Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990
„Hann er íslendingurinn í dag,
þ.e.a.s. sú ímynd sem hann hefur
sjálfur af sjálfum sér. Það má segja
að þessi sýning fáist við stað-
bundna íslenska menningu. Það
sem mér fínnst vera kjölfestan í
íslenskri menningu, er þetta stutta
bil milli fagurfræði og notagildis;
fegurðin í notagildinu, sem íslend-
ingar hafa varðveitt, öðrum þjóð-
um fremur — kannski vegna stöð-
ugs návígis við lífsbaráttuna.
Það hefur verið talað um að ég
noti vissar vísanir í norræna forn-
menningu. Það er bæði rétt og
rangt, því það sem ég geri, er að
nota viss tákn og mýtur, umbreyti
þeim og hef sem leiðarminni. Þau
koma fyrir aftur og aftur, sérstak-
lega grunnminni, eins og teinung-
urinn norræni, sem koma fram í
línum, fléttum og laufum, eða þá
í öldugangi, stílfærðum augum,
brosandi munni o.s.frv. Ég nota
ekki teinunginn sem slíkan, heldur
formið í mismunandi samhengi;
umbreyti því,-svo það fær mismun-
og tálbeitan
í Galierí 11 við Skólavörðustíg er allsérstæð sýning þessa
dagana. Þar sýnir Hannes Lárusson myndlistamaður tréverk
og gæti sýningin heitið eftir einu verkanna á henni: „ Villiand-
inn“. Uppistaðan í sýningunni eru 35 ausur, útfærðar á mismun-
andi hátt og í mismunandi stærðum. Hver og ein ausa hefúr
tilvísun út fyrir notagildi sitt og eru þær tilvísanir ýmist sóttar
í fornan norrænan arf, íslenska lifhaðarhætti eða myndlistar-
hefðina — sem takmarkast ekki af landamærum.
Ein hvaðan kemur ausan inn í kallar á tímann. í þeim er sama
, myndmál Hannesar? myndmál og í öðrum verkum sem
„Ég er ættaður úr Flóanum," ég geri. Þeir eru mjög misviðamikl-
i svarar hann, „þar ólst ég upp
til tíu ára aldurs í gömlum torfbæ
og við fremur gamla búskapar-
hætti og hugsunarhátt. Þar bjó afi
minn, sem varð ævagamall. Hann
dó í fyrra, 96 ára gamall. Hann
hafði þennan fomeskjulega hugs-
unarhátt um notagildi og fagur-
fræði; ef hluturinn var ekki sterkur
og gerði gagn, var hann ekki fall-
egur. Þó var ekki til í honum nein
nostalgía gagnvart gömlum hlut-
um. Ef nýr hlutur hafði notagildi'
og styrk umfram gamlan hlut,
valdi hann nýja hlutinn.
Frá þessum bakgrunni flutti ég
svo til Reykjavíkur, þar sem ég
hlaut hefðbundna menntun; fór í
Myndlista- og handíðaskólann hér
og síðan í framhaldsnám til
Kanada; Vancouver og Halifax, og
til New York í Bandaríkjunum.
Ég lauk mastersgráðu frá Halifax,
en ég tók myndlistamámið ekki í
einni striklotu, því inn á milli var
ég hér heima og stundaði þá nám
í heimspeki við Háskóla íslands
og lauk BA-gráðu. Ég held mér
sér óhætt að segja að heimspekin
hafi verið einhver mikilvægasti
þátturinn í mínu námi.“
Hannes hefur haldið fjölda
einkasýninga, á íslandi, í Banda-
ríkjunum, Kanada og Danmörku,
auk þess sem hann hefur takið
þátt í mörgum samsýningum í
þessum löndum, auk Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands. Hann á
langan feril í því sem kallað er
„performans“; hefur haldið 23
slíka frá árinu 1977.
„Performans er sá miðill sem
ég hef notað hvað mest — ýmist
í tengsluni við önnur verk, eða
sjálfstætt. í myndlistinni er tíminn
mjög mikilvægur þáttur og í per-
formans vinnur hann með manni.
í seinni tíð eru performansarnir
mínir gjarnan í mjög nánum
tengslum við verkin sem ég er að
vinna. Það má segja að þeir séu
sá hluti sem ég er að fást við, sem
ir og þegar ég nota þá við opnun
sýninga, eru þeir til að undirstrika
ákveðnar tiifinningar.
Verkin sem ég er með á þessari
sýningu eru líka tengd tilhugsun-
inni um tíma; öll þessi yfirlega.
Þau eru líka tengd þeirri hugsun,
að afleiðingarnar af því sem maður
gerir eru óumbreytanlegar. Það
má kannski segja að þessi verk séu
langur performans. Ég hélt ég
gæti unnið verkin mjög hratt, með
spotjárnum og öðrum tækjum, en
svo var ekki, því þau brotnuðu eða
sprungu. Ég varð að vinna þau
mjög hægt og fínna rétt tempó,^
vegna þess að í áferðinni má mað-
ur hvergi skilja eftir mistök. Þegar
maður málar, er endalaust hægt
að breyta verkum, en þegar maður
vinnur í tré, líkt og þegar maður
framkvæmir gerning, er niðurstað-
an óumbreytanleg.
nainicð Loiuaíun
Þessvegna verður það, að maður
bytjar með einhveija grundvallar-
hugmynd, en hún er aðeins 30%
af verkinu. Síðan eru það aðferðin,
efnið og tilviljanir sem ráða fram-
haldinu. Oft ráða tilviljanir mestu
um það hvernig verkið verður á
Wmmm
Viðtal
við Hannes
Lárusson
sem sýnir
tréverk
i Gallen 11
við
Skólavörðustig
endanum. í trénu geta verið
sprungur, eða kvistir sem detta
út, og svo framvegis og maður
þarf að leiðrétta. Hugsunin um
orsök og afleiðingu er því mjög
ríkjandi í þessari vinnu.“
Villiandinn — hver er hann?
andi merkingu. Annað minni sem
ég nota er bókin — ekki endilega
sem bók, vegna þess að þegar
maður lætur hana standa opna á
spjöldunum með kjölinn upp öðlast
hún yfirtóna sem vísa til fjaliskeil-
unnar, burstabæjarins og jafnvel
enn annað.
Það er mjög viðkvæmt að nota
svona minni, því það er ekki bara
minnið sem skiptir máli, heldur líka
samhengið og efnið.
En þetta eru ekki bara þjóðlegir
gripir, heldur verk sem eiga erindi
inn í almennan myndlistarhugsun-
arhátt. í myndlistinni eru menn
alltaf að leita að einhverri fótfestu
til að grundvalla merkingu mynd-
listarinnar á. Þá er nærtækast að
leita í þjóðlegan arf; það að hafa
lifað á einhveijum sérstökum stað.
Það getur enginn útlendingur
komið til íslands og farið að lifa
íslenska menningu."
Af hveiju? Er það spurning um
hugsunarhátt, fremur en athafnir?
„Nei, það er spuming um að
vera staðbundinn. Það er spuming
um samþættingu á staðháttum,
arfleifð, hugsun, tungu og samfé-
laginu sem við lifum í á hveijum
tfma.
Þegar maður skoðar fólk eins
og hann afa minn, sem var alltaf
í Flóanum; hann kom ekki til út-
landa fyrr en um sjötugt, þá sér
maður hvað staðhættir móta menn;
atgervi þeirra og hugsun. Enda
hefði ég mikla vantrú á öllum hug-
myndum um tilvist svokallaðrar
alþjóðamenninar. Hún getur ekki
orðið til, nema í afar yfirborðsleg-
um myndum.
Annað, sem tengist handverkinu
og notagildi, er erótíkin. Hin stað-
bundna menning hefur einhverja
erótíska þungamiðju. Ef við tökum
þessa önd, sem égkalla„Decoy“ eða
Tálbeitan, þá er hún gerviönd, sem
er notuð til að draga að lifandi
fugla, vegna erótískra viðbragða.
Handverk og allt, sem dregur að
sér athygli, er tálbeita. En ég er
þegar búinn að láta öndina veiða
sjálfa sig, þannig að hún hefur
ekki þetta notagildi lengur, að
geta dregið að sér dýrin. Hún er
læst inni í sjálfri sér, en það gerist
þegar handverkið nær yfirhendinni
í listaverki — þó það sé unnið und-
ir erótísku yfirskini.
Ég er ekki að segja að erótík
sé upphaf og endir allra listaverka,
vegna þess að listaverk er sam-
ræming margra, ólíkra þátta.
Erótík er þessi snertipunktur sem
tryggir vissan grundavallar skiln-
ing. Ef hér væri til dæmis verk
sem enginn nema Islendingur
skildi ekki, þætti mér það ónýtt.
Merkingin sem slík er ekki stað-
bundin, en tilburð hennar er það.
Og allar þessar ausur eru hér, því
magnið skiptir máli. Með því að
gera fjörutíu ausur, tekst mér að
tæma vissa möguleika og þá næst
ef til vill út nothæf niðurstaða.
Ef þetta væru 2-3 ausur, væri
þetta sýndarmennska að hand-
verki." ssv
Listasafn Sigurjóns:
Vetrardagskra senn að Ijúka
Vetrardagskrá Listasaftis Sigurjóns Ólafssonar lýkur 6. maí
næstkomandi og er það jafhframt lokadagur sýningarinnar á
málmverkum Sigurjóns, sem hann vann á Reykjalundi 1960-1962.
í safhinu getur einnig að líta listaverk eftir Sigurjón, sem saíninu
hafa verið færð að gjöf undanfarin ár.
H uk sýningarstarfsemi og skrán-
Hingar- og rannsóknarvinnu sem
henni fylgir, hefur safnið staðið
fyrir menningarsamkomum. Bók-
menntakynningar hafa verið haldn-
ár fyrsta sunnudag hvers mánaðar
í vetur og á þeirri síðustu fjölluðu
valinkunnir menn um fjögur Ijóða
Jónasar Hallgrímssonar, náttúru-
fræðings og skálds. Síðan um ára-
mót hefur í hveijum mánuði tón-
skáld verið hvatt til að kynna verk
sín í tali og tónum með aðstoð hljóð-
færaleikara, söngvara og hljóm-
flutningstækja. í vetur hefur safnið
verið opið á laugardögum og sunnu-
dögum frá klukkan 14-17 og á
þriðjudagskvöldum frá 20-22.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
verður lokað frá 7. maí til 3. júní,
en þá verður opnuð sýning með
andlitsmyndum eftir Siguijón og
er það í fyrsta sinn sem slík sýning
er haldin, en hann var þekktur fyr-
ir meistaraleg portrett sín og mót-
aði um það bil tvö hundruð andlits-
myndir um ævina. Sýningin er liður
í Listahátíð í Reykjavík.
(Fréttatilkynning)