Morgunblaðið - 22.05.1990, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990
ÓLAFSVfK
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Ólafsvík eru 809
og hefur fækkað um 2% frá kosning'unum 1986. 7
fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru fimm list-
ar í framboði eins og 1986.
í sveitarstjómarkosningunum 1986 voru 788 kjósend-
ur á kjörskrá. 712 greiddu atkvæði og var kjörsókn
90,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 18, en úrslit urðu
þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 164 23,6 2
B - Framsóknarflokkur 158 22,8 1
D - Sjálfstæðisflokkur 184 26,5 2
G - Alþýðubandalag 98 14,1 1
L - Lýðræðissinnar 90 13,0 1
Kosningu hlutu: Af A-lista: Sveinn Þór Elínbergsson
og Trausti Magnússon. Af B-lista: Stefán Jóhann Sig-
urðsson. Af D-lista: Kristófer Þorleifsson og Björn Arn-
aldsson. Af G-lista: Haraldur Guðmundsson. Af L-lista:
Kristján Pálsson. Meirihlutasamstarf mynda nú Lýðræð-
issinnar, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsókn-
arflokkur og er það fjórði meirihlutinn á kjörtímabilinu.
Bæjarstjóri er Kristján Pálsson.
FRAMBOÐSLISTAR
A-listi, Alþýðuflokkur og óháðir:
1. Sveinn Þór Elinbergsson forseti
bæjarst.
2. Guðm. Karl Snæbjömsson heil.g.
læknir.
3. Gústaf Geir Egilsson pípulagningam.
4. Ágúst Sigurðsson kaupmaður.
5. Kristín Guðmundsdóttir húsmóðír.
6. Þorbjörg Gísladóttir læknaritari.
7. Trausti Magnússon rafmagnseftir-
litsm.
G-listi, Alþýðubandalag:
1. Ámi E. Albertsson skrifstofumaður.
2. Heiðar Elvar Friðriksson fiskimats-
maður.
3. Margrét S. Birgisdóttir verkakona.
4. Herbert Hjelm veitingamaður.
5» Sigríður Þóra Eggertsdóttir kaup-
kona.
6. Jóhannes Ragnarsson hafnarvörður.
7. Margrét Jónasdóttir húsmóðir.
B-listi, Framsóknarfélag Ólafsvíkur:
1. Atli Alexandersson kennari.
2. Stefán Jóh. Sigurðsson svæðisstjóri.
3. Kristján Guðmundsson form. vfj.
Jökuls.
4. Kristín Vigfúsdóttir útgerðarmaður.
5. Sigtryggur S. Þráinsson stýrimaður.
6. Maggý Hröhn Hermannsdóttir kenn-
ari.
7. Pétur Steinar Jóhannsson verkstjóri.
L-listi, Lýðræðisinnar:
1. Kristján Pálsson bæjarstjóri.
2. Emanúel Ragnarsson bankamaður.
3. Sigurlaug Jónsdóttir kennari.
4. Ragnheiður S. Helgadóttir kennari.
5. Kristján Helgason hafnarvörður.
6. Arndís Þórðardóttir verkakona.
7. Björg Bára Halldórsdóttir skrifstof-
um.
D-listi, Sjálfstæðisflokkur:
1. Björn Amaldsson vitavörður.
2. Margrét Vigfúsdóttir póstafgreiðsl-
um.
3. Páll Ingólfsson forstjóri.
4. Helgi Kristjánsson verkstjóri.
5. Sjöfn Sölvadóttir skrifstoufm.
6. Jónas Kristófersson húsasmíða-
meistari.
7. Birgir Yngvason bifreiðastjóri.
A-listinn
B-listinn
D-listinn
G-listinn
L-listinn
Sveinn Þór
Elínbergsson
„Styrkja þarf at-
vinnumálin og
standa vörð um það
jafnvægi, sem verið
hefur. Við viljum
auka jafnvægi í
fjármálastöðu bæj-
arsjóðs með áfram-
haldandi aðhaidi og
sparnaði í rekstri
og halda fram-
kvæmdum í lág-
marki þar til jafnvægi er náð. Við
viljum standa vörð um og efla þá
fjölmörgu nýju þjónustuþætti, sem
áunnist hafa. Við viljum ljúka við
hafnargerðina. Samvinna varðandi
sorpeyðingu yrði til hagsbóta fyrir
alla aðila og forsenda farsællar
lausnar er aukin samvinna ná-
grannasveitarfélaga.
Við viljum halda áfram þeirri upp-
byggingu sem við höfum markað á
þessu kjörtímabili, að varanlegar
úrbætur verði gerðar á Fróðárheiði
og haldið áfram með áætlun sem
fyrir liggur um lagningu bundins slit-
lags á stofnbrautina milli Ólafsvíkur
og Reykjavíkur."
Atli Alexand-
ersson
„Við munum
ieggjum meginá-
herslu á að komið
verði á traustri
fjármálastjóm.
Bæta þarf stöðu
bæjarsjóðs og
greiða niður skuldir
hans. Það er for-
senda þess að hægt
verði að ráðast í
ýmsar aðkallandi
framkvæmdir. Leggja ber áherslu á
fjölbreyttari úrvinnslu sjávaraflans
og að menn séu vakandi fyrir nýung-
um þar. Við þurfum að nýta okkur
það aðdráttarafl sem fegurð Snæ-
fellsness er og auka markvisst ferða-
mannaþjónustu. Við teljum brýnt að
ná meiri samvinnu við nágranna-
sveitarfélögin um ýmis sameiginleg
hagsmunamál svo sem fræðslumál,
ferðamannaþjónustu, sorpeyðingu og
fleira. Vonandi verður unnt að ná
meiri festu í stjóm bæjarins á kom-
andi kjörtímabili en verið hefur. Að
því munum við framsóknarmenn
vinna.“
Björn
Arnaldsson
Árni E.
Albertsson
Krislján
Pálsson
„Við leggjum
áherslu á fjármál
bæjarins. Við höf-
um lýst því yfir að
við förum ekki út í
neinar nýjar fram-
kvæmdir, nema
brýna nauðsyn beri
til. Það er algjört
forgangsverkefni
að koma skulda-
stöðu bæjarsjóðs í
viðunandi horf. Ef fjárhagur bæjar-
ins leyfir viljum við ljúka við lagn-
ingu gangstétta. Við viljum stuðla
að öflugu atvinnulífi á staðnum. Ut-
gerð og fiskvinnsla er og verður for-
senda byggðar í Ólafsvík. Við leggj-
um áherslu á samstarf við nágranna-
sveitarfélög okkar um sorpmál. Hér
þyrfti að gera átak í ferðamannaiðn-
aðinum. Sífellt er verið að vinna að
hafnarmálum og verður væntanlega
áfram. Eins þarf að huga að land-
brotsvörnum og slíkum málum.
Við höfum verið stöðugt afl í bæj-
arstjóm og ætlum að styrkja okkur
enn frekar í komandi kosningum."
„Við leggjum
áherslu á aðhald og
sparnað í rekstri í
þeim tilgangi að
greiða niður skuld-
ir. Ekki verði farið
út í kostnaðarsam-
ar framkvæmdir
nema brýna nauð-
syn beri til. Huga
verður að fisk-
vinnslunni og
leggja rækt við hana. Áfram verði
hugað að markvissri uppbyggingu
hafnarinnar. Við krefjumst jöfnunar
húshitunar á landinu og krafa er um
bætt vegakerfi á Snæfellsnesi. Hér
er opin sorpbrennsluþró, sem er mjög
viðkvæm og þessu þarf að breyta.
Einnig þarf betur að huga að úr-
gangi frá fiskvinnslum. Við viljum
reyna að koma upp framhaldsnámi,
Á sama tíma og innheimta hefur
batnað hefur mannlegi þátturinn í
samskiptum yfirvalda og bæjarbúa
týnst. Þann þátt viljum við finna
með til dæmis rýmkun regina um
leikskóla. Þá viljum við hlúa að
íþrótta- og æskulýðsmálum."
„Við viljum
halda áfram að
laga fjárhagsstöðu
bæjarins. Baráttu-
mál okkar verður
að tryggja undir-
stöðu útgerðar á
staðnum og fisk-
vinnslu. Við mun-
um halda áfram að
snyrta og fegra'
bæinn og koma
holræsimálum í lag. Við viljum að
börn geti nýtt sér Fjölbrautaskóla
Vesturlands sem mest í.heimabyggð
í samstarfi við Hellissand. Við mun-
um beijast fyrir því að byggðir á
Snæfellsnesi vinni betur saman en
hingað til. Við verðum að tryggja
að Ólafsvík verði ekki lögð í rúst
með einu hamarshöggi. Það verður
best tryggt með góðum og öflugum
fyrirtækjum eða með því að tryggja
að afli og aflaréttur geti ekki farið
á sjálfvirkan hátt í burtu án þess að
menn geti hönd við reist. Við munum
vinna að því með öðrum flokkum
eftir kosningar að efla byggðina í
Ólafsvík með jákvæðum hætti.“
FRAMBOÐSLISTAR
B0LUH6ARVÍK
KJÓSENDUR á kjörskrárstofiii í Bolungarvík eru
727 og hefúr fækkað um 6% frá kosningunum 1986.
7 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru þrír listar
í framboði, en voru fimm 1986.
í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 816 kjósend-
ur á kjörskrá. 706 greiddu atkvæði og var kjörsókn
86,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 13, en úrslit urðu
þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 95 13,7 1
B - Framsóknarflokkur 50 7,2 0
D - Sjálfstæðisflokkur 224 32,3 3
G - Alþýðubandalag 217 31,3 2
H - Óháðir 107 15,4 1
Kosningu hlutu: Af A-lista: Valdimar L. Gíslason.
Af D-lista: Ólafur Kristjánsson, Einar Jónatansson og
Björgvin Bjarnason. Af G-lista: Kristinn H. Gunnarsson
og Þóra Hansdóttir. Af H-iista: Jón Guðbjartsson. Meiri-
hlutasamstarf mynda Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur. Bæjarstjóri er Ólafur Kristjánsson.
A-listi, Jafnaðarmenn og frjálslyndir:
1. Ólafur Þór Benediktsson verkstjóri.
2. Magnús Ólafs Hanson verslunarmaður.
3. Martha Sveinbjömsdóttir húsmóðir.
4. Sigríður L. Gestsdóttir húsmóðir.
5. Svavar Geir Ævarsson sjómaður.
6. Kristín Sæmundsdóttir húsmóðir.
7. Hlíðar Kjartansson matsveinn.
D-listi, Sjálfstæðisflokkur:
1. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri.
2. Anna G. Eldvardsdóttir kennari.
3. Ágúst Oddsson heilsugæslulæknir.
4. Þóra Hallsdóttir.
5. Sölvi Rúnar Sólbergsson véltæknifr.
6. Hálfdán Óskarsson sjómaður.
7. Jón S. Ásgeirsson verkstjóri.
F-listi, Samstöðu, samtaka um bæj-
armál:
1. Kristinn H. Gunnarsson bæjarfull-
trúi.
2. Jón Guðbjartsson bæjarfulltrúi.
3. Valdemar Guðmundsson lögreglu-
þjónn.
4. Helga Jónsdóttir kennari.
5. Anna Björgmundsdóttir sjúkraliði.
6. Ketill Elíasson vélvirki.
7. Ágúst Sverrir Sigurðsson bifreiða-
stjóri.
A-listinn ■■■■■■■
Ólafur Þór Benediktsson
„Bæjarstjórn þarf að stuðla að íjölgun at-
vinnutækifæra í bænum. Mjög áríðandi er
að haldið verði áfram með uppbyggingu hafn-
arinnar. Tveimur stórverkefnum, viðbyggingu
grunnskólans og þjónustuíbúðum fyrir aldr-
aða, sem eru í gangi þarf að ljúka. Vinna
þarf áfram að fegrun og snyrtingu bæjarins.
Betrumbæta þarf leiksvæði. Æskulýðsstarf
þarf að efla og við leggjum sérstaka áherslu
á að áfram verði gætt að hagsmunum aldr-
aðra og fatlaðra og að þeim hlúð sem best.“
D-LISTINN ■■■^HHBi
Ólafiir Kristjánsson
„Ljúka þarf við grunnskólann og byggingu
þjónustuíbúða fyrir aldraða. Við munum
leggja áherslu á að hafnaáætlun standist.
Sérstaklega munum við beita okkur fyrir því
að öryggisaðgerðir um Óshlíð verði bættar.
Rík áhersla verður lögð á að gatnakerfi bæjar-
ins, opin svæði og umhverfismál verði í háveg-
um höfð. Við viljum eiga samvinnu við sveitar-
félögin á norðanverðum Vestfjörðum um sorp-
hirðumál. Ná þarf niður rekstrargjöldum.
Engin loforð verða gefin.“
F-listinn
Kristinn H. Gunnarsson
„AUka þarf atvinnu í sjávarútvegi. Við
verðum að standa vörð um þau þjónustu-
störf, sem eru hér. Við viljum skapa fleiri
störf í úrvinnslugreinum sjávarútvegs og
reyna að koma hér upp fiskmarkaði. Á fjár-
málum bæjarins þarf að taka strax og eins
málefnum hafnarsjóðs. Standa verður við
áætlun í hafnarmálum. Skipulagsmál eru
mjög knýjandi. Ljúka þarf við deiliskipulag
og endurskoða aðalskipulag. Síðan þarf að
endurskipuleggja stjóm bæjarkerfisins."