Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 1
VIKUNA 7. — 13. APRÍL PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 BLAÐ VIKIVAKI Norræna sjónvarpsóperan Vikivaki, byggð á sögu Gunnars Gunnarssonar, er á dag- skrá Sjónvarps á föstudaginn langa. Sagan fjallar um rithöfund sem býr í voldugu húsi á afskekktum stað. Þangað eru ógreiðar samgöngur nema fyrir fljúgandi. Hins vegar eiga ýmsir svipir fortíðar greiðari aðgang að honum, fulltrúar lands og þjóðar frá ýmsum öldum. Þannig er þessi saga uppgjör og þroskasaga heimsborgara, sem er að festa sig í eigin mold og sögu. Höfundur tónlistar er Atli Heimir Sveinsson en óperutextinn er eftir Thor Vilhjálms- son. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og leikstjóri Hannu Heikinheimo. Aðalhlutverkið, skáldið Jaka Sonarson, syngur Kristinn Sigmundsson, en hann leikur Helgi Skúlason. Er sá háttur hafður á að íslenskir og finnskir söngvarar syngja hlut- verkin en íslenskir leikarar koma fram í myndinni. Meðal söngvaranna eru Signý Sæmundsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigrún Hjámtýsdóttir, Guðmunda Elías- dóttir, Viðar Gunnarsson, Eiður Gunnarsson, Garðar Cortes, Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Björnsson. Með helstu hlutverk fara Bríet Héðinsdóttir, Borgar Garðars- son, Róbert Arnfinnsson, Margrét Ákadóttir, Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdótt- ir og Þröstur Leó Gunnarsson. Inngangsorð flytur Sveinn Einarsson dagskrárstjóri. Útsendingin er samtengd Rás 1 í steríó. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3/4 Myndbönd bls. 6 Bíóin í borginni bls. 7 Mennirnir mínir þrír Mennirnir mínir þrír (Strange Interlute), framhaldsmynd í tveim- ur hlutum byggð á leikriti Eugene O’Neall, er á dagsicrá Stöðvar 2 nk. sunnudag. Myndin segir frá stúlku sem orðið hefur fyrir andlegu áfalli eftir að hafa misst unnusta sinn. Hún gerist þung- lynd, fer að hata föður sinn og flytur að heiman. Löngu síðar giftist hún manni sem hún elskar ekki. Er hún verður barnshaf- andi tekur hún gleði sína á ný þar til henni er sagt að geðveiki sé ættgeng í fjölskyldunni og hún skuli losa sig við fóstrið. Heimili hennar verður vígvöllur andlegra átaka en þá koma gaml- ir fjölskylduvinir til skjalanna og hafa áhrif á framvindu mála. Leikstjóri er Herbert Wise. Vinsælustu myndböndin bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.