Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 42
42 KONUR Sérkvenlegir sófar * Eg las í blaði um daginn að vísindamenn í erfðafræði hefðu komist að þeirri niður- stöðu eftir áralangar rannsókn- ir að alkóhólismi væri arfgengur - en væri bara vegna siðferði- legra bresta ein- staklinga sem af sjúkdómnum þjást. Það stóð að visu ekkert um það í grein- inni að en ég er viss um að erfða- fræðingar eiga eftir að sanna það líka innan skamms - með hávísindalegum hætti - að þessi sjúkdómur sé ekki einungis bundinn í erfðavísunum, heldur í kynvísunum. Alkóhólismi fer eins og fólk veit í kyngreinarálit. Langflestir alkar eru karlar og vinkona min ein sem mikið hefur um þetta hugsað og yfirvegað segir að þær konur sem villst hafa á þessar brautir sanni enn frekar þá til- gátu að alkóhólisminn sé karla- sjúkdómur: Þær séu ýmist karl- konur eða þá þær hafi leiðst út i pilluát vegna þess að læknar, oftast karlar, sem þær leituðu tii sligaðar undan oki karlasam- félagsins, skildu ekki meinið og gerðu þær háðar fiknilyfjum. En mig grunar að fleira sé arfgengt og kynbundið en alkó- hólismi. Og enn treysti ég á vísindin. Þessi vinkona min sem ég minntist á áðan heldur nefni- lega að karlar hafi arfgenga til- hneigingu til skits. Þess vegna henti þeir til dæmis vel til erfið- isvinnu og sjálfgefið sé að þeir þvoi bleyjur og hreinsi unga- börn, sinni grófhreingerningum á heimilum osfrv. Ýmislegt í fari karla bendi líka í þessa átt. T.d. hve oft þeim hætti til bíladellu með tilheyrandi sóðaskap, og slarkferða ýmiskonar í bleytu, snjó og drullu. Vinkonan mín bendir líka á að meðganga kon- unnar og fæðing barna leggi henni ánauð á herðar af skapar- ans hálfu sem liklegt sé að skap- arinn hafi reynt að jafna með einhverjum hætti. Án þess ég vilji gera lítið úr þessari tilgátu vinkonu minnar um arfgenga tilhneigingu karla til skíts finnst mér eins og gæti í skoðun hennar áhrifa frá heittrúar- mönnum mótmælenda, sem sumir hverjir töldu óguðlegt að mannskepnunni liði vel. Kannski þessi grein kvenfrelsis- baráttunnar eigi þegar allt kem- ur til alls mest sameiginlegt með þeim sem trúa á mannbætandi áhrií sektarkenndarinnar? Hvað sem því líður horfi ég til þess með gleði í hjarta þegar vísindunum telst að sýna fram á ýmis arfbundin einkenni kynj- anna. Kona sem ég þekki hefur sérstaka unun af sófasettum. Hveijum einasta stórviðburði í fjölskyldunni hefur hún fagnað með nýju sófasetti. Meðan hún var ung, fátæk og róttæk voru þetta einfaldir ódýrir brúkshlut- ir en með árunum, bættum efnahag og þróuninni í alþjóða- málum hafa sóffarnir breyst. Nú nægja ekki lengur venjuleg leðurhúsgögn, þau verða að hafa eitthvað fleira sér til ágætis. Nú er framundan gifting hjá þessari konu. Og af því að ibúðin henn- ar er orðin stútfull af sóffum, eru ekki aðrir kostir en að byggja við. Nútímafólk byggir vitaskuld sólstofur við hús sín. Vinkona mín hefur þegar fest kaup á sófasetti i sólstofuna. Þar sem það bíður í umbúðunum er það stöðug áminning til húsbón- dans um hvað til hans friðar heyri. Ég bið hinsvegar eftir því að vísindin sýni fram á arfgenga tilhneigingu kvenna til þess að safna sófasettum. Þá skal ég glaður fara í skítinn. eftir Sigurð G. Tómasson MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDÁGUR 22. APRÍL 1990 VELSLEÐAR Að kynnast landi sínu snævi þökktu Um 250 manns sóttu fimmta landsmót Landssambands íslenskra vélsleðamanna sem haldið var í Kerlingarfjöllum fyrir nokkru. LÍV skipa annars um 600 manns, en þessi fjöldi er til marks um ört vaxandi vinsældir vélsleða- aksturs þrátt fyrir mikinn til- kostnað og fyrirhöfn. Þeir segja það sem reyna, að kostnaður og svitadropar gleymist er menn kynnast landi sínu skartandi sínu fegursta um hávetur, engin sum- arfegurð jafnist á við ægifegurð landsins um vetur, auk þess sem glíman við náttúruöflin sé mun hatrammari og krefjandi að vetr- arlagi. Sitthvað af þeirri fegurð sem um ræðir má sjá á myndum þessum sem eru frá landsmótinu í Kerlingarfjöllum. KNATTSPYRNA Rögnvaldur hélt sínu striki Nokkru eftir áramótin var greint frá afrekum ungs íslensks náms- og knattspyrnumanns í Suður-Karólínu, „Gogga“ Rögn- valdssonar, eins og Bandaríkja- menn kalla hann, en pilturinn heitir Rögnvaldur Rögnvaldsson og er úr Kópavogi. Þegar frá var greint stefndi í að Rögnvaldur yrði marka- hæsti leikmaður bandarísku há- skóladeildanna og gekk það eftir, hann gaf ekkert eftir það sem eftir lifði vertíðarinnar og fyrir skömmu var honum boðið til uppskeruhát- íðar deildanna þar sem ræður voru fluttar og afreksgripir afhentir þeim sem til þeirra höfðu unnið. Myndin er frá uppskeruhátíðinni sem fram fór í Ohio og var Rögn- valdur eini íslendingurinn á há- tíðinni, en hann var auk þess að vera markakóngur mótsins, til- nefndur sem leikmaður mótsins. Svo sem sjá má, var að minnsta kosti einn heimsfrægur gestur á uppskeruhátíðinni, Karl Heinz Rummenigge, vestur þýski lands- liðsmaðurinn á árum áður. Pele var einnig viðstaddur og heiðraður sér- staklega fyrir atorkusama vinnu í þágu knattspyrnuiðkunar í Banda- ríkjunum. Rögnvaldur „Goggi“ ásamt Karl Heinz Rummenigge hinum þýska. Brúðhjón! Þátturinn Brúðhjón vikunnar er kominn á sinn stað í blað- inu. Hjón eða tilvonandi hjón eru hvött til að hafa samband í símum 691100 eða 691214 (beinn sími) og gefa kost á sér í þáttinn. lllíliii K E W Hobby Háþrýstidælan bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur sem vilja fara vel meö lakkið á bílnum sínum en rispa þaö ekki meö drullugum þvottakúst. Sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylgir. Einnig getur þú þrifið: Húsiö, rúöurn- ar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m. fl. meö þessu undratæki sem kostar nú aðeins kr. 28.000,- staðgreitt. Ðíllínn þveginn og REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvík. - simar 31956-685554-Fax 687116 • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.