Morgunblaðið - 28.04.1990, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990
B 3
of augljós.
Ég lít á smámyndagerð sem sjálf-
stætt form innan myndlistarinnar.
Höndin er lausari þegar hún vinnur
í svona smáu formi og skilgreining-
arhvötin er ekki eins sterk og þegar
maður vinnur í stóru formi. Þá þarf
maður að skipuleggja myndflötinn
miklu betur. Maður stendur alltaf
frammi fyrir tímanum — þessu
hverfula. Grunnþættir mannsins eru
nátengdir dauðanum, hann vinnur
undir verkstjórn tímans. Maðurinn
hefur engin áhrif á tímann — nema
í hugsun sinni. Það er í grunneðli
mannsins að kortleggja sjálfan sig
og ná einhveiju vitsmunalegu taki á
sjálfum sér þann tíma sem honum
er úthlutað milli fæðingar og dauða.
Leikræni þátturinn er mjög sterk-
ur í hverjum og einum og þessvegna
er listsköpun mikilvæg.
Ég hef oft heyrt listamenn tala
um að maður þurfi að vera einlægur
— og þá er eins og átt sé við „barns-
legur“. En ég vil líta á einlægni sem
upphafið ástand, sem kallar á tæm-
ingu og það er ekki öllum gefið að
tæma sig. En þegar þú nærð þess-
ari tæmingu, ertu að vinna með
þennan upphafna kraft — einlægn-
ina. Ef þú getur ekki unnið með
þennan kraft, geturðu ekki skapað
— en ert orðinn einhver mælinga-
maður. Þetta er ekki spurning um
að nálgast sjálftan sig og tjá hið
persónulega, heldur að tjá hið ein-
staklingsbundna í hinu algilda.
í sambandi við myndlist er ég að
verða svo gamaldags. Mér finnst
orðið langmest gaman að skoða
stóru og miklu sögumálverkin frá
17. og 18. öld. Ég held að við stönd-
um frammi fyrir eins konar uppgjöri
við myndlistina í dag. 20. öldin hef-
Morgunblaðið/Sverrir
ur verið eilíf katastrófa allan tímann,
en nú er eins og menn séu að draga
sig saman og vinna úr þessum mögu-
leikum sem formsprengjan skildi
eftir. Á 20 til 30 árum skrapp heim-
urinn saman með tilkomu ljósmynd-
arinnar, kvikmynda og annarrar
tækni — og það hafði gríðarleg áhrif
á alla listsköpun. Sá myndlistarmað-
ur sem ekki hefur orðið var við
þetta, er eitthvað undarlegur.
Það segir sig sjálft, að þegar
maðurinn er orðinn uppfullur af
áróðri, fyllist hafa þörf fyrir að nálg-
ast uppruna sinn. Og þá er ég ekki
að tala um uppruna okkar í æsku,
eða uppeldi, heldur frumþáttinn."
— Er það ekki óvinnandi vegur?
„Kannski, en mér finnst alltaf
ákaflega fallegt þegar maðurinn
þarf að standa frammi fyrir tak-
mörkunum sínum. Þá er hann svo
mannlegur."
— Héyrðu Kjartan, hvenær byij-
aðirðu að fást við myndlist?
„Það er langt síðan. Ég fór að
mála afþví mér leiddist svo í þessu
almenna skólakerfi — svo ég grúfði
mig niður og fór að teikna til að lifa
af. Svo er í mér pínulítili lestrarfák-
ur. Stundum fæ ég samviskubit yfir
því að vera að lesa, því mér finnst
ég alltaf eiga að vera að mála, en
svo afsaka ég mig með því að lestur-
inn þjóni myndlistinni og myndlistin
lestrinum.“
— Þegar þú ert að tjá þessa frum-
þætti í fígúrunum í myndum þinum,
er dálítið áberandi að þær eru mik-
ill vöðvamassi. Hvar eru tengslin?
„Já, þetta eru miklir skrokkar.
Það er kannski vegna þess að ég
er að hugsa um átakið. Ég hef gert
miklu meira af því að mála hesta
en karlmenn. í myndum mínum er
ég ekki að skoða karlmanninn sem
kynveru, heldur sem veru sem orku.
Karlmennirnir í þessum myndum
hafa engin persónueinkenni; ekkert
hár og engin andlit, heldur eru þetta
svona „anatómíutröll“.
Þetta eru sterkar týpur, sem eins
og við vorum að tala um, hafa ákaf-
lega takmarkað svið. Ég mála ekki
karlmenn, heldur frumverur. Þegar
ég mála konur, eru þær eins og
þessir karlmenn, nema með ofurlítil
btjóst. Þetta eru mannverur sem
eiginlega er búið að fletta af húð-
inni, eða ytri einkennum. Með því
að afhjúpa líkamann, gerir maður
hann almennari. Þannig verður mál-
verkið hlutlausara.“
-»■ Er það til að komast hjá hinum
falska persónuleika, eða þeirri ímynd
sem hver og einn gefur af sér út á
við?
„Maðurinn er mjög bundinn um-
hverfi sínu og hinum sífellda áróðri
sem býr til ákveðnar manngerðir
sem henta samfélaginu. Það er að-
ferð samfélagsins við að skapa sér
„ídentítet". Eftir því sem þjóðfélagið
verður tæknivæddara er meiri þörf
fyrir að ná utan um einstaklinginn
með massahugsun. Þar með er verið
að fletja út öll persónueinkenni.
Síðan má segja að listamaðurinn
sé einhver formgalli, vegna þess að
tæknivædda samfélagið gerir í æ
minna mæli ráð fyrir hlutverki hans.
Þessvegna fær hann stundum leyfi
til að halda persónueinkennum
sínum.“
— Er hann þá ekki utanveltu við
samfélagið?
„Jú, hann er þessi einfari — sem
jafnvel kýs ekki.“
Listvinafélag Hallgrímskirkju
TKOMPETTEKÍH
Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum sunnudaginn
29. apríl nk. klukkan 17.00, seni bera yfirskriftina Trompettería.
Flutt verður hátíðatónlist fyrir
trompeta, fagott og orgel. Flytj-
endur eru Asgeir H. Steingrímsson,
trompet, Eiríkur Örn Pálsson, tromp-
et, Lárus Sveinsson, trompet, Rúnar
Vilbergsson, fagott og pákur og
Hörður Áskelsson, orgel.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt og
spannar tímabilið frá endurreisnar-
tímanum til 20. aldar. Hljóðfæraskip-
anin er einnig fjölbreytileg. Trompet-
ar af ýmsum gerðum, í þríleik eða
einleik, með eða án undirleiks orgels
og fagotts. Auk þess er eitt verk
fyrir fagott og orgel. Höfundur ver-
kanna sem flutt verða eru m.a.
Andrea og Giovanni Gabrieli, Marc-
ello, Viviani, Bach og Britten. Þetta
er í fyrsta sinn sem þessir hljóðfæra-
leikarar halda tónleika saman. Þeir
eru allir kunnir úr íslensku tónlist-
arlífi. Tónleikarnir á sunnudaginn
eru áskriftartónleikar hjá Listvinafé-
lagi Hallgrímskirkju, en aðgöngu-
miðar verða seldir við innganginn
og kosta kr. 600.