Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990 C 17 ESKIFJÖRBUR KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á Eskifirði eru 762. 7 fiilltrúar eru kjörnir í bæjarsljórn og eru fjórir listar í framboði, en voru sex 1986. I sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 730 kjósendur á kjörskrá. 626 greiddu atkvæði og var kjörsókn 85,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 15, en úrslit urðu þessi: Listi Atkvæði % fulltrúar A - Alþýðuflokkur 75 12,3 1 B - Framsóknarflokkur 128 20,9 2 D - Sjálfstæðisflokkur 117 19,1 1 E - Óháðir 170 27,8 2 G - Alþýðubandalag 100 16,4 1 M - Flokkur mannsins 21 3,4 0 Kosningu hlutu: Af A-lista: Guðmundur Þ. Svavarsson. Af B-lista: Jón Ingi Einarsson og Gísli Benediktsson. Af D-lista: Skúli Sigurðsson. Af E-lista: Hrafnkell A. Jón.sson og Þórhallur Þorvaldsson. Af G-lista: Hjalti Sigurðsson. Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Óháðir mynduðu meiri- hluta. Bæjarstjóri er Bjarni Stefánsson. FRAMBOÐSLISTAR A-Iisti, Alþýðuflokkur: 1. Guðmundur Þ. Sva- varsson málaram. 2. Ásbjörn Guðjónsson bifvélavirki. 3. Bjarnrún K. Har- aldsdóttir dómritari. 4. Benedikt J. Hilmars- son smiður. 5. Jón Trausti Guðjóns- son sjómaður. 6. Aðalheiður D. Sig- urðardóttir húsmóðir. 7. Grétar Rögnvalds- son skipstjóri. B-listi, Framsóknar- flokkur: 1. Gísli Benediktsson skrifst.stjóri. 2. Sigurður Hólm Freysson stálskipasm. 3. Jón Ingi Einarsson skólastjóri. 4. Friðgerður Marías- dóttir sjúkraliði. 5. Þorbergur N. Hauksson slökkviliðsstj. 6. Guðni Þór Elísson yfirvélstj. 7. Magnús Pétursson rafveitustjóri. D-listi, Sjálfstæðis- flokkur: 1. Skúii Sigurðsson verkstjóri. 2. Hansína Halldórs- dóttir ritari. 3. Hrafnkell A. Jónsson skrifst.maður. 4. Andrés Elísson raf- iðnfræðingur. 5. Úlfar Sigurðsson vörubifrstj. 6. Guðrún Karlsdóttir húsmóðir. 7. Svanur Pálsson véla- maður. G-listi, Alþýðubanda- lag: 1. Hjalti Sigurðsson rafvirki. 2. Guðrún M. Óiadóttir starfsstúlka. 3. Elís Andrésson vél- stjóri. 4. Ásgeir Hilmar Jóns- son verkamaður. 5. Jórunn Bjarnadóttir verkamaður. 6. Bragi Þórhallsson verkamaður. 7. Hildur Metúsalems- dóttir húsmóðir. A-listinn B-listinn D-listinn G-listinn Guðmundur Svavarsson „Alþýðuflokkurinn legg- ur áherslu á góða fjármála- stjórn og sparnað. Einnig á á gatnagerð í eldri bænum og bundið slitlag þar sem fyrst, áframhaidandi upp- byggingu skíðamiðstöðvar í Oddsskarði og uppbyggingu íþróttasvæðis neðan Dal- brautar. Reynt verði að koma upp vernduðum vinnustað fyrir eldra fólk, þar sem það geti fengið störf við sitt hæfi. Einnig leggjum við áherslu á að unnið verði að því að reisa iðngarða. Áfram verði haldið byggingu íbúða í félagslega kerfinu. Haldið verði áfram á þeirri braut sem mótuð hefur verið í tómstundastarfi eldri borgara og stefnt verði að því að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða í samræmi við þá skipulagstillögu sem liggur fyrir. í hafnarmálum leggjum við áherslu á stækkun viðlegu. Komið verði í veg fyrir að frárennsli frá byggð haldi áfram að menga sjó og fjörur og við styðjum það skóg- ræktarátak, sem hafið er.“ Gísli Benediktsson „Við leggjum áherslu á að kippa ijárhagnum í lag. Umhverfismál eru ofarlega hjá okkur. Við munum stefna að því að ganga frá sorpeyðingarmálunum, sem eru í slæmu ástandi. Hér vantar okkur heiisugæslu- stöð og við munum leggja áherslu á að hafist verði handa við að byggja hana. í íélags- og fþróttamálum er brýnast að byggja upp íþróttaaðstöðu fyr- ir útiíþróttir. Við munum leitast við að auka samstarfið við Reyðarfjörð og leitast við að hafa samstarf við sveitarfélög hér í grennd- inni í eins góðu lagi og hægt er um þau mál sem sveitarfélögin geta sameinast um. Hér þarf að gera markvissa áætlun um að leggja bundið slitlag á götur bæjarins, en ekki hefur verið mikið gert í þeim málum á síðasta kjörtímabili. í atvinnumálum munum við beita okkur fyrir því að bærinn gerí það sem í valdi hans stendur til að styðja við atvinnulíf- ið á staðnum." Skúli Sigurðsson „Helsta baráttumálið er áframhaldandi uppbygging- arstarf a svipuðum nótum og við höfum verið að vinna að. Við ætlum að stefna að stækkun hafnarinnar, setja bundið siitlag á götur. Það verður að taka til hendinni í sorpmálum á næsta kjörtímabili og vinna að endanlegri lausn. Vinna þarf að því að koma frá- rennslislögnum út í sjó eins langt út og eins fljótt og hægt er í viðunandi ástand. Við erum að byggja smábátahöfn sem er langt komin og ætlum að halda því áfram. Síðan erum við að byggja upp elliheimili og stefnt að því að opna þar líka hjúkrunardeild fljótlega. Gífurlega mikil þörf er á uppbyggingu heilsu- gæslustöðvar, sem þarf að sjá fyrir endann á. Viðhald á grunnskóla, leikskóla og íþrótta- húsi er aðkallandi og koma þarf upp íþróttað- stöðu fyrir knattspyrnu og fijálsíþróttir og stækka lyfturnar í Oddskarði.“ Hjalti Sigurðsson „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að koma ijármálunum í lag. Síðan eru það umhverf- ismálin. Það er mikil meng- un í bænum og koma verð- ur sorpinu fyrir kattarnef með aðferðum, sem duga. Við viljum koma upp eignaríbúðum fyrir aldr- aða. Við viljum halda áfram að halda atvinnulífinu í bænum gangandi og vera vakandi fyrir nýsköpun atvinnu- tækifæra. Síðast en ekki síst viljum við bæta við okkur manni." FRAMBOÐSLISTAR KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á Höfn eru 1.094 og hefur Qölgað um 9% frá kosningunum 1986. 7 fúlltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru þrír listar í framboði, en voru fjórir 1986. í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 979 kjósendur á kjörskrá. 829 greiddu atkvæði og var kjörsókn 84,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 30, en úrslit urðu þessi: Listi Atkvæði % fulltrúar B - Framsóknarflokkur 196 24,5 2 D - Sjálfstæðisflokkur 246 30,8 2 F - Fjórða framboðið 71 8,9 0 H - Oháðir 286 35,8 3 Kosningu hlutu: Af B-lista: Guðbjartur Össurarson og Guðrún Jónsdótt- ir. Af D-lista: Sturlaugur Þorsteinsson og Eiríkur Jónsson. Af H-lista: Stefán Óiafsson, Svava Kristbjörjg Guðmundsdóttir og Guðjón Þorbjörns- son. Meirihlutasamstarf mynda Oháðir og Sjálfstæðisflokkur. Bæjarstjóri er Hallgrímur Guðmundsson. B-listi, Framsóknarflokkur: 1. Guðmundur Ingi Sigbjörnsson skólastjóri. 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson skrifst.maður. 3. Hannes Halldórsson fiskmats- maður. 4. Jóna Ingólfsdóttir bank.amaður. 5. Guðrún Jónsdóttir skrifstofu- maður. 6. Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri. 7. Sigríður Lárusdóttir húsmóðir. D-listi, Sjálfetæðisflokkur: 1. Albert Eymundsson skólastjóri. 2. Magnús Jónasson garðyrkju- maður. 3. Einar Karlsson sláturhússtjóri. 4. Anna Marteinsdóttir húsmóðir. 5. Ólafur Bjöm Þorbjörnsson skipstjóri. 6. Bragi Ársælsson rafverktaki. 7. Ragnar Gísli Kristjánsson nemi. H-listi, listi Kríunnar: 1. Gísli Sverrir Ámason safnvörð- • ■ ur. 2. Svava Kristbjörg Guðmundsd. umboðsm. 3. Stefán Ólafsson kennari. 4. Björn Grétar Sveinss. form. verkalýðsfél. 5. Ragnhildur Jónsdóttir kennari. 6. Guðjón Þorbjömsson frkv. stjóri. 7. Hrönn Pálsdóttir húsmóðir. B-listinn Guðmundur I Sigbjörnsson „Hafnar- og innsiglingarmál ber hæst hjá okkur. Skipulags- og byggingarmál eru alitaf í brennidepli og það er mikilvægt að til sé nóg af lóðum. Núverandi bæjarstjórn hefur ákv.eðið að hér verði ráðist í skólabyggingar þannig að komandi bæjarstjórn hlýtur að halda því áfram. Við setjum heilbrigðis- og öldrunarmál á oddinn. Teljum brýnt að byggja legudeild við heilsugæslustöðina og þá í kjöl- far þess að endurskipuleggja öldrunarmál. Við teljum að bæjarstjórn eigi að hafa sam- skipti við bæjarbúa, að bæjarstjórn eigi í stór- um hagsmunamálum að viðra mál og láta hinn almenna borg- ara hafa upplýsingar áður en stórar ákvarðanir eru teknar." D-listinn Albert Eymundsson „Við verðum að beita öllu okkar afli til að fá bestu hugsanlegu úrlausnir í málum varð- andi innsiglinguna og hafnarsvæðið. Við leggjum áherslu á að áfram verði unnið á sömu braut og síðasta kjörtímabil í fjármálum bæjarins. Við teljum það eitt af forgangsverk- efnum næstu bæjarstjómar að vinna að úr- lausn fráveitumála ásamt umhverfis- og feg- runarmálum almennt. Nú þegar er búið að _ taka ákvörðun um stækkun skólahúsnæðis. Við leggjum íþrótta- og æskulýðsstarfi gott . lið. Tímabært er að endurskoða samning fjar- varmaveitunnar og Rarik með því markmiði að reksturinn sé á einni hendi. Á kjörtímabilinu verður væntanlega farið að huga að nýju aðalskipulagi.“ H-listinn Gísli Sverrir Árnason „Markmið þessa framboðs er að tryggja áframhaldandi góðan rekstur bæjarsjóðs. Inn- siglingin til Hafnar hvílir þungt á öllum bæj- arbúum. Við ætlum að reyna að tryggja áframhaldandi góðæri á Höfn. Höfn er eitt af fáum sveitarfélögum í sínum stærðar- flokki, þar sem afkoma fólks, fyrirtækja og bæjarsjóðs er í blóma, og við ætlum að stuðla að því að þetta gangi einnig eftir á næstu fjórum árum með því meðal annars að auka þjónustu, styðja við atvinnufyrirtæki. Fyrir- hugað er að fara út í miklar framkvæmdir í skólamálum, byggja nýtt skólahúsnæði þannig að allur grunn- skólinn verði undir sama þaki eftir 4-6 ár. Það verður stærsta framkvæmd bæjarfélagsins á næsta kjörtímabili.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.