Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990 Samkomulag um verkefiii umhverfis- ráðuneytis SAMKOMULAG hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um verkefni umhverfisráðuneyt- is. Geislavarnir ríkisins og Eitur- efhanefnd munu ekki færast und- ir ráðuneytið eins og áður var gert ráð fyrir og einvörðungu mengunardeildir Hollustuvernd- ar og Siglingamálastofhunar. Akvæði um flutning yfirstjórnar byggingar- og skipulagsmála frestast að gildistöku til áramóta. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur hans fari ekki í stjórnar- samstarf að loknum næstu kosn- ingum öðru vísi en að breyta þessum lögum. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lagði í gær fram breytingartillögur við frumvarpið, þar sem gert er ráð fyrir að aðeins þeir hlutar Hollustuvemdar og Sigl- ingamálastofnunar sem fjalla um mengunarmál fari undir umhverfis- ráðuneytið, Geislavarnir og Eitur- efnanefnd verði ekki innan þess og tilfærslu yfirstjómar bygginga- og skipulagsmála yfir í hið nýja ráðu- neyti verði frestað til áramóta, að tilmælum Samtaka sveitarfélaga. Þá setur forsætisráðherra reglu- gerð um yfirstjóm Hollustuvemdar og Siglingamálastofnunar. Síðdegis vom greidd atkvæði um frumvarpið og hlutu tillögur forsæt- isráðherra samþykki neðri deildar. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að miðað við meðferð málsins á þinginu væri lýsing sumra stjómarliða rétt, að málið hefði dröslast í gegnum þing- ið. Lýsti hann því yfir að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi ekki eiga þátt í stjómarsamstarfi eftir næstu kosn- ingar öðru vísi en að breyta þessum lögum og koma skikki á yfirstjóm umhverfismála. í efri deild lýsti Karvei Pálmason sig andstæðan fmmvarpinu, sem hann taldi bera einstakan vott um siðlaus hrossakaup. Lög um verkefni umhverfismála- ráðuneytis verða líklega að lögum í dag, laugardag, og var í gær búist við því að þingslit yrðu seint í kvöld eða aðfaranótt sunnudags. Starfsfólk Stöðvar 2, Sýnar og Bylgjunnar-Stjörnunnar kom saman í gær og létu allir í ljós ánægju með sameininguna. Stöð 2, Sýn og Bylgjan-Stjarnan sameinast: Hlutafé rúmar 800 milljónir og steftit að almenningshlutafélagi ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf., sem rekur Stöð 2, Sýn hf. og ís- lenska útvarpsfélagið, sem rekur Bylgjuna-Sljörnuna, sameinuðust í gær í eitt íyrirtæki sem ætlar að reka tvær sjónvarpsrásir og tvær útvarpsrásir. Hlutafé fyrirtækisins verður rúmar 800 milljón- ir króna í fyrstu, þar af kemur Stöð 2 með 500 milljónir, Sýn með 250 milljónir og Islenska útvarpsfélagið með 50, en stefiit er að því að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi og leysa upp eignar- haldsfélögin sem að því standa. Viðræður milli Stöðvar 2 og Sýnar hófust á sunnudag, þá um möguleg afnot Sýnar af mynd- lyklakerfi Stöðvar 2, en Sýn stóð annars frammi fyrir staðfestingu á pöntun á myndlyklum til að leigja væntanlegum áskrifendum. Á þriðjudag fóru viðræðurnar að snú- ast um sameiningu fyrirtækjanha og þeim lauk svo aðfaranótt föstu- dags með því að skrifað var undir samninga milli sjónvarpsstöðv- anna. í lokaþætti viðræðnanna tóku þátt Orri Vigfússon, Jón Ólafsson, Haraldur Haraldsson og Bolli Kristinsson frá íslenska sjónvarps- félaginu og Ámi Samúelsson, Lýð- ur Friðjónsson, Halldór Guð- mundsson og Þorgeir Baldursson frá Sýn hf. Auk þeirra sat fundinn Símon Gunnarsson endurskoðandi Stöðvar 2, og Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Stöðvar 2 tók þátt í viðræðunum símleiðis en hann var staddur í útlöndum. í gær komu Sigurður Gísli Pálmason og Jóhann Öli Guðmundsson frá ís- lenska útvarpsfélaginu til við- ræðna og var gengið frá endanlegu samkomulagi um miðjan dag. Stjórn Stöðvar 2 hefur þegar staðfest samkomulagið, en leggja þarf það fyrir stjórnir hinna félag- anna og síðan hluthafafundi. Gert er ráð fyrir að 7, manna stjórn verði yfir nýja fyrirtækinu. Verður sérstakur yfirmaður ráðinn yfir hverja rás og munu núverandi sjónvarpsstjórar og útvarpsstjórar halda sínum stöðum. Að öðru leyti hefur ekki verið gengið frá manna- haldi. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður Stöðvar 2 sagði við Morgun- blaðið að ástæðurnar fyrir samein- ingunni væru augljósar. „Það var ekki sérlega glæsilegt fyrir þessi fyrirtæki að fara að keppa innbyrð- is þegar næg samkeppni er á mark- aðnum, og með sameiningunni náum við miklu betri nýtingu á fjármagni, tækjum og starfskröft- um. Þetta er fyrst og fremst sókn- arleikur," sagði Jóhann. Árni Samúelsson stjórnarmaður í Sýn sagði við Morgunblaðið að sameining hefði ekki verið á dag- skrá þegar viðræðurnar hófust við Stöð 2 um síðustu helgi. „En þeir Stöðvar 2 menn sóttu sameining- una stíft og við fórum að hlusta og þetta varð niðurstaðan," sagði Árni. Sigurður Gísli Pálmason stjórn- arformaður íslenska útvarpsfé- lagsins sagði að með sameiningu þessara félaga næðist fram hag- kvæmni, t.d. við sölu á auglýsing- um, almennt bókhald og vinnslu frétta. Stefnt er að því að gera nýja félagið að almenningshlutafélagi og Orri Vigfússon, sem situr í stjórn Stöðvar 2 og Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans, sagði við Morgunblaðið að það hlutafé, sem Verslunarbankinn á í Stöð 2, yrði væntanlega selt og eignarhaldsfé- lögin öll síðan lögð niður. Jón Óttar Ragnarsson fyrrver- andi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 hef- ur oft lýst því yfir að opna eigi hlutafélagið um Stöð 2 og leita samninga við Sýn. Hann sagðist í gær fagna þessari sameiningu og sagði að þetta væri stór dagur í þróunarsögu íslenskra ljósvaka- miðla. „Nú er næsta mál að koma ríkissjónvarpinu yfir á myndiykl- ana þannig að fóík hafi raunveru- lega ftjálst val,“ sagði Jón Óttar. Stefnt er að því að byija að senda út á nýrri sjónvarpsrás, Sýnarrásinni, í ágúst. Hægt verður að kaupa áskrift að Stöð 2 eða Sýn eða báðum rásunum í einu og nota sama myndlykilinn fyrir báð- ar rásirnar. Undanfarið hafa verið seldir um 2.000 myndlyklar fyrir Stöð 2 sem hafa aðeins eina rás, en hægt er að breyta þeim þannig að taka megi inn tvær rásir. Yfírlýsing frjálslyndra hægrimanna: Framtíð Aburðar- verksmiðjunnar: Ganga í þingflokk sjálfstæðismanna „Hægrimenn sameinast en vinstrimenn sundrast“ segir Þorsteinn Pálsson ÞINGMENN Fijálslynda hægriflokksins, þeir Ingi Björn Alberts- son og Hreggviður Jónsson, ásamt varaþingmanninum Kolbrúnu Jónsdóttur, gengu í gær tií Iiðs við þingflokk Sjálfstæðisflokks- ins. Mættu þau í gær á þingflokksfúnd sjálfstæðismanna í fyrsta sinn, þar sem formaður flokksins og þingflokksins buðu þau vel- komin við lófatak annarra þingmanna. Morgunblaðið/Sverrir Hreggviður Jónsson og Ingi Björn Albertsson, nýjustu þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Á fundi neðri deildar Alþingis, síðdegis í gær, kvað Ingi Bjöm Albertsson, formaður þingflokks fijálslyndra hægrimanna, sér hljóðs til að koma að tilkynningu. Tilkynning Inga Bjöms var svo- hljóðandi: „í þann stutta tíma sem við háttvirtur þingmaður Hregg- viður Jónsson höfum starfað sem þingmenn Fijálslyndra hægri- manna, höfum við starfað í anda hægristefnu. Það er sannfæring okkar, að það er sú eina stefna sem komið getur þjóðinni út úr þeim ógöngum sem vinstri villa núverandi ríkisstjómar hefur leitt yfir hana. Því teljum við afar biýnt að fijálslynd hægri öfl sam- einist í einum flokki; þar af leið- andi var eftirfarandi samþykkt gerð á þingflokksfundi Fijáls- lyndra hægrimanna í dag: Þingflokkur Fijálslyndra hægrimanna samþykkir að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðis- manna.“ Ingi Bjöm tók það því næst fram að Kolbrún Jónsdóttir, vara- þingmaður flokksins á Reykja- nesi, hefði tekið þá ákvörðun að fylgja þeim Hreggviði í þingflokk sjálfstæðismanna. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls eftir að Ingi Bjöm hafði lesið upp tilkynninguna. Benti Þorsteinn á að alla jafna væri það svo að liðs- styrkur þingflokka færi eftir úr- slitum kosninga og héldist þannig. „Nú hafa hins vegar þau ánægju- legu tíðindi og einstöku gerst að liðsafli hefur bæst í hóp þing- flokks sjálfstæðismanna." Hefði innganga þingmanna fijálslyndra hægrimanna verið samþykkt á þingflokksfundi sjálfstæðis- manna. Þorsteinn taldi þetta bera vott um það að straumar í stjórn- málum hefðu nú náð inn fyrir veggi Alþingis. „Fijálslynd öfl em að sameinast, á meðan vinstri öflin em að sundrast," sagði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. ■ Þess skal getið að þeir Hregg- viður og Ingi Björn voru kosnir til þings fyrir Borgaraflokkinn, en í fyrravor gengu þeir úr Borg- araflokknum og stofnuðu þing- flokk Fijálslyndra hægrimanna. Borgin tilbú- in til að ræða við ríkið - segir borgarstjóri BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, kynnti á fúndi borgarstjórnar á fimmtudag bréf írá Steingrími Hermannssyni, for- sætisráðherra, um framtíð Áburð- arverksmiðjunnar í Gufúnesi. Sagði borgarstjóri, að með bréf- inu hefði verið opnað fyrir mögu- leika á samkomulagi um lausn málsins. í bréfmu er gerð grein fyrir af- stöðu ríkisstjórnarinnar til Áburðar- verksmiðjunnar, boðið upp á viðræð- ur milli ríkisstjórnarinnar og Al- mannavarna Reykjavíkur um fram- tíð verksmiðjunnar og hugsanlegan flutning hennar og reifaður sá möguleiki, að borgin kaupi einhveij- ar eignir hennar. Borgarstjóri sagði, að hann teldi bréfið afar þýðingarmikið og gat þess, að hann teldi ekki óeðlilegt að borgin keypti eignir á lóð verksmiðj- unnar, sem hún gæti nýtt, ef til flutnings verksmiðjunnar k'æmi. Sjá fleiri fréttir úr borgarsfjórn á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.