Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 10. MARZ 1990
Fólkió mitt
er komid til byggda
sem allir vita um ísland er Vigdís
forseti. Allir þekkja hana.
Það sem ég mála er minn einka-
heimur og það eina sem ég á til í
þessari veröld. Hann nægir mér til
að mála og ég læt engan segja mér
fyrir verkum, eða taka hann frá
mér. Maður þarf ekkert að ferðast
og drekka í sig alla list heimsins
til að tjá sinn eigin heim. Hann er
á sínum stað. Þú gætir skilið mig
eftir í Öskjuhlíðinni f þrjú ár og ég
gæti málað endalaust þaðan. En
eftir þijú ár yrði ég lfklega búin
að fá nóg,“ segir Karólína hlægj-
andi.
Hefurðu alltaf unnið með olíu og
vatnsliti jöfnum höndum?
„Já, veistu, ég hélt alltaf að
maður ætti að gera þetta allt. Ég
vissi lengi vel ekki að myndlistar-
menn velja sér gjarnan eina grein
til að vinna í. En ég vinn ekki við
allar greinar í einu, heldur tek ég
lotur í vatnslitunum, síðan í olíunni
eða ristunum; loka mig inni í
bílskúmum mínum sem ég hef
breytt í stúdíó og vinn. Þegar ég
kem aftur til Englands ætla ég að
halda áfram í ristunum og vinna
bæði í dúk og tré. Ég hef unnið
við ætingar, en held að risturnar
eigi mikið betur við mig.“
Viðtal ssv
Hætta á að
píanóleikarar einangrist
Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari lauk masters-
námi frá City University
of London síðastliðið haust
og er búin að dvelja hér á
Islandi þar sem hún hefur
fengist við ýmis störf. Á
miðvikudaginn hélt hún
sína fyrstu einleikstón-
leika hérlendis í tvö ár í
Hafnarborg og á mánu-
daginn ætlar hún að end-
urtaka Ieikinn á Kjarvals-
stöðum. Tónleikarnir eru
haldnir á vegum EPTA,
Evrópusambands píanó-
kennara.
Nína Margrét lauk
masters náminu í
London með því að
skrifa tvær rit
gerðir og var önnur þeirra
heimildarritgerð um íslenska
píanótónlist.
„Það hefur ekkert verið
skrifað um íslenska píanótón-
iist og því lá vel við að taka
það efni,“ segirhún. „En ég
komst líka fljótt að því að það
var ekki mikið til af heimild-
um og því varð ég að nota
óbeinar heimildir eins og
blaðagreinar og viðtöl við tón-
skáldin. Bergljót Jónsdóttir
hjá Islenskri tónverkamiðstöð
Iánaði mér síðan allar nótur
af íslenskum verkum, sem
varð til þess að bókasafnið í
City University keypti nó-
tumar.
Fram til 1970 er ekki mik-
ið til af verkum og því ekki
auðvelt að gera samanburð á
eldri verkum íslenskra tón-
skálda og erlendra. íslensk
tónskáld gerðu mikið af því
fyrst í stað að semja í anda
gamalla tónlistarstefna sem
ríkt höfðu úti í heimi, en það
var kannski eðlilegt þar sem
þau skorti oft menntun og
þau urðu ekki fyrir neinum
áhrifum utan frá sem er
nauðsynlegt því það gerir fólk
gagnrýnið. Ég gat þó gert
samanburð á verkum Páls
ísólfssonar og kennara hans
Max Reger. Sumum verka
hans svipar til verka Regers,
en það sem kom kannski á
óvart var að hans verk voru
betri. Prófdómararnir minnt-
ust einmitt á þetta og fannst
það athyglisverð niðurstaða."
I annarri ritgerð, sem einn-
ig var hluti af mastersnám-
inu, skrifaði Nína Margrét
um mál sem hún segir vera
sér hugleikið. „í þeirri ritgerð
sýndi ég fram á mikilvægi
tónlistarinnar í alhliða þroska
einstaklingsins og að tónlist-
arkennsla eigi rétt á sér í
námskrá við hliðina á fögum
eins og stærðfræði og tungu-
málum.
Máli mínu til stuðnings
nota ég upplýsingar um nið-
urstöður úr rannsóknum sem
gerðar hafa verið á heiianum.
En hann skiptist í tvö hvel,
hægra og vinstra heilahvel.
Vibtal
vid Nínu Margréti Grímsdóttur
píanóleikara
Nína Margrét Grímsdóttir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Það vinstra stjómar rök-
hugsun, sem er meðal annars
notuð 5 stærðfræði og tungu-
málum, en hægra hvelið er
nátengt tilfinningastöðvum
heilans og stjómar t.d. per-
sónuleikanum og skynjun
tónlistar. Það má því segja
að í skólum sé öll áhersla lögð
á að þjálfa vinstra heilahve-
lið, en það hægra fær litla
athygli. Til að geta lært
hvernig tónlist er uppbyggð
og að þekkja hinar ýmsu
stefnur þarf fólk ekki að búa
yfír neinum afburða tónlistar-
hæfíleikum, en slíkt nám ger-
ir aftur á móti svipaðar kröf-
ur til almennra gáfna og
stærðfræði- eða tungumála-
nám.“
Sjálf hóf Nína Margrét að
læra á píanó átta ára gömul.
„Það var píanó á heimilinu
og þar sem ég var farin að
spila á það lá beint við að ég
færi í tónlistarskóla." Það
kom því að sjálfu sér að hún
veldi píanóið og segist hún
alls ekki vera ósátt við það
hljóðfæri. Enda stefndi fljót-
lega allt í það að hún myndi
leggja píanóleikinn fyrir sig
og þegar einleikaraprófínu
frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík var lokið þótti
henni engin ástæða til að láta
staðar numið. „Ég fór til Lon-
don og byijaði þar í einkatím-
um, fyrst hjá Peter Feucht-
wanger og síðan hjá Philip
Jenkins áður en ég fór í City
University. Ég ákvað að fara
í skólann því þar hittir maður
fólk sem er í sama námi og
það er auðveldara að fylgjast
með því sem er að gerast.
Hættan við að vera í einka-
tímum er að maður einangr-
ist. Það á ekki síst við um
píanóleikara sem geta ekki
gengið í hljómsveit."
En Nína Margrét virðist
ekki hafa verið í einangrun,
að minnsta kosti ekki fram
til þessa. Hún starfaði meðal
annars með íslenskum kór í
London og síðastliðið sumar
lék hún á tónleikum með
Áshildi Haraldsdóttur flautu-
leikara, en Áshildur varð einn
af fjórum sigurvegurum al-
þjóðlegrar tónlistarkeppni í
keppni Turnbrigde Wells. „í
kjölfarið á því héldum við
tónleika ásamt sjö öðrum
hljóðfæraleikurum í Purcell
Room í London og komum
einnig fram í Cité des Arts í
París, sem var mjög skemmti-
legt.“
Á efnisskrá tónleikanna á
Kjarvalsstöðum á mánudag-
inn, sem hefjast kl. 20:30, eru
verk eftir Bach, Haydn,
Chopin, Debussy og Jónas
Tómasson. „Verkin sem ég
ætla að leika eiga það sam-
merkt að þau eru þekkt, en
það er að því leyti erfitt að
spila slík verk, að áheyrendur
þekkja hveija einustu nótu,“
segir hún. „Annars eru þau
skemmtileg, bæði lífleg og
falleg."
MEO