Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
Minning:
Jórunn Bjarnadótt-
irfrá Geitabergi
Fædd 9. febrúar 1900
Dáin 2. mars 1990
Hinn 2. marz lést í Reykjavík
Jórunn Bjarnadóttir, fyrrum ljós-
móðir á Akureyri, níræð að aldri,
fædd á Geitabergi í Svínadal hinn
9. febrúar 1990.
Starfsdagur Jórunnar á Akureyri
var langur og erfiður, en hún var
ljósmóðir í öðrum stærsta bæ á
landinu, snjóþungum og mjög á
brattan að sækja, áratugum saman
og bíilaus var hún öll þau ár, sem
annir voru mestar. Áhugamálum
sínum, sem voru andleg líknarstörf
og sálarrannsóknir, helgaði hún
krafta sína, þegar um hægðist og
fæðingum í heimahúsum fækkaði
ár frá ári, er fæðingadeild var kom-
in á Fjórðungssjúkrahúsinu. Liðu
þó mörg ár, uns starf ljósmóður
Akureyrarbæjar var lagt niður.
Fiutti hún þá til Reykjavíkur og
hefur verið þar síðan, lengst á
Freyjugötu 1, í námunda við systk-
ini sín og frændfólk. Hún var Borg-
firðingur að ætt og uppruna og
átti ekki skyldmenni nyrðra, nema
síra Sigurð á Möðruvöllum, og voru
þau frændur að öðrum og þriðja,
og svo hin síðari árin, er bróðurdótt-
ir hennar, Kolbrún Bjarnadóttir
kennari, var orðin húsfreyja í Yzta
Felli í Kaidakinn, og undir lokin
nyrðra Elísa Jónsdóttir, sem kom
til Jórunnar frænku sinnar sem
bræður hennar fyrr, en varð um
kyrrt. Hún er nú látin, ung frá
manni og börnum.
Foreldrar Jórunnar voru hjónin
Bjarni Bjarnason og Sigríður Ein-
arsdóttir, er ást höfðu 1894 og
bjuggu 5 fyrstu búskapa'rárin í
Katanesi á Hvalfjarðarströnd, en
frá fardögum 1899 á Geitabergi í
Svínadal, þar sem þau gerðu garð-
inn frægan í orðsins fyllstu merk-
ingu með frábærri fyrirgreiðslu á
umferðar- og áningarstað þess
tíma, þjóðleið lá þá um Geldinga-
draga. Heimilið var stórt og fjöl-
skyldan glaðvær og einhuga í hjálp-
semi og félagsveru, en bókmennt
var í hávegum höfð og skáldamál
og sungið við stofuorgelið. Bjarni á
Geitabergi lærði ungur orgelleik og
sungu börn hans af list, einkum
t
Móðir okkar og systir,
GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR,
Hringbraut 36,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi föstudaginn 9. mars.
Sigríður Sverrisdóttir,
Erla Stringer,
Lilja Óskarsdóttir.
t
Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN BERNHARÐSDÓTTIR,
Skipasundi 85,
Reykjavik,
sem lést á heimili sínu 1. mars sl., verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
SR. TRAUSTI PÉTURSSON,
og móðir mín,
SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
verða jarðsungin mánudaginn 12. mars kl. 13.30 frá Akureyrar-
kirkju.
Borghildur Maria Rögnvaldsdóttir.
t
Ástkær móðir mín, amma okkar og systir,
JÓRUNN BJARNADÓTTIR
fyrrverandi Ijósmóðir,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. mars kl.
13.30.
Bjarni Jónsson,
Bjarni Bjarnason, Jórunn Bjarnadóttir,
Björg Bjarnadóttir, Sigriður Bjarnadóttir.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
OG LÍKKISTUSMÍÐI í
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR
ÁRNASONAR
LAUFASVEGI 52, RVK.
SIMAR: 13485, 39723
Bjarni læknir sem alkunnugt var
og Björg, er söng með Dómkórnum
og í Hallgrímskirkju. Þá var Bjarni
ræktunarmaður, en kýr margar á
svo fjölmennu heimili og gest-
kvæmu. Fjárbú var og stórt, enda
er Geitaberg góð fjárjörð, land viði
vaxið og beitarsæld, en silungsveiði
til umtalsverðra hlunninda. Enn var
það auk risnunnar, sem gerði
Bjarna svo minnisstæðan ferða-
mönnum, að víða getur, prútt
skegg, er náði í beltis stað. Var
hann nefndarmaður í Strandar-
hreppi, oddviti um 30 ára skeið,
hreppstjóri og sat í landsdómi. Voru
þau hjón samhent, enda nær jafn-
aldra, systkinabörn og nágrannar,
hún dóttir Einars Ólafssonár og
Sigríðar Helgadóttur í Litla Botni
í Hvalfirði Erlingssonar, hann sonur
Bjarna Helgasonar í Stóra Botni
Erlingssonar, og konu hans Jórunn-
ar Magnúsdóttur frá Þyrli.
Átthagatryggð og ættrækni var
ríkur þáttur í skapgerð Jórunnar.
Var það sjaldan, þó að oft bæri
fundum þeirra saman nyrðra, að
ekki væru rakin minnin frá Geita-
bergi, en henni bernskuheimilið
kært og æskustöðvarnar hugfólgn-
ar. Faðir hennar lést úr lungna-
bólgu á gamlárskvöld 1928, en
Sigríður náði háum aldri og var
löngum á sumrum á Geitabergi, þar
sem Steinunn dóttir þeirra og mað-
ur hennar Jón Pétursson frá Drag-
hálsi tóku við búi. Átti gamla hús-
freyjan frá Geitabergi heimili hjá
Sigríði dóttur sinni framan af, er
hún var flutt til vetursetu í
Reykjavík, en síðast hjá Björgu.
Hún dó vorið 1955 á 89. aldursári.
Tildrög þess, að Jórunn réðst til
ljósmóðurstarfa á Akureyri voru
þau, að Bjarni bróðir hennar var
þar læknir og fékk hana til að fylla
vandfyllt skarð í hinu fjölmenna
ljósmóðurumdæmi. Fór Jórunn
norður 1929 og mun hvorugt þeirra
hafa grunað, að yrði til svo langrar
frambúðar, er raun varð á, en hún
flutti ekki frá Akureyri fyrr en
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ERMENREKSSON
múrarameistari,
sem lést miðvikudaginn 6. mars í Landspítalanum, verður jarð-
sunginn miðvikudaginn 14. mars í Fossvogskapellu kl. 13.30.
Sigríður Einarsdóttir,
Ingunn Erna Einarsdóttir, Gústaf Axel Guðmundsson,
Erlingur Helgi Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR BJARNASON,
Lindarflöt 44,
Garðabæ,
varð bráðkvödd á heimili sínu þann 1. mars.
Útför hennar hefur farið fram.
Þórunn Beinteinsdóttir, Erlingur Helgason,
Ásgeir Beinteinsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JENNY MARÍA EIRÍKSDÓTTIR,
Rjúpufelli 34,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 13. mars
kl. 15.00.
Gísli Þorkelsson,
Þorkell Gfslason, Björk Þorgeirsdóttir,
Eiríkur Halldór Gíslason, Gísli Þorkelsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Lundarbrekku 2,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 12. mars kl.
13.30.
Dætur hinnar látnu,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar,
SiGRÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Eikjuvogi 8.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir,
Björg S. Dranitzke
og fjölskyldur.
1968. Bjarni læknir hvarf að störf-
um syrðra vorið 1933 eftir 5 ára
veru á Akureyri, en Jórunn gegndi
starfi sínu svo lengi sem Akur-
eyringar þörfnuðust bæjarljósmóð-
ur sem fyrr segir. Mun hún hafa
tekið á móti um 3 þúsund börnum.
Hún var fámál um ljósmóðurstarfið
og leit á það sem heilagt þagnar-
mál, en engurn gat dulist, einkum
fyrsta áratuginn, er mjög var mis-
skipt kjörum fólks og áhrif krepp-
unnar mest, að þungt var fyrir
fæti og aðstæður víða erfiðar.
Gönguleiðir eru langar inn í Fjöru
og upp á Brekkur, og enda þótt hún
eignaðist bíl á eftirstríðsárunum,
var að honum takmarkað gagn
langa snjóavetur.
Hin algenga umsögn „heppin
ljósmóðir" er of hversdagsleg lýsing
á ævistarfi Jórunnar Bjarnadóttur.
Bæði var það, hve afar mörg börn-
in voru, sem hún tók á móti og
reikningslega séð sjaldgæft, að út
af bæri, hvað þá að illa tækist til,
því að hún hafði læknishendur trúar
og líknar og sá vandkvæðin fljótt
og lét án tafar kalla til lækni. Þeg-
ar henni var hrósað fyrir skjóta
hjálp og örugg viðbrögð, minntist
hún allra hinna mörgu sængur-
kvenna og ljósmæðra í afskekktum
sveitum og víðs fjarri læknisþjón-
ustu. Hún var af hjarta lítillát um
starf sitt og þakkaði Guði gæfuna,
er heilbrigt barn var skilið frá heilli
konu. Þær fundu til friðandi trausts
í návist Jórunnar ljósmóður og and-
leg áhrif hennar í öllum hlýleik og
orðlausum bænarstyrk megnuðu
mikils. Þá sjaldan, að vikið var að
starfi hennar, var auðheyrt, að hún
þakkaði í lotningu allt hið mikla,
sem vel fór, æðri handleiðslu, og
hún leit á hverja fæðingu sem sjálf-
stæðan þátt í kraftaverki lífkeðj-
unnar.
Þegar um tók að hægjast og at-
burður fæðingarinnar fluttist æ
meir af heimilinu á sjúkrahúsið,
gafst bæjarljósmóðurinni tóm til að
rækta garð sinn á Hríseyjargötu
13 og njóta heimilis þeirra Bjarna
einkabarns hennar og úr skammæju
hjónabandi þeirra Jóns El. Jónsson-
ar vélstjóra. Hún var heimakær,
líklega enn frekar eftir brunann í
Jerúsalem, þar sem hún hafði verið
leigjandi og missti heimili sitt og
efnislega aleigu, og svo vanaföst,
e.t.v. vegna hins þreytandi erils og
ijölbrigða, að hún settist alltaf í
sama stólinn, þegar hún kom til
vina sinna — og meir af skyldu og
kurteisi, en nokkurri löngun. Lét
hún þá lítið fyrir sér fara, en staf-
aði góðvild með ljúfmannlegu tilliti
kringum sig. Hún leitaði eftir frið-
sæld og forðaðist háreisti. Sjálfri
lá henni iágt rómur og duldist það
ekki, að hún vildi síður trufla þann
skynheima, sem aðeins fáir verða
vísir og fæstir, nema einstaka sinn-
um.
Ævivinir hennar voru grannar á
Bjarmastíg, Árni Guðmundsson
læknir og Ingibjörg Guðmunds-
dóttir kona hans og þau Arnþór
Þorsteinsson og Guðbjörg Svein-
björnsdóttir. Er læknishjónin fluttu
suður eftir 21 árs veru á Akureyri
við mikinn söknuð Jórunnar, voru
þær Guðbjörg þegar tengdar nánu
félagi í miðilssambandi Guðrúnar
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öli tilefni.
Gjafavörur.