8/5 mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð allan leikinn. Atavin og línumaður- inn, Jurí Nesterof, komu næstir með 7 mörk. Serrano var marka- hæstur Spánveija með 8/6 mörk og Cabanas og línumaðurinn ungi, Luison, komu næstir með 5 mörk. Sovétmenn voru án Alexandr Karstsjakevítsj, sem var með flensu. Pólski leikmaðurinn Bogdan Wenta var markahæsti leikmaður mótsins og Rico, markvörður Spán- veija, var kjörinn besti markvörður mótsins. FráAtla Hilamarssyni á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.