Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990
KÓPAVOGUR
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Kópavogi eru
11.353 og hefur Ijölgað um 9% frá kosningunum
1986. 11 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru
fimm listar í framboði, eða jafnmargir og 1986.
í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 10.213 kjós-
endur á kjörskrá. 7.984 greiddu atkvæði og var kjör-
sókn 78,2%. Auðir og ógildir seðlar voru 238, en úrslit
urðu þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 1.900 24,5 3
B - Framsóknarflokkur 1.053 13,6 1
D - Sjálfstæðisflokkur 2.483 32,1 4
G - Alþýðubandalag 2.161 27,9 3
M - Flokkur mannsins 149 1,9 0
Kosningu hlutu: Af A-lista: Guðmundur Oddsson,
Rannveig Guðmundsdóttir og Hulda Finnbogadóttir.
Af B-lista: Skúli Sigurgrímsson.^ Af D-lista: Richard
Björgvinsson, Bragi Mikaelsson, Ásthildur Pétursdóttir
og Guðni Stefánsson. Af G-lista: Heimir Pálsson, Heiðr-
ún Sverrisdóttir og Valþór Hlöðversson. Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag skipa meirihluta bæjarstjórnar og
bæjarstjóri er Kristján Guðmundsson.
FRAMBOÐSLISTAR
A-listi, Alþýðuflokkur:
1. Guðmundur Odds-
son bæjarfulltrúi.
2. Sigríður Einarsdótt-
ir bæjarfulltrúi.
3. Helga E. Jónasdótt-
ir.
4. Þórður St. Guð-
mundsson kennari.
5. Ólafur Bjömsson
Ijármálafulltrúi.
6. Gunnar Magnússon
kerfisfræðingur.
7. Margrét B. Eiríks-
dóttir deildarfulltrúi.
8. Gréta Guðmunds-
dóttir húsmóðir.
9. Þorgerður Gylfa-
dóttir skrifstofumaður.
10. Þráinn Hallgríms-
son skrifotofustjóri.
11. Alda Möller mat-
vælafræðingur.
B-listi, Framsóknar-
flokkur:
1. Sigurður Geirdal
framkvæmdastjóri.
2. Inga Þyrí Kjartans-
dóttir sölustjóri.
3. Páll Magnússon
menntaskólanemi.,
4. Stefán Amgríms-
son deildarstjóri.
5. Martha Jensdóttir
kennari.
6. Ómar Stefánsson
búfræðingur.
7. Vilhjálmur Einars-
son fasteignasali.
8. Eiríkur Vaisson
skrifstofmaður.
9. Sigurbjörg Björg-
vinsdóttir laganemi.
10, Guðrún Alda
Harðardóttir fóstra.
11. Ragnar M. Sveins-
son menntaskólanemi.
D-listi, Sjálfetæðis-
flokkur.
1. Gunnarl. Birgisson
verkfræðingur.
2. Guðni Stefánsson
jámsmíðameistari.
3. Bima G. Friðriks-
dóttir fulltrúi.
4. Amór L. Pálsson
framkvæmdastjóri.
5. Bragi‘Michaelsson
ffamkvæmdastjóri.
6. Sigurður Helgason
lögfræðingur.
7. Jón Kristinn Snæ-
hólm nemi.
8. Kristín Lindal kenn-
ari.
9. Kristinn Kristinsson
húsasmíðameistari.
10. Steinunn H. Sigurð-
ardóttir verslunarm.
11. Siguijón Sigurðs-
son læknir.
G-listi, Alþýðubanda-
lag:
1. Valþór Hlöðversson
blaðamaður.
2. Elsa S. Þorkelsdótt-
ir framkvstjóri.
3. Ólafur Hjálmarsson
verkfrseðingur.
4. Bima Bjamadóttir
húsmóðir.
5. Þórunn Bjömsdóttir
tónmenntakennari.
6. Ásgeir Matthíasson
verkfræðingur.
7. Unnur Bjömsdóttir
framkvæmdastjóri.
8. Kristján Svein-
bjömsson rafvirkjam.
9. Sigríður Hagalíns-
dóttir kennari.
10. Flosi Eiríksson.
11. Elísabet Sveinsd.
starfsm. Snælandssk.
V-listi, Kvennalisti:
1. Hulda Harðardóttir
þroskaþjálfí.
2. Guðbjörg Emils-
dóttir sérkennari.
3. Þóranna Pálsdóttir
veðurfræðingur.
4. Bima Siguijóns-
dóttir yfírkennari.
5. Hafdís Benedikts-
dóttir húsmóðir.
6. Sigrún Jónsd.
starfsk. þingfl. Kvenn-
al.
7. Helga Siguijóns-
dóttir námsráðgjafí.
8. Þórunn ísfeld Þor-
steinsdóttir.
9. Hallveig Thordar-
son kennari.
10. Sigríður Hulda
Sveinsdóttir kennari.
11. Unnur Ólafsdóttir
byggingatæknifr.
A-listinn
Guðmundur
Oddsson
„Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hef-
ur nú um 12 ára skeið átt aðild að
meirihlutasamstarfí í bæjarstjóm
Kópavogs. Á þess-
um árum hafa Al-
þýðuflokkurinn og
bæjarfulltrúar hans
öðmm fremur mót-
að bæjarmálastefn-
una og aðlagað
hana grundvallar-
stefnumiðum jafn-
aðarmanna. Nægir
' það að benda á fé-
lagsmálaþáttinn, en Alþýðuflokk-
urinn heftir haft formennsku í félags-
málaráði síðustu átta árin og þannig
átt virkan þátt í því að gera Kópavog
að þekktasta félagsmálabæ á
landinu.
Þá hefur flokkurinn haft mikil
áhrif í öðmm stómm málaflokkum
svo sem skólamálum og umhverfís-
málum og nú síðustu fjögur árin í
skipulagsmálum, þar sem hann hefur
fonnennsku á hendi og þannig leitt
aðalskipulag bæjarins í höfn. Síðast
en ekki síst hefur Alþýðuflokkurinn
haft mikil áhrif í mótun þeirrar
stefnu, sem segja má að Kópavogur
sé brautryðjandi í, en það er að út-
hluta íþróttafélögunum ákveðnum
svæðum og gera síðan við félögin
sérstaka samninga um uppbyggingu
þeirra íþróttamannvirkja, sem reist
verða á hveiju svæði. Þannig má
segja í fáum orðum að sjónarmið
jafnaðarmanna hafí umfram allt sett
svip sinn á stóra og þýðingarmikla
málaflokka, sem snerta hvert heimili
í bænum og hvem bæjarbúa.
Þegar svo er spurt hvað Alþýðu-
flokkurinn í Kópavogi leggi áherslu
á í komandi kosningum, þá getur
svar hans í rauninni verið stutt: Hann
vill í fyrsta lagi slá skjaldborg um
félagsmálabæinn Kópavog, og veija
það sem áunnist hefur fyrir hvers
konar tilraunum til að gera Kópavog
að skálkaskjóli fyrir sérhyggju og
eiginhagsmuni.
Hann ætlar síðan að halda ótrauð-
ur áfram á sömu braut og áður —
þá braut sem Kópavogsbúar þekkja
— að gera góðan bæ betri, þar sem
maðurinn, ungur og aidinn, situr í
fyrirrúmi.“
B-listinn
Signrður
Geirdal
„Framsóknarflokkurinn í Kópa-
vogi hefur birt bæjarbúum ýtarlega
stefnuskrá þar sem dregin eru fram
helstu áhersluatriði í
málflutningi þeirra.
Meðal þess, sem þeir
leggja áherslu á, má
nefna:
1. Bæjarstjóm beiti
sér fyrir aðgerðum
til að laða atvinnu-
fyrirtæki inn í bæj-
arfélagið.
2. Gert verði átak í
umhverfísmálum og fegmn bæjarins.
3. Unga fólkið verði hvatt til starfa
og ábyrgðar við mótun framtíðar
sinnar innan bæjarfélagsins.
4. Gert verði átak í gatnamálum,
einkum gömlu götunum, og munu
þeir setja slíkt átak sem skilyrði fyr-
ir þátttöku í myndun meirihluta.
5.. Fjármálastjóm bæjarins verði tek-
in til ýtarlegrar endurskoðunar,
skuldasöfnun stöðvuð og fram-
kvæmdaáætlanir endurekipulagðar.
6. Fjölmörg önnur atriði em í stefnu-
skránni svo sem varðandi félagslega
þjónustu, skólamál, listir, menningar-
mál, Kópavogshöfn, húsnæðismál,
skipulagsmál, íþrótta- og tómstunda-
mál og margt fleira."
D-listinn
Gunnar I.
Birgisson
„Efst á lista hjá Sjálfstæðis-
mönnum í Kópavogi er að fella
núverandi meirihluta, en síðan þarf
að koma fjármál-
um bæjarins í lag.
í fyrsta lagi með
því að stöðva
þessa hrikalegu
skuldasöfnun, sem
hefur verið látlaus
síðasta kjörtíma-
bil. I öðru lagi að
lækka Ijármagns-
kostnað. Síðan
viljum við Ijúka við hálfkaraðar
framkvæmdir, sem eru úti um allan
bæ og má þar nefna sundlaugina
og listasafnið. Við viljum bæta
rekstur bæjarins. Við viljum halda
sama þjónustustigi, en minnka
kostnaðinn með algjörum uppskurði
á rekstrinum og fá utanaðkomandi
aðila til að fara í gegnum það. Við
viljum fjölga atvinnutækifærum í
• bænum með því meðal annars að
styrkja hafnarsvæðið og laða að ný
fyrirtæki í Kópavog. Þá mætti
hugsa sér til dæmis tímabundinn
greiðslufrest á aðstöðu- eða gatna-
gerðargjöldum. Síðast en ekki síst
munum við leggja fram áætlun um
að ljúka endurbyggingu gömlu
gatnanna á næstu fjórum árum.
Þetta hefur alltaf verið látið sitja á
hakanum hjá vinstri flokkunum, en
á síðasta kjörtímabili endurbyggðu
þeir götur upp á þijá kílómetra eða
750 metra á ári. Það er ekki hægt
að bjóða fólki upp á að búa ekki
við götur með bundnu slitlagi og
að hafa ekki gangstéttir. Þetta eru
miklar slysagildrur og orðið mikið
umhverfislegt vandamál. Eins eru
vatnslagnirnar í götunum ónýtar
og eftir sex ár þurfum við að dæla
öllu skolpi úr Kópavogi til
Reykjavíkur, sem dælir því á haf
út, og þá verður að vera búið að
skilja að regnvatn og skolp.
Þá leggur Sjálfotæðisflokkurinn
mikla áherslu á að fjárframlag
ríkisins til íþróttahallar verði aukið
verulega og stefnir að því að fá
samninginn endurskoðaðan, sem er
nauðsynlegt fyrir Kópavog, þar sem
núverandi meirihluti lék stórlega
af sér. Samkvæmt okkar útreikn-
ingum vantar um 400 milljónir til
viðbótar við þessar 300 vegna fjár-
magnskostnaðar og tengdra fram-
kvæmda, sem ávallt á að taka með
í reikninginn.“
G-listinn
Valþór Hlöð-
versson
„Að mínu viti snúast þessar kosn-
ingar fyrst og fremst um það hvort
félagshyggjuöflin eigi áfram að fá
að stjóma þessum
kaupstað eins og
þau hafa gert síð-
ustu 12 árin undir
forystu Alþýðu-
bandalagsins eða
hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn á að fá
hreinan meirhluta
og hrinda í fram-
kvæmd ýmsum nið-
urskurðarhugmyndum varðandi fé-
iagslega þjónustu og framkvæmdir,
sem hann er með.
Helstu baráttumál G-listans eru
að -efla og styrkja félagslega þjón-
ustu af ýmsu tagi í bænum. Þar má
nefna málefni aldraðra, þar sem við
viljum gera enn betur, og áframhald-
andi uppbyggingu leikskólakerfísins
fyrir yngstu borgarana. Við höfum
haft forystu í umhverfismálum á síð-
ustu fjómm árum. Þar eru mjög stór
verkefni eins og skipulag og upp-
græðsla Fossvogsdals, sem við höfum
nú fengið full yfírráð yfir, og ekki
síður Kópavogsdals, sem við vorum
að samþykkja nýtt deiliskipulag af,
en þar er um 60 hektara útivistar-
svæði að ræða í næsta nágrenni
byggðarinnar. Af einstökum málum
þá leggjum við mikla áherslu á að
staðið verði við fyrirheit um byggingu
skóla og íþróttamannvirkja í Kópa-
vogsdal á næstu fjórum árum. Við
lítum svo á að það sé fyrst og
fremst félagslegt verkefni fyrir okk-
ur, það er að segja bygging grunn-
skóla og íþróttaaðstöðu fyrir almenn-
ing og Breiðablik, stærsta íþróttafé-
lagið í bænum. Við leggjum mikla
áherslu á að það hús rísi og að fram-
kvæmdir gangi samkvæmt áætlun.
Við höfum Iagt fram mjög skýra og
nákvæma áætlun um uppbyggingu
gömlu gatnanna í bænum og teljum
að unnt sé að gera það án þess að
reisa bæjarfélaginu hurðarás um
öxl, að ljúka því verkefni á næstu
sex árum.“
V-LISTINN
Hulda Harðar-
dóttir
„Við Kvennalistakonur teljum að
í bæjarstjóm Kópavogs eins og ann-
ars staðar þar sem ákvarðanir eru
teknar hafí áhrifa-
leysis kvenna gætt
og reynsla þeirra
og menning ekki
fengið að njóta sín
sem stefnumótandi
afl.
Undjrstaða bæj-
arins er fólkið sem
í bænum býr. Til
að fólkinu líði vel
þarf mannsæmandi aðstæður til að
byggja upp traust ijölskyldubönd.
Fjölskyldan þarf þau skilyrði að geta
haft atvinnu, örugga gæslu fyrir
börnin sín og haft þak yfír höfuðið
án þess að kollvarpa Ijárhagsafkomu
sinni.
í mörg undanfarin ár hefur menn-
ing íslendinga þróast leynt og ljóst
til aldursskiptingar. Við viljum að
mótuð verði stefna sem breytir þess-
ari þróun og leitað verði allra ieiða
til að allir aldurshópar geti verið sam-
an í leik og starfi. Því leggjum við
áherslu á fjölbreyttar lausnir í þjón-
ustu við aldraða og þeir fái tækifæri
til að nýta starfskrafta sína eins
lengi og þeir vilja.
Við ætlum að leggja sérstaka
áherslu á atvinnuuppbyggingu í bæn-
um og þá með sérstöku tilliti til at-
vinnutækifæra fyrir konur. Við vilj-
um byggja upp smáiðnað og viljum
að Kópavogsbær veiti konum aðstoð
við að stofna lítil fyrirtæki í iðnaði,
verslun og ferðaþjónustu.
Alltof víða í bænum eru sorgleg
dæmi um fyrirhyggjuleysi í umhverf-
is- og skipulagsmálum og slæman
frágang. Við leggjum áherslu á að
heildaráætlun verði gerð varðandi
frágang gatna í bænum, lokið verði
við hafín verk og að gerð verði útivist-
arsvæði fyrir alla aldurshópa í öllum
hverfum.
Það skiptir máli með hvaða hætti
og hvaða ákvarðanir eru teknar í
bænum okkar. Því leggjum við
áherslu á að stofnuð verði hverfasam-
tök og að valddreifing og lýðræði
verði aukið.
Til að mannlífið í bænum verði
gott þarf frjótt menningarlíf og við
viljum að bærinn komi sér upp menn-
ingarmiðstöð þar sem íbúar geti kom-
ið saman og ræktað andleg verð-
mæti.“