Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 2
2 6 MORGUNBLAÖIÐ ÍÞRÓTTIRmÐ.mAGXm ‘*13. 'FÉBflÚAR 1990 „Magic" iohnson var kjörinn besti ,maður Stjörnuleiksins. Enneinn sigur Austur- deildar Hefur sigrað í 26 Stjörnuleikjum. Magic fékk síðasta titilinn í safnið AUSTURDEILDIN vann 26. sig- ur sinn í Stjörnuleik NBA-deild- arinnar um helgina í Miami. Austurdeildin sigraði Vestur- deildina 130:113 en þetta var 40. viðureign liðanna. Yfirleitt eru gerð mun fleiri stig í stjömuleikjum og veðbankar í Las Vegas gerðu flestir ráð fyrir því að liðin myndu gera a.m.k. 270 stig. En að þessu Gunnar sinni var varnarleik- Valgeirsson urinn í fýrirrúmi. skrifarfrá Lið Austurdeild- Bandaríkjunum arinnar nfiði snemma forystunni og hafði þrettán stiga forskot í leikhléi, 65:52. Mun- urinn jókst í síðari hálfleik og varð mestur 23 stig, 91:68. Vesturdeild- in náði að minnka muninn í níu stig þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka en góður enda- sprettúr tryggði Austurdeildinni öruggan sigur. Charles Barkley gerði síðustu körfu leiksins. Þegar fimm sekúndur voru til leiksloka fékk hann boltann rúma tíu metra frá körfunni og beið þartil ein sek- únda var eftir. Þá Ioks skaut hann, beint ofaní. Magic Johnson frá Lakers var kjörinn maður leiksins, í fyrsta sinn, en hann gerði 22 stig. Þetta var eini titillinn sem Magic átti eftir að vinna en hann hafði unnið til allra mögulegra verðlauna í NBA- deildinni. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem maður leiksins er ekki í sigurliði. Michael Jordan og Charles Barkley voru stigahæstir í liði Austurdeildarinnar með 17 stig hvor. Creg Hodges frá Chicago sigraði > þriggja stiga keppninni, gerði 19 körfur á einni mínútu en Reggie Miller frá Indiana gerði 18. í troðslukeppninni sigraði Dominique Wilkins frá Atlanta öðru sinni en hann vann Kenny Smith frá Sacra- mento í úrslitum. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Vamarieikurinn sterkur STERKUR varnarleikur var aðal íslensk landsliðsins þegar það vann auðveldan sigur á Rúm- enum, 24:20, í fyrstu viðureign þjóðanna að þessu sinni á sunnudagskvöld. Þrátt fyrir að leikur íslenska liðsins hafi verið köflóttur, féll liðið aldrei niður á lágt plan. Góður stöðugleiki var í leik liðsins, sem á eftir að styrkjast fyrir heimsmeist- arakeppnina íTékkóslóvakíu. Sigurður Gunnarsson lék mjög vel sem leikstjómandi og leyfði sér ýmsa skemmtilega hluti sem heppnuðust. Línusendingar hans voru góðar og þá SigmundurÓ. skoraði hann þijú Steinarsson mörk með öflugum skn,ar langskotum. Guð- mundur Hrafnkels- son varði vel í leiknum og þá var Þorgils Óttar Mathiesen sprækur á línunni. Kristján Arason og Alfreð Gíslason brugðust ekki. Það vakti mikla athygli að þeir Vasili Stinga og Maricel Voinea varu lítið sem ekkert notaðir hjá Rúmenum, sem eru ekki eins sterk- ir og áður. Morguriblaöið/Einar Falur Sigurður Gunnarsson þrumar í gegnum rúmensku vömina í leiknum á sunnudagskvöldið. ísland - Rúmenía 24 : 20 Laugardalshöllin. Vináttulandsleikur í handknattleik, sunnudagur 11. febrúar 1990. Gangur Ieiksins: 0:1, 1:1, 5:5, 7:7, 10:7, 10:9, 11:9. 11:10, 13:10, 16:11, 17:13, 19:14, 20:16, 22:10, 24:20. ísland: Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Alfreð Gíslason 5/2, Sigurður Gunnarsson 3, Valdimar Grímsson 1, Jakob Sigurðsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1, Héðinn Gilsson, Óskar Ármannsson, Guðmundur Guðmundsson, Geir Sveins- son. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13 (þar af þijú skot er knötturinn fór aftur til mótherja). Leifur Dagfinnsson. Utan vallar: Tíu mínútur. Rúmenía: Berbece 5/3, Dumitru 5, Mocanu 4, Neagu 3, Ghimes 2, Zaharia 1. Varin skot: Cocuz 14 (þar af sjö skot er knötturinn fór aftur til mótheija). Utan vallar: Tvær mínútur. Dómarar: Jan Rudinsky og Anton Mosa frá Tékkóslóvakíu. Áhorfendur: 1.500. KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík burstadi ÍS Keflavíkurstúlkurnar áttu ekki í vandræðum með ÍS í bikarkeppninni í körfuknattleik. Þær unnu stórsigur, 79:30, í Keflavík á sunnudags- kvöldið. ÍS-stúlkurnar áttu afspyrnulélagan leik og léku langt undir getu, en Keflavíkurliðið lék mjög vel. Anna María Sveinsdóttir stóð sig vel í annars jöfnu liði Keflavíkur. Hún setti 28 stig. Björg Haf- Vanda steinsdóttir stóð að vanda fyrir sínu og setti 20 stig. Sigurgeirsdóttir Hafdís Helgadóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Vigdís Þór- skrifar isdóttir voru stigahæsta hjá IS með sex stig. Fresta varð leik Hauka og KR, sem átti að fara fram á laugardaginn. RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, sigraði 1100 og 200 stiku [yardj bringusundi og varð önnur í 200 stiku fjórsundi á móti milli Alabama- og Georgíuháskóla um helgina. Ragnheiður synti 200 stiku bringusund á 2.17,22 mínút- um, 100 stiku á bringusund á 1.04,26 mín. og 200 stiku ij'órsund á 2.06,26 mín. Hún bætti fyrri ár- angur sinn í 200 stiku bringusundi um tæpar fimm sekúndur og í 100 um eina sekúndu. Keppt var í 25 metra braut. Þess má geta að ein stika er 0,914 metrar. Guðmundur Árnason, hjá Sund- sambandi íslands, sagði að þessir tímar væru líklega betri en Islands- met hennar. „Það er þó alltaf erfitt að bera saman stikur og metra,“ sagði Guðmundur. Ragnheiður Runólfsdóttir. SUND Ragnheiður bætir sig verulega í bringusundi HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Stjaman missti dýrmætstigí toppbaráttunni STJARNAN missti af dýrmæt- um stigum ítoppbaráttunni er liðið tapaði fyrir Val á laugar- dag. Eftir spennandi lokamín- útur urðu lokatölur leiksins 21:20 þeim rauðklæddu í vil. Framstúlkur hafa því fjögurra stiga forskot í deildinni, en mótið er langt frá því að vera búið og allt getur enn gerst. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn framan af. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu Valsstúikur yfirhöndinni og voru yfir í leikhléi 10:7. Valsstúlkur Katrin mættu ákveðnar Friöriksen leiks í síðari hálfleik skrifar og yjrtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. Þá breytti Stjarnan varnar- leik sínum og það gafst þeim vel. Þær náðu að breyta stöðunni úr 16:11 í 19:19 og voru lokamínútur leiksins mjög spennandi. Valsstúlk- ur voru þó sterkari á endasprettin- um og unnu verðskuldaðan sigur 21:20. Berglind Ómarsdóttir, línuspilar- inn sterki hjá Val átti góðan leik og þá var Katrín Friðriksen at- kvæðamikil. Valsliðið lék raunar allt vel að undanskildum fyrrnefnd- um kafla í síðari hálfleik. Hjá Stjörnunni var Ragnheiður Steph- ensen langmarkahæst en hún er mjög örugg í vítaskotunum. Guðný Gunnsteinsdóttir átti líka góðan leik á línunni. ■ Úrslit/B 6 Morgunbtaöið/Einar Falur Guðrún Kristjánsdóttir, Vai svífur hér inn af línunni og skorar eitt þriggja marka sinna gegn Stjörnunni. Guðný Guðnadóttir, Stjörnustúlka er greinilega ekki ánægð með gang mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.