Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIí) VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF nMMfUDÁOUR 22. MARZ 1990 Í4 B Tölvupistill Ný kynslóð „PC“-tölva á „486“-markaðnum eftir Holberg Másson Nýlega komu fyrstu eintökin af nýrri kynslóð af einmenningstölv- um, „PC“, til landsins. Þann 14. febrúar sl. gengust Hewlett-Pack- ard á íslandi og Örtölvutækni- Tölvukaup hf. fýrir sameiginlegri kynningu á Vectra 486/EISA. í byijun febrúar afhenti IBM á ís- landi Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, fyrsta eintakið af PS/2 model70-486.Erubáðar„486“-tölv- umar með 25 MHz tiftíðni og tengibrautum með 32 bita orð- lengd. IBM tölvan er búin „MicroC- hannel“-tengibraut með 10 MHz tiftíðni en' HP-tölvan er búin „EISA“-tengibraut með 20 MHz tiftíðni. Eru þvi hér tvær nýjungar á ferðinni. „486“-tölvan er af góðri og gildri fjöldskyldu örtölva frá Intel- fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Fyrsti „PC“inn frá IBM kom á markaðinn í ágúst 1981 og kostaði þá á milli 1.565 til 2.100 dollara en slíkur og reyndar öflugri „PC“ kostar nú um 600 dollara. Þessi „PC“ notaði einn fyrsta örgjörvann í fjölskyldunni „8088“. „PC“ er hér notað um þá tölvu sem IBM mark- aðssetti og eftirlíkingar af henni, en „ET“ notað um einmenningst- ölvur almennt. í ágúst 1984 setti svo IBM á markað „IBM AT“- tölvuna sem notar Intel 80286-ör- gjörva. Um tveimur árum síðar varð bandaríska Compaq- tölvufyrirtækið fyrst á markaðinn meðtölvusemnotarlntel80386-ört- ölvuna. í október 1989 afhenti Intel síðan tölvuframleiðendum fyrstu „80486“-örtölvuna. Al- mennt er hægt að segja að reikn- iafköst aukist um tvö- til fjórfalt milli þessara fjölskyldumeðlima. í þessari fjölskyldu af örtölvum eru þó fleiri örtölvur en þær sem hér eru nefndar, svo sem 80x87- reiknihraðla örgjörvamir. Er talið að alls hafi verið framleiddar milli 40-50 milljón „PC“-tölva til þessa. „486“ Nýjasti meðlimur fjölskyldunn- ar, „486“, stendur því framar eldri bróðumum, „386“, að þéttleiki rása er mun meiri eða 1.200.000 smárar í flögunni á móti „einung- is“ 250.000 í „386“. Þessi sam- þjöppun gerir það að verkum að aðgerðir og stoðrásir svo sem 80387-reiknihraðall, minnisstjórn- un og fleira em nú framkvæmdar í kísilflögu „486“-örgjörvans. Þannig getur „486“ unnið meiri vinnu á sama tíma og eldri bróðir- inn og um styttri vegalengd er að fara til stoðeininga en áður. Þetta gefur frá 20% til nær 800% aukn- ingar á vinnsluhraða, allt eftir aðgerð. Óhætt er þó að fullyrða að „486“ vinni að meðaltali tvisvar til fjórum sinnum hraðar en „386“. Hér er þá verið að bera saman tölvu með sama tifhraða, en venu- lega má reikna með að tölva með 33 MHz tifhraða vinni 100% hrað- ar en tölva með 16,5 MHz tif- hraða. Einn af meginkostum „486“-örgjörvans er að hann hefur „387“-örgjörvann innbyggðan. Sá örgjörvi vinnur 5-7 sinnum hraðar allar flóknari reikniaðgerðir en „486“, sem er sérstaklega mikil- vægt í myndrænni vinnslu (grafík). Fyrstu „486“-örgjörvam- ir tifa á 25 MHz en Intel mun hafa áform um að auka tifhraðann í 50 MHz árið 1991-92. Það mun auka afköst örgjörvans um 100%, en „386“-örgjörvann er hægt að láta tifa hraðast á 33 MHz. Nýtt bam fær barnasjúkdóma eins og gengur og gerist, og „486“ hefur ekki farið varhluta af því. Til stóð að Intel byijaði að afhenda fyrstu eintökin af „486“ í október síðastliðnum og tókst að ná því takmarki. Fljótlega komu þó í ljós ýmsir minniháttar gallar í fram- leiðslu á örgjörvanum, sem tafið hafa afhendingu og markaðssetn- ingu. Er það hald manna að kom- ist hafi verið fyrir þessa bamasjúk- dóma og því þótti tímabært að afhenda viðskiptavinum „486“ -töl v- una. „EISA“ Önnur nýjung sem kom á mark- aðinn með nýju Vectra 486/EISA- tölvunni, er „EISA, eða Extended Industry Standard Architecture“- tengibrautin. Hlutverk tengibraut- ar er að koma gögnum til og frá örgörva. Því hraðar sem tengi- brautin tifar þeim mun hraðar komast gögnin, en einnig skiptir orðalengd tengibrautar máli. Tengibrautir í „PC“ voru með 8 bita orðalengd, „AT PC“ var með 16 bita orðalengd og „EISA“ og „Micro Channel" með 32 bita orða- lend. Þannig getur „EISA“ og „MC“ flutt á sama tíma fjórum sinnum meira af gögnum en elstu tengibrautimar á sama tifhraða. Þess utan tifar „EISA“ rúmlega tvisvar sinnum hraðar en eldri tengibrautir, og eykur þetta flutn- ingshraða gagna til og frá örgjörva fram yfir „PC“ um átt- til tífalt. Fyrir utan mun meiri flutnings- hraða þá er „EISA“-staðallinn athyglisverður að því leyti að hann var ekki hannaður af IBM. Fram til þessa hefur IBM haft forustu í þróún „PC“-vélanna. IBM hannaði í „IBM PC“ viðeigandi tengibraut, og fyrir “IBM AT“ enn aðra tengi- braut, sem hafði meiri flutnings- getu en eldri tengibrautin. Því var þó þannig komið fyrir að hægt var að nota eldri „PC“-búnað í þá tengibraut. Við hönnun „IBM PS/2“-tölvanna ákvað IBM að fara aðrar leiðir, og hönnuð var afar fullkomin tengibraut, svokölluð „MicroChannel“-tengibraut. „MC“-tengibrautin hefúr þann annmarka að ekki er hægt að nota neinn eldri búnað frá „PC“- eða „AT“-tölvum í hana. Selur IBM því „PC“-tölvur með bæði „AT“- tengibraut og „MC“-tengibraut. Aðrir tölvuframleiðendur tóku sig saman og sögðu að hægt væri að gera betur en IBM, búa til enn hraðvirkari tengibraut en „MC“ og gera hana svo úr garði að nota mætti áfram eldri búnað, frá „IBM PC & AT“-tölvum, engu að síður. Tókst um þetta samstarf, se.m er fyrsta samstarf þessara tölvufram- leiðenda, um forystu við hönnun staðlaðrar nýrrar tengibrautar fyrir „PC“-tölvur. „EISA“- tengibrautin hefur svipaðar hönn- unarforsendur og „MC“ en tifar á hærri tíðni, 20MHz á móti 10 hjá „MC“, og flutningsgetan er því helmingi meiri. Verður fróðlegt að sjá hvemig þessum tveim stöðlum fyrir tengibrautir mun vegna á markaðinum. Jákvæð þróun Segja má að notendur „PC“- tölvubúnaðar megi vel við una. Þróun á þessum tölvum heldur áfram á frekar jákvæðan hátt. Nýjar tölvur hafa meiri afköst en þær eldri án þess þó að fjárfesting í eldri tölvum, hugbúnaði, jaðar- tækjum, tengingum og þekkingu glatist. Hin harða samkeppni á þessum markaði tryggir síðan að verð á þéssum búnaði er hagstætt. Með tilkomu „486“ heldur þessi þróun áfram, því að fyrir 20-30% hærra verð en á 25Mhz „386“ „PC“-tölvu má nú kaupa tvisvar til fjórum sinnum öflugri tölvu. Er sennilegt að fyrst um sinn verði „486“-tölvur keyptar sem öflugar vinnustöðvar fyrir teiknivinnslu og sem skráarmiðlarar á staðarnetum, auk þess sem þær munu verða vihsælar sem fjölnotendatölvur með Unix-stýrikerfinu. Höfundur starfar við tölvuráðgjöf. MAGNINNKAUP — Tekist hafa samningar milli Tækniv- als hf. og Hyundai um magninnkaup á tölvum og jaðartækjum á hagstæðu verði, að því er segir í frétt frá Tæknivali. Ennfremur segir að tölvumar verði fluttar í heilum gámum frá Evrópulager Hyundai í Bremen og muni það stuðla að frekari hagkvæmni og lægra verði. Tæknival var stofnað 1983 og var í fyrstu lögð áhersla á sölu á iðn- tölvum, en nú getur fyrirtækið fullnægt nær ölum þörfum fyrirtækja og einstaklinga hvað varðar tölvubúnað og rekstrarvörur. Myndin var tekin þegar fulltúar Hyundai komu til landsins nýlega f.v. Rúnar Sigurðsson, Jason Kim og og Kristján A. Óskarsson. Innflutningur Nýtt tæki koinið á markað sem dregnr úr úiblástursmengwi D.E.B. þjónustan á Akranesi hefiir haííð innílutning á nýju tæki fyrir bíla, Powerplus, sem ætlað er til að draga úr mengun frá útblæstri. Með tækinu er talið að unnt sé að minnka eitruð efiii í útblæstri bíla um allt að 50% og jafnframt draga úr eldsneytiseyðslu um allt að 7%. Tækið er sett á eldsneytisleiðsluna sem liggur úr blöndungi bílsins í sprengirýmið. Með notkun segulsviðs og hvata sem flýtir efnahvörfúm er blöndun eldsneytis og súrefiiis sem skilað er inn í sprengirými vélarinnar bætt verulega. Það bætir nýtingu eldsneytisins. í kynningarriti D.E:B. þjón- ustunnar kemur ennfremur fram fram að 20 ára rannsóknir liggi á bak við smíði Powerplus tækisins þar sem tékist hafi að sameina notkun segulsviðs og ákveðinnar aðferðar í rafefnafræði. Prófanir sem farið hafa fram í Bandaríkjun- um og Bretlandi hafa leitt í ljós að tækið minnkar skaðlega mengun frá útblæstri bfla, eykur kraft og lengir endingu vélar auk þess að bæta gang og spara eldsneyti um allt að 7%. Þá er bent í kynningarritinu að ýmsar deildir breska varnarmála- ráðuneytisins hafi tekið tækið til prófunar og komist að því að það uppfyllti allar kröfur þeirra. Unnt hafi verið að láta bflvélar ganga á blýlausu eldsneyti sem ekki þoldu það áður. Prófanir leiddu ennfremur leitt í ljós að í sumum bifreiðum var hægt að eyða allri skaðlegri mengun með notkun Powerplus og hefðbundnum mengunarvarnar- búnaði. Samkvæmt upplýsingum D.E.B. þjónustunnar hafa þegar selst 10 Powerplus tæki hér á landi og 10 pantanir liggja fyrir. Tækið er nú til prófunar hjá tæknideild Bifreiða- skoðunar íslands og Heklu hf. Verðið tækisins er frá 12 þúsund krónum fyrir smærri bfla upp í 38 þúsund fyrir stærstu díel vélar. Árshátíðir eru okkarfag! Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- Dansleikurað hætti Óperukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. Sími18833 • • - Oðruvísi staður -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.