Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
EFNI
Bolungarvík:
Innsiglað
hjá Mjölni
VÉLSMIÐJAN Mjölnir í Bolung-
arvík var innsigluð á þriðjudag
vegna söluskattsskuldar, sem
nemur um þremur milljónum
króna.
Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið að nokkrum aðilum í Bolung-
arvík hefði undanfarið verið send
aðvörun, þar sem þeim hefði verið
tilkynnt að fyrirtækjum þeirra yrði
lokað ef söluskattsskuldir yrðu ekki
greiddar. Allir greiddu sínar skuld-
ir, utan Mjölnir, sem skuldaði mest.
Skuldir vélsmiðjunnar eru frá árun-
um 1984-1987 og eru nú um þrjár
milljónir með dráttarvöxtum.
Hjá Mjölni starfar um tugur
manna. Vélsmiðjan á hlut í Mána-
felli, sem gerir út skelfískskipið
Villa Magg, en söluskattsskuldimar
varða ekki þá starfsemi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skiptyfír á sumardekkin
Að venju myndast mikil örtröð á dekkjaverkstæð- á dekkjaverkstæði Sigurjóns í Hátúni, má sjá
um síðustu daga aprilmánaðar, en þann 1. maí að þegar var orðið í nógu að snúast við að taka
eiga allir að vera búnir að taka nagladekkin vetrardekkin undan og setja sumardekkin undir
undan bílum sínum. Á myndinni, sem tekin var bíla.
Fríkirkjan:
Vinna við aukaverk safii-
aðarfólki að kostnaðarlausu
Laun starfsmanna hækkuð í staðinn
Á AÐALFUNDI Fríkirkjusafnaðarins, sem haldinn var fyrir skömmu,
var samþykkt að sa&iaðarfólk þyrfti ekki framar að greiða fyrir
vinnu prests, organista og kirkjuvarðar við aukaverk. Þetta á við
um skírn, fermingu, hjónavígslu, kistulagningu og greftrun. Á móti
hækka laun þessara starfsmanna, sem söfnuðurinn greiðir þeim.
Igreinargerð um þessa breytingu,
sem birtist í fréttabréfí Fríkirkj-
unnar, segir meðal annars: „Þar [í
tillögunni til aðalfundar] er gert
beinlínis ráð fyrir því að fólk geti
haft fjárhagslegan ávinning af því
að vera í söfnuðinum, hann hagi
gjöldum sínum á annan hátt en nú
tíðkast, og safnaðarfélagar fái
meira fyrir þau gjöld, sem þeir
greiða.“
Að mati safnaðarstjórnarinnar
felur þessi breyting í sér um
400-500 þúsunda króna útgjalda-
auka fyrir söfnuðinn, miðað við að
athafnir verði um fjórðungi fleiri
en þær hafa verið undanfarin ár.
„Á hinn bóginn er vonast til þess
að þetta fyrirkpmulag muni geta
laðað fleiri nýja einstaklinga að
söfnuðinum, og aukið tekjur hans
sem því nemur, en til að mæta þess-
ari kostnaðaraukningu þyrfti greið-
andi safnaðarfélögum að fjölga um
aðeins 150 eða 4%,“ segir í greinar-
gerðinni.
Sr. Cecil Haraldsson fríkirkju-
prestur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þau fjárútlát, sem safnað-
arfólki spöruðust með þessu nýja
fyrirkomulagi, væru um 15.000
krónur fyrir jarðarför, tæpar
10.000 kr. fyrir hjónavígslu, tæpar
4.000 kr. fyrir fermingu og um
1.500 kr. fyrir skírn.
Sr. Cecil sagði að enn hefði þessi
breyting ekki vakið mikla athygli
og hann hefði ekki orðið var við
að fólk sækti í söfnuðinn vegna
hennar. Hins vegar hefði hann
fengið jákvæð viðbrögð frá ýmsum
prestum Þjóðkirkjunnar. „Þetta er
í raun gamalt baráttumál presta,
að launakjörum þeirra og starfsað-
stöðu verði breytt á þennan veg.
Þannig verði tekin út það sem ég
kalla verktakastarfsemin í prests-
starfínu og greitt fyrir starfíð í
heild frá einum atvinnurekanda,“
sagði sr. Cecil.
Það getur gerst sem
á ekki að geta gerst
MENN hrukku óþyrmilega við
þegar kviknaði eldur á amm-
óníaksgeymi Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi á páska-
dag. í greinargerð með álykt-
un borgarráðs um lokun verk-
smiðjunnar segir að óhappið
hafi verið „áður óþekkt sem
áhættuþáttur".
Fyrir tveimur árum var ákveð-
ið, í framhaldi af miklum
umræðum um öryggismál verk-
smiðjunnar, að reisa nýjan amm-
óníaksgeymi sem talinn er örugg-
ari en sá gamli. Svipaður geymir
var í lítháísku borginni Jonava.
Sá geymir rifnaði 20. mars 1989
og flæddu út 7.000 tonn af amm-
óníaki. Það
er einfalt. Hann er ekki gerður
fyrir að þola þrýsting, nema lítils
háttar yfír- eða undirþrýsting.
Nýi geymirinn byggist á sömu
grundvallaratriðum og 10 þúsund
tonna geymir Azota-áburðarverk-
smiðjunnar 5 km frá borginni
Jonava í Litháen. Þó liggur ekki
fyrir hvort Azota-geymirinn var
með tvöföldu byrði. Geymir Azota
rifnaði og eftirfarandi atburðalýs-
ing er eftir frásögn í Sirenen,
tímaríti sænsku björgunarstofn-
ananna.
Að morgni 20. mars 1989 urðu
truflanir við ammóníaksfram-
leiðsluna, en þóttu ekki nægilega
alvarlegar til að yfírmanni örygg-
ismála í verksmiðunni væri gert
viðvart. Klukk-
slys var einnig '
„áður óþekkt
sem áhættu-
þáttur“.
í nýja geym-
inum í Gufu-
nesi verður ammóníakið kælt nið-
ur fyrir suðumark, -33 gráður.
Þá þarf ekki að geyma það undir
þrýstingi, eins og í gamla kúlu-
geyminum. Nýi geymirinn er ein-
angraður og með tvöföldum
véggjurh 'ög'bötrii;‘én~þák' haHS"
BAKSVID
eftir Þórhall Jósepsson
■ an 10.00 er
lokað fyrir
streymi amm-
— óníaks í
birgðageym-
inn. Klukkan
11.15 rifnaði geymirinn. 7.000
tonn af ammóníaki flæddu í 70
sentimetra hárri bylgju að verk-
smiðjubyggingunum, þar sem
3.300 til 3.500 manns unnu.
Ofan á tankinum sílogaði amm-
- éntaksgaa-.-semhleypkvaF aftank--
inum til að halda réttum þrýstingi
í honum. Loginn kveikti í ammón-
íaksflóðinu og það kveikti aftur í
áburðargeymslum. Að 20 mínút-
um Iiðnum hafði tekist að slökkva
eldinn í ammóníakinu, en þijá
daga tók að slökkva áburðareld-
inn, sem logaði í 15 þúsund tonna
birgðum.
Samkvæmt opinberum tölum
fórust sjö menn. 55 slösuðust og
af þeim var nokkur hópur enn frá
vinnu ársfjórðungi eftir slysið.
Ibúar Jonava, um 40 þúsund
talsins, voru fluttir á brott. Til
þess gafst tími, þar sem vindur
stóð af bænum. Hættuástandi var
aflýst eftir átta daga, 28. mars.
Sirenen segir orsök slyssins í
Jovana vera þessa: Ammóníaks-
geymirinn rifnaði vegna þrýstings
innanfrá, sem að líkindum stafaði
af mistökum eða bilun við ammón-
íaksframleiðsluna, of heitt amm-
óníak fór í tankinn.
Sænsk rannsóknamefnd fór á
staðinn, skipuð opinberum emb-
ættismönnum og fulltrúum fyrir-
táekisins Supra, sem á m.a. 30
- -þúsund - tenna- ammóníakstank -í-
900 metra fjarlægð frá miðbæ
Landskrona.
Tore Lundmark, yfírmaður
björgunarmála í Landskrona,
sagði: „Það sem gerðist er nokkuð
sem ekki á að geta gerst og mér
hefur ekki dottið í hug, þótt ég
hafí beitt öllu mínu ímyndunar-
afli, að slíkt gæti gerst hér í
Landskrona."
Bengt Orvar Andersson, yfír-
maður öryggismála hjá Supra,
sagði: „Þetta er það langversta
sem getur komið fyrir í svona
tanki.“ Hvorugur sagði þó að loka
þyrfti verksmiðjunum í Svíþjóð
eða færa þær, en leggja áherslu
á öryggiseftirlit og þjálfun björg-
unarmanna.
y.
Runólfur Maack hjá Verkfræði-
stofu Guðmundar og Kristjáns,
sem hannar nýja tankinn í Gufu-
nesi, segir að verið sé að kanna
ítarlega hvort hönnunin sé að ein-
hveiju leyti lík því sem var í
Jonava. Markmiðið sé að tankur-
inn uppfylli ítrustu öryggiskröfur.
Bruninn á ammóníakskúlunni á
páskadag og slysið í Jonava eru
tvö dæmi um óhöpp sem ekki áttu
að geta gerst. Nú liggur fyrir
yfirvöldum að ákveða hvort
treysta á útreikningum um öryggi
Áburðarverksmiðjunnar, eða
hvort fara ber að ráði borgarstjór-
ans í Reykjavík sem sagði: „Eg
fyrir mitt leyti vil ekki freista
gæfunnar í þessum efnum tvisv-
ar.“
►Trú, von og dollarar nefnist
grein Ásgeirs Sverrissonar, blaða-
manns Morgunblaðsins frá ferð
hans til Póllands nýlega, þar sem
hann segir frá viðhorfum fólksins
til stjómar Samstöðu og ástands-
insílandinu/10
Mannsmynd
►Greta Garbo, frægasta goðsögn
kvikmyndasögunnar látin /12
Viðtal
► BirgirÁrnason, fyrrum aðstoð-
armaður viðskiptaráðherra og for-
maður Sambands ungrajafnaðar-.
manna er nú fluttur til Genfar þar
sem hann starfar hjá hagfræði-
deild EFTA. Hann ræðir m.a. um
reynsluna af stjórnarsamstarfinu
fyrir Alþýðuflokkinn og ísland
andspænis breyttum viðhorfum í
Ecvrópumálunum /14
Velferð, vesæld og töl-
fræðin
►Hvemig em lífskjör íslendinga
samanborið við umheiminn? /16
Leiklist
►Umsögn um sýningu Hugleiks
á Yndisferðum eftir Áma Hjartar-
son /21
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-24
Smiðjan
►Hvemig væri að byggja sér
stiga?/2
Byggingarhættir og
byggingarhefð/
►Gunnar Torfason skrifar um
arkitektúr verkfræðingsins/12
Híbýli/Garður
► Manneskjan er nátengd arki-
tektúmum/20
► 1-32
Dagurjarðar
►í dag er Dagur jarðar, helgaður
umhverfisvernd. C-blað sunnu-
dagsblaðsins ertileinkað þessum
degi að mestu leyti og hefst á
grein sem fjallar um stöðu um-
hverfismála almennt í heiminuml
Umhverfið skiptir máli
►nefnist grein þar sem rætt er
við skólakrakka um viðhorf þeirra
til umhverfisins /8
Sól, vindur eða vatn?
►Um orkugjafa framtíðarinnar í
ljósi umhverfísvemdar. /14
Landverndin
►Stærsta umhverfísvandamál á
Islandi ereyðinggróðurlendis /16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/Wbak Menningarstr. 20c
Dagbók 8 Dægurtónlist 22c
Hugvekja 9 Kvikmyndir 23c
Leiðari 24 Myndasögur 24c
Helgispjall 24 Brids 24c
Reykjavíkurbréf 24 Stjörnuspá 24c
Veröld 26 Skák 24c
Minningar 28 Afmæli 25c
Fólk í fréttum 42 Bíó/dans 26c
Konur 42 Velvakandi 28c
Útvarp/sjónvarp 44 Samsafnið 30c
Mannlífsstr. 12c Bakþankar 32c
Fjölmiðlar 18c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4