Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
Systir okkar, + GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR
fyrrverandi söngkennari,
verður jarðsungín frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. apríl kl. 3
síðdegis. Hiidur Þorsteinsdóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir og fjölskylda.
t
Elskulegi eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
frá Tjörn, Akranesi,
síðar búsettur Vallarbraut 1,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.
Ólöf Guðjónsdóttir og börn.
t
Ástkær eiginkona mín,
ELÍSABET LÚÐVÍKSDÓTTIR SIGURÐSSON,
fædd WITKOWSKA,
Suðurgötu 68,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin mánudaginn 23. apríl kl. 13.30 frá Kristkirkju
Landakoti. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Sverrir Sigurðsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DAGBJÖRT ÍVARSDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni þriðjudaginn 24.
apríl kl. 10.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, látið Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Valgerður B. Hassing, Jón Hassing,
ívar Arnar Bjarnason, Erla Maria Hólm
og barnabörn.
t
PÉTUR SIGURÐSSON,
Bergstaðastræti 77,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. apríl kl.
13.30.
Soffia S. Ó. Axelsdóttir,
Pétur Axel Pétursson,
Stephanie Scobie,
Pétur Jökull Pétursson,
Stefán Björn Pétursson,
María Pétursdóttir,
Ásta Soffía Pétursdóttir.
Þuríður Elísabet Pétursdóttir,
Guðmundur Ketill Guðfinnss.,
Védis Guðjónsdóttir,
Auður Alfífa Ketilsdóttir,
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
HÖGNI HELGASON,
Kópavogsbraut 97,
lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans laugardaginn 14. apríl.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. apríl kl.
13.30.
Kristín Halldórsdóttir,
Ketill Högnason,
Hildur Högnadóttir,
Haukur Högnason.
t
Elskulegur eiginmaður mínn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞÓRARINN ANDREWSSON
kennari,
Miðvangi 37,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn
24. apríl kl. 15.00.
Hulda Hjálmarsdóttir,
Dagbjört Þórarinsdóttir, Andrew Þorvaldsson,
Helga S. Þórarinsdóttir, Snorri Páli Snorrason,
Andrés Þórarinsson, Margrét E. Harðardóttir,
Kristín Þórarinsdóttir
og barnabörn.
Asbjörn Magnús-
son - Kveðjuorð
Ég tel mér skylt að minnast hins
ágæta manns, sem Ásbjörn var.
Ég er ekki af sömu kynslóð, en
Ásbjörn var bara þannig að hann
var jafningi og jafnaldri allra kyrr-
slóða.
Fundum okkar bar fyrst saman
fyrir tuttugu og ijórum árum á
skrifstofu Þorleifs heitins Þórðar-
sonar, þá forstjóra Ferðaskrifstofu
ríkisins, sem þá var til húsa í Gimli
við Lækjargötu.
Gimli er sögufrægt hús í miðborg
Reykjavíkur og má segja að þar
hafi einnig gerst sögulegir atburðir
í sögu íslenzkra ferðamála. Ég átti
því láni að fagna að starfa þar
nokkur sumur og var það fróðlegur
miðdepill og uppspretta.
Dag einn var ég að fara yfir
stafla af gömlum bæklingum frá
ferðaskrifstofunni Orlofi, sem
eflaust margir eldri íslendingar
muna eftir. _ Þá kom aðvífandi sá
hinn sami Ásbjörn, sém ég hafði
hitt fáeinum dögum áður inni hjá
Þorleifi, og bað mig um að gefa ser
nokkur eintök af bæklingunum. Ég
gerði það en sagði honum jafnframt
að ferðaskrifstofan væri ekki lengur
tjl. „Ég veit það, vinur minn,“ sagði
Ásbjörn og brosti kankvíslega.
Þorleifur sagði mér síðar að Ás-
björn hefði stjómað ferðaskrifstof-
unni Orlofi af miklum dugnaði á
meðan hún var og hét.
Ásbjörn var áfram ávallt innan
ferðamála, vann til dæmis hjá Loft-
leiðum og nú síðast starfaði hann
hjá ferðaskrifstofu í varnarstöðinni
á Keflavíkurflugvelli og reif hana
upp úr algjörri ládeyðu á stuttum
tíma í blómlegt fyrirtæki.
Það er sárt að sjá á bak jafn
fróðum og skemmtilegum mönnum
og Ásbjörn var. Hann var alltaf
brosandi og tilbúinn í að taka upp
skemmtilegt tal og var jafnvígur á
mörgum sviðum.
Ásbjörn hefur lagt mikið til flug-
sögu Islands, bæði ljósmyndir og
annað efni auk þess sem hann sjálf-
ur var snar þáttur hennar m.a. með
starfi sínu við svifflug.
Sonur Ásbjörns, Örn, starfar og
innan flugmálanna og munum við
í honum áfram kynnast hinu blíða
fasi og viðmóti Ásbjarnarmanna um
ókomin ár.
Ég votta eiginkonu og fjölskyld-
unni mína dýpstu samúð.
Friðrik Ásmundsson Brekkan
Með_ óvæntu og ótímabæru frá-
falli Ásbjörns Magnússonar 23.
mars sl. hafa svifflugmenn misst
góðan vin og velvildarmann. Félag-
ar Svifflugfélags íslands minnast
Ásbjamar með þakklæti fyrir fórn-
fúst starf hans að uppbyggingu og
framþróun hinnar göfugu íþróttar,
svifflugsins, á íslandi, en Ásbjörn
var heiðursfélagi félagsins.
Ásbjörn var eftirminnilegur per-
sónuleiki þeim er honum kynntust,
en fyrstu kynni mín af honum voru
á skrifstofu Loftleiða hf. í Kaup-
mannahöfn sumarið 1948. Þáþurfti
ég, sem ungur drengur, ásamt for-
eldrum mínum að komast heim,
eftir ferðalag um Norðurlönd. Var
þá flogið með DC-4, „Skymaster“,
sem þóttu glæsilegar vélar í þá
daga.
Á tilteknum degi var mætt á
Kastrup-flugvöll til heimferðar,
með farseðil í hendi, en vélin reynd-
ist þá vera fullbókuð. Var þá haldið
á fund Ásbjarnar, sem leysti málið
á farsælan hatt, svo heim komumst
við á réttum tíma. Þetta eina dæmi
er eitt af mörgum, sem komu til
kasta Ásbjarnar, er hann var yfir
skrifstofu Loftleiða í Kaupmanna-
höfn á fyrstu árum millilandaflugs-
ins, sem hann átti stóran þátt í að
byggja upp, ásamt fleiri góðum
mönnum. Ékki grunaði mig þá, að
leiðir okkar ættu eftir að liggja
saman.
Vorið 1953 sá ég auglýst eftir
nemendum á Svifflugnámskeið á
Sandskeiði, og áttu þátttakendur
að láta skrá sig á Ferðaskrifstof-
unni Orlofi í Hafnarstræti, en þá
ferðaskrifstofu hafði Ásbjörn stofn-
að nokkrum árum áður.
Er ég mætti á staðinn, var þar
fyrir hópur ungra manna og inni í
miðjum hópnum stóð Ásbjörn, önn-
um kafínn við að lýsa fyrir hinum
ungu mönnum leyndardómum svif-
flugsins, og hve mikilvægt það
væri ungum mönnum að læra og
stunda þá göfugu íþrótt.
Hrifumst við „hinir ungu menn“
svo af lýsingum Ásbjarnar á þeim
ævintýraheimi, sem svifflugið hefði
upp á að bjóða, að við létum skrá
okkur til þátttöku í eitt af fyrstu
svifflugnámskeiðunum sem haldin
voru á Sandskeiði.
Nokkrum dögum síðar hélt eftir-
væntingarfullur hópur af stað frá
ferðaskrifstofu Ásbjamar til hálfs
t
Útför elsku sonar okkar og bróður,
EINARS ATLA JÓNSSONAR,
fer fram frá kirkjugarðskapellu Hafnarfjarðar þriðjudaginn 24.
apríl kl. 10.30.
Eiín Markan,
Jón Ólafsson,
Páll Þorgeir Pálsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför fóstru okkar,
RÖGNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hátúni 12.
Hlín Gunnarsdóttir,
Málfríður Gunnarsdóttir,
Björn Gunnarsson.
t
Þökkum innilega veitta samúð og hlý-
hug vegna fráfalls elskulega drengsins
okkar,
GRÉTARS ÞÓRS SIGURÐSSONAR
frá Nesjavöllum,
Grafningi.
Sigurður Jónsson, Ester Hannesdóttir,
Jón Matthías Sigurðsson, Hanna Björk Sigurðardóttir,
Guðbjörg Guðsteinsdóttir
og aðrir vandamenn.
>
mánaðar dvalar á Sandskeiði á vit
nýrra ævintýra. Farkosturinn var
gamall Ford-vörubíll, í eigu Svif-
flugfélags íslands. Var okkur öilum
komið fyrir á palli bílsins, sem ekið
var af hinum þekkta svifflugkappa
Þórhalli Filippussyni. Er við komum
'upp í Ártúnsbrekku, sem var bratt-
ari en sú brekka er við þekkjum í
dag, bilaði Fordinn, og varð ekki í
gang komið. Þórhallur náði fljótlega
sambandi við Ásbjörn, sem þegar
sendi annan bíl til að flytja okkur
upp á Sandskeið þar sem Helgi
Filippusson skólastjóri Svifflugskól-
ans tók á móti okkur.
Ásbjörn birtist fljótlega til að
fylgjast með „drengjunum sínum“
og gefa góð ráð. Var hann mjög
áhugasamur fyrir starfsemi Svif-
flugskólans og gladdist yfir árangri
hvers og eins er námskeiðið sótti,
svo og þeim árangri er náðist á
öðrum námskeiðum. Nemendur
Svifflugskólans báru mikla virðingu
fyrir Ásbirni. Vinahópur hans
stækkaði með hveiju námskeiðinu
sem haldið var, og urðu margir
„drengjanna hans“ Ásbjarnar virkir
félagar í Svifflugfélagi íslands, og
stunda svifflug enn í dag. Margir
hinna ungu manna er hófu svif-
flugnám á þessum árum, urðu síðan
flugmenn og flugstjórar hjá
íslensku flugfélögunum. Var Ás-
bjöm ætíð boðinn og búinn að gefa
„drengjunum sínum“ meðmæli til
að svo mætti verða og standa því
margir í þakkarskuld við hann.
Hinn mikli áhugi Ásbjamar á
sviffluginu leiddi til þess, að kona
hans, Margrét Matthíasdóttir, hóf
að læra svifflug, og var hún ein af
fyrstu konunum hér á landi til að
læra það. Var það Ásbirni mikið
gleðiefni, er kona hans tók „sóló“-
prófið og sveif ein í fyrsta sinn.
Mátti oft sjá þau hjón svífa hlið við
hlið hvort á sinni svifflugunni á
góðviðrisdögum yfirtoppi Vífilfells.
Ásbirni var falin formennska í
Svifflugfélaginu af „drengjunum
sínum“ og var kona hans þá kosin
varaformaður félagsins. Gegndu
þau embættum sínum af stakri
prýði.
Ásbjörn var hugsjónamaður.
Hann dreymdi stóra drauma um
uppbyggingu á Sandskeiði, sem
margir hafa ræst. Vegna starfa
sinna að ferðamálum, ferðaðist
Ásbjörn víða erlendis og heimsótti
svifflugklúbba, þar sem hann flaug
og flutti erindi um svifflug á ís-
landi. Ásbjörn hvatti íslenska svif-
flugmenn, „drengina sína“, til þátt-
töku í svifflugmótum eriendis. Var
hann þá jafnan fararstjóri. Þá var
Ásbjörn hvatamaður að því að hefja
íslandsmeistaramót í svifflugi. Varð
Helluflugvöllur fyrir valinu og þar
hafa íslandsmeistaramót í svifflugi
verið haldin annað hvert sumar
síðan árið 1956. Var Ásbjörn þá
oft mótsstjóri, og mun hans án efa
verða saknað á því móti sem fram-
undan er á Hellu í júlí í sumar.
Svifflugmenn þakka Ásbirni
samfylgdina og tryggðina í gegnum
árin. Hans er nú sárt saknað, en
söknuðurinn er þó mestur hjá
Margréti konu hans, sem hefur
misst mikið. Svifflugmenn votta
Margréti innilega samúð, svo og
öðrum ættingjum. Guð blessi minn-
ingu Ásbjarnar Magnússonar.
Magnús Svérrisson