Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 24. APRIL 199 L MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 199 B 5 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Fjórtándi íslandsmeistaratitill FH-inga: Bikarinn best geymdur í Hafnarfirði FH-INGARtryggðu sér íslandsmeistaratitilinn íhandknattleik í 14. sinn meðfjögurra marka sigri gegnÍRá laugardag, 25:21. „Það var kominn tími til,“ sagði Óskar Ármannsson við Morgun- blaðið, en hann gaf tóninn, gerði þrjú fyrstu mörk FH og sex af 11 fyrir hlé. Gestirnir gerðu út um leikinn á fimm mínútum um miðjan seinni hálfleik, en fram að því var mjótt á mununum og jafnt á flestum tölum. Þegar spumingin er um meist- aratitil annars vegar og björg- unaraðgerðir vegna hugsanlegs falls hins vegar, má gera ráð fyrir að mætist stálin stinn. Sú varð á raunin og einkum voru heimamenn, vel studdir af há- værum stuðningsmönnum undir ærandi trumbuslætti, sem var ör- ugglega vel yfir leyfilegum hávaða- mörkum, aðgangsharðir. „Það var erfitt að eiga við ÍR-ingana,“ sagði Steinþór Guöbjartsson skrifar Gunnar Beinteinsson, en tvö mörk hans í röð, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, gerðu vonir heimamanna að engu. „Auk þess heyrðist ekki mannsins mál og því áttum við oft í vandræðum með að gera það sem til stóð að gera — heyrðum ekki hver í öðrum,“ bætti línumaðurinn við. ÍR-ingar léku vörnina skynsam- lega, höfðu góðar gætur á Héðni og Guðjóni og gáfu þeim ekkert svigrúm lengst af. „Það er ekki gott að athafna sig við slíkar að- stæður," sagði Héðinn, sem tvíefld- ist eftir tveggja mínútna kælingu undir lokin og gerði þá þijú mörk á tæpum þremur mínútum. Sóknaraðgerðir heimamanna voru hvassar og árangursríkar. Gestirnir áttu í mestu erfiðleikum með Olaf Gylfason og samvinna hans og Matthíasar í horninu gerði FH-ingum oft lífið leitt. En herslu- muninn vantaði og eftir góða bar- áttu seig á ógæfuhliðina síðasta stundarljórðunginn. Liðið er hins vegar of gott til að vera í fall- hættu, á heima í 1. deild og hlýtur að sýna það á morgun. Eins og svo oft áður gerðu FH- ingar það sem þeir þurftu til að ná settu marki. Það er einkennandi fyrir meistara og Hafnfirðingar eru best að titlinum komnir. „Viggó á stóran þátt í sigrinum“ Morgunblaðið/RAX Nítjánda marki FH, og þar með þriggja marka forskoti, fagnað með tilþrifum. Jón Erling Ragnarsson og Gunnar Beinteinsson (6), sem skoraði markið. Grótta held- ur í vonina Vann KA naumlega á Seltjarnarnesi Grótta heldur í vonina um áframhaldandi sæti í 1. deild eftir nauman sigur á KA á laugar- daginn, 25:23. Grótta var yfir nær allan leikinn en afar slæmur kafli í síðari hálfleik hafði næst- um því fært gestun- um sigurinn. Logi Bergmann Eiösson skrifar Leikurinn var afar slakur og bæði lið gerðu mörg mistök. Gróttu- menn voru þó ákveðnari enda þarf iiðið nauðsynlega á stigunum að halda. Páll Björnsson var besti maður Gróttu, opnaði vel fyrir félögum sínum og gerði góð mörk. Hjá KA var Erlingur bestur, en bæði lið geta mun betur. KA-menn voru utan vallar í 16 mínútur en Gróta en tæplega fjór- ar. Þetta hafði skiljanlega mikil áhrif á leikinn en ekki var gott að sjá ástæðu fyrir sífelldum brott- rekstrum gestanna. Kraflaverk leit ekki dagsins Ijós VALSMENN tóku það hlutverk að sér á laugardaginn að senda HK endanlega niður í 2. deild. Sigurinn var tiltölulega auð- veldur eins og lokatölur gefa til kynna, 31:20. Leikurinn skipti í raun litlu máli; Vals- menn búnir að missa af titlin- um og aðeins kraftaverk gat bjargað HK frá falli. Það krafta- verk leit ekki dagsins Ijós og eftir ársdvöl á meðal þeirra bestu er HK aftur í 2. deild. HK-menn gerðu tvö fyrstu mörkin og héldu í við Vals- menn framan af. Svofór getumunur liðanna að segja til sín og Valsmenn höfðu 15:10 yfir í hléi. HK byijaði seinni hálfleik eiris og þann fyrri, gerði þijú fyrstu mörkin, Hörður Magnússon skrifar en síðan var aftur komið að Vals- mönnum, sem juku forskot sitt jafnt og þétt. Það var einstaklingsframtakið sem skóp þennan Valssigur. Liðið í heild spilaði frekar illa, enda erf- itt að ná fram einbeitingu í leik sem þessum. Boltinn gekk illa í sókninni og lítil barátta var í vörn. Valdimar Grímsson fór þó á kostum, spilaði óeigingjarnt og skoraði falleg mörk. Þá Iék Jakob Sigurðsson ágætlega og Einar Þorvarðarson var traustur í markinu. Eins og svo oft áður var Bjami Frostason, markmaður, bestur í liði HK, sem var áberandi slakast í deildinni í vetur. Það barðist vel í vörninni og eins og svo oft áður jaðraði leikurinn við ruddaskap. Til marks um það var engum Vals- manni vikið útaf en HK-menn voru utan vallar í samtals 14 mínútur. r sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH ÞORGILS Óttar Mathiesen lék lítið í sínum síðasta útileik. „Þétta er mitt síðasta tímabil sem leikmaður," sagði þjálfar- inn, sem gerði eitt mark gegn ÍR og það braut ísinn. FH náði þar með tveggja marka forystu á mikilvægum tíma og tvö mörk gestanna fylgdu í kjölfarið — fyrsti íslandsmeistaratitillinn í fimmár var íhöfn. Þjálfari FH sagði: „Við spiluðum ekki almennilega fyrr en síðustu 15 mínútumar. Eftir sigur- inn gegn Val vorum við orðnir meistarar í augum flestra, en ein- mitt í slíkri stöðu er erfiðast að fá rétta keppisskapið fram, koma nauðsynlegri hvatningu til skila. Að flestra mati áttum við að sigra IR, en það er alltaf erfitt að vinna, þegar það fer saman að menn telja það auðvelt og um leið nauðsyn- Iegt.“ Óttar sagði að þrátt fyrir stöðug- leika liðsins í vetur, væri breiddin almennt meiri en áður og enginn leikur öruggur. „Það er ekki mikill munur á Iiðunum, þó segja megi að FH og Valur hafi sýnt mesta stöðugleikann. Við höfum æft vel í vetur, en því má ekki gleyma að undirbúningurinn hefur staðið leng- ur yfir og Viggó Sigurðsson, sem þjálfaði liðið síðustu þijú ár, á stór- an þátt í sigrinum." Nýbakaðir Islandsmeistarar FH sigri hrósandi í búningsklefa liðsins eftir sigurinn á IR. Morgunblaðið/RAX Vonir Vðdnga glæðast Víkingar eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild eftir 27:23 sigur á ÍBV um helgina. Víkingar höfðu undirtökin svo til allan leikinn. Þrátt fyrir jafna viðureign voru þeir alltaf fyrri til að skora og höfðu tveggja marka for- skot í leikhléi. ÍBV náði aldrei að Katrín Friönksen skrifar jafna leikinn í síðari hálfleik, mun- urinn varð minnstur eitt mark. Undir lokin kom góður sprettur hjá Víkingum og þeir tryggðu sér ör- uggan sigur. Bjarki Sigurðsson, Víkingur, var langbesti maður vallarins, skoraði níu mörk hvert öðru glæsilégra. Þá var Birgir Sigurðsson sterkur á línunni og Dagur Jónasson var góð- síðari hálfleik. ur Sigurður Gunnarsson átti erfitt uppdráttar hjá ÍBV, en hann var í strangri gæslu allan leikinn. Hilmar Sigurgíslason átti góðan leik á línunni og hornamennirnir Sigurður Friðriksson og Óskar Brynjarsson stóðu vel fýrir sínu. „Höfum beðið efftir titlinum í allan vetur“ - sagði Guðmundur Hrafnkelsson GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var í fallliði UBK í fyrra, en stendur nú með pálmann í höndunum. „Þetta er allt annað. Ég hef ver- ið meistari með UBK í 2. deild og Fylki í 3. deild, en er nú loks íslandsmeistari. Við FH-ingar stefndum að þessu, höfum beð- ið eftir titlinum í allan vetur og það var ánægjulegt að ná tak- markinu fyrir síðasta leik.“ Guðmundur átti stóran þátt í sigr- inum, varði vel og gaf sam- hetjunum aukinn kraft, þegar mest lá við. „Við vorum hræddir og áttum von á erfiðum leik. ÍR-ingar þurftu stig til að tryggja sætið í deildinni, en álagið var meira á okkur, því hungrið í titilinn var mikið og til að ná settu marki var nauðsynlegt að fá stig.“ Landsliðsmarkvörðurinn sagði að eftir sigurinn gegn Val hefði draum- urinn um titil nær ræst, en hugsunin um að mistakast á lokasprettinum hefði verið óþægileg. „Við vorum í þægilegri stöðu eftir síðasta leik, en jafnframt mátti ekkert út af bregða. Guðmundur Hrafnkelsson. Því vorum við taugaóstyrkir gegn ÍR-ingum enda mikið í húfi, en það losnaði um spennuna áður en það var um seinan. Þar kom styrkleiki okkar í ljós — mótspyman var mikil, en við brotnuð- um ekki, heldur sýndum nauðsynleg- an stöðugleika. En við tökum á móti bikarnum á heimavelli á miðviku- dagskvöld og megum ekki skemma stemmninguna. Því verðum við að spila vel gegn Vestmannaeyingum og ljúka mótinu með sigri." SkúliUnnar Sveinsson skrifar SKIÐI / ANDRESAR ANDAR LEIKARNIR r/orgunblaðið/Runar Pór Elísabet Kristjánsdóttir frá Grundarfirði á fleygiferð í stórsvigskeppninni á fimmtudaginn. Hún keppti í 12 ára flokki og lenti í 7. sæti. Siglf irðingar hlutu flest gullverðlaun fyrir að nokkuð hafi kólnað og vind- ar blásið á föstudag og laugardag tókst að ljúka keppni á réttum tíma.* Mótið gekk sérlega vel, enda vel skipulagt, og fóru greinilega allir ánægðir til síns heima. Nánari umfjöllun um Andrésar andar leikana verður að bíða þar til síðar í vikunni. Siglfirðingar hlutu flest gull- verðlaun, 14, á Andrésar andar leikunum, sem lauk á Akureyri á laugardaginn. Þar af fengu þeir 13 gull í norrænu greinunum. Akur- eyringar komu næstir með 9 gull- verðlaun, Dalvíking- ar fengu 5, Ólafsfirðingar 4, Reyk- víkingar 3, Húsvíkingar 3, Seyð- firðingar 2 og ísfirðingar 1. En það voru ekki gullverðlaunin sem skiptu Skapti Hallgrímsson skrifar þátttakendur mestu á þessu skemmtilega móti frekar en fyrri daginn. Keppnisgleðin sat í fyrir- rúmi hjá krökkunum, og slegið var á létta strengi. Áhugi fararstjó- ranna virtist ekki minni — einn sem hefur mætt á leikana í mörg ár sagðist örugglega eiga eftir að koma í 10-15 ár í viðbót; þegar leikarnir stæðu yfir kæmist ekkert annað að! Veður var frábært fyrsta keppn- isdaginn, á fimmtudag, en þrátt Urslit / B6. KORFUKNATTLEIKUR / LOKAHOF KKI Slakur leikur í Garðabæ Stjarnan tryggði sér þriðja sætið með sigri á KR STJARNAN vannKRíaf- skaplega slökum leik í Garðabæ á laugardaginn. Þar með hafa Garðbæing- ar tryggt sér þriðja sæti deildarinnar. Heimamenn höfðu forystuna svo til allan leikinn og þó svo KR næði stundum að minka munin þá tókst þeim aldrei að ná undirtökun- um, nema um tíma í fyrri hálfleik. Leik- urinn var slakur og virtist kominn sum- arfiðringur í leik- menn því handboltinn sem liðin léku var ekki upp á marga fiska. Markverðir beggja liða léku ágætlega og þeir Hafsteinn. og Hilmar áttu góðan dag hjá Stjörn- unni. Hjá KR skoraði Sigurður fal- leg mörk úr hægra horninu en fátt annað gladdi augað i leik liðsins. Morgunblaðið/Einar Falur Þau bestu Björg Hafsteinsdóttir, besti leikmaður 1. deild kvenna, og Páll Kolbeinsson, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar, með verðlaunagripi sína á lokahófinu. Páll og Björg best Urslit / B6 Staðan / B6 Páll Kolbeinsson, bakvörður KR, var kjörinn besti leikmaður úi’valsdeildarinnar á lokahófi KKÍ sem haldið var á laugardaginn. Björg Hafsteinsdóttir úr ÍBK var valinn best í 1. deild kvenna. í úrvalsliði úrvalsdeildarinnar, Nike-liðið, voru Páll Kolbeinsson, KR, Guðjón Skúlason, ÍBK, Valur Ingimundarson, UMFT, Teitur Ör- lygsson, UMFN, og Guðmundur Bragason, UMFG. Úrvalslið 1. deildar kvenna skipa: Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir, ÍBK, Lilja Björnsdóttir, KR, Herdís Gunnars- dóttir, Haukum, og Linda Stefáns- dóttir, ÍR. Chris Behrends var stigahæstur í úrvalsdeildinni og Anna María Sveinsdóttir í 1. deild kvenna. Anna María hitti einnig best úr vítum og Guðjón Skúlason fékk sama titil í úrvalsdeild. Hann gerði þar einnig flestar þriggja stiga körfur en Björg Hafsteinsdóttir hitti best í 1. deild' kvenna. Dan Kennard tók flest frá- köst í úrvalsdeild og Friðrik Rúnars- son var kjörinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Þjálfari ársins var kjörinn Laszló Nemeth og Jón Otti Ólafsson besti dómarinn. Kristján Möller var talinn sá dómari er mestum framförum, hafði tekið og Marel Guðlaugsson, besti nýliðinn í úrvalsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.