Morgunblaðið - 31.03.1990, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARZ 1990
Tónagjöf Bachs
til Friðriks Prússakon ungs
Hljóðfæraleikararnir sem fluttu
Musikalisches Opfer eða Tóna-
fórnina eftir Jóhann Sebastian
Bach á Sumartónleikum í Skál-
holtskirkju sl. sumar, ætla að
endurtaka flutninginn í Skál-
holtskirkju í kvöld kl. 20.30 og
í Kristskirkju annað kvöld á
sama tíma. Þetta eru þau Helga
Ingólfsdóttir á sembal, Kolbeinn
Bjarnason á barokkflautu, Ann
Wallström og Lilja Hjaltadóttir
á barokkflðlur og Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir á violu da gamba.
Undirrituð hitti þær Helgu, Ann
og Ólöfu Sesselju á æfingu fyrr
í vikunni.
Verkið Tónafórnin á sér
dálítið sérstaka sögu,
segir Helga. „Vorið 1747
fer Bach að heimsækja son sinn,
C.Ph. Bach, til Potsdam, þar sem
hann var tónmeistari Friðriks mikla
Prússakonungs. Þegar konungur
fréttir af heimsókn Bachs lætur
hann stilla öll hljóðfæri sín, en
hann átti 15 sembala og forte-
píano, og býður Bach síðan í heim-
sókn í höllina. Hann biður tónskáld-
ið um að prófa hljóðfærin og meta
og Bach leikur á þau af fingrum
fram. Bach biður síðan konung að
spiia fyrir sig frumsamið stef, svo
hann geti samið við það fúgu og
konungurinn spilar stef á flautuna
sína, en hann var mjög góður
flautuleikari. Bach leikur umsvifa-
laust þriggja radda fúgu og þá bið-
ur konungur hann um að leika
aðra sex radda, sem er mjög flókið
mál. Bach treysti sér ekki til að
gera það undirbúningslaust, en
segist skulu skrifa sex radda fúgu
fyrir konung þegar hann kæmi
heim til Leipzig og senda honum.
Nokkrum mánuðum síðar fær Frið-
rik senda gjöf frá Jóhanni Sebast-
ian Bach, nýprentaðar nótur af
mörgum verkum, löngum og stutt-
um, sem öll eru tilbrigði við þetta
konungs stef, s.s. Tónafórnina.
Bach teygir og togar stefið á
alla kanta og margt af þessu er
erfitt í flutningi og gerir miklar
kröfur til hljóðfæraleikaranna. En
mig hefur dreymt um það lengi að
flytja þetta verk,“ segir Helga.„Og
síðastliðið sumar frumfluttum við
það á íslandi í Skálholti."
Eins og fram kemur hér að fram-
an leika þau eingöngu á uppruna-
leg hljóðfæri, það er hljóðfæri sem
notuð voru á barokktímanum. Þessi
hljóðfæri þurftu að víkja fyrir öðr-
um hljóðfærum þegar rómantíkin
tók við á 19. öldinni. Það var ekki
fyrr en á þessari öld sem aftur var
farið að leika á hljóðfæri barokk-
tímans. En hvers vegna viku þessi
hljóðfæri fyrir öðrum á sínum tíma?
„Tónlistin var ekki lengur aðeins
fyrir hirðina, heldur varð hún al-
menningseign og þess vegna var
farið að flytja hana í stærri sölum.
Og það heyrist einfaldlega ekki
nógu hátt í þessum hljóðfærum til
að tónlistin nái að njóta sín í stórum
hljómleikasölum. Það verður að
spila hana í húsnæði þar sem er
mikill undirhljómur,11 segir Ólöf
Sesselja. „Hér er ekki um marga
slíka staði að ræða og eiginlega
bara þessa tvo, þar sem tónleikarn-
ir verða, Skálholtskirkju og Krists-
kirkju."
Selló er annars aðalhljóðfæri
Ólafar Sesselju, en því svipar til
gömbunnar. Hljóðfæri Lilju er fiðl-
an, sem er ekki mjög frábrugðin
bárokkfiðlunni og fyrir leikmann
líta þær alveg eins út. Munurinn
liggur fyrst og fremst í mismun-
andi bogum. Það er erfiðast fyrir
flautuleikarann, Kolbein, að skipta
um hljóðfæri, því hann verður að
nota fingurna til að loka götunum
á flautunni, þar sem hún hefur
ekki lokur eins og nútímaflauta.
Helga er sú eina sem ekki þarf að
skipta um hljóðfæri og Ann Wall-
ström sem leikur jöfnum höndum
á nútímafiðlu og barokkfiðlu. Þetta
er í sjöunda sinn sem Ann kemur
hingað til að leika með hópnum í
Skálholti, en hún býr í Stokkhólmi
og starfar í lausamennsku í tónlist-
inni. Hún er í þremur kammersveit-
um; strengjakvartett sem leikur
klassíska tónlist á klassísk hljóð-
færi, kammersveit sem einbeitir ser
að því að leika tónlist senf skrifuð
var áður en barokktímabilið hófst,
„pre-barokk“, og eru hljóðfærin
sem sveitin leikur á einnig frá þeim
tíma. Þriðja sveitin leikur eingöngu
barokktónlist. Ann er þó ekki ein-
göngu í því að leika tónlist fyrri
tíma, því hún hefur starfað með
sænskum tónskáldum og frumflutt
fyrir þau mörg verk.
En hver er tilgangurinn með því
að draga fram þessi gömlu hljóð-
færi til að leika á þau barokktón-
list?
„Þessi tónlist hljómar best á
þessi hljóðfæri,“ segir Helga. „Hún
vaknar til lífsins og öðlast nýjan
kraft ef maður ber það saman við
hvernig þau hljóma leikin á nútíma-
hljóðfæri."
„Það eru margir sem spyija okk-
ur að því hvernig við vitum að tón-
listin var spiluð svona,“ segir Ólöf
Sesselja. „En því er til að svara
að það eru til heimildir fyrir því
hvemig þessi tónlist var túlkuð.
Þessar heimildir voru að vísu ekki
dregnar fram í dagsljósið fyrr en
fyrir tíu eða tuttugu árum, en síðan
hefur verið mikil gróska í þessum
fræðum."
„Þess vegna hefur heldur aldrei
verið eins spennandi og núna að
leika hana,“ bætir.Helga við. Þess
má að lokum geta að á tónleikunum
í kvöld leikur hún í fyrsta sinn á
nýjan sembal í Skálholtskirkju.
TONLEIKARIAPRIL 1990
T ónleikaskrá þessi er saman
sett skv. upplýsingum sem ber-
ast okkur eftir ýmsum leiðum,
sumar á fullkominn hátt á þar
til gerðum eyðublöðum, aðrar
hripaðar niður á notaða að-
göngumiða í hléi á tónlcikum
eða berast simleiðis (í síma
29107) á siðustu stundu. Skráin
er birt með fyrirvara um breýt-
ingar. Tónlistardeild Ríkisút-
varpsins hefur ðskað eftir að
fram komi, að lesið er beint
upp úr þessari skrá í útvarps-
þáttum deildarinnar.
Laugardaginn, 31. mars
Skálholtskirkja, kl. 20.30.
Helga Ingólfsdóttir, semball, Kol-
beinn Bjamason, barokkflauta,
Ann Wallström og Lilja Hjalta-
dóttir, barokkfiðlur, Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir, viola da gamba.
Tónafórnin eftir Johann Sebast-
ian Bach.
Langholtskirkja, kl. 17.00.
Lúðrasveit verkalýðsins — stj.
Jóhann Ingólfsson.
Laugarneskirkja, kl. 17.00.
Laufey Sigurðardóttir, fiðla, og
Ann Toril Lindstad, orgel. Verk
eftir Corelli, Vitali, Hándel o.fl.
íslenska óperan, kl. 20.00.
Carl Orff: Carmina Burana —
Leoncavallo: Pagliacci.
Hótel ísland, kl. 23.30.
Jazzkvöld í Café ísland — Tómas
R. Einarsson og félagar.
Sunnudaginn, 1. apríl
Hafnarborg, kl. 15.30.
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar —
Stefán Ómar Jakobsson, básúna,
og Helgi Bragason, orgel, leika
verk e. m.a. J.S. Bach.
Langholtskirkja, kl. 16.00.
Kvennakórinn „Lissý“, meði.
Guðrún Kristinsdóttir — stj.
Margrét Bóasdóttir.
Kristskirkja, kl. 20.30.
Helga Ingólfsdóttir, sembail, Kol-
beinn Bjamason, barokkflauta,
Ann Wallström og Lilja Hjalta-
dóttir, barokkfiðlur, Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir, viola da gamba.
Tónafórnin eftir Johann Sebast-
ian Bach,
Duus hús, „Heiti potturinn" kl.
21.30.
Kvartett Kristjáns Magnússonar.
Kristján Magnússon, píanó, Þor-
leifur Gíslason, saxófónn, Tómas
R. Einarsson, kontrabassi, Guð-
mundur Einarsson, trompett.
Bústaðakirkja, kl.20.30.
EPTA píanótónleikar. Jónas Sen
leikur verk e. Brahms, Scriabin,
Liszt.
Þriðjudaginn, 3. apríl
Norræna húsið, kí. 20.30.
Tónlistarskólinn í Reykjavík —
einsöngvarapróf. Hlíf Káradóttir,
sópran, og Lára Rafnsdóttir,
píanó.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar,
ki. 20.30.
Musica Nova. Peter Verduyn
Lunel, flauta og Elísabet
Waage, harpa verk e. Badins,
Dick, Jón Nordal, Bon, Andrés,
Yun.
Miðvikudaginn, 4. apríl
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar. Guðrún Birgis-
dóttir, Bemharður Wilkinson,
Martial Nardeau, flautur, verk
e. Boismortier, Haydn, Kuhlau.
Norræna húsið kl. 20.30.
Bryndís Pálsdóttir, fiðla, og
Helga, Bryndís Magnúsdóttir,
píanó, verk e. Jón Nordal, Ravel,
Beethoven.
Fimmtudaginn, 5. apríl
Háskólabíó, kl. 20.30.
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Jaakko Ryhánen, bassi — stj. Eri
Klas, verk e. Arvo Párt, Shos-
takovits, Beethoven._____________
Föstudaginn, 6. apríl
Langholtskirkja, kl. 20.30.
Söngsveitin Fflharmónía — 30 ára
afmæli. Einsöngvarar Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran, og Lárus
Erlingsson, bariton. Hljómsveit —'
stj. Ulrik Ólason — Brahms: Ein
Deutsches Requiem.
íslenska óperan, kl. 20.00.
Carl Orff: Carmina Burana —
Puccini: Pagliacci.
Laugardaginn, 7. aprfl
Langholtskirkja, kl. 16.30.
Söngsveitin Fílharmónía — 30 ára
afmæli. Einsöngvarar Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran, og Láras
Erlíngsson, bariton. Hljómsveit —
stj. Ulrik Ólason — Brahms: Ein
Deutsches Requiem.
Norræna húsið, kl. 17.00.
Tónskóli Sigursveins — Nem-
pndatónleikar.
lslenska óperan, kl. 20.00.
Carl Oiíf: Carmina Burana —
Puccini: Pagliacci._________'
Sunnudaginn, 8. april
Islenska ópcran, ki. 17.00.
Kammersveit Reykjavíkur. Verk
e. Atli Heimir Sveinsson, Hjálmar
H. Ragnarsson, Schubert.
Norræna húsið, kl. 20.30.
Gítartónleikar Michael
Chapdelaine frá Bandaríkjunum.
Hafnarborg, kl. 20.30.
Signý Sæmundsdóttir, sópran, og
Þóra Fríða Sæmundsdóttir,
píanó. Lög eftir Mozart, Schu-
bert, Mahler, Strauss.
Duus hús, „Heiti potturinn" kl.
21.30.
Kvintett Stefáns Stefánssonar og
Sigurðar Flosasonar: Stefán og
Sigurður á saxófóna, Tómas R.
Einarsson, kontrabassa, Eyþór
Gunnarsson, píanó, Pétur Grét-
arsson, trommur.
Mánudaginn, 9. apríl
Listasafn Sigurjóns, kl. 20.30.
Anna Ingvarsdóttir, fiðla, og Olle
Sjöberg, píanó, verk e. Jón
Nordal, César Franck, Hugo Al-
vén o.fl.
Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl.
20.30.
EPTA píanótónleikar. Jónas Sen
leikur verk e. Brahms, Scriabin,
Liszt.
Þriðjudaginn, 10. apríl
Islenska óperan, kl. 20.30.
Kathryn Stanton, sópran, Magn-
ús Baldvinsson, bassi, Ólafur
Vignir Albertsson, píanó. íslensk
iög, aríur og dúettar eftir Moz-
art, Verdi, Puccini, Bellini.
Miðvikudaginn, 11. apríl
Víðistaðakirkja, kl. 20.30.
25 ára afmæli Kórs Öldutúns-
skóla. Yfir 100 kórfélagar í þrem-
ur hópum Einleikari: Ingunn
Hauksdóttir, píanó, stj. Egill Frið-
leifsson -- stj. eldri kórfélaga
Bryphildur Auðbjargardóttir.
Fimmtudaginn, 12. april
Haftiarborg, kl. 20.30.
Málmblásarar í Reykjavík leika
verk e. Gabrieii, Telemann,
Tcherepnin, Ketting, Trygve
Mádsen, Chris Hazel, Hjálmar
H. Ragnarsson.________________
Föstudaginn, 13. april
Hallgrímskirkja, kl.13.30-
19.00.
Passíusálmalestur með tónlist,
organisti Hörður Áskelsson. Les-
ari: Eyvindur Erlendsson.______
Laugardaginn, 14. apríl
Hallgrímskirkja, kl. 11-23.
Kynningartónleikar um fjáröflun
fyrir orgelsjóð. Organistar, kórar,
hljóðfæraleikarar, söngvarar.
Bústaðakirkja, kl. 20.30.
Kammermúsikklúbburinn:
Márkl-kvartettinn leikur verk e.
Haydn, Beethoven, Wilhelm
Kempf._______________________
Miðvikudaginn, 18. april
Langholtskirkja, kl. 20.30.
Karlakórinn Fóstbræður, ein-
söngv. Ema Guðmundsdóttir,
sópran, Þorgeir Andrésson, tenór,
Jóhann Smári Sævarsson, bari-
ton, meðl. L'ára Rafnsdóttir —
stj. Ragnar Björnsson. _______
Fimmtudaginn, 19. apríl
Langholtskirkja, kl. 20.30.
Karlakórinn Fóstbræður, ein-
söngv. Erna Guðmundsdóttir,
sópran, Þorgeir Andrésson, tenór,
Jóhann Smári Sævarsson, barí-
ton, meðl. Lára Rafnsdóttir —
stj. Ragnar Björnsson.
Langholtskirkja, kl. 17.00.
Skagfirska söngsveitin og hljóm-
sveit, eins. Halía S. Jónasdóttir,
sópran, Svanhildur Sveinbjöms-
dóttir, mezzósópran, Guðmundur
Sigurðsson, tenór, Sigurður
Steingrímsson, bariton — meðl.
Violetta Smid — stj. Björgvin
Valdimarsson. Schubert: Messa í
G-dúr, Allelújakórinn úr Messíasi
e. Hándel, auk þess lög eftir inn-
lenda og erlenda höfur.da.
Fólkvangur, Kjalarnesi, kl.
20.30.
Karlakórinn Stefnir, eins. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran, meðl.
Guðrún Guðmundsdóttir — stj.
Lárus Sveinsson.
Föstudaginn, 20. apríl
Háskólabíó, kl. 20.30.
Sinfóníuhljómsveit íslands. J.J.
Leeds, sópran, James Javore,
bariton, stj. Murry Sidlin.
Bandarísk tónlist e. Williams,
Gerschwin, Copland, Porter, Rog-
ers og Hammerstein.
LangholtskirKja, kl. 20.30.
Karlakórinn Fóstbræður, ein-
söngv. Ema Guðmundsdóttir,
sópran, Þorgeir Andrésson, tenór,
Jóhann Smári Sævarsson, bari-
ton, meðl. Lára Rafnsdóttir, stj.
Ragnar Bjömsson.
Laugardaginn 21. april
Háskólabíó, kl. 14.00.
Lúðrasveitin Svanur — stofnuð
1930. Eini. Kjartan Óskarsson,
klarinett, Láras Sveinsson,
trompet, Jón Sigurðsson, tromp-
et, Sæbjöm Jónsson, trompet,
stj. Robert Darling.
Langholtskirkja, kl. 14.00.
Karlakórinn Fóstbræður. Ein-
söngv. Erna Guðmundsdóttir,
sópran, Þorgeir Andrésson, tenór
Jóhann Smári Sævarsson, bari-
ton, meðl. Lára Rafnsdóttir, stj.
Ragnar Björnsson.
Langholtskirkja, kl. 17.00.
Skagfirska söngsveitin og hljóm-
sveit. Eins. Halla S. Jónasdóttir,
sópran, Svanhildur Sveinbjörns-
dóttir, mezzósópran, Guðmundur
Sigurðsson, tenór, Sigurður
Steingrímsson, bariton — meðl.
Violetta Smid — stj. Björgvin
Valdimarsson. Schubert: Messa í
G-dúr, Allelújakórinn úr Messíasi
e. Hándel, auk þess lög eftir inn-
lenda og erienda höfunda.
Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl.
17.00.
Tónleikar til styrktar Listasjóði
Tónlistarskóla Garðabæjar. Björn
Davíð Kristjánsson, flauta, Þórar-
inn Sigurbergsson, gítar, Oliver
Kentish, selló, Guðmundur Magn-
ússon, píanó, verk e. Hans Haug,
Poulenc, Ibert, Villa-Lobos og
Beethoven.
Sunnudaginn, 22. apríl
Langholtskirkja, kl. 17.00.
Karlakórinn Stefnir. Eins. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, meðl. Guðrún
Guðmundsdóttir — stj. Láras
Sveinsson.
Duus hús, „Heiti potturinn" kl.
21.30.
Tríó Guðmundur Ingólfssonar.
Guðmundur Ingólfsson, píanó,
Gunnar Hrafnsson, bassa, Guð-
mundur Steingrímsson, trommur.
Mánudaginn, 23. april
Norræna húsið, kl. 20.30.
Tónlistarskólinn í Reykjavík —
einleikarapróf. Ama K. Einars-
dóttir, flauta, David Knowles,
píanó, Ásdís Arnardóttir, selló,
verk e. Handel, Villa-Lobos, Dut-
illeux, Enesco, John Speight og
Pál P. Pálsson.
Laugameskirkja, kl, 20.30.
Robyn Koh, semball. Frumflutt
verk eftir Hróðmar Sigurbjörns-
son, auk þess leikin verk eftir
Hándel, Bach o.fl.
Þriðjudaginn, 24. apríl
Bústaðakirkja, kl. 20.30.
Tónlistarskólinn í Reykjavík —
einleikarapróf. Hulda Bragadótt-
ir, píanó, verk e. Scarlatti, Beet-
hoven, Debussy, Chopin.
Listasafn Sigurjóns Olafssonar,
kl. 20.30.
Islensk tónverkamiðstöð og Lista-
safn Sigurjóns Ólafssonar. Kvöld-
stund með tónskáldi — Þorsteinn
Hauksson.
Hlégarði, Mosfellsbæ, kl. 20.30.
Karlakórinn Stefnir. Eins. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, meðl. Guðrún
Guðmundsdóttir — stj. Láras
Sveinsson.
Miðvikudaginn, 25. april
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar. Peter Tompk-
ins, óbó, og Robyn Koh, semball.
Sónötur e. Vivaldi,. Geminiani og
J.S. Bach.
Leikhús frú Emiliu — Skeifúnni
3c, kl. 21.00.
Óperasmiðjan — Puccini: Suor
Angelica — frumsýning. Ester
Guðmundsdóttir / Inga Back-
mann, Jóhanna Þórhallsdóttir,
Sígríður Gröndal, Margrét
Pálmadóttir o.fl., stj. Hákon
Leifsson, leikstj. Guðjón Peders-
en, leikmynd og búningar: Helga
Stefánsdóttir.
Fimmtudaginn, 26. april
Háskólabíó.
Sinfóníuhljómsveít íslands. Arn-
aldur Arnarson, gítar — stj.
Karsten Andersen. Verk e. Pál
P. Pálsson, Dvorák og Rodrigo.
Laugardaginn, 28. apríl
Islenska óperan, kl. 14.00.
Tónmenntaskólinn '— Tónleikar
yngri nemenda.
Norræna húsið, kl. 16.00.
Matta Eriksson, fiðla, og Carl-
Otto Erasmie, píanó.
íslenska óperan, kl. 16.30.
Tónlistarfélagið. Edda Moser,
sópran, og Dalton Baldwin, píanó.
Lög e. Schubert, Mozart, Zan-
donai, Respighi, Pratella, Cimara
og Strauss.
Langholtskirkja, kl. 17.00.
Ámesingakórinn — stj. Sigurður
Bragason. Samkór Selfoss — stj.
Jón Kristinn Cortes. Árnesinga-
kórinn — stj. Loftur S. Loftsson.
Sunnudaginn, 29. april
Hallgrímskirkja, kl. 17.00.
„Trompeteria." Ásgeir Steingr-
ímsson, Láras Sveinsson, Eiríkur
Öm Pálsson. Verk e. Gabrielli,
Wilkes, John Bull, Dubois, Vi-
vianí, de Lassus og fl.
Duus hús, „Heiti potturinn" kl.
21.30.
Kvartett Friðriks Theodórssonar.
Friðrik Theódórsson, skattsöngur
og básúna, Davíð Guðmundsson,
gítar, Tómas R. Einarsson,
kontrabassi, Guðmundur R. Ein-
arsson, trommur.
Mánudaginn, 30. april
Bústaðakirkja, kl. 20.30.
Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík. Sigurdríf Jónatans-
dóttir, messósópran, Hlíf Kára-
dóttir, sópran, Unnur Vilhelms-
dóttir, píanó — stj. Bernharður
Wilkinson. Verk ungu tónskáld-
anna og verk e. Wagner, Verdi,
Rossini, Gluck, Shostakovits.
Þriðjudaginn, 1. mai
Hafharborg, kl.15.30.
Jazztónleikar — Carl Möller,
píanó, Eggert Pálsson, slagverk
o.fl.
Miðvikudaginn, 2. mai
Norræna húsið, kl, 12.30.
Háskólatónleikar. Pétur Jónas-
son, gítar, Kolbeinn Bjarnason,
flauta, Bryndís Halla Gylfadóttir,
selló, Guðríður Sigurðardóttir,
píanó, Eggert Pálsson, slagverk.
Dansar dýrðarinnar e. Atla Heimi
Sveinsson.
Norræna húsið, kl. 20.30.
Tónlistarskólinn í Reykjavfk —
einleikarapróf. Vigdfs Klara Ara-
dóttir, saxófón, Helga Biyndís
Magnúsdóttir, píanó, verk e.
Cimarosa, Heiden, Noda, Maurice
og Debussy.
Samantekið af Rut. Magnússon
og Kristínu Sveinbjarnardótt-
ur.