Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ 'SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
ÆSKUMYNDIN ...
ER AF MAGNÚSI ÓLAFSSYNI SKEMMTIKRAFTI
• •
Orlaðifljótt a
fiflaskapnum
MARGIR þekkja hann einungis í gervi Bjössa
bollu, eða sem feitari helminginn af Gög og
Gokke í sjónvarpsauglýsingu. Hann heitir
Magnús Olafsson og fæddist á Siglufirði þann
17. febrúar árið 1946, sonur hjónanna Ólafs
Karlssonar prentara og Rósu Fjólu Guðjóns-
dóttur eiginkonu hans. Magnús er prentari að
mennt, en mun þekktari sem leikari og skemmt-
ikraftur. Auk starfa í skemmtiiðnaðinum rekur
hann nú eigið fyrirtæki, auglýsingastofu undir
eigin nafni, og prentþjónustu í samstarfi við
foður sinn. Eiginkona Magnúsar er Elisabet
Sonja Harðardóttir og eiga þau fjögur börn.
Magnús fluttist sem reifabarn
til Reykjavíkur og ólst þar
upp, lengst af í Laugarnesinu. Hann
er elstur þriggja systkina og eini
sonurinn. Hann var hugmyndaríkt
barn og naut þess að búa í nýju
og skemmtilegu hverfi, þar sem
allt iðaði af lífi og ijöri hjá yngstu
kynslóðinni.
Magnús vissi hvernig koma,
mátti krökkunum saman, skemmta
þeim og hafa sjálfur gaman af.
Hann setti upp Magnúsarbíó í kjall-
aranum á blokkinni og sýndi þar
myndir gegn vægu gjaldi. „Hann
var barnavinur og gaf sér drjúgan
tíma fyrir litlu systur,“ segir Elísa-
bet Hafstein, systir hans sem er
níu árum yngri. Hún man vel eftir
bíósýningunum og segir Magnús
hafa stjórnað þeim með miklum
ágætum, bæði hvað sýningarnar
sjálfar snerti og aga í bíókjallaran-
um. Hún minnist líka brúðusýninga
hjá honum, þegar hann bjó til svið
úr pappakassa og brúður úr kartöfl-
um sem skornar voru í tvennt.
Það örlaði fljótlega á fíflaskapn-
um, eins og vinir hans kalla það,
og það gerði hann einmitt vinsælan
og vinmargan. Magnús fékk sér-
staklega vel notið sín við að fíflast
í gegnum dyrasíma, sem þá voru
Hrókur alls fagnaðar, í fót-
boltanum sem annars
staðar
mikil og skemmtileg nýjung. Hann
hringdi bjöllunum qg fíflaðist síðan
af lífi og sál, vitandi áð þeir full-
orðnu næðu aldrei í háakkadrambið
á honum. Hin börnin hvöttu hann
óspart og nutu ókeypis sýninga.
Magnús var alltaí frekar þéttur,
en ekki beinlínis,;.feitur eins og
margir myndu lýs'a honum í dag. .
Það var kannski Vegna fótboltans,
sem hann fitnaði ekki á þessum
árum. Hann var duglegur að sparka
á gamla Laugarnestúninu, þar sem
núna er Sláturfélag Suðurlands, og
síðar fékk hann útrás fyrir áhugann
í Þrótti og í markinu hjá fyrstu
deildar liði FH í handbolta.
Erling Sigurðsson, Ólafssonar
döngvara og hestamajins í Laugar-
nesi, segist seint gleyma tveggja
daga æfingaferð Þ.róttar til Akur-
eyrar. Magnús var illa fyrir kalláður
fyrri daginn og fékk sér frí. Seinni
daginn vildi hanp hins vegar sanna
getu sína og sparaði ekki yfirlýsing-
arnar. Hann lék á kantinum 0g átti
tvo harða spretti í upphafi leiks,
sem kostuðu heilmikið erfiði. Magn-
ús sá því hvert stefndi, sneri sér
að línuverðinum og spurði sakleys-
islega hvort hann vissi um afdrep
þar sem hann gæti kastað vatni.
„Hann var hrókur alls fagnaðar í
fótboltanum ekki síður en annars
staðar,“ segir Erling.
UR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Tónlistarlíf
fyrr á árum
Alfreð Clausen var einn vinsælj
asti dægurlagasöngvari þjóð
arinnar á árunum um og eftir
1950. Hann hóf feril
sinn ásamt Hauki
-Morthens um miðbik
fimmta áratugarins og
komu þeir tveir fram
saman í fyrstu en síðar
hvor í sínu lagi og nutu
báðir mikillar hylli.
Báðir sungu þeir inn á
hljómplötur og hafa mörg laga
þeirra hljómað á öldum ljósvakans
allt fram á okkar dag. Haukur er
reyndar enn í fullu Ijöri en Alfreð
lést fyrir nokkuð mörgum árum,
langt um aldur fram. Tvær
myndanna úr myndasafninu í dag
eru frá hljómplötuupptöku með
Alfreð skömmu eftir 1950, en Carl
Billich stjórnaði hljómsveitinni sem
skipuð var valinkunnum
hljómlistarmönnum svo
sem sjá má. Ekki liggur
ljóst fyrir hvaða lag hér
var verið að hljóðrita,
en ef að líkum lætur
hefur það hljómað um
árabil í útvarpinu, eins
og flest þeirra laga sem
Alfreð söng inn á
hljómplötur. Þriðja myndin er frá
sama tíma, en tekin við annað
tækifæri. Þar getur að líta Okt-
ett-kammersveit, skipaða hljómlist-
armönnum úr Sinfóníuhljómsveit
íslands og er þar valinn maður í
hverju rúmi eins og sjá má.
Oktett-kammersveit, skipuð hljómlistarmönnum úr Sinfóníu-
hljómsveit Islands; Aftari röð frá vinstri; Jósef Feltzman, Einar
B. Waage, Björn Olafsson, Jón Sen og Einar Vigfússon. Fremri
röð frá vinstri: Hans Ploder, Egill Jónsson og Herbert H. Ágústs-
ÞETTA SOGÐU
ÞAU ÞÁ__
STARFID
STEINUNN INGIMUNDARDÓTTIR HÚSSTJÓRNARKENNARI
HJÁ LEIÐBEININGARSTÖÐ HÚSMÆÐRA:
frá kl. 13 til 17 og að sögn Stein-
unnar er mikið leitað til stöðvarinn-
ar. „Við fáum þetta frá fimmtán
og upp í þijátíu símtöl á dag. Fólk
spyr mikið um alls kyns gæðamat
á heimilistækjum, en við höfum
haft samband við stofnanir erlendis
sem séð hafa um rannsóknir er við
koma heimilishaldi. Það er spurt
um allt viðkomandi heimilishaldi,
matargerð, geymslu matvæla,
brauðgerð og jafnvel um uppskrift-
Steinunn Ingimundardóttir
Lítill tími
fyrir hagsyni
„HEIMILIN eiga svo sannar-
lega í vök að verjast. Það er
togað í konur út á vinnumarkað-
inn. Kröfúrnar eru orðnar svo
miklar á heimilin um öll möguleg
veraldleg gæði og til þess að
verða við kröíúnum, þarf ansi
mikið fjármagn ogtvær fyrirvinn-
ur. Þó held ég að fólk sé farið að
skynja það svolítið að hægt er að
spara með því að annar aðilinn
sé heima. Fólk, sem vinnur úti
allan daginn, hefúr hreinlega ekki
tíma til að vera hagsýnt. Það þarf
að kaupa miklu meira af tilbúnum
mat og fatnaði, auk þjónustu, svo
sem pössun á börnum," segir
Steinunn Ingimundardóttir, hús-
stjórnarkennari hjá Leiðbeining-
arstöð húsmæðra.
Leiðbeiningarstöð húsmæðra er
opin mánudaga. til föstudaga
Pétur Ottesen í
umræðum um
Sundhöll
Reykjavíkur á Al-
þingi 21 jan. 1928.
íþróttaskvaldur
Sjóböð og það að synda í
sjó er hámark holl-
ustunnar við böð . . . Þrátt fyrir
allt íþróttaskvaldfið munu þeir
margir vera, sem kveinka sjer
við kalda vatnið ... Það eru
fleiri leiðir til þess að skola
skítinn af skrokknum á sjer en
að gera það í yfirbygðri sund-
laug.
BÓIUN
Á NÁTTBORÐINU
Guðlaug
Magnús-
dóttir saum-
akona
Eg er með bókina Betri helming-
arnir núna. Þar segja eigin
konur þekktra íslendinga frá. Mér
finnst þær nú tala meira um menn-
ina sína heldur en sig sjálfa. Ég
er líka nýlega búin að lesa Lífsbók
Laufeyjar. Hún er mjög vel skrifuð,
finnst mér. Mest les ég af íslenskum
bókum. Ástarsögurnar eru líka í
töluverðu uppáhaldi hjá mér.
Guðbjörn
Gústafsson
nemi
Mig minnir að Dauðaiestin eftir
Alistair MacLean hafi síðast
verið á náttborðinu hjá mér. Ann-
ars les ég ekki mikið af sögubókum.
Ég fletti þeim bókum, sem ég fæ
í jólagjöf sem í fléstum tilfellum
eru spennubækur. Svo eru það bara
kennslubækurnar. Ég er samt ekk-
ert þrælupptekin við þær.
PLATAN
Á FÓNINUM
Charles
Onken véla-
vörður
Eg er yfirleitt með margar plötur
í einu við fóninn - alls konar
tónlist. Þessa dagana hlusta ég
mikið á hipp-popptónlist. Tanita
Tikaram er vinsæl hjá mér og ekki
má gleyma Phil Collins. Nýja platan
hans er meiriháttar góð.
Asta Dóra
Hjartar-
dóttir nemi
Gott rokk er í uppáhaldi hjá
mér. Hljómsveitin Pixies er
oft á fóninum hjá mér og þunga-
rokkssveitin Metallica kemur við
sögu líka. Af íslenskri tónlist finnst
mér hljómsveitin Todmobile nokkuð
góð og Bubbi bregst heldur ekki.
Ég kaupi oft plötur þegar ég á
pening, aðallega rokkplötur.
MYNDIN
í TÆIUNU
Guðrún
Guðmunds-
dóttir nýorð-
in móðir
Eftir loforðið sá ég síðast. Sú
mynd var mjög góð. Hún fjall
aði um mann, sem missti konuna
sína. Börnin voru svo tekin af
honum og sett á heimili fyrir
þroskahefta. Þar voru þau barin og
illa meðhöndluð. Ég er mikið fyrir
myndir, sem byggðar eru á sann-
sögulegum atburðum. Eina og eina
spennumynd horfi ég líka á.
Sæmundur
Sæmunds-
son nemi
Eg sá síðast grínmyndina um
hestinn sem talar Hot to Trot.
Hún var mjög góð. Ég horfi mest
á grínmyndir. Three Amigos fannst
mér alveg frábær og grínmyndirnar
með Steve Martin standa fyrir sínu.