Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 26

Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 VH30RÐ ÞEGAR þetta er skrifað er tæpt ár síðan Hu Yaobang lést og kínver- skir stúdentar héldu út á götur að kreijast aukins frelsis, og rúmir níu mánuðir síðan herinn ruddist inn á Himinsfriðartorg til að bæla niður þessa hreyííngu. Ogþað eru u.þ.b. 170 dagar þar til stefnt er að því að setja í Peking með pomp og pragt 11. Asíuleikana. Einnig eru 27 ár síðan Mao ritaði vígorðin: „Lærið af félaga Lei Feng!“ Tíu milljón Að sögn fréttastofunnar „Nýju Kína“ hefur gripið um sig „Lei Feng-æði“ hér í Kína: Hundruðum þúsunda saman flykkjast hermenn og stúdentar út á götur til að þjóna fólkinu og drekka i sig byltingaranda þess. Hermennimir bjóða ókeypis hár- skurð, viðgerðir reiðhjóla og út- varpstækja og sálfræðiþjónustu, stúdentarnir gróðursetja tré, skrúbba umferðarmerki og góif á lestarstöðvum og kenna verka- mönnum ensku og stærðfræði . . . Og inn á skrifstofur dagblaða streyma bréf frá fólki úr öllum greinum samfélagsins og hvað- anæva að af landinu þar sem lýst er yfir ánægju með „Lei Feng- æðið“. í bréfi frá bónda að nafni Yu Xiuqing frá Wuning-hreppi í Jangxi-héraði segir t.d.: „Um þess- ar mundir hvetur kommúnistaflokk- urinn okkur enn einu sinni til að iæra af Lei Feng. Vegna þessa erum við stórkostlega ánægð og djúpt snortin. Vonandi munu koma fram yfir tíu milljónir manna líkir Lei Feng.“ Skelfing grípur um sig yfir sundunum Ég er bara svona að forvitnast. Hef líka talað nóg við útlendinga um landsins undur: og leiðtogarnir (þeir eru að fara á ráðstefnur!) — ha, ha..., eða braskararnir (með fína hárgreiðslu og nafnspjöld) — ha, ha, ha... En þetta svar félli e.t.v. ekki í kramið því búast má við að éf venjulegur Kínveiji hefði val þá væri hann ekki seinn að flytja sig (sama hvað einhver spjátr- ungur frá útlöndum væri uppnum- inn af að reka hér inn nefið): Meiri- hlutinn situr á hörðum bekkjum — klukkustundum saman, sólarhring- um saman; heitar, þungar, illalykt- andi gufur stíga af samanþjöppuð- um líkömunum, undir traðkinu bréf, ávaxtahýði, hnetuskum orðið að drullu, í hátölurunum glymja vígorð. Ung móðir ruggar litla barn- inu sínu og syngur fyrir það falleg- an söng svo það gráti ekki; einhver krýpur á gólfinu og lokuðum augum einbeitir sér að því að reykja vindl- ing gegnum bambushólk sem að lögun minnir á saxafón; spil á víð og dreif, spilamennirpir orðnir þreyttir og sitja bara á pinklum sínum og hrækja á gólfið, en stund- um tínir einhver saman spilin og gefur í síðasta slaginn. Á bekknum gegnt mér gamall maður í slitnum bláum maófötum, náfölur í framan, hreyfingarlaus — starir á mig. Himinn, kálgarður, haf — situr á steini, hvílir höku á hnúa, horfir yfir. Leðurblökur sveima milli greina eina trésins á siéttunni — undir gráum þökum, ríður, yfir gráum stígum, utan grárra veggja, múrbrotum. of dimmt? Hárin á höfði risanna þriggja og hafið og fljótin — fyrst gult, svó grátt, nú svart — svelgir í sig umlykta lita- slæðuna — riddarinn, hlöðnum fjár- sjóðum, stjakar um sundin (vættin eru ekki grimm en heimsk og því hættuleg), mai bai cai! mai bai cai!, flekanum, hrópar hann. Það er orð- ið of dimmt úti til að fylgjast með þessu lengur! Allt í einu kemur eitthvað á móti — hraði, titringur ... Öskur — einhver er að öskra ... Gamli mað- urinn með hvíta andlitið! — er allt í lagi með gamla manninn? Við ií $ .. * * í n* if # 1=1 iS isfð £ H X K l°I H&'■ ikiilpil ÍIÁÍ i»ti<l|ii!|(iilV|i*P I* IX £ il H * . ' -> I i-H tí. Mynd af félaga Lei Feng Áritun Mao Zedongs frá 1963: „Lærið af félaga Lei Feng!“ Af forsíðu Dagblaðs alþýð- unnar i mars á þessu ári. Fyrirsögnín: „Leiðtogarnir rita vígorð og hvetja þjóðina til að læra af Lei Feng“. Til vinstri: Áritun Jang Zemins aðalritara: „Lærið af félaga Lei Feng. Haldið uppi anda Lei Fengs!“ í miðjunni: Áritun Yang Shangkuns forseta: „Allir eiga að læra af félaga Lei Feng, einlæglega að þjóna fólkinu, kappsamlega byggja upp sósíalisma með sérstök- um kínverskum einkennuml“ Til hægri: Áritun Li Pengs for- sætisráðherra: „Við nýjar að- stæður skal anda Lei Fengs haldið uppi! Megi í Kína koma fram fleira og fleira fólk líkt Lei Feng!“ höldum áfram, einhver er að skíta á gólfið, gamli víkur sér að mér. Hvað er ég eiginlega að gera á þriðja farrými, spyr hann, og feimn- in bráðnar af hinúm og þeir þyrp- ast í kring um mig og segja mér að Kína sé vonlaust land og sumir vilja þreifa á vöðvunum. Og lestin brunar áfram — í gær í hitabeltinu, á morgun í vori norðlægari slóða. „Ævisaga“ Lei Fengs Félagi Lei Feng fæddist 18. des- ember 1940 í fátæku sveitaþorpi í Hunan-héraði. Afi hans var ofsóttur af eiganda sveitaþorpsins og drep- inn, faðir hans var særður til ólífis af japönskum innrásarhermönnum, bræður hans voru hnepptir í þræl- dóm börn að aldri og dóu langt fyrir aldur fram vegna illrar með- ferðar; og eftir að móðir hans hafði þannig á fáum árum misst sína nákomnustu hvern á eftir öðrum gat hún ekki lifað lengur, og dó einnig. Sjö ára gamall átti Lei Feng engan að, og mátti þola miklar barsmíðar af hendi ættingja land- eigandans. En 1949 eftir.að kommúnistar höfðu frelsað landið og stofnað al- þýðulýðveldið tók Flokkurinn hinn munaðarlausa dreng í faðm sinn og sá honum fyrir uppeldi og menntun — eins og Lei Feng sagði: „Vatnið á sér uppsprettu, tréð hefur rætur, Mao formaður og kommún- istaflokkurinn gáfu mér hamingju- samt líf.“ Eftir að Lei Feng útskrif- aðist frá gagnfræðaskóla gekk hann í ungliðahreyfingu kommún- istaflokksins og lærði á traktor, og var síðan veitt staða sem jarðýtu- stjóri. Starf sitt stundaði hann sam- viskusamlega en tók auk þess glað- ur að sér hverskyns sjálfboðaliðs- störf og var ávallt reiðubúinn að hjálpa félögum sínum. Hlaut hann hverja viðurkenninguna á eftir ann- arri sem fyrirmyndarungmenni og loks fékk hann stöðu sem vörubíl- stjóri í hernum og hlotnaðist sá heiður að vera veitt inntaka í kommúnistaflokkinn. En til allrar óhamingju lenti hann í slysi á vöru- bílnum þann 15. ágúst 1962 og lét þannig líf sitt við skyldustörf aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Nú kvað enginn þurfa að kalka GÖTUMYND árið 2030. Um götur og torg spranga staéltir og stinnir kroppar áttræðra gamalmenna, sem sýna ekki á sér nein ellimörk. Af yfírbragði þeirra og göngulagi er ekki hægt að merkja aldursrispur eða hrukkur lífshlaupsins. Ekki fyrr en þeir eru inntir máls. Augun horfa hálftóm á spyrjandann og út úr munni flæðir óskiljanlegt blaður eins atkvæðis orða. Heilinn hefúr skroppið saman og er næstum horfinn úr síungum og hraustum líkamanum. Er þessi svipmynd fráleit? Við Iifum á tímum sjálfsdýrkunar og líkamsræktar. Líkaminn, þetta síbreytilegra og margsl- ungna hylki sem geymir okkar innri mann, er settur upp á stall og tignaður. Og við horfum í dáleiðslu á sjálfsmynd okkar á sjónvarpsskermunum allt í kring- um okkur. Eftirsókn eftir glæstu útliti ber ræktun andans ofurliði. Imyndin skiptir meira máli, en það sem undir býr. Það er kannski dæmigert að sumum fljúgi í hug að einungis tæknin búi yfir nægilega róttæk- um aðferðum til að snúa þessari ímynduðu þróun við. Enda hefur einni skotið upp á yfirborðið. Nú þarf ekki að puða við lestur eða íhugun til að fjörga hugarkraft- inn, heldur er miklu fljótlegra að kaupa sér rafmagnaðar eyrna- og augnhlífar, sem skjóta neist- um inn í heilabúið. Hratt og ör- ugglega. Engin fyrirhöfn. En verðurðu nýr og betur hugsandi maður? Fyrsta svokallaða „heilarækt- in“ í Bretlandi var opnuð í Lon- don fyrir skömmu. Þar er hægt að prófa og síðan kaupa ýmiss konar tækjabúnað, sem örva á höktandi heilastarfsemina. Þessi tæki eru byggð á atferliskenn- ingu nokkurri, er staðhæfir að ef ákveðnum hljóð- og ljósbylgj- um er skotið í gegnum heilabörk- inn, sé hægt að endurstilla heil- ann á alpha og theta bylgjulengd- ir meðvitundarinnar, svo afslöpp- un, íhugun og lærdómur verði auðveldari. Og svo tekur kynget- an auðvitað fjörkipp. Þessi ótrú- lega hástemmdu gylliboð eiga rætur að rekja til heilakennslu- stofnunar nokkurrar í Kaliforníu. Það þarf ekki að _taka fram fyrir háttvirta lesendur að þessar staðhæfingar og heilatilraunir eiga sér fjölmarga andmælendur meðal vísindamanna. Enn hafa engin vísindaleg gögn verið lögð fram, svo að hægt sé að sann- reyna réttmæti þessa heilahnoðs. En þó þessi rafvæðing heilans sé vafasöm og grunsamleg hafa margir freistast til að stytta sér leið að settu marki með því að leggja höfuð sitt að veði. Lög- regluþjónn nokkur er eitt dæmið. Hann átti fyrir höndum mikil- vægt hæfnispróf hjá lögreglunni. Hann fór í heilaræktina og leigði sér ódýrustu hlífamar. Eftir að bylgjumar höfðu leikið góða stund innra með honum var hann ekki í nokkrum vafa um að próflíkur hans hefðu vænkast mjög. Og hélt svo upptendraður heim á leið. Því miður fylgir ekki hvernig sögunni lyktaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.