Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990
t
ÞÓRA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Gauksstöðum
á Jökuldal,
lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans 4. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn hinnar iátnu.
t
NILS FRIÐRIK PÉTURSSON,
Dalbraut 27,
andaðist 24. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.
t
Móðir okkar,
CHARLOTTA STEINÞÓRSDÓTTIR,
Þórsgötul, l
andaðist á Landspítalanum 3. maí.
Halla Þorbjörnsdóttir,
Steina Þóra Þorbjörnsdóttir,
Hilmar Þorbjörnsson.
t
Sonur minn,
GUÐMUNDUR PÁLSSON,
Eskihlíð 8,
andaðist 4. mai.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RANDÍ ARNGRÍMS,
Suðurhólum 24,
lést í Borgarspítalanum 1. maí.
Gunnar Ólafsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BJÖRG SIGRIÐUR HERMANNSDÓTTIR,
Melgerði 13, Reykjavík,
andaðist 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðarkirkju þriðju-
daginn 8. maí kl. 13.30.
Gunnar Gíslason,
Hermann Gunnarsson,
Sigrún Gunnarsdóttir Nielsen, Jeppe Nielsen,
Ragnar Gunnarsson, Ásgerður Karlsdóttir,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Björn Guðmundsson
og barnabörn.
t
SIGRÍÐUR THEÓDÓRSDÓTTIR
húsmæðrakennari
frá Bægisá,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 29. april 1990, verð-
ur jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.30.
Fyrir hugulsemi og aðhlynningu síðustu árin, eru sérstakar þakk-
ir bornar fram til Ernu Aradóttur, hjúkrunarfræðings, og starfs-
fólks Sunnuhlíðar.
F.h. vandamanna,
Stefán M. Gunnarsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns m/ns, föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður,
ODDS SKÚLASONAR
bónda,
Mörtungu,
Síðu,
Ásta Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.
Minning:
Ólafur Guðjónsson,
Vestmannaeyjum
Fæddur 12. nóvember 1918
Dáinn 28. apríl 1990
Þessi fátæklegu orð eru kveðja
mín til afa.
Afí fékk mig í afmælisgjöf í orðs-
ins fyllstu merkingu, 12. nóvember
1960. Þann dag braust ég inn í líf
hans og hef verið þar æ síðan.
Að alast upp hjá afa sínum og
ömmu er sérstakt. Öli ljóðin sem
hann gaf mér, allar sögurnar sem
hann sagði mér, allt frá þjóðsögum
um álfa og huldufólk, til sagna af
fólkinu í landinu, um alþýðuna sem
barðist til sjós og lands. Þessi al-
þýða var sannarlega hans fólk, þvi
aldrei hef ég fyrirhitt mann með
eins sterka stéttarvitund.
Undir hijúfu yfirborði hans átti
hann alltaf til tilfinningar og hlýju
handa litla barninu sem svo skyndi-
lega skaut upp kollinum í lífi hans
og saman gátum við ferðast á
vængjum sagna hans því þær komu
svo sannarlega hugmyndaflugi lítils
barns á.fljúgandi ferð.
Við dauðanum eigum við ekkert
svar. Við erum skák og mát. Við
hann þýðir ekki að þrasa — né held-
ur að mótmæla komu hans, því
hann snýr ekki við eða skiptir um
skoðun — hann er kominn til að
vera.
Á þeim stað þar sem afí er nú
veit hann allt og ekkert er undan-
skilið. Einnig veit hann allt um
lífsins gátu, sem við, sem enn erum
hér, reynum sífellt að leysa, hvert
á sinn hátt. Núna skilur afi líka
Minning:
Margrét Sigurbjörns-
dóttir frá Hjörsey
Fædd 21. ágúst 1901
Dáin 19. mars 1990
Margrét amma okkar fæddist í
Skíðsholtum í Hraunhreppi. For-
eldrar hennar voru Sigurbjörn Jóns-
son og Jóhanna Ólöf Jónsdóttir, sem
lengst af bjuggu í Laxárholti í sömu
sveit. Þar ólst amma upp.
Hún var næst elst fjögurra systk-
ina en þau voru Jósef, dó barn,
Siguijón, búsettur í Reykjavík og
Ólöf, sem einnig er búsett þar. Þá
átti amma uppeldissystur, Guðnýju
Sigurðardóttur, sem lést fyrir sjö
árum.
Amma fór snemma að vinna fyr-
ir sér í vistum á bæjum í sveitinni
og síðar í Reykjavík.
Árið 1928 giftist hún Jóni Ólafs-
syni frá Tröðum og bjuggu þau
fyrstu tvö árin í Skutulsey en fluttu
þá að Hjörsey og bjuggu þar allan
sinn búskap, en árið 1948 lést Jón
afi og er hægt að gera sér í hugar-
lund hversu erfitt það hefur verið
fyrir ekkju að takast á við að halda
áfram búskap í eynni og koma börn-
um sínum til manns, en þaðan flutti
amma til Reykjavíkur árið 1956.
Amma var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá íbúð hjá einstöku af-
bragðs fólki. Hjónunum Katrínu
Magnúsdóttur og Helga Kristjáns-
syni á Lambastöðum á Seltjarnar-
nesi og fjölskyldu þeirra. Þar naut
hún vinsemdar og hlýju húsráðenda
sem virtu og mátu mannkosti henn-
+
Faðir okkar, stjúpfaöir, tengdafaðir og afi,
AÐALSTEINN MAGNÚSSON,
Sólvöllum 5,
Akureyri,
sem lést 1. þ.m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 7. maí kl. 13.30.
Ragnheiður Aðalsteinsdóttir,
Helga Aðalsteinsdóttir,
Magnús Jón Aðalsteinsson,
Bjarni Aðalsteinsson,
Páll Magnússon,
Álfheiður Magnúsdóttir,
Sveinn Magnússon,
Sigrún Magnúsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
ÁSDÍSAR JÓHANNESDÓTTUR,
Faxabraut 38B,
Keflavík.
Pálmi Viðar, Katrín Friðjónsdóttir,
Elísabet Jensdóttir, Hilmar Jónsson,
Martha Jensdóttir, Benjamín Vilhelmsson,
Jóhannes Jensson, Guðrún Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns
og föður okkar,
VIGFÚSAR GUÐMUNDSSONAR
bónda,
Eystri-Skógum,
Austur-Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
deildar 11 E Landspftalanum.
Sigríður Jónsdóttir,
Rósa Vigfúsdóttir,
Guðmundur Vigfússon.
allt og sér okkur öll eins og við
erum og brosir aðeins að okkar
hversdagslegu viðfangsefnum.
Hafí afi þökk fyrir framlag sitt,
það var sérstakt.
Martha Árnadóttir
ar. Þarna bjó amma frá 1958 til
1987.
Við vitum að fyrirbænir ömmu
fyrir fjölskyldunum frá Lambastöð-
um voru þakklæti hennar og bestu
óskir þeim til handa fyrir 30 ára
nábýli og vináttu.
Árið 1987 flutti amma til Ingi-
gerðar dóttur sinnar á Böðvarsgötu
1, Borgarnesi. Þar bjó hún þar til
yfir lauk. Hún lést eins og fyrr seg-
ir 19. mars síðastliðinn eftir
skamma sjúkdómslegu.
Böm þeirra Hjörseyjarhjóna eru
fl'ögur. Þau eru: Jóhanna, býr í
Reykjavík, Ólafur, kvæntur Jó-
hönnu Bruvik, búa í Reykjavík;
Ingigerður, gift Grétari Ingimund-
arsyni, búa í Borgarnesi og Guð-
rún, gift Stefáni Þorvaldssyni,
Reykjavík.
Amma var lögð til hinstu hvílu
að Ökrum, þar sem fyrrum var
hennar sóknarkirkja, 24. mars
síðastliðinn.
Almættið brást ekki ömmu þenn-
an dag. Að Ökrum var bjartasti og
blíðasti dagur vetrarins, hreinn og
fagur. Þessi dagur endurspegláði
svo margt úr fari ömmu en amma
var ákaflega hæglát og prúð kona
sem geislaði af gæsku og hjarta-
hlýju.
Við systkinin og fjölskyldur okk-
ar erúm þakklát fyrir að fá að kynn-
ast ömmu á síðustu æviárum henn-
ar.
Hún naut þess að fá að fylgjast
með afkomendum sínum og fá að
blessa framtíð þeirra. Auður ömmu
og auðsuppspretta var trú, von og
kærleikur. Henni var sælla að gefa
en þiggja.
Með ömmu er gengin heilsteypt
og hrein kona af aldamótakynslóð-
inni sem bar höfuðið hátt og hvar
sem hún fór lýsti af henni góðvild
og gjörvileiki. Fáar manneskjur
hafa verið samkvæmari sjálfri sér
til orðs og æðis. Hvíli hún í friði
eins og hún stofnaði til, móðirin sem
gaf sig alla fyrir aðra.
Margrét Grétarsdóttir,
Ingimundur Grétarsson,
Sigurbjörn Grétarsson.