Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1
fHiwgimfMtattto 1990 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL BLAD B Arie Haan vill fá Amór til Numberg „Ekki mjög spennturfyrir Þýskalandi," segir Arnór Guðjohnsen ARIE Haan, fyrrum þjálfari Stuttgart sem tekið hefur við þjálfarastöðunni hjá Niirnberg, hefur mikinn hug á að fá Arnór Guðjohnsen til liðsins. Samn- ingur Arnórs við Anderlecht rennur út í vor og segist hann ekki mjög hrifinn af þvf að vera áfram í Belgíu. Verði hann áfram komi hinsvegar aðeins Anderlecht til greina. ÆT Eg hef heyrt af þessu en ég hef ekki fengið neitt tilboð og þess háttar. Arie Haan hefur haft sam- band reglulega en það gerði hann líka þegar hann var hjá Stuttgart svo það segir ekki mikið,“ sagði Arnór. Hann sagðist líklega ræða við forráðamenn Anderlecht í næstu viku en sagði óvíst að hann yrði áfram hjá liðinu. „Það koma nokkur lið til greina, öll utan Belgíu, og ég velti þessu fyrir mér næstu daga. Ég get þó ekki sagt að ég sé mjög spenntur fyrir Þýskalandi," sagði Arnór. Anderlecht tapaði fyrir Briigge um helgina, 0:3. Briigge hefur fjög- urra stiga forskot en þijár um- ferðir eru eftir að deildinni. Arnór. sagðist ekki gera sér lengur vonir um meistaratitilinn heldur væri stefnan sett á Evrópukeppni bikar- hafa þar sem Anderlecht mætir Sampdoria í úrslitum. 78. SKJALDARGLIMA ARMANNS Ólafur H. Ólafs- son skjaldarhaf i í sjöunda sinn ÓLAFUR Haukur Ólafsson úr KR sigr- aði varð hlutskarpastur f 78. Skjald- arglímu Ármanns, sem fór í íþrótta- húsi Kennarahásksólans á laugardag. Þetta er í sjöunda sinn sem Ólafur hreppir skjöldinn. Olafur glímdi af miklu öryggi og sigraði alla andstæðinga sína á glæsilegum úrslitabrögðum. Jón Birgir Valsson, KR, stóð vel að glímunni eins og svo oft áður. Heigi Bjarnason, gamla kempan úr KR, varð að láta sér lynda þriðja sætið en hann tapaði fyrir Jóni Birgi á mjög glæsilegri sniðglímu á lofti. Olafur Haukur fékk 5 vinninga, Joni Birg- ir 4, Helgi 2, Ásgeir Víglundsson KR og Ingibergur Sigurðsson Víkveija 1 vinning hvor og Óskar Gíslason, KR, hlaut vinning. Rúnar Guðmundsson, fyrrum glímukóng- ur og skjaldarhafi setti og sleit mótinu. Hann afhenti einnig verðlaun. Glímustjóri var Guðmundur Freyr Halldórsson og sá hann einnig um fánakveðju. Yfirdómari var Hörður Gunnarsson en meðdómendur Sigur- Ólafur H. Ólafsson jón Leifsson og Þorvaldur Þorsteinsson. HANDBOLTI / 1.DEILD Fjögur lið í fallhættu FH tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik um helgina og HKféll í 2. deild, en botnbaráttan er að öðru leyti f algleym- ingi — fyrir síðustu umferð eru fjögur lið í fallhættu; Víkingur, Grótta, ÍRog IBV. Síðasta umferð 1. deildar karla í handknattleik hefst í kvöld með leik Vikings og KA í Laugar- dalshöll. Á morgun leika Stjarnan og Grótta í Garðabæ, HK og lR í Digranesi, FH og ÍBV í Kaplakrika og Valur og KR að Hlíðarenda. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Verði lið jöfn að stigum gilda fyrst stig úr inn- byrðis leikjum viðkomandi liða, síðan markamunur úr innbyrðis leikjum, þá markamunur úr öllum leikjum, fleiri mörk skoruð og loks hlutkesti. I innbyrðis leikjunum stendur Víkingur ver að vígi gegn Gróttu og ÍR, en er með pálmann í hönd- unum gegn ÍBV. Grótta hefur vinninginn gegn Víkingi og ÍBV, en ekki gegn ÍR, sem stendur illa gegn IBV. Þetta þýðir að verði Víkingur og Grótta jöfn að stigum í næst neðsta sæti fellur Víkingur. Sama gerist ef Grótta, Víkingur og ÍR verða með sama stigafjölda og eins ef ÍBV bætist í hópinn. Nái Grótta og Víkingur hins vegar ÍBV að stigum og verði fyrir neðan ÍR fellur IBV. ■ íslandsmótið / B4, B5, B6 KORFUKNATTLEIKUR Guðjón til Bandaríkjanna Guðjón Skúlason, bakvörður ÍBK, mun að öllum líkindum leika með Aubum háskólanum í Alab- ama í Bandaríkjunum næsta vetur. Þjálfari skóla- liðsins hefur haft sam- band við Guðjón og boðið honum að leika með liðinu í sumar, og ef vel tekst til, einnig í vetur. Sandy Ander- son, hinn bandaríski miðvörður Keflvík- inga, var í skólanum og hefur verið Guðjóni hjálplegur. „Þetta er nokkuð ömggt og ég bíð bara eftir dagsetningu. Þeir vilja fá mig út og mér líst vel á skólann og er nokkuð ákveðinn í að fara út,“ sagði Guðjón. Hann sagði að skólinn, sem leik- ur í 2. deild, væri þekktur fyrir körfubolta en Char- les Barkley, stjarna Philadelphia 76ers, lék einmitt með liði skólans 1981-84. Líkur eru á því að þrír leikmenn ÍBK leiki í Banda- ríkjunum en Nökkvi Már Jónsson og Magnús Guð- finnsson hafa einnig áhuga á skólavist í Banda- ríkjunum. Arnór Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Arie Haan hefur nú áhuga á að fá landsliðsmanninn til Núrnberg, en Haan þjálfaði Arnór um skeið hjá And- erlecht. HANDKNATTLEIKUR Stjaman og Fram í úrslit Fram og Stjarnan leika til úrslita í kvennaflokki Bikar- keppni HSÍ. Liðin sigruðu í undanúrslitaleikjum sínum í gærkvöldi, Fram í Vestmannaeyjum og Stjarnan á Sel- fossi. Fram sigraði ÍBV nokkuð örugglega, 21:16, og Stjarn- an vann mjög ömggan sigur á Selfossi, 37:20, eftir að staðan hafði verið 21:6 í Ieikhléi. Ragnheiður Stephensen gerði 12 mörk fyrir Stjörnuna, Erla Rafnsdóttir 7 og Guðný Gunnsteinsdóttir 5. Auður Hermannsdóttir var markahæst í liði Selfyssinga með 6 mörk og Hulda Bjarnadóttir og Kristjana Aradóttir gerðu fjögur mörk hvor. Liðin mætast í úrslitaieik um næstu helgi en í karla- flokki leika Valur og Víkingur. SKÍÐI: AKUREYRINGAR SIGURSÆLIR Á SKÍÐAMÓTIÍSLANDS / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.