Morgunblaðið - 16.03.1990, Page 1
VIKUNA 17. - - 23. MARZ
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1990 BLAÐ Ky
Leikrit vikunnar, sem er á
dagskrá Rásar 1 nk. þriðju-
dagskvöld, ber nafnið
Mannig fer að þykja vænt
um þetta og er eftir sænska leikritahöfundinn Arne Törnquist. Þýðinguna gerði Hólmfríður Gunnarsdóttir. Leikstjóri er
Þórhallur Sigurðsson og upptöku annaðist Vigfús Ingvarsson. Gömul kona hringir í leigubíl. Hún er að fara með kisuna
sína, sem er orðin lasburða, á dýraspítalatil aflífunar. Þærtvær hafa átt góða daga saman en nú er komið að skilnaðar-
stundu. Leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Sigrún Waage, Erla Rut Harðardóttir, Róbert Arnf-
innsson og Margreí Ákadóttir.
Manni
fer að
þykja
vænt
um
þetta
HERAGI
Gamanmyndin Heragi (Stripes)
er kvikmynd vikunnar á Stöð 2
að þessu sinni og er á dagskrá
á morgun, laugardag. John miss-
ir vinnuna, bílinn, íbúðina og
kærustuna einn og sama daginn
og kemst að þeirri niðurstöðu
að nú sé fárra kosta völ. Hann
fer í herinn og kjaftar besta vin
sinn með sér, því hvar annars
staðar geta þeir hlúð betur að
lýðræðinu og hitt stelpur?
Leikstjóri er Ivan Reitman en
með aðalhlutverk fara Bill
Murray, Harold Ramis, Warren
Oates, P. J. Soles og Sean Yo-
ung.
Maitirr.-*-^ 'h
T ó n st of a n
Elísabet F. Eiríksdóttir hóf feril sinn í Pólýfónkórnum en hefur síðan þroskað sópranrödd sína og hæfileika til
glæsilegs einsöngs. Elísabet hefur haldið fjölda tónleika, í samvinnu við aðra söngvara og ein síns liðs, og
hefur vakið verðskuldaða athygli á óperusviðinu. Meðal viðfangsefna hennar á þeim vettvangi má nefna Tos-
cu, Grímudansleik Verdis og nú síðast Dídó og Aeneas eftir Purcell í uppfærslu íslensku hljómsveitarinnar.
Samhliða söngferli sínum starfar Elísabet sem
kennari við Söngskólann í Reykjavík.
í spjalli við Bergþóru Jónsdóttur í Tónstof-
unni, sem er á dagskrá Sjónvarps nk. þriðju-
dag, tjáir Elísabet sig um helstu þætti ferils
síns, auk þess sem þær stöllur ræða stöðu
söngmála hérlendis. Þá syngur Elísabet nokk-
ur lög, þar á meðal aríu úr Grímudansleiknum
við undirleik Láru Rafndóttur píanóleikara.
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8
' 1 Útvarpsdagskrá bls. 2-8
' ; ...1 Hvað er að gerast? bls. 3/4
J Myndbönd bls. 6
Bíóin í borginni bls. 7