Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRIL 1990
\l J’VDIIIiOkklK
HIIIK likkl MAIKWDI
SUÓRWRSAMSÍARI
segirBirgirÁmason Jyrrum adstodarmadur Jóns Sigurdssonar sem nú hefurhajib störfvib hagfræbideildEFTA
hann með ráðherranum jafnt í ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar og í nú-
verandi ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar. „Ég held að menn
muni seint finna almennilegar skýr-
ingar á því hvað gekk af stjórn
Þorsteins Pálssonar dauðri. Það eru
líklega ekki aðrir en þeir sem þá
sátu við ríkisstjórnarborðið sem vita
hvað endanlega sundraði stjórn-
inni,“ segir Birgir. „Mennirnir sem
að stjórninni stóðu gátu ekki starf-
að saman eins og málið var lagt
upp. Það komu upp persónulegar
eijur milli manna og málefnaá-
greiningur í mikilvægum málum-
Ymsir hafa sagt að Þorsteinn hafí
ekki valdið því að vera forsætisráð-
herra með þá Steingrím Hermanns-
son og Jón Baldvin Hannibalsson
hvoran á sína höndina. Eitthvað er
til í því en það er örugglega ekki
eina skýringin. Þetta var einfald-
lega mjög óheppileg samsetning á
ríkisstjórn. Framsóknarmenn undu
illa sínum hag og Sjálfstæðisflokk-
urinn var í sárum eftir að Borgara-
flokkurinn klauf sig út úr honum-
Það var líka erfitt að sjá hvert sjálf-
stæðismenn vildu fara með tillögum
sínum um lækkun söluskatts á
matvæli í september 1988. Það
hafði samt að mínu mati engin úr-
slitaáhrif. Mál voru komin á það
stig að það var bara spurning um
hvenær þetta stjórnarsamstarf tæki
enda. Menn voru hættir að reikna
með því að þeir myndu starfa sam-
an áfram. Tillaga Þorsteins um
lækkun „matarskattsins" markaði
einungis tímasetninguna.“
Núverandi stjórn taldi Birgir í
mörgum atriðum hafa náð góðum
árangri miðað við aðstæður í efna-
hagsmálum. Vel hefði tekist að ná
ýmsum skammtímamarkmiðurn
eins og að komá í veg fyrir alvarleg-
an atvinnubrest og halda aftur af
erlendri skuldasöfnun. En þetta
væri lítil umbótastjórn sem saman-
stæði af allt of sundurleitum flokk-
um til að árangur næðist til lengn
tíma litið. „Ég tel að þau verkefni
sem nú sé brýnast að takast á við
séu fyrst og fremst á sviði skipu-
lagsumbóta í atvinnu- og efnahags-
málum og á sviði utanríkismála.
Það þarf að gera ýmislegt í fiskveið-
imálunum, í stóriðjumálunum, '
landbúnaðarmálunum og í Evrópu-
málunum. Ég tel að við eigum að
taka upp veiðileyfasölu, við eigum
að heimila innflutning á landbúnað-
ai-vörum, við eigum að leita saifl'
starfs við útlendinga um uppbygg-
ingu stjóriðju í landinu og við eigum
að vera rnjög virkir þátttakendur í
.
Birgir stundaði nám í Banda-
ríkjunum, fyrst við Bran-
deis-háskóla og síðan við
Princeton- háskóla, en það-
an lauk hann masters-próf-
um, fyrst í vélaverkfræði og
síðar í hagfræði. Hann hóf
störf við Þjóðhagsstofnun
árið 1983 og starfaði þar
til ársins 1988 þó með nokkrum hléum þegar
hann fór til Bandaríkjanna á ný að ljúka nám-
inu.
Pólitísk þátttaka hans hófst á námsárunum
en þá gekk hann til liðs við Alþýðubandalagið.
„Ég varð nokkuð þjóðernissinnaður á fyrstu
námsárunum mínum í Bandaríkjunum og byij-
aði að fjandskapast við allt það sem bandarískt
var. Það má segja að þetta hafi verið tilfinninga-
leg viðbrögð við því að vera lentur í bandarísku
umhverfi. Þessi fjandskapur leiddi til þess að
ég ákvað að ganga til liðs við Alþýðubandalag-
ið enda var sá flokkur í hvað mestri andstöðu
við Bandaríkin hér á landi. Ég var í þeim
flokki meðan á námi mínu stóð en ekki mjög
virkur. Það eina sem ég fékk út úr þessu nefnd-
arstarfi va.r afskaplega athyglisverð ferð til
höfuðstöðvá Alþýðubandalagsins á íslandi,
Neskaupstaðar. Eftir það var minni þátttöku í
Alþýðubandalaginu lokið.“ Birgir segist fljót-
lega hafa gerst fráhverfur þeim félagsskap sem
í Alþýðubandalaginu var að finna enda hafi þar
allt logað í illdeilum. „Raunar fann ég þar held-
ur aldrei marktæka stefnu í þjóðmálum. Ég
var löngu kominn á þá skoðun að eitt mikilvæg-
asta verkefnið í íslenskum stjórnmálum væri
að binda enda á eins og hálfs áratugar stjórnar-
setu Framsóknarflokksins en formaður Alþýðu-
flokksins hélt á þessum tíma slíkum sjónarmið-
um mjög á lofti. Mér fannst boðskapur Jóns
Baldvins áhugaverður en það er líka ljóst að
vinna mín fyrir Jón Sigurðsson átti verulegan
þátt í því að ég hóf formleg störf fyrir Alþýðu-
flokkinn og tók að mér formennsku í
Sambandi ungra jafnaðarmanna. Hinu er held-
ur ekki að neita að ég er alinn upp á krata-
heimili og er af mikilli ísfirskri krataætt kom-
inn. Við Jón Sigurðsson erum náfrændur.
Hann og móðir mín eru bræðrabörn."
í febrúar 1988 réá Jón Sigurðsson Birgi
til sín í viðskiptaráðuneytið og starfnði
eftir Sfeingrím Sigurgeirsson / Mynd: Bjarni Eiríksson
BIRGIR ÁRNASON, hagfræðingur, sem nýlega lét af störfum sem aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórninni hafi
að hans mati tekist vel upp varðandi skammtímamarkmið sín sé þetta engin
umbótastjórn. Til þess sé hún of sundurleit. Hann telur Alþýðuflokkinn varla þola það
gagnvart stelhu sinni og stuðningsfólki að vera áfram í ríkisstjórn með núverandi sam-
starfsflokkum, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Miðað við verkeftiin sem framund-
an eru telur hann best að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur
tækju höndum saman og mynduðu nýja Viðreisnarstjórn að
næstu kosningum afstöðnum. Birgir hefúr nú verið ráðinn
til tveggja ára hjá hagfræðideild Fríverslunarsamtaka
Evrópu (EFTÁ) en þar mun hann aðallega starfa að
samningaviðræðum Evrópubandalagsins og EFTA
um sameiginlegt evrópskt efiiahagssvæði (EES).