Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 myndun hins sameiginlega efna- hagssvæðis EFTA- og EB-ríkjanna, EES. I ljósi þess hver verkefnin eru sem við blasa tel ég farsælast að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur nái saman um landsstjórnina að kosningum loknum til þess að koma þessum málum fram.“ Birgir sagði Sjálfstæðisflokkinn skiptast í margar fylkingar og taldi hann samstarf við hinn borgaralega arm flokksins helst æskilegt, sem sækti fylgi sitt til iðnaðar, verslun- ar og sjávarútvegs. Nefndi hann Friðrik Sophusson sem dæmigerðan fulltrúa hins borgaralega arms flokksins. „Bestu talsmenn Sjálf- stæðisflokksins eru aftur á móti ekki endilega í pólitískri forystu hans heldur er þá að finna í atvinnu- lífinu eða hjá hagsmunasamtökum atvinnuvega, t.d. hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda, Verslunarráð- inu og Vinnuveitendasambandinu. Þessir aðilar túlka margvísleg sjón- armið sem ég get mjög auðveldlega tekið undir og á það sama reyndar við um Morgunblaðið, a.m.k. stund- um.“ Aðspurður um hvort sú fylkinga- skipting sem hann segir eiga við um Sjálfstæðisflokkinn ætti ekki einnig við um Alþýðuflokkinn sagði hann að auðvitað væru skoðanir skiptar innan Alþýðuflokksins um það hvaða stjórnarsamstarf færi honum best „Alþýðuflokkurinn færi best i nýrri viðreisnarstjórn. Hann byggir á skynsemishyggju og þolir ekki að vera eini flokkurinn í þriggja eða fjögurra flokka ríkis- stjórn sem fylgir slíkri stefnu. Hann verður bara íhaldssamur og leiðin- legur. Ég tel greinilegt að Alþýðu- flokkurinn gjaldi þess að vera í núverandi stjórnarsamstarfi. Hann þolir það ekki gagnvart stuðnings- fólki sínu. Stuðningsmenn Alþýðu- flokksins standa margir mjög nærri Sjálfstæðisflokknum og flytja stuðningsmenn einfaldlega til hans þegar Alþýðuflokkurinn er í sam- starfi við Framsóknarflokk og Al- þýðubandalag." Aðspurður sagði Birgir að það væri ekki sjálfgefið að innan Al- þýðuflokksins væri samstaða um viðreisnarmunstur. Ef flokkurinn kæmi sæmilega út úr kosningum væri eflaust hljómgrunnur fyrir slíku. Þetta væri líka háð því hvern- ig mennirnir sem leiða flokkana næðu saman, hvaða menn svo sem það yrðu. Þegar hann var spurður hvort nokkur leið væri til þess að forysta Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks næði saman eftir það sem á undan væri gengið sagði Birgir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan stjórnarslitin urðu og taldi forystumennina vel eiga að geta talað saman með aðstoð góðra manna. Það væri auðvitað líka möguleiki á því að upp úr kjörköss- unum kæmi að Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, Framsóknarflokkur og Kvennalisti hefðu fylgi til að mynda nýja stjórn. Það væri hins vegar að hans mati að fara úr ösk- unni í eldinn að skipta á Borgara- flokki og Kvennalista. Núverandi ríkisstjórn sagði Birg- ir ekki hafa átt auðvelt með að taka á ýmsum umbótamálum. í landbúnaðarmálum hefði til dæmis ekkert gerst. í stóriðjumálunum væri á brattann að sækja. Þó að Alþýðubandalagið hefði að visu ekki náð að stöðva framgang máls- ins væri það með fyrirvara á af- greiðslu þess ef því líkaði ekki nið- urstaðan í öllum atriðum. Það sama mætti segja um Framsóknarflokk- inn þó að stuðningur við málið væri meiri þar. „Sérstaklega á þetta þó við um Evrópumálin þar sem 'samstarfsaðilarnir virðast botna lítið í hlutunum og afstaða þeirra mótast annars vegar af fá- fræði um málin og hins vegar af hræðslu og einangrunarhyggju. Dæmi um öfgakennda talsmenn þessara sjónarmiða eru þeir Páll Pétursson, þingflokksfonnaður Framsóknarflokksins og fulltrúi flokksins í Evrópustefnunefnd þingsins, og Hjörleifur Guttorms- son, þingmaður og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í sömu nefnd. Þessir menn halda fram afturhaldssömum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Ég tel að varðandi Evrópska efnahags- svæðið höfum við allt að vinna og engu að tapa. Við munum gera undanþágu varðandi aðgang að fiskimiðunum vegna lífshagsmuna okkar en hvað varðar aðra þætti, t.d. viðskipti með fjármagn og fjár- málaþjónustu, búsetu fólks og bú- ferlaflutninga, tel ég að við eigum að vera með tiltölu- lega fáa fyrirvara." Hann sagði að íslendingar ættu að hraða allri aðlögun að EES næstu tvö til þrjú árin en hvað tæki við í árslok 1992 er EB opnaði aftur fyr- ir umsóknir um aðild að bandalaginu væri annað mál. Evrópubandalagið ætti eftir að stækka og breytast á næstu árum. „Það mun koma að því að við þurfum að horfast í augu við spurn- inguna um aðild, líklega á síðari hluta þessa áratugar. Þetta verður þá orðið allt annað Evrópubandalag en í dag og kannski bandalag sem við getum sætt okkur betur við.“ Um samkomulag innan ríkisstjórnarinnar varðandi málefni fjármagnsmarkað- arins sagði Birgir að mikið hefði verið deilt um þau mál, sérstaklega fyrsta vetur stjórnarsamstarfsins. „Það var augljóst að Steingrímur Her- mannsson, sem manna mest hafði fjargviðrast út í lánskjaravísitöluna og háa vexti hugsaði sér gott til glóðarinnar að vera laus við sjálf- stæðismenn og fá Alþýðubandalag- ið til fýlgis við stjórnina í staðinn. Hann sá fram á möguleika á að breyta fyrirkomulagi á fjármagns- markaðinum, afnema lánskjaravísi- töluna og taka upp handstýringu á vöxtum. Það var um tíma tvísýnt hvort stjórnin hefði þetta af og ein- hver málamiðlun næðist. Málamiðl- un náðist um að breyta aðeins grundvelli lánskjaravísitölunnar og það í að ég tel skynsamlega átt. Einnig voru íhlutunarákvæði Seðla- bankans varðandi vaxtaákvarðanir hert en án þess að gripið hafi verið til þeirra síðan. í raun var því hald- ið í það fyrirkomulag sem komið hafði verið á með viðskiptabanka- lögunum 1985 og Seðlabankalög- unum 1986.“ Þegar Borgaraflokkurinn kom inn i stjórnina hefði leikurinn svo byijað á ný, sagði Birgir. Hann væri lýðskrumsflokkur sem hefði það á stefnuskrá sinni að afnema lánskjaravísitöluna. „Steingi-ímur Hermannsson fann þarna enn einn bandamanninn í vísitölumálinu og grípa þurfti til málamiðlana á ný. Fallist var á að lánskjaravísitala yrði afnumin að því tilskildu að verðbólga væri komin niður á viðun- andi stig og að fjármagnsmarkað- urinn yrði opnaður gagnvart út- löndum. Ef taka á burt tryggingu sparifjáreigenda verður að gefa þeim kost á að ávaxta sparifé sitt með öruggum hætti eriendis í stað- inn. Það vakir auðvitað leynt og ljóst fyrir þeim sem vilja afnema lánskjaravísitöluna að hefja á ný eignaupptöku hjá sparifjáreigend- um.“ Birgir sagði ljóst að á einhveiju sex mánaða tímabili á þessu ári myndi árshraði verðbólgu fara und- ir tíu prósent. Væntanlega myndu þá þær raddir heyrast að afnema bæri lánskjaravísitöluna. í viðskipt- aráðuneytinu lægi tilbúin reglugerð sem myndi heimila innlendum aðil- um kaup á verðbréfum á erlendum markaði upp að vissu marki. Hana þyrfti ráðherra einungis að undir- skrifa til að hún tæki gildi þó ekki væri samstaða um hana innan ríkis- stjórnarinnar. Væntanlega yrði hægt að fá samstarfsflokkana til að taka einhver varkár skref í þessa átt en ganga þyrfti miklu lengra. „Ég held að það sé mjög óæskilegt að þurfa að nauðga þessu upp á samstarfsaðilana óviljuga. Það er mun betra að þeir flokkar sem telja æskilegt og nauðsynlegt að framkvæma þessi mál taki hönd- um saman.“ Fyrir síðustu kosningar töluðu forystumenn Alþýðuflokksins einn- ig mikið um að mynda ætti stjórn með Sjálfstæðisflokknum og gefa Framsóknarflokknum hvíld. Að- spurður um hvort Alþýðuflokkurinn væri með tali um viðreisnarstjórn á ný ekki einfaldlega að reyna að kúpla sig burt frá óvinsælli ríkis- stjórn sagði hann svo ekki vera. Stór hluti stuðningsmanna Alþýðu- flokksins hefði ímugust á Alþýðu- bandalaginu og Framsóknarflokki og hann teldi það vera að skila sér til forystumanna flokksins. Að- spurður um margítrekaðar yfirlýs- ingar formanns Alþýðuflokksins um ágæti samstarfsins við Steingrím Hermannsson og Ólaf Ragnar Grímsson og sambærilegar skamm- ir út í formann Sjálfstæðisflokksins sagði Birgir að hann teldi að lítið hefði farið fyrir hrósi í garð Stein- gríms og Olafs Ragnars upp á síðkastið. Það hefði verið langmest í upphafi samstarfsins. Sneiðarnar sem Jón Baldvin hefði sent Þor- steini Pálssyni og sjálfstæðismönn- um hefðu líka verið beinskeyttastar fyrst eftir að upp úr slitnaði. „Mér þykir að dregið hafi bæði úr hnjóðs- yrðunum og hrósyrðunum." Birgir sagðist ekki efast um að persónulega gengi samstarfið milli þeirra Jóns Baldvins, Steingríms og Ólafs Ragnars með ágætum. Hins vegar væri grundvallarágrein- ingur milli þessara manna og flokka þeirra í veigamiklum málum. Það væri sama hversu góð samskiptin væru, þau bættu ekki upp hug- myndalega ágreininginn. „Það má raunar liggja Jóni Baldvin á hálsi fyrir það að hann hafi breytt stefnu sinni allt of mikið við stjórnarskipt- in. Hann aðlagaði persónulega stefnu sina of mikið því stjórnar- samstarfi sem við tók. Jón Baldvin er aftur á móti ekki eini forystu- maður Alþýðuflokksins þó hann sé auðvitað formaður hans.“ „ILJÓSIÞESS HVERVGRKEFW ERLSEMHÐ BLASATELÉG EARSÆLAST AÐ ALÞÝÐIJFLOKKIJR OG SJÁLFSTÆÐIS- ELOKKLRAÁI SAMAALM LAADSSTJÓRMAA AÐ KOSMAGLM LOMIM TIL ÞESS AÐKOMAÞESSLM MALLM FRAM4Í Tréskórnir frá Berkemann Teg. 400 Verð frá kr. 4.490.- Litir: Hvítt - blátt Stærð: 35-48 Ath. Gott innlegg! KRINGWN KWHeWM S. 689212 Domus Medica s. 18519 5% Staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs Humndir - vörur RAMMAGERÐIN HF. auglýsir eftir hugmyndum um vörur sem henta vel til sölu til ferðamanna, erlendra sem innlendra. Á undanförnum árum hefur nokkuð skort á að næg fjölbreytni hafi verið í íslenskum ferðamanna- vörum. Úr þessu vill Rammagerðin bæta og aug- lýsir nú eftir hugmyndum og vörum sem hér geta verið viðeigandi. Engar takmarkanir eru settar hvað vörurnar varðar og geta þær bæði verið handunnar eða fjöldaframleiddar, listaverk eða leikföng, klæði eða fæði. Hugmyndir þurfa að berast Rammagerðinni hf., Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík, fyrir 12. maí nk. Rammagerðin hf. er stærst fyrirtækja á íslandi í dag í sölu ferðamannavara. Rammagerðin hf. rek- ur fjórar verslanir í Reykjavík á Hafnarstræti 19, í Kringlunni, Hótel Loftleiðum og Hótel Esju. RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 - P.BOX 751 - 121 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.