Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990 31 Gísli Oddsson, Vopnafírði - Minning Fæddur 18. apríl 1895 Dáinn 15. apríl 1990 Minn kæri föðurbróðir, Gísli Oddsson, hefur kvatt þennan heim. Hann andaðist rúmlega níræður að aldri á elliheimili Vopnafjarðar á páskadag. Held ég að honum hafi alltaf liðið best á Vopnafirði og vil ég hér með færa þakkir til alls starfsfólks sem annaðist og hlúði að honum síðustu æviárin. Við sem stóðum honum næst vorum öll búsett svo langt frá hon- um og hefur oft valdið okkur slæmri samvisku að við gátum ekki litið til hans, hjálpað honum og bara verið með honum. Hann var dreng- ur góður, hann Gísli frændi, feiminn og hlédrægur en gat líka verið bráð- skemmtilegur. Víðlesinn var hann. Ég man þegar hann var hjá okkur langdvölum meðan móðir mín lifði, þá lá hann oft hálfu og heilu dag- ana yfir lestri góðra bóka. Gísli var okkur systkinunum alltaf svo góður frændi. Eigum við margar góðar minningar um hann. Það var svo spennandi þegar von var á honum. Þá kom hann með poka og eina litla ferðatösku og í vasanum var það mest spennandi, tóbaksdósin. Við horfðum full undrunar á meðan hann setti tóbak á handarbakið og saug upp í nefið. Svo kom biðin eftir að tóbakið færi að renna nið- ur. Upp kom þessi fíni rauði tóbaks- klútur og hann snýtti sér hressi- lega. Þá hálf hryllti mig við. Þá hió frændi dátt lengi, lengi, svo rétti hann dósina til mín. „Vilt þú ekki fá þér í nefið, frænka litla, ég held að þú hefðir gott af því.“ Gaman var þegar hann spurði hvort við vildum koma með honum út í búð að versla tóbak og sígarettur. Við héldum nú það því þá vissum við að hann keypti alltaf svartar lakkr- íspípur fyrir okkur og annað sæl- gæti. Hann var alltaf svo gjafmild- ur, vildi alla gleðja með gjöfum, blessaður. Meðan hann var vinnumaður á Hofi í Vopnafirði og átti dýr, sendi hann alltaf kjöt og svið fyrir jólin til foreldra minna. Hann var göfug- menni af bestu sort og veit ég að hann gladdi marga með gjafmildi sinni gegnum árin. Ég átti því láni að fagna að heim- sækja hann að Hofi. Þar var okkur tekið opnum örmum og varð okkur minningarík dvöl þar. Við skrifuð- umst á við Gísla eins lengi og hann gat það. Og man ég að einu sinni kom til mín bréf frá Vopnafirði sem ■ í MÝVA TNSSVEIT voru lagð- ir fram þrír listar vegna sveitar- stjórnarkosninganna 26. maí merktir listabókstöfum F, H og K. Fimm efstu menn á F-lista eru Sigurður R. Ragnarsson, Þuríður Snæbjarnardóttir, Ásdís Illuga- dóttur, Hörður Sigurbjarnarson og Hafís Finnbogadóttir. Fimm efstu á H-lista: Kári Þorgrímsson, Þórgunnur Eysteinsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Gylfí Ing- varsson, Hjörleifur Sigurðsson. Fimm efstu á K-lista. Ólöf Hallgr- ímsdóttir, Ingibjörg Þorleifsdótt- ir, Sigfríður Steingrímsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Kristján ekki var skrifað með hans hendi. Þá var það frá presti sem þá var á Hofi. Hann vildi bara þakka mér fyrir að ég skrifaði Gísla alltaf. „Ég vil bara að þú fáir að vita að þú hefur glatt hann svo mikið með bréfunum þínum og honum þykir svo vænt um þig gamla mannin- um.“ Og hann hvatti mig til að skrifa honum áfram. Ekki veit ég hvort Gísli vissi nokkurn tíma um þetta bréf, en það gladdi mig sem ungling. Held ég að blessaður frændi hafi alltaf verið einmana sál. Hann giftist aldrei né eignaðist börn. Foreldra missti hann sem unglingur og átti þá tvö yngri systk- ini, Pál og Guðrúnu, en þau voru þá skilin að og send sitt á hvorn bæinn. Var það harður tími fyrir þau öll þrjú. Sagði hann mér oft lifandi sögur um einmananleika og erfiði. „Þú, Ella mín, átt þá bestu mömmu sem finnst,“ sagði hann oft. „Vertu alltaf hlýðin og góð við hana. Þú veist ekki hvað það er vont að eiga enga mömmu að vera góður við,“ sagði hann þá og var ekki laust við klökkva { rómnum og tár í augnakrókunum. Hann var mjög barngóður og þótti gott þegar hann fékk héndurnar um hálsinn og koss á kinn. Var ég alveg hissa hve hann var oft þolinmóður þegar við vorum að hlaupa og ólátast í kringum hann og smá apa eftir hvernig hann tal- aði austurlenskuna. Okkur þótti svo vænt um hann Gísla og söknum hans sárt. Ég bið Guð að styrkja minn kæra föður, Pál, og Guðrúnu, syst- ur hans, í þeirra sorg yfir bróður- missinum. Honda *SO Civic Shuttle 4WD 116 hestöfí Verð frá 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. W HOIUDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Ég er konungsins barn, og í eilífri dýrð mun hans auglit mér ljóma sem sól. Er hann kallar mig heim, -burt fó harmi og rýrð. Upp að himinsins dýrðlega stól. (Úr söngbók KFUM) Elín Pálsdóttir, Lundsten, Noregi. Sjáandinn Suzanne Gerleit aftur á íslandi Suzanne Gerleit nnm Italda eftirfarandi námskeið i heimsókn sinni til tslands aö þessu sinni: Guð hid innra - innrifriður „ Þegar einstaklingurinn viðurkennir Ljósið innra með sér og levfirþvi aðflteða óhindrað um sig, öfllasl Itann skilyrðislausan ktrrleik, sjálfum sér og öflrum til handa, mildi ogþrótt, þolinmatði. gteskti, hugrekki, sam- kennd ogfrið." f'erður haldið I Keflavik, sunnud. 13. maikl. 10:17. Andleg leiðbeining - að taka við blessun andans „Margar andlegar verttrstanda okkttr til hoða iliji okkar núna. Þtereru hér til að Itjálpa okkttr uð þroskast. Itera og viðurkenna okkar andlegu eiginleika, lilað hjálpa okkur út úrþjáningu. sjúkdómuni ogaðskiln- aði. Þter eru hér til að Itjálpa okkur að viðurkenna Æðri-1 'iljann - að lifa i hamingju, friði og hreysti, og að við öðhimst þekkingu á okkar eigin sannleik og innsta eðli. “ Verður haldið á eftirfarandi stöðum: Akureyri, helgina 19.-20. maí, hefst kl. 10:00. Patreksfirði, 16. og 17. maí, hefst kl. 20:00. Reykjavík, helgina 26.-27. maí, hefst kl. 10:00. Upplýsingar og skráningar fara fram í síma 91 -675443 um helgina og eftir kl. 17:30 á kvöldin í næstu viku. Skráningar vegna námskeiðsins á Akureyri eru einnig teknar í sima 96-21312. ATH. Suzanne verður ekki með einkatíma að þessu sinni. LÁTTU DRAUMINN RÆTAST: NÝR FULLKOMINN SÍMIMEÐ SÍMSVARA Á AÐEINS KR. 11.952,- Gold Star fyrirtækiö er eitt af stærstu og öflugustu fyrirtækjum heims í framleiöslu síma og símkerfa. Þau eru hvarvetna viöurkennd fyrir gæði og hugvitssamlega hönnun. Kristall hf. er nýr umboðsaðili fyrir Gold Star Telecommunication Co., Ltd. hér á landi. Það er okkur sérstök ánægja að geta nú boðið heimilum og smærri fyrirtækjum þetta stórskemmtilega símtæki a B&otns 11m952mm Jkf* Hér er um að ræða sérstakt kynningarverð á takmörkuðu magni. Hafðu því snör handtök, hringdu strax (úr gamla símanum) og tryggðu þér eintakl! HELSTU BGINLBKAH GOLD STAR 1240 ERU WLA.: Sími og símsvari í einu tæki. Smekkleg hönnun og einfalt í notkun. Fjarstýranlegur án auka- tækja úr öllum tónvalssímum - hvaðan sem er. 10 númera skammvalsminni. Míkrókasetta með 30 mínútna geymsluminni. Fullkomnar leiðbeiningar á íslensku. 15 mánaða ábyrgð. HC flt sss SÍMI685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.